Byggingarsjúsk

Ekkert byggingarleyfi, ótraustar undirstöður, gölluð steypa og mútumál. Slík lýsing hljómar ekki vel, allra síst þegar um er að ræða háhýsi sem skagar 86 metra upp í loftið, á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

Njálsturn í uppbyggingu. Ljósu húsin hægra megin við turninn tilheyra Hafnarháskóla
Njálsturn í uppbyggingu. Ljósu húsin hægra megin við turninn tilheyra Hafnarháskóla
Auglýsing

Í ljóði Jónasar Hall­gríms­sonar „Al­þing hið nýja“ segir „Traustir skulu horn­steinar hárra sala; í kili skal kjör­við­ur­“.  

Ljóð Jónasar, ort 1840, fjallar ekki um hús­bygg­ingar og bygg­ing­ar­reglu­gerð­ir. En þessar tvær ljóð­línur fela hins vegar í sér grund­vall­ar­at­riði sem fylgt skal þegar byggja á hús.  

Ólík­legt verður að telja að stjórn­endur danska bygg­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Bach Gruppen þekki þetta ljóð Jónasar, þeir eiga hins vegar að þekkja dönsku bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. Þar er kveðið á um trausta horn­steina og vand­aðar und­ir­stöð­ur. Og lík­lega þekkja þeir hjá Bach Gruppen bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. En það er ekki nóg að þekkja reglur og reglu­gerð­ir, það þarf líka að fara eftir þeim. 

Auglýsing

Njáls­gata

Götu­heitið Njáls­gata, á Íslands­bryggju í Kaup­manna­höfn, hljómar kunn­ug­lega í eyrum margra Íslend­inga. Gatan dregur nafn sitt af Njáli Þor­geirs­syni stór­bónda,  lög­spek­ingi og höf­uð­per­sónu Brenn­u-Njáls sögu. Þessi stað­reynd er kannski ekki höf­uð­á­stæða þess að svo margir Íslend­ingar þekkja þessa götu á Ama­ger, heldur sú að Hafn­ar­há­skóli, Køben­havns Uni­versitet, með sína tæp­lega 40 þús­und nem­endur og 9 þús­und starfs­menn er þar til húsa. Eftir að skól­inn (stofn­aður 1479) hafði sprengt utan af sér hús­næðið í gamla lat­ínu­hverf­inu við miðbæ Kaup­manna­hafnar eftir miðja síð­ustu öld, flutt­ist stór hluti starf­sem­innar út á Ama­ger, í nýbygg­ingar við Njáls­götu. Þetta svæði þekkja þús­undir Íslend­inga sem stundað hafa, og margir stunda enn, nám við Hafn­ar­há­skóla. Kaupmannahafnarháskóli Mynd: Wiki Commons

Njáls­turn­inn 

Gegnt bygg­ingum háskól­ans við Njáls­götu  er all­stórt svæði, sem lengi stóð autt og óbyggt. Her­inn hafði fengið þetta svæði til umráða árið 1775 og það fékk nafnið Faste Batt­eri, og var notað til æfinga. Árið 1947 voru bygg­ingar hers­ins að mestu jafn­aðar við jörðu og löngu síðar var hluti svæð­is­ins frið­að­ur. Í tengslum við lagn­ingu Metro lesta­kerf­is­ins um síð­ustu alda­mót var frið­lýs­ing­unni að mestu aflétt og ákveðið að vinna nýtt skipu­lag fyrir þetta auða svæði við Njáls­götu. Í skipu­lags­málum ganga hlut­irnir ekki alltaf hratt fyrir sig, enda í mörg horn að líta og enn liðu all­mörg ár áður en fram­kvæmdir hófust. Árið 2017 greindu danskir fjöl­miðlar frá því að nú væru hlutir að ger­ast: við Njáls­göt­una yrði, auk ann­arra bygg­inga, reistur turn. Fram­kvæmdir færu brátt að hefj­ast. Fyrstu áætl­anir gerðu ráð fyrir að turn­inn, sem fengið hefur nafnið Njálst­urn, yrði rúm­lega 100 metra hár, en síðar var ákveðið að hæðin yrði 86 metr­ar, 23 hæð­ir. Í turn­inum verða 265 íbúðir og á jarð­hæð er gert ráð fyrir versl­unum og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Bach Gruppen

Fyr­ir­tækið sem byggir turn­inn heitir Bach Grupp­en, með höf­uð­stöðvar í Viborg á Jót­landi. Fyr­ir­tæk­ið, sem dregur nafn sitt af eig­and­anum Finn Peter Bach, var stofnað árið 1967. Finn Peter Bach, sem er bif­véla­virki að mennt (fæddur 1946)  hafði þá um skeið unnið hjá bíla­um­boði, en ákvað að freista gæf­unnar á eigin spýt­ur. Auk þess að versla með bíla ákvað hann að reyna fyrir sér í bygg­inga­brans­an­um. Skemmst er frá því að segja að rekst­ur­inn gekk frá upp­hafi vel, og í dag er Bach Gruppen (ásamt 5 dótt­ur­fyr­ir­tækj­um, þar á meðal bíla­leigu) stór­fyr­ir­tæki á danskan mæli­kvarða. Auk þess að byggja hús á fyr­ir­tækið fjölda húsa sem leigð eru út, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Eig­in­kona Finn Peter Bach heitir Ulla Bloch, þau eiga tvö upp­komin börn. Á lista dag­blaðs­ins Berl­ingske yfir rík­ustu Dan­ina árið 2020 er fjöl­skyldan númer 83. 

Höfðu ekki bygg­ing­ar­leyfi

Eins og áður sagði hófust fram­kvæmdir við Njáls­turn haustið 2017. Tíma­á­ætl­anir sem kynntar voru í upp­hafi gerðu ekki ráð fyrir neinu slugsi að sögn fram­kvæmda­stjóra Bach Gruppen. 

Sum­arið 2018 var botn­plata turns­ins steypt. Botn­platan (sem Jónas hefði ugg­laust kallað horn­stein) var höfð tveggja metra þykk. Steypan átti að upp­fylla allar kröfur um styrk­leika og járna­bind­ingu sem gert er ráð fyrir í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Fyr­ir­tækið sem fram­leiddi steypuna heitir BG Beton og er eitt dótt­ur­fyr­ir­tækja Bach Gruppen.

Á til­settum tíma var svo byrjað að reisa turn­inn sjálfan og það verk gekk sam­kvæmt áætl­un. 

Dag nokkurn þegar emb­ætt­is­maður hjá borg­inni var að yfir­fara bygg­ing­ar­leyf­is­veit­ingar þótti honum sér­kenni­legt að á list­anum yfir veitt leyfi sá hann hvergi bygg­ing­ar­leyfi vegna Njálst­urns­ins. Eftir að hafa leitað af sér allan grun, og hvergi fundið leyf­ið, lét hann yfir­mann sinn vita. Í ljós kom að bygg­ing­ar­leyfi fyrir turn­inum hafði aldrei verið veitt, þótt umsóknin hefði borist á til­settum tíma. Þetta þótti emb­ætt­is­mann­inum áður­nefnda und­ar­legt, hann hjólaði sjálfur dag­lega fram hjá bygg­inga­svæð­inu og hafði með eigin augum séð turn­inn og þegar þarna var komið voru hæð­irnar orðnar sex. Hjá bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild borg­ar­innar klór­uðu menn sér í koll­inum en ákváðu loks að gefa út bygg­ing­ar­leyf­ið. Fjöl­miðl­arn­ir, sem vissu um málið vildu fá nán­ari skýr­ing­ar, og hvort ekki yrði sektað. Sam­kvæmt reglum varðar það sektum að byggja í óleyfi. Svör borg­ar­innar voru þau að leyfið hefði í raun löngu verið tilbúið, bara átt eftir að senda það. Og ekki yrði sektað. Og áfram mjak­að­ist turn­inn upp. 

Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild berst bréf 

26. febr­úar síð­ast­lið­inn barst Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild borg­ar­innar bréf. Send­and­inn, sem ekki lét nafns sín getið full­yrti að steypan sem notuð hefði verið í botn­plöt­una væri ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem gerðar væru um slíka steypu og ráð­gjafa­fyr­ir­tæki hefði til­tekið að notuð skyldi. Ljóst virt­ist að send­and­inn nafn­lausi væri málum kunn­ug­ur. 

Í fram­haldi af áður­nefndu bréfi óskaði Tækni- og umhverf­is­deild borg­ar­innar eftir gögn­um, og vott­orðum varð­andi steypuna, frá Bach Gruppen. Þrátt fyrir eft­ir­rekstur bár­ust slík gögn ekki og í lok mars til­kynnti Tækni- og umhverf­is­deild borg­ar­innar málið til lög­reglu. Farið var fram á að lög­reglan myndi rann­saka steypuna í botn­plöt­unni undir turn­in­um, og krefj­ast gagna frá Bach Gruppen. Jafn­framt var Tækni- og rann­sókn­ar­stofnun danska rík­is­ins beðin um að rann­saka steypuna. Á meðan þessu fór fram héldu fram­kvæmdir við turn­inn áfram. Í blaða­við­tali í ágúst sagði Lene Christen­sen fram­kvæmda­stjóri Bach Gruppen að sér væri kunn­ugt um að notuð hefði verið ann­ars konar steypa í botn­plöt­una en til­greind væri í verk­lýs­ingu en væri full­kom­lega sam­bæri­leg. Nørrebro í Kaupmannahöfn Mynd: Wiki Commons

Bach Gruppen kærir upp­ljóstr­ar­ann

Mitt í öllu þessu kærði Bach Gruppen upp­ljóstr­ar­ann til lög­reglu. Hann hefði hótað að láta borg­ina og lög­reglu vita um „steypu­mál­ið“ nema fyr­ir­tækið semdi við sig um greiðslu. Ekki varð af þeim samn­ingi og Bach Gruppen kærði mann­inn til lög­reglu. Það mál liggur enn í skúffum lög­reglu, hvað sem síðar verð­ur.

Gölluð steypa og fram­kvæmdir stöðv­aðar

18. sept­em­ber fyr­ir­skip­aði Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild Kaup­manna­hafn­ar­borgar að fram­kvæmdir við turn­inn, sem kom­inn var í fulla hæð, skyldu stöðv­að­ar. Þá lágu fyrir skýrslu­drög vegna steypunnar í botn­plöt­unni. End­an­legri skýrslu vegna steypunnar var síðan skilað fyrr í þessum mán­uði. Þar kemur fram að efsti hluti botn­plöt­unnar sé úr steypu sem upp­fylli kröfur um styrk­leika. Stærstur hluti plöt­unnar sé hins vegar úr efni sem sé langt frá því að upp­fylla kröf­ur. Þar hafi í bland við nýja steypu verið notuð gömul steypa, sem hafi verið mulin og enn fremur hafi verið blandað í steypuna ýmiss konar bygg­ing­ar­úr­gangi, eins og það er orðað í skýrsl­unni. Nið­ur­staðan er sú að botn­platan upp­fylli ekki skil­yrð­i. 

Okkar eigið fyr­ir­tæki laug að okkur

Bach Gruppen neit­aði lengi vel að nokkuð væri athuga­vert við steypuna í botn­plötu Njálst­urns­ins. Í ágúst sl. sendi Finn Peter Bach frá sér yfir­lýs­ingu. Þar segir hann að yfir­menn í BG Beton (fyr­ir­tæki í hans eigu) hafi bein­línis sagt sér ósatt og lagt fram gögn sem séu alls ófull­nægj­andi. „Við höfum þegar hafið okkar eigin rann­sókn á því sem þarna gerð­ist, ef í ljós kemur að BG Beton hafi bein­línis falsað skýrslur til okkar og ann­arra mun það hafa alvar­legar afleið­ing­ar“ segir í áður­nefndri yfir­lýs­ing­u. 

Hvað er til ráða?

Kaup­manna­hafn­ar­borg vill ekki heim­ila að fram­kvæmdum við Njáls­turn verði haldið áfram fyrr en fundin hefur verið lausn sem tryggir að botn­platan hafi nægan styrk. Í sam­vinnu við Bach Gruppen er unnið að því að finna slíka lausn. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken, skömmu fyrir jól,  sagði Finn Peter Bach for­stjóri að fyr­ir­tæki sitt, Bach Gruppen legði mikla áherslu á að finna lausn sem tryggi að Njáls­turn upp­fylli allar örygg­is­kröf­ur. „Okkur er ljóst að verkið mun kosta umtals­verða fjár­muni, en það skiptir eng­u“. 

Hvenær fram­kvæmdir við Njáls­turn hefj­ast á ný er ómögu­legt að segja til um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar