Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020

Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna flug­ferða þing­manna inn­an­lands á síð­asta ári var 9,5 millj­ónir króna. Hann dróst saman um næstum þriðj­ung frá árinu 2019 þegar flug­kostn­að­ur­inn var rúm­lega 14 millj­ónir króna. Þetta má lesa út úr tölum um greiðslur til þing­manna á síð­asta ári, en þær voru upp­færðar í lok síð­ustu viku. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur án efa spilað stóra rullu í því að þing­menn flugu minna inn­an­lands en áður enda að mestu um að ræða ferðir lands­byggð­ar­þing­manna til og frá heima­högum sín­um. Far­ald­ur­inn hefur enda tak­markað störf þing­manna eins og ann­arra lands­manna og til að mynda gert það að verkum að flestir nefnd­ar­fundir hafa farið fram í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. 

Bjarkey flaug mest

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, er sá þing­maður sem safn­aði upp mestum kostn­aði vegna inn­an­lands­flugs á síð­asta ári, eða um 1,5 millj­ónum króna. Næst á eftir henni kemur Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með 1,3 millj­ónir króna og í þriðja sæti var Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, með tæp­lega 1,1 milljón króna. Þessi þrjú, sem öll eru þing­menn Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, eru einu þing­menn­irnir sem flugu inn­an­lands fyrir meira en eina milljón króna á síð­asta ári. 

Auglýsing
Árið 2019 flugu sjö þing­menn fyrir meira en eina milljón króna. Þá var Albertína Frið­björt Elí­as­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, efst á blaði með tæp­lega 1,8 milljón króna kostn­að. Flug­kostn­aður hennar helm­ing­að­ist hins vegar á milli ára. Bjarkey var í öðru sæti árið 2019 með kostnað upp á tæp­lega 1,7 millj­ónir króna og Líneik var í því þriðja með rúm­lega 1,6 millj­ónir króna. Eini þing­mað­ur­inn sem flaug fyrir meira en eina milljón króna árið 2019 og er ekki þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæmis var Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Flug­kostn­aður hennar helm­ing­að­ist hins vegar milli áranna 2019 og 2020. 

Akst­urs­kostn­aður dróst saman um fimmt­ung

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að akst­urs­kostn­aður þing­manna hafi líka dreg­ist tölu­vert saman á síð­asta ári. Sam­tals keyrðu þing­menn lands­ins fyrir 23,9 millj­ónir króna í fyrra. Árið 2019 kost­aði akstur þeirra sem greiddur var úr sam­eig­in­legum sjóðum 30,2 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn var mjög svip­aður árið 2018, eða 30,7 millj­ónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 millj­ónir króna. Hann dróst því saman um rúm­lega 20 pró­sent á árinu 2020 miðað við árið áður. 

Lík­legt verður að telj­ast að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem hefur leitt af sér umfangs­miklar sam­komu­tak­mark­anir og kröfur um ýmis konar sótt­varna­ráð­staf­anir þegar fólk hitt­ist, skipti þar miklu á sama hátt og þegar kemur að flug­kostn­aði. Auk fjölg­unar fjar­funda hafa þing­menn ekki getað hitt vænt­an­lega kjós­endur á sama hátt og áður. 

Bjarkey með mestan sam­eig­in­legan kostnað

Sá þing­maður sem var með mestan akst­urs­kostnað í fyrra var Ásmundur Frið­riks­son, þing­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem leitt hefur lista yfir akst­urs­kostnað á und­an­förnum árum. Frá því að Ásmundur sett­ist á þing 2013 hefur akst­urs­kostn­aður hans verið 31,4 millj­ónir króna. 

Upp­runa­lega var greint frá því að Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hefði verið í fyrsta sæti. Það reynd­ist ekki rétt, mis­tök voru gerð á fjár­mála­skrif­stofu Alþingis sem leiddu til þess að kostn­aður vegna akst­urs Guð­jóns á árunum 2018 og 2019 var gjald­færður í fyrra. 

Í þriðja sæti á list­anum yfir þá þing­menn sem keyrðu mest var svo Bjarkey, sem keyrði fyrir rúm­lega 1,8 millj­ónir króna á síð­asta ári. Hún er eini þing­mað­ur­inn sem kemst í efstu sætin yfir bæði þá þing­menn sem flugu og keyrðu mik­ið. Sam­an­lagður akst­urs- og flug­kostn­aður hennar sem greiddur var úr rík­is­sjóði var á síð­asta ári var 3.329 þús­und krón­ur, eða fyrir 227 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Vert er að taka fram að í þessum töl­um, um flug- og akst­urs­kostn­að, er ekki fastur ferða­kostn­aður í kjör­dæmi. Hann var 360 þús­und krónur í fyrra.

Bjarkey er líka sá þing­maður sem er í efsta sæti yfir allan annan kostnað en launa­greiðslur og fastar kostn­að­ar­greiðslur sem Alþingi greiðir til þing­manna. Alls nam annar kostn­aður hennar 4.160 þús­und krónur í fyrra. Auk flug- og akst­urs­kostn­aðar er þar um að ræða starfs­kostn­að­ur, ferða­kostnað utan­lands, síma og net­kostnað og gisti- og fæð­is­kostnað inn­an­lands. 

Það þýðir að annar kostn­aður Bjarkeyj­ar, fyrir utan laun og fastar kostn­að­ar­greiðsl­ur, var 346.683 krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra, eða rúmri einni milljón meira en annar kostn­aður flokksystur henn­ar, Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dótt­ur, sem var 3,1 millj­ónir króna. Guð­jón S. Brjáns­son og Ásmundur Frið­riks­son voru svo saman með annan kostnað upp á um 2,9 milj­ónir króna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar