Sænska bolluinnrásin

Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana.

Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­ir. Frétta­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­sælda og sú sem er end­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­haf­­­lega birt þann 14. febr­úar 2021.

Svíar eru óum­deil­an­lega stór­þjóðin í hópi Norð­ur­land­anna. Þeir eru fjöl­mennast­ir, Vol­voinn er sænskur eins og Gustavs­berg og Abba. Svo er það IKEA og Astrid Lind­gren, Stig Lars­son og Ing­mar Berg­man. Allt þetta og ótal­margt annað sam­ein­ast í þessu nor­ræna stór­veldi: Sví­þjóð. Danir með H.C And­er­sen, Arne Jac­ob­sen og Mads Mikk­el­sen, Norð­menn með Edvard Munch, Hen­rik Ibsen og Hol­men­kollen, Finn­arnir með Jean Sibeli­us, Kalevala og Múmínálf­ana og við Íslend­ingar með Hall­dór Lax­ness, Björk og Sig­ur­rós, höfum ekki roð við Sví­um. Þeir eru stærstir og mestir okkar í norðr­in­u. 

Svíar og orð­sporið 

Á einu sviði eru Svíar þó ekki óum­deildir Norð­ur­landa­meist­ar­ar, þeir hafa sjaldan verið taldir sér­stakir snill­ingar á sviði mat­ar­gerð­ar. Margir Íslend­ingar sem dvalist hafa í Sví­þjóð, einkum kannski sem náms­menn, þekkja vel korv, sænsku pyls­una. Korv var á 18. öld kallað fátækra­mat­ur, ástæðan sú að pyls­urnar voru ódýr­ar. Uppi­staðan í pyls­un­um, sem oft­ast eru reykt­ar, er hakkað kjöt, iðu­lega feitt. Efn­aðra fólk vildi sjaldn­ast leggja sér korv til munns og það orð­spor fylgdi pyls­unum lengi.

Auglýsing

Í upp­skrifta­bók sem notuð var í höll Svía­kon­ungs á löngum valda­tíma Gustavs V, 1907- 1950, eru 400 upp­skrift­ir, meðal þeirra er engin sem gerir ráð fyrir korv. Í könnun sem gerð var árið 1976 kom fram að korv væri mun oftar á borðum lág­launa­fólks en þeirra betur laun­uðu. En korv er ekki bara eitt­hvað eitt, til eru fjöl­margar bækur fyrir þá sem vilja spreyta sig á pylsu­gerð­inni og enn fleiri upp­skrifta­bæk­ur. 

Hér á undan var nefnt að Svíar hafi ekki verið taldir til snill­inga í mat­ar­gerð. Það er vita­skuld alhæf­ing. Í Stokk­hólmi eru til dæmis 13 svo­nefndir Michelin veit­inga­stað­ir, staðir sem kom­ast á blað í þekkt­ustu bók í heimi, á sínu sviði: Michelin Guide. Þótt sú bók sé ekki óbrigðul er hún leið­ar­vísir og veit­inga­staðir sem hljóta náð fyrir augum Michelin hreykja sér af því í aug­lýs­ing­um. Við Íslend­ingar getum ekki hreykt okkur hátt í þessum efn­um, höfum ein­ungis einu sinni kom­ist á blað í stjörnu­gjöf Michel­in.

Derr­ingur í Dönum

Að mati Dana jafnast ekkert á við ekta „smørrebrød“. Mynd: Flickr - Alex Berger

Danir gera gjarna grín að Svíum þegar talið berst að mat og mat­ar­gerð. Fussa og sveia yfir sænska korvinu sem að þeirra mati stenst ekki sam­an­burð við dönsku pyls­urn­ar, og súr­síld­inni (sur­strömn­ing) fúlsa þeir við. Sænsku kjöt­boll­urnar segja Danir ekki jafn­ast á við hinar dönsku frika­dell­er, að maður nefni nú ekki smur­brauð­ið. Það jafn­ast ein­fald­lega ekk­ert á við ekta danskt „smør­rebr­ød“, að mati Dana sjálfra.

Hér skal eng­inn dómur lagður á slíkt, en svo mikið er víst að þegar minnst er á danskan mat eru það pyls­urn­ar, pur­u­steikin og smur­brauðið sem fyrst kemur upp í hug­ann. Danir telja sig sem sagt lítið þurfa til ann­arra að sækja þegar matur er ann­ars veg­ar. 

Bolla bolla

Í bók­inni „Koge­bog for smaa Hus­holdn­inger“ sem kom út árið 1837, og er sögð fyrsta mat­reiðslu­bók sem út kom í Dan­mörku, ætluð almenn­ingi er upp­skrift að því sem höf­undur kall­aði „fastelavns­boll­er“. Hrá­efnið í þessum bollum er hveiti, rús­ín­ur, app­el­sínu­börk­ur, kar­dimommur og creme (eins og það er orð­að). Orðið fastelavn þýðir föstu­inn­gang­ur, en upp­haf föst­unnar sjálfrar mið­að­ist við mið­viku­dag 40 dögum fyrir páska (á ösku­deg­i). 

Föstu­inn­gang­ur­inn, fastelavn, er sem sé mánu­dag­ur, bollu­dag­ur. Sið­ur­inn að baka brauð í til­efni dags­ins, fastelavns­boll­er, er tal­inn hafa borist til Dan­merkur frá Þýska­landi og svo frá Dönum til Íslands, seint á 19. öld.  Hér á landi voru boll­urnar upp­haf­lega kall­aðar langa­föstu­snúð­ar. Þegar séra Matth­ías Jochums­son þýddi „Sögur her­lækn­is­ins“ eftir Zacharias Topelius um alda­mótin 1900 kall­aði hann boll­urnar föstu­inn­gangs­snúða. Fróð­legt væri að vita hvaða svar feng­ist í bak­ar­íum nútím­ans ef beðið væri um slíkt brauð­meti!

Úrvalið af rjómabollum í dönskum bakaríum er fjölbreytt. Mynd: Wikimedia Commons - RhinoMind



Bollur í tug­þús­unda­tali

Ann­rík­inu í kringum „jóla­ver­tíð­ina“ hjá dönskum bök­urum var varla farið að linna þegar und­ir­bún­ingur næsta ann­rík­is­tíma­bils „bollu­ver­tíð­ar­inn­ar“ hófst. Þótt fastelavn, bollu­dag­ur­inn, sé ekki fyrr en á morgun (15.2.) er boll­u­salan löngu haf­in. Eins og iðu­lega í kringum fastelavn er tals­vert fjallað um boll­ur, mis­mun­andi teg­undir og tísku­strauma í „bollu­brans­an­um“ í dönskum fjöl­miðl­um.

Bak­arar sem danskir fjöl­miðlar hafa tekið tali segja að boll­u­salan í ár sé langtum meiri en nokkru sinni fyrr. Engar skýr­ingar kunna þeir á þess­ari miklu aukn­ingu en benda á að salan hafi á und­an­förnum árum auk­ist jafnt og þétt en ekk­ert í lík­ingu við það sem nú stefni í. 

Bak­ari í litlu bak­aríi í Kaup­manna­höfn sagð­ist í við­tali við Danska útvarpið DR eig­in­lega ekki geta bakað annað en bollur þessa dag­ana og suma daga hafi hann selt næstum 3 þús­und boll­ur. Hann bjóst við við selja rúm­lega 50 þús­und bollur á meðan „ver­tíð­in“ stendur yfir. 

Fjöl­mörg afbrigði

Úrvalið af bollum í dönskum bak­ar­íum er fjöl­breytt, og eykst stöðugt. Í grófum dráttum má skipta boll­unum í þrjá flokka: vatns­deigs­boll­ur, ger­bollur og smjör­deigs­boll­ur. Úrvalið af kremi og rjóma sem boll­urnar eru fylltar með, ásamt sultu, er fjöl­breytt og svo er spurn­ing um glassúr súkkulaði eða eitt­hvað annað á topp­inn.

Sænsku semlurnar eru eftirsóttar í Danmörku og taka sífellt stærri sneið af bolludagssölunni þar í landi. Mynd: Flickr-Charlotta Wasteson



Svo eru það þær sænsku

Eins og fyrr var nefnt er bollu­úr­valið í dönskum bak­ar­íum stöðugt að aukast og bak­arar reyna sífellt að koma með nýj­ung­ar, þótt þær séu flestar í kringum sama stefið ef svo mætti segja. Það nýjasta á þessu sviði er hins vegar aðeins öðru­vísi. Á allra síð­ustu árum er nefni­lega kom­inn sænskur gestur í bollu­boð­ið. Sá heitir Semla. 

Semlan er ger­deigs­bolla, hol að inn­an. Þar skal setja blöndu af brauði sem skafið er innan úr boll­unni, marsip­ani, flór­sykri, smá­vegis mjólk og kar­dimommu. En alls ekki sultu. Ofan á þetta kemur svo þeyttur rjómi og lokið af boll­unni efst. Lokið er svo notað eins og skeið til þess að borða rjómann og sem mest a blönd­unni áður­nefndu. Það sem þá er eftir er svo borðað eins og „hånd­ma­d“, það er að segja ekki með hníf og gaffli. Sænskur semlu sér­fræð­ingur var spurður hvort maður gæti ekki borðað seml­una eins og maður væri með ham­borg­ara á milli hand­anna. Sá sænski sagði jú það væri vissu­lega hægt en slíkt gera bara við­van­ingar sem ekki kunna sig að þessu leyti.

Þegar spurt var hver væri helsti mun­ur­inn á semlu og þeim bollum sem Danir eru vanir var svarið það að dönsku boll­urnar væru klessu­legri, deigið inni­héldi meira smjör og væri þar af leið­andi feit­ara. 

Eft­ir­sóttar

Enn sem komið er eru seml­urnar ekki fáan­legar í öllum dönskum bak­ar­íum og kannski langt í að það verði. En þar sem seml­urnar eru fáan­legar selj­ast þær eins og heitar lumm­ur, eins og sagt er. Bak­ari á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn, sem bakað hefur semlur í nokkur ár, sagði í við­tali að salan væri sífellt að aukast. Enn þá væru ein­ungis fá bak­arí sem væru með seml­urnar til sölu en með vax­andi vin­sældum myndi það breyt­ast. Þegar bak­ar­inn var spurður hvort það væru ekki bara Svíar í Kaup­manna­höfn sem kæmu til að kaupa seml­urnar svar­aði hann því til að hann hefði athugað það sér­stak­lega en sér sýnd­ist þetta fyrst og fremst vera Dan­ir.

Fyrir þá sem vilja spreyta sig á semlu­bakstri fylgir hér hlekkur á eina semlu­upp­skrift:

https://www.dr.dk/ma­d/op­skrift/­semlor-svensk-fastelavns­bolle



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar