Mynd: EPA

Forseti Bandaríkjanna stýrir fordæmalausri árás á lýðræðið

Mánuðum saman hefur Donald Trump sagt ranglega að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði forsetakosningunum í nóvember 2020. Á fundi með stuðningsmönnum fyrr í dag sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“ Skömmu síðar réðust stuðningsmenn hans inn í bandaríska þinghúsið.

Frá því að Joe Biden var stað­festur sig­ur­veg­ari í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum þann 7. nóv­em­ber 2020 hefur Don­ald Trump, sitj­andi Banda­ríkja­for­seti, haldið því fram að svindlað hafi verið til að koma honum frá völd­um. 

Fjöl­mörg dóms­mál, yfir 60, hafa verið höfðuð og allar mögu­legar leiðir reyndar til að breyta þeirri nið­ur­stöðu að Biden fékk sjö milljón fleiri atkvæði en Trump og alls 306 kjör­menn kjörna á móti 232 sem féllu Trump í skaut. 

Engin lög­form­leg leið skil­aði for­set­anum og fylg­is­mönnum hans neinum árangri. Dóm­arar sem Trump skip­aði sjálfur vís­uðu málum frá fyrir að vera fjar­stæðu­kennd. Hæsti­rétt­ur, sem í sitja þrír dóm­arar sem Trump skip­aði, neit­aði að ógilda nið­ur­stöðu kosn­ing­anna.

Trump hefur síð­ustu daga og vikur ein­beitt sér að því að þrýsta á kjörna full­trúa ýmissa ríkja sem til­heyra hinum svoköll­uðu sveiflu­ríkj­um, að snúa nið­ur­stöð­unni með ein­hverjum hætti. Þær til­raunir náðu hámarki um liðna helgi þegar Trump bein­línis bað inn­an­rík­is­ráð­herra Georgíu um að „finna“ atkvæði sem myndu nægja honum til sig­urs í rík­in­u. 

For­set­inn hefur auk þess þrýst á þing­menn í full­trúa­deild­inni og öld­unga­deild­inni að stað­festa ekki nið­ur­stöðu kjós­enda eða ríkj­anna sem mynda Banda­rík­in, og hafa öll stað­fest nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna, á sér­stökum fundi sem átti að fara fram í dag, 6. jan­ú­ar. Á þeim fundi koma þing­menn beggja deilda saman á fundi sem er stýrt af vara­for­seta Banda­ríkj­anna til að ganga frá þeim form­leg­heitum að stað­festa nið­ur­stöðu kjós­enda og ríkja. 

Auglýsing

Vegna þrýst­ings Trump ákvað hluti þing­manna Repúblikana­flokks­ins úr báðum deildum að mót­mæla stað­fest­ing­unni. Sá fjöldi var þó fjarri því sem til þurfti og í ljósi þess hóf Trump að þrýsta á Mike Pence vara­for­seta að beita valdi til að neita að stað­festa kjör Biden. Pence til­kynntu for­set­anum í gær að hann hefði ekki vald til þess. 

Mik­il­vægur lýð­ræð­is­dagur varð svartur blettur í sög­unni

Í dag var stór dagur í banda­rískum stjórn­mál­um. Nið­ur­staða í kosn­ingum í Georg­íu, þar sem kosið var um tvö öldund­ar­deild­ar­sæti og yfir­ráð yfir þeirri deild Banda­ríkja­þings, varð kunn­gjörð. Síðar sama dag átti að stað­festa kjör Biden, tveimur vikum áður en að hann tekur form­lega við emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna.

Demókra­ta­flokk­ur­inn vann bæði öld­ung­ar­deild­ar­sætin sem keppt var um, og nær þar með meiri­hluta í henni líkt og flokk­ur­inn hefur í full­trúa­deild­inni. Þegar við bæt­ist að full­trúi flokks­ins verður næsti for­seti þá er ljóst að Demókra­ta­flokk­ur­inn er í góðri stöðu með að koma stefnu­málum sínum í fram­kvæmd á næstu tveimur árum hið minnsta.

Repúblikan­ar, margir hverjir mjög hátt­sett­ir, voru mjög skýrir við banda­ríska blaða­menn þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeið­is. Svarið var Don­ald Trump og fram­ferði hans síð­ustu mán­uði, sem hafði klofið flokk­inn og ýtt hóf­sam­ari kjós­endum frá honum með nars­iss­isma sín­um. Trump tók eigin tap­sær­indi fram fyrir hags­muni flokks­ins og fyrir það greiddi flokk­ur­inn dýru verði.

Auglýsing

Þegar þessi staða var að opin­ber­ast voru stuðn­ings­menn Don­ald Trump þegar byrj­aðir að safn­ast saman í Was­hington til að mót­mæla því að hann væri ekki áfram for­seti. Hluti þess mikla fjölda Banda­ríkja­manna sem hefur flykkt sér í kringum Trump virð­ist að hafa staðið með for­set­anum í þeirri veg­ferð sem hann ákvað að ráð­ast í eftir að hann tap­aði for­seta­kosn­ing­un­um. Því var búist við fjöl­menn­i. 

Lík­lega átti þó eng­inn von á því sem gerð­ist.

„Við munum aldrei gef­ast upp“

Yfir­skrift mót­mæl­anna var „Save Amer­ica“. Hóp­ur­inn safn­að­ist saman skammt frá Hvíta hús­inu. Um svipað leyti og þing­menn hófu að safn­ast saman í þing­hús­inu í Was­hington til að und­ir­búa stað­fest­ingu Biden sem for­seta ákvað Trump að ávarpa fjöld­ann. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Við munum aldrei gef­ast upp. Við munum aldrei við­ur­kenna ósig­ur.“

Mann­fjöld­inn – margir með hinar frægu Make Amer­ica Great Again der­húfur eða Trump-­fána, sumir með Suð­ur­ríkja­fána en sára­fáir með grímur – kyrj­aði til baka „við munum stöðva stuld­inn“.

Skömmu eftir að fund­ur­inn til að stað­festa kjör Biden hófst fór hluti þess hóps sem tekið hafði þátt í Trump-fund­inum að færa sig í átt að þing­hús­inu. Mikil reiði var á meðal stuðn­ings­manna Trump. 

Þar hafði Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblika­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, haldið áhrifa­mikla ræðu þar sem hann hvatti til þess að nið­ur­staða for­seta­kosn­ing­anna yrði virt.

Þegar komið var að þing­hús­inu þá óð hluti hóps­ins í gegnum lög­reglu húss­ins og inn í það. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist frá því að Bretar réð­ust inn í þing­húsið árið 1814 og báru eld að því.

Inni í þing­hús­inu hafa verið unnin skemmd­ar­verk, skotum hefur verið hleypt af, ráð­ist hefur verið inn á skrif­stofur þing­manna og í sal öld­unga­deild­ar­inn­ar. Þing­fund­inum sem átti að stað­festa kjör Biden var frestað í flýti og þeim sem hann sátu komið í var. Einn stuðn­ings­maður Trump komst alla leið inn á skrif­stofu Nancy Pelosi, leið­toga Demókra­ta­flokks­ins í full­trúa­deild­inni, og skrif­aði á möppu sem lögð var á lykla­borð tölvu henn­ar: „Við munum ekki gef­ast upp.“

Mótmælandi á skrifstofu Nancy Pelosi.
Mynd: EPA

Öng­þveiti skap­að­ist. Hægt og rólega fór það að renna upp fyrir fólki sem fylgd­ist með þessum atburðum í beinni útsend­ingu, út um allan heim, að ein­hvers konar til­raun til valda­ráns, eða að minnsta kosti ein alvar­leg­asta til­raun til að stöðva fram­gang hins lýð­ræð­is­lega fer­ils, var að eiga sér stað í Banda­ríkj­un­um.

Olíu hellt á eld­inn

Á meðan að á þessu stóð var Trump í vari í Hvíta hús­inu og sendi skila­boð til fylg­is­manna sinna á þann hátt sem hann kann best við, í gegn­um Twitt­er. Í stað þess að draga úr spenn­unni ákvað Trump að hella olíu á eld­inn með því að senda út tíst þar sem hann réðst gegn vara­for­seta sínum fyrir að hafa ekki gert eins og Trump vildi, og kæmi í veg fyrir stað­fest­ing­u Biden. Um svipað leyti var borg­ar­stjór­inn í Was­hington D.C. að lýsa yfir útgöngu­banni vegna ástands­ins og allt þjóð­varn­ar­lið svæð­is­ins hafði verið kallað út til að takast á við stöð­una.

Auglýsing

Eftir harða gagn­rýni víða að ákvað Trump að senda út tvö tíst þar sem hann hvatti fyrst til stuðn­ings við lög­regl­una og síðan til þess að ofbeldi yrði ekki beitt. Í hvor­ugu tíst­inu bað Trump stuðn­ings­menn sína að yfir­gefa þing­hús­ið. Ivanka Trump, dóttir for­set­ans og einn helsti ráð­gjafi hans, tísti til mót­mæl­enda og bað þá um að vera frið­sama. Í því tísti kall­aði hún hóp­inn „föð­ur­lands­vin­i“. Ivanka Trump eyddi því tísti nokkrum mín­útum eftir að það fór í loft­ið. Tistið sem Ivanka Trump birti en eyddi svo stuttu síðar.

Trump seg­ist elska fólkið sem réðst inn í þing­húsið

Joe Biden hafði ætlað að ávarpa banda­rísku þjóð­ina í kvöld og ræða um efna­hags­mál. Atburðir dags­ins breyttu til­gangi og tóni ræð­unnar algjör­lega. 

„Í þessum töl­uðu orðum er lýð­ræði okkar undir for­­dæma­­lausri árás, sem er ólík öllu öðru sem við höfum séð í nútím­an­um“ sagði Biden í ræðu sinni.

Hann skor­aði á Don­ald Trump að ávarpa þjóð­ina í beinni sjón­­varps­út­­­send­ingu og for­­dæma árás­ina á þingið og gera allt sitt til þess að reyna lægja öld­­urn­­ar.

Skömmu síðar setti Trump rúm­lega eins mín­útna langt mynd­band á Twitt­er. Þar end­ur­tók hann þau rang­indi að hann hefði unnið for­seta­kosn­ing­arnar 3. nóv­em­ber, að þeim hefði verið stolið frá honum og sagð­ist skilja að stuðn­ings­menn hans væru reið­ir. Hann bað mót­mæl­endur þó um að fara heim og að gera það frið­sam­lega. Trump sagði líka, og beindi þeim orðum til hóps­ins sem ráð­ist hefur inn í þing­húsið í Was­hington: „Við elskum ykk­­ur.“

Don­ald Trump á enn eftir tvær vikur í emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar