Ákært fyrir áform

Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.

Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Auglýsing

Rétt­ar­höldin sem hófust sl. mið­viku­dag (24.2.) eiga sér langan aðdrag­anda. Fimm menn, fjórir þeirra sænskir rík­is­borg­arar og sá fimmti franskur, eru ákærðir fyrir að und­ir­búa rán hjá fyr­ir­tæk­inu Loomis í Taastr­up, skammt fyrir vestan Kaup­manna­höfn. Loomis er fyr­ir­tæki sem geym­ir, og flyt­ur, seðla og mynt fyrir banka og versl­an­ir. Loomis starfar í mörgum löndum og er með rúm­lega átta þús­und starfs­menn. 

Nöfn fjög­urra manna sem nú eru fyrir rétt­inum hafa ekki verið gefin upp en fimmti mað­ur­inn er Tayeb Si M´Ra­bet. Nafnið kemur almenn­ingi kannski ekki kunn­ug­lega fyrir sjónir en danska lög­reglan  og dóm­stólar þar í landi þekkja þennan fimm­tuga Frakka hins­vegar mæta­vel. Hann hefur hlotið marga dóma fyrir rán og grip­deildir víða í Dan­mörku. Hann var aðal­mað­ur­inn og skipu­leggj­andi eins stærsta ráns í sögu Dan­merkur og rétt er að rifja upp áður en lengra er hald­ið. 

Stóra ránið 2008

Snemma morg­uns 10. ágúst árið 2008 var stórri trakt­ors­gröfu ekið á vegg seðla­geymslu og flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Dansk Vær­di­håndter­ing í Brønd­by, skammt vestan við Kaup­manna­höfn. Trakt­ors­gröf­unni hafði verið rænt frá verk­taka­fyr­ir­tæki í nágrenn­in­u. 

Nokkru áður hafði lög­reglan fengið veður af að „eitt­hvað stæði til“ eins og einn yfir­manna lög­regl­unnar komst að orði. Vart hafði orðið manna­ferða í nágrenni Dansk Vær­di­håndter­ing og ýmis­legt fleira hafði vakið grun­semdir lög­reglu. 

Auglýsing
Komið var fyrir mynda­vélum á þaki fyr­ir­tæk­is­ins og á nokkrum stöðum í nágrenn­inu. Mynda­vél­arnar voru tengdar við skjái á lög­reglu­stöð­inni í Albertslund. Þeg­ar lög­reglu­maður á vakt þar sá á skjánum hvað var að ger­ast, trúði hann vart sínum eigin aug­um. Með trakt­ors­gröf­unni tókst ræn­ingj­unum að brjóta leið gegnum vegg á aðal­bygg­ingu Dansk Vær­di­håndter­ing og kom­ast inn í seðla­geymsl­urn­ar. Fjórir vopn­aðir menn í sam­fest­ing­um, með lamb­hús­hettur og stórar töskur (eins­konar íþrótta­töskur) stopp­uðu í sjö mín­útur inni í seðla­geymsl­unum og létu hendur standa fram úr erm­um. Höfðu á brott með sér um það bil 62 millj­ónir danskra króna (rúmar 1200 millj­ónir íslenskar). 

Vel und­ir­búnir

Þótt menn­irnir sem athöfn­uðu sig inni í seðla­geymslum Dansk Vær­di­håndter­ing væru aðeins fjórir var ljóst að þeir voru ekki einir að verki. Og ránið var vel und­ir­bú­ið. Ræn­ingj­arnir vissu nákvæm­lega hvar seðla­geymsl­urnar voru og hver væri auð­veldasta leiðin (ef hægt er að orða það svo) þangað inn. En eitt er að brjót­ast inn og krækja í seðl­ana og annað að kom­ast und­an. Ræn­ingj­arnir höfðu ekki gleymt þeim þætti í skipu­lagn­ing­unni. Þeir höfðu stolið 11 stórum bíl­um, vöru­bíl­um, stræt­is­vagni og sorp­bíl­um. Þessum bílum höfðu þeir lagt þversum á nokkrum götum í nágrenni næstu lög­reglu­stöðv­ar, og einum bílnum hafði verið lagt þvert fyrir útkeyrsl­una á bíla­geymslu lög­regl­unn­ar. Til að bæta um betur kveiktu þeir í bíl­un­um. Enn­fremur höfðu þeir stráð nagla­lykkjum (cal­trop) á nokkrar umferð­ar­götur til að tefja enn frekar fyrir lög­regl­unn­i.  Naglalykkjur. Mynd: Danska lögreglan

Und­ir­bún­ingur ræn­ingj­anna skil­aði sér. Þegar lög­reglan, seint og um síð­ir, kom á stað­inn voru ræn­ingj­arnir á bak og burt. Horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá. Þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan fann lög­reglan hvorki tangur né tet­ur. Ekki ræn­ingj­ana, ekki pen­ing­ana, ekki bíl­ana sem höfðu sést á eft­ir­lits­mynda­vél­un­um. Ekk­ert. Vitað var að ræn­ingj­arnir höfðu á flótt­anum not­ast við þrjá stolna Audi bíla, þeir fund­ust ekki þrátt fyrir mikla leit.

Lög­reglan kemst á sporið

Áfram hélt leit lög­regl­unn­ar. Og loks gerð­ist eitt­hvað, lög­reglan fékk ábend­ingu. Hún leiddi til þess að Audi bíl­arnir þrír fund­ust. Þeir voru lok­aðir inni í gámum í mal­ar­námu í Seng­elø­se, smábæ vestan við Kaup­manna­höfn. Lög­reglan fylgd­ist með gámunum og eftir nokkra daga bar biðin árang­ur. Lög­regl­unni tókst þannig að hafa hendur í hári ræn­ingj­anna, en það sama verður ekki sagt um pen­ing­ana. Það eina sem enn hefur fund­ist af millj­ón­unum 62 sem ræn­ingj­arnir höfðu á brott með sér voru 4 millj­ón­ir, sem for­sprakk­inn hafði falið undir svöl­unum við hús fyrr­ver­andi kær­ustu sinnar í Óðins­véum á Fjóni. Þessi for­sprakki var Tayeb Si M´Ra­bet, einn þeirra sem nú hefur verið ákærður fyrir að und­ir­búa rán.

14 menn dæmdir fyrir ránið

15. sept­em­ber 2010 féll í und­ir­rétti dómur yfir 14 mönnum sem staðið höfðu að rán­inu í Dansk Vær­di­håndter­ing. Sam­tals hlutu menn­irnir yfir 100 ára fang­els­is­dóm, þyngsta dóm­inn hlaut for­sprakki hóps­ins, Tayeb Si M´Ra­bet. Tayeb Si M´Rabet.

Hann var dæmdur í 10 ára fang­elsi, og brott­vísun úr landi að afplánun lok­inni. Sex úr hópnum áfrýj­uðu til Eystri Lands­réttar (í Dan­mörku eru þrjú dóm­stig) sem stað­festi dóm und­ir­réttar í jan­úar 2012. Fjórir úr hópnum voru Dan­ir, hinum 10 var vísað úr landi þegar afplánun lauk. 

Stórt rán í und­ir­bún­ingi

Haustið 2019 komst lög­reglan á snoðir um að hópur manna væri að und­ir­búa rán hjá seðla­geymslu og pen­inga­flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu Loomis í Taastr­up. Hjá Loomis er meðal ann­ars geymdur seðlaforði Danska Seðla­bank­ans og um það bil 70 pró­sent allra seðla í land­inu er að finna í geymslum Loom­is.

Eftir að lög­reglan fékk ábend­ing­una voru settar upp nokkrar mynda­vélar í nágrenni Loomis og stað­settar þannig að þær sæj­ust ekki auð­veld­lega. 12. nóv­em­ber 2019 sást á mynda­vél hvar fjórir menn stigu út úr bíl við hliðslá við Loom­is. Þeir lyftu upp slánni og óku inn­fyr­ir. Lög­regla sá skrá­setn­ing­ar­núm­erið á bíln­um, í ljós kom að sænskur maður hafði leigt bíl­inn á Kastrup flug­velli. Sænska lög­reglan bar kennsl á menn­ina sem sést höfðu við hliðs­lána. Slóð lög­reglu lá að leigu­í­búð í Her­lev við Kaup­manna­höfn. Ákveðið var að gera þar hús­leit en þegar lög­reglan kom inn í íbúð­ina, sem talið var að væri mann­laus, kom í ljós að kona var þar inn­an­dyra. Þá beið lög­regla ekki boð­anna en hand­tók Sví­ana fjóra sem höfðu haldið til í íbúð­inni og sést höfðu á upp­tökum við áður­nefnda hliðslá. Í íbúð­inni fannst ýmis bún­að­ur, lamb­hús­hett­ur, gríma með hár­kollu, tæki sem ruglar stað­setn­ingarbúnað og fleira. 

Mætti Tayeb Si M‘Ra­bet á götu í Kaup­manna­höfn

Þegar þarna var komið sögu vissi lög­reglan að sá sem stjórn­aði und­ir­bún­ingi hins fyr­ir­hug­aða ráns var „gam­all kunn­ingi“ ef svo mætti segja. Nefni­lega Tayeb Si M´Ra­bet, mað­ur­inn sem hafði skipu­lagt og stjórnað rán­inu hjá Dansk Vær­di­håndter­ing árið 2008. Hann var nú laus eftir afplánun en lög­regla var viss um að hann væri í Dan­mörku, þótt honum hafi verið vísað úr landi eftir að hann losn­aði úr fang­elsi. Lýst var eftir Tayeb Si M´Ra­bet 26. nóv­em­ber 2019 en tveimur dögum síðar mætti lög­reglan honum á reið­hjóli í Kaup­manna­höfn. Hann var hand­tek­inn á staðnum en þegar hann sá lög­reglu­þjón­ana kastaði hann frá sér sím­an­um, sem hann hélt á. Lög­reglan fann sím­ann og þar voru meðal ann­ars kort af Loomis og nágrenni. Sums staðar höfðu verið teiknuð strik þvert yfir göt­ur, þar taldi lög­regla að ætl­unin hafi verið að koma fyrir stórum bílum til að loka göt­um. Margs konar aðrar upp­lýs­ingar fann lög­reglan á síma Tayeb Si M´Ra­bet. Hann neit­aði í fyrstu að eiga sím­ann, hann hefði verið beð­inn fyrir hann og átt að koma honum til ann­ars manns. 

Lög­reglan gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar og Tayeb Si M´Ra­bet hefur setið í gæslu­varð­haldi síðan hann var hand­tek­inn. 

Lík­ist mjög rán­inu hjá Dansk Vær­di­håndter­ing 

Rétt­ar­höldin yfir Tayeb Si M´Ra­bet og sam­verka­mönnum hans hófust eins og áður sagði fyrir nokkrum dög­um. Lög­regla segir und­ir­bún­ing ráns­ins, miðað við gögn sem hún hefur undir hönd­um, minna mjög á ránið hjá Dansk Vær­di­håndter­ing árið 2008. Enda skipu­leggj­and­inn sá sami.  

Gert er ráð fyrir að rétt­ar­höldin standi í tvær vikur og dómur verði kveð­inn upp 26. mars næst­kom­andi.

Hér í lokin má geta þess að 1. apríl 2008 var framið rán hjá Loomis fyr­ir­tæk­inu. Þá komust ræn­ingjar undan með um það bil 60 millj­ónir danskra króna. Aldrei hefur fund­ist tangur né tetur af þeim pen­ing­um. Sex Svíar voru síðar hand­teknir en lög­reglu tókst ekki að færa fram næg sönn­un­ar­gögn og sex­menn­ing­arnir fengu greiddar bæt­ur. Yfir­maður i dönsku lög­regl­unni sagði í við­tali að „Sví­arnir hefðu örugg­lega skemmt sér vel yfir því að fá greitt fyrir að fremja rán“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar