Ákært fyrir áform

Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.

Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Auglýsing

Rétt­ar­höldin sem hófust sl. mið­viku­dag (24.2.) eiga sér langan aðdrag­anda. Fimm menn, fjórir þeirra sænskir rík­is­borg­arar og sá fimmti franskur, eru ákærðir fyrir að und­ir­búa rán hjá fyr­ir­tæk­inu Loomis í Taastr­up, skammt fyrir vestan Kaup­manna­höfn. Loomis er fyr­ir­tæki sem geym­ir, og flyt­ur, seðla og mynt fyrir banka og versl­an­ir. Loomis starfar í mörgum löndum og er með rúm­lega átta þús­und starfs­menn. 

Nöfn fjög­urra manna sem nú eru fyrir rétt­inum hafa ekki verið gefin upp en fimmti mað­ur­inn er Tayeb Si M´Ra­bet. Nafnið kemur almenn­ingi kannski ekki kunn­ug­lega fyrir sjónir en danska lög­reglan  og dóm­stólar þar í landi þekkja þennan fimm­tuga Frakka hins­vegar mæta­vel. Hann hefur hlotið marga dóma fyrir rán og grip­deildir víða í Dan­mörku. Hann var aðal­mað­ur­inn og skipu­leggj­andi eins stærsta ráns í sögu Dan­merkur og rétt er að rifja upp áður en lengra er hald­ið. 

Stóra ránið 2008

Snemma morg­uns 10. ágúst árið 2008 var stórri trakt­ors­gröfu ekið á vegg seðla­geymslu og flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Dansk Vær­di­håndter­ing í Brønd­by, skammt vestan við Kaup­manna­höfn. Trakt­ors­gröf­unni hafði verið rænt frá verk­taka­fyr­ir­tæki í nágrenn­in­u. 

Nokkru áður hafði lög­reglan fengið veður af að „eitt­hvað stæði til“ eins og einn yfir­manna lög­regl­unnar komst að orði. Vart hafði orðið manna­ferða í nágrenni Dansk Vær­di­håndter­ing og ýmis­legt fleira hafði vakið grun­semdir lög­reglu. 

Auglýsing
Komið var fyrir mynda­vélum á þaki fyr­ir­tæk­is­ins og á nokkrum stöðum í nágrenn­inu. Mynda­vél­arnar voru tengdar við skjái á lög­reglu­stöð­inni í Albertslund. Þeg­ar lög­reglu­maður á vakt þar sá á skjánum hvað var að ger­ast, trúði hann vart sínum eigin aug­um. Með trakt­ors­gröf­unni tókst ræn­ingj­unum að brjóta leið gegnum vegg á aðal­bygg­ingu Dansk Vær­di­håndter­ing og kom­ast inn í seðla­geymsl­urn­ar. Fjórir vopn­aðir menn í sam­fest­ing­um, með lamb­hús­hettur og stórar töskur (eins­konar íþrótta­töskur) stopp­uðu í sjö mín­útur inni í seðla­geymsl­unum og létu hendur standa fram úr erm­um. Höfðu á brott með sér um það bil 62 millj­ónir danskra króna (rúmar 1200 millj­ónir íslenskar). 

Vel und­ir­búnir

Þótt menn­irnir sem athöfn­uðu sig inni í seðla­geymslum Dansk Vær­di­håndter­ing væru aðeins fjórir var ljóst að þeir voru ekki einir að verki. Og ránið var vel und­ir­bú­ið. Ræn­ingj­arnir vissu nákvæm­lega hvar seðla­geymsl­urnar voru og hver væri auð­veldasta leiðin (ef hægt er að orða það svo) þangað inn. En eitt er að brjót­ast inn og krækja í seðl­ana og annað að kom­ast und­an. Ræn­ingj­arnir höfðu ekki gleymt þeim þætti í skipu­lagn­ing­unni. Þeir höfðu stolið 11 stórum bíl­um, vöru­bíl­um, stræt­is­vagni og sorp­bíl­um. Þessum bílum höfðu þeir lagt þversum á nokkrum götum í nágrenni næstu lög­reglu­stöðv­ar, og einum bílnum hafði verið lagt þvert fyrir útkeyrsl­una á bíla­geymslu lög­regl­unn­ar. Til að bæta um betur kveiktu þeir í bíl­un­um. Enn­fremur höfðu þeir stráð nagla­lykkjum (cal­trop) á nokkrar umferð­ar­götur til að tefja enn frekar fyrir lög­regl­unn­i.  Naglalykkjur. Mynd: Danska lögreglan

Und­ir­bún­ingur ræn­ingj­anna skil­aði sér. Þegar lög­reglan, seint og um síð­ir, kom á stað­inn voru ræn­ingj­arnir á bak og burt. Horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá. Þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan fann lög­reglan hvorki tangur né tet­ur. Ekki ræn­ingj­ana, ekki pen­ing­ana, ekki bíl­ana sem höfðu sést á eft­ir­lits­mynda­vél­un­um. Ekk­ert. Vitað var að ræn­ingj­arnir höfðu á flótt­anum not­ast við þrjá stolna Audi bíla, þeir fund­ust ekki þrátt fyrir mikla leit.

Lög­reglan kemst á sporið

Áfram hélt leit lög­regl­unn­ar. Og loks gerð­ist eitt­hvað, lög­reglan fékk ábend­ingu. Hún leiddi til þess að Audi bíl­arnir þrír fund­ust. Þeir voru lok­aðir inni í gámum í mal­ar­námu í Seng­elø­se, smábæ vestan við Kaup­manna­höfn. Lög­reglan fylgd­ist með gámunum og eftir nokkra daga bar biðin árang­ur. Lög­regl­unni tókst þannig að hafa hendur í hári ræn­ingj­anna, en það sama verður ekki sagt um pen­ing­ana. Það eina sem enn hefur fund­ist af millj­ón­unum 62 sem ræn­ingj­arnir höfðu á brott með sér voru 4 millj­ón­ir, sem for­sprakk­inn hafði falið undir svöl­unum við hús fyrr­ver­andi kær­ustu sinnar í Óðins­véum á Fjóni. Þessi for­sprakki var Tayeb Si M´Ra­bet, einn þeirra sem nú hefur verið ákærður fyrir að und­ir­búa rán.

14 menn dæmdir fyrir ránið

15. sept­em­ber 2010 féll í und­ir­rétti dómur yfir 14 mönnum sem staðið höfðu að rán­inu í Dansk Vær­di­håndter­ing. Sam­tals hlutu menn­irnir yfir 100 ára fang­els­is­dóm, þyngsta dóm­inn hlaut for­sprakki hóps­ins, Tayeb Si M´Ra­bet. Tayeb Si M´Rabet.

Hann var dæmdur í 10 ára fang­elsi, og brott­vísun úr landi að afplánun lok­inni. Sex úr hópnum áfrýj­uðu til Eystri Lands­réttar (í Dan­mörku eru þrjú dóm­stig) sem stað­festi dóm und­ir­réttar í jan­úar 2012. Fjórir úr hópnum voru Dan­ir, hinum 10 var vísað úr landi þegar afplánun lauk. 

Stórt rán í und­ir­bún­ingi

Haustið 2019 komst lög­reglan á snoðir um að hópur manna væri að und­ir­búa rán hjá seðla­geymslu og pen­inga­flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu Loomis í Taastr­up. Hjá Loomis er meðal ann­ars geymdur seðlaforði Danska Seðla­bank­ans og um það bil 70 pró­sent allra seðla í land­inu er að finna í geymslum Loom­is.

Eftir að lög­reglan fékk ábend­ing­una voru settar upp nokkrar mynda­vélar í nágrenni Loomis og stað­settar þannig að þær sæj­ust ekki auð­veld­lega. 12. nóv­em­ber 2019 sást á mynda­vél hvar fjórir menn stigu út úr bíl við hliðslá við Loom­is. Þeir lyftu upp slánni og óku inn­fyr­ir. Lög­regla sá skrá­setn­ing­ar­núm­erið á bíln­um, í ljós kom að sænskur maður hafði leigt bíl­inn á Kastrup flug­velli. Sænska lög­reglan bar kennsl á menn­ina sem sést höfðu við hliðs­lána. Slóð lög­reglu lá að leigu­í­búð í Her­lev við Kaup­manna­höfn. Ákveðið var að gera þar hús­leit en þegar lög­reglan kom inn í íbúð­ina, sem talið var að væri mann­laus, kom í ljós að kona var þar inn­an­dyra. Þá beið lög­regla ekki boð­anna en hand­tók Sví­ana fjóra sem höfðu haldið til í íbúð­inni og sést höfðu á upp­tökum við áður­nefnda hliðslá. Í íbúð­inni fannst ýmis bún­að­ur, lamb­hús­hett­ur, gríma með hár­kollu, tæki sem ruglar stað­setn­ingarbúnað og fleira. 

Mætti Tayeb Si M‘Ra­bet á götu í Kaup­manna­höfn

Þegar þarna var komið sögu vissi lög­reglan að sá sem stjórn­aði und­ir­bún­ingi hins fyr­ir­hug­aða ráns var „gam­all kunn­ingi“ ef svo mætti segja. Nefni­lega Tayeb Si M´Ra­bet, mað­ur­inn sem hafði skipu­lagt og stjórnað rán­inu hjá Dansk Vær­di­håndter­ing árið 2008. Hann var nú laus eftir afplánun en lög­regla var viss um að hann væri í Dan­mörku, þótt honum hafi verið vísað úr landi eftir að hann losn­aði úr fang­elsi. Lýst var eftir Tayeb Si M´Ra­bet 26. nóv­em­ber 2019 en tveimur dögum síðar mætti lög­reglan honum á reið­hjóli í Kaup­manna­höfn. Hann var hand­tek­inn á staðnum en þegar hann sá lög­reglu­þjón­ana kastaði hann frá sér sím­an­um, sem hann hélt á. Lög­reglan fann sím­ann og þar voru meðal ann­ars kort af Loomis og nágrenni. Sums staðar höfðu verið teiknuð strik þvert yfir göt­ur, þar taldi lög­regla að ætl­unin hafi verið að koma fyrir stórum bílum til að loka göt­um. Margs konar aðrar upp­lýs­ingar fann lög­reglan á síma Tayeb Si M´Ra­bet. Hann neit­aði í fyrstu að eiga sím­ann, hann hefði verið beð­inn fyrir hann og átt að koma honum til ann­ars manns. 

Lög­reglan gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar og Tayeb Si M´Ra­bet hefur setið í gæslu­varð­haldi síðan hann var hand­tek­inn. 

Lík­ist mjög rán­inu hjá Dansk Vær­di­håndter­ing 

Rétt­ar­höldin yfir Tayeb Si M´Ra­bet og sam­verka­mönnum hans hófust eins og áður sagði fyrir nokkrum dög­um. Lög­regla segir und­ir­bún­ing ráns­ins, miðað við gögn sem hún hefur undir hönd­um, minna mjög á ránið hjá Dansk Vær­di­håndter­ing árið 2008. Enda skipu­leggj­and­inn sá sami.  

Gert er ráð fyrir að rétt­ar­höldin standi í tvær vikur og dómur verði kveð­inn upp 26. mars næst­kom­andi.

Hér í lokin má geta þess að 1. apríl 2008 var framið rán hjá Loomis fyr­ir­tæk­inu. Þá komust ræn­ingjar undan með um það bil 60 millj­ónir danskra króna. Aldrei hefur fund­ist tangur né tetur af þeim pen­ing­um. Sex Svíar voru síðar hand­teknir en lög­reglu tókst ekki að færa fram næg sönn­un­ar­gögn og sex­menn­ing­arnir fengu greiddar bæt­ur. Yfir­maður i dönsku lög­regl­unni sagði í við­tali að „Sví­arnir hefðu örugg­lega skemmt sér vel yfir því að fá greitt fyrir að fremja rán“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar