Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020

Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna flug­ferða þing­manna inn­an­lands á síð­asta ári var 9,5 millj­ónir króna. Hann dróst saman um næstum þriðj­ung frá árinu 2019 þegar flug­kostn­að­ur­inn var rúm­lega 14 millj­ónir króna. Þetta má lesa út úr tölum um greiðslur til þing­manna á síð­asta ári, en þær voru upp­færðar í lok síð­ustu viku. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur án efa spilað stóra rullu í því að þing­menn flugu minna inn­an­lands en áður enda að mestu um að ræða ferðir lands­byggð­ar­þing­manna til og frá heima­högum sín­um. Far­ald­ur­inn hefur enda tak­markað störf þing­manna eins og ann­arra lands­manna og til að mynda gert það að verkum að flestir nefnd­ar­fundir hafa farið fram í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. 

Bjarkey flaug mest

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, er sá þing­maður sem safn­aði upp mestum kostn­aði vegna inn­an­lands­flugs á síð­asta ári, eða um 1,5 millj­ónum króna. Næst á eftir henni kemur Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með 1,3 millj­ónir króna og í þriðja sæti var Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, með tæp­lega 1,1 milljón króna. Þessi þrjú, sem öll eru þing­menn Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, eru einu þing­menn­irnir sem flugu inn­an­lands fyrir meira en eina milljón króna á síð­asta ári. 

Auglýsing
Árið 2019 flugu sjö þing­menn fyrir meira en eina milljón króna. Þá var Albertína Frið­björt Elí­as­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, efst á blaði með tæp­lega 1,8 milljón króna kostn­að. Flug­kostn­aður hennar helm­ing­að­ist hins vegar á milli ára. Bjarkey var í öðru sæti árið 2019 með kostnað upp á tæp­lega 1,7 millj­ónir króna og Líneik var í því þriðja með rúm­lega 1,6 millj­ónir króna. Eini þing­mað­ur­inn sem flaug fyrir meira en eina milljón króna árið 2019 og er ekki þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæmis var Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Flug­kostn­aður hennar helm­ing­að­ist hins vegar milli áranna 2019 og 2020. 

Akst­urs­kostn­aður dróst saman um fimmt­ung

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að akst­urs­kostn­aður þing­manna hafi líka dreg­ist tölu­vert saman á síð­asta ári. Sam­tals keyrðu þing­menn lands­ins fyrir 23,9 millj­ónir króna í fyrra. Árið 2019 kost­aði akstur þeirra sem greiddur var úr sam­eig­in­legum sjóðum 30,2 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn var mjög svip­aður árið 2018, eða 30,7 millj­ónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 millj­ónir króna. Hann dróst því saman um rúm­lega 20 pró­sent á árinu 2020 miðað við árið áður. 

Lík­legt verður að telj­ast að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem hefur leitt af sér umfangs­miklar sam­komu­tak­mark­anir og kröfur um ýmis konar sótt­varna­ráð­staf­anir þegar fólk hitt­ist, skipti þar miklu á sama hátt og þegar kemur að flug­kostn­aði. Auk fjölg­unar fjar­funda hafa þing­menn ekki getað hitt vænt­an­lega kjós­endur á sama hátt og áður. 

Bjarkey með mestan sam­eig­in­legan kostnað

Sá þing­maður sem var með mestan akst­urs­kostnað í fyrra var Ásmundur Frið­riks­son, þing­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem leitt hefur lista yfir akst­urs­kostnað á und­an­förnum árum. Frá því að Ásmundur sett­ist á þing 2013 hefur akst­urs­kostn­aður hans verið 31,4 millj­ónir króna. 

Upp­runa­lega var greint frá því að Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hefði verið í fyrsta sæti. Það reynd­ist ekki rétt, mis­tök voru gerð á fjár­mála­skrif­stofu Alþingis sem leiddu til þess að kostn­aður vegna akst­urs Guð­jóns á árunum 2018 og 2019 var gjald­færður í fyrra. 

Í þriðja sæti á list­anum yfir þá þing­menn sem keyrðu mest var svo Bjarkey, sem keyrði fyrir rúm­lega 1,8 millj­ónir króna á síð­asta ári. Hún er eini þing­mað­ur­inn sem kemst í efstu sætin yfir bæði þá þing­menn sem flugu og keyrðu mik­ið. Sam­an­lagður akst­urs- og flug­kostn­aður hennar sem greiddur var úr rík­is­sjóði var á síð­asta ári var 3.329 þús­und krón­ur, eða fyrir 227 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Vert er að taka fram að í þessum töl­um, um flug- og akst­urs­kostn­að, er ekki fastur ferða­kostn­aður í kjör­dæmi. Hann var 360 þús­und krónur í fyrra.

Bjarkey er líka sá þing­maður sem er í efsta sæti yfir allan annan kostnað en launa­greiðslur og fastar kostn­að­ar­greiðslur sem Alþingi greiðir til þing­manna. Alls nam annar kostn­aður hennar 4.160 þús­und krónur í fyrra. Auk flug- og akst­urs­kostn­aðar er þar um að ræða starfs­kostn­að­ur, ferða­kostnað utan­lands, síma og net­kostnað og gisti- og fæð­is­kostnað inn­an­lands. 

Það þýðir að annar kostn­aður Bjarkeyj­ar, fyrir utan laun og fastar kostn­að­ar­greiðsl­ur, var 346.683 krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra, eða rúmri einni milljón meira en annar kostn­aður flokksystur henn­ar, Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dótt­ur, sem var 3,1 millj­ónir króna. Guð­jón S. Brjáns­son og Ásmundur Frið­riks­son voru svo saman með annan kostnað upp á um 2,9 milj­ónir króna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar