Sunna Ósk Logadóttir Flóttamenn frá Palestínu
Sunna Ósk Logadóttir

„Á sjónarmið hans að vega hærra eða stjórnvalda?“

Ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd voru teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza,“ segir Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar og að stríðið þar hafi „ekki endilega áhrif“ á flutning þeirra úr landi sem nú standi fyrir dyrum. „Við förum ekki út í þessar aðgerðir að gamni okkar,“ segir hún um þá ákvörðun að stöðva framfærslu til mannanna og vísa þeim út á götu eftir að þeir neituðu að fara í sýnatöku. „Það er búið að reyna að vinna með þeim.“

Ástandið á Gaza akkúrat núna, hefur ekki endi­lega áhrif á flutn­ing þess­ara ein­stak­linga úr landi beint – þegar kemur að fram­kvæmd­inn­i,“ segir Íris Krist­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vernd­ar­sviðs Útlend­inga­stofn­un­ar, um hvort stofn­unin hafi íhugað að fresta brott­vísun Palest­ínu­manna, sem hingað hafa komið síð­ustu mán­uði og óskað eftir alþjóð­legri vernd, í ljósi stríðs­ins sem geisar í þeirra heima­landi og hefur sett þá í ennþá við­kvæm­ari stöðu en áður.

Þórhildur Hagalín.

Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar, segir að vissu­lega séu „sér­stakar aðstæð­ur“ í Palest­ínu en að þangað sé ekki verið að vísa þeim heldur aftur til Grikk­lands þar sem þeir hafi þegar fengið dval­ar­leyfi. Hún við­ur­kennir þó að ástandið í því landi sé ekki gott, á því leiki eng­inn vafi. En efna­hags­legar ástæður á borð við hús­næð­is- eða atvinnu­leysi, eru að sögn Írisar ekki nægj­an­legar einar og sér svo að mál hæl­is­leit­enda séu tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi.

Fá enga þjón­ustu

Útlend­inga­stofnun hefur lokað fyrir þjón­ustu við að minnsta kosti níu Palest­ínu­menn síð­ustu daga og vísað þeim út úr hús­næði stofn­un­ar­inn­ar. Loka­á­kvörðun er komin í þeirra hæl­is­um­sóknir og nið­ur­staða stjórn­valda sú að þeim eigi að vísa úr landi.

Íris Kristinsdóttir.

Þeir neit­uðu að fara í sýna­töku fyrir brott­för og hafa sagt í sam­tölum við Kjarn­ann að það geri þeir vegna þess að þeir treysti sér ekki aftur til Grikk­lands, þar bíði þeirra ekk­ert annað en gat­an. Enga vinnu sé að fá og nær ómögu­legt að fá hús­næði.

Blaða­maður Kjarn­ans fór til fundar við Írisi sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar og Þór­hildi upp­lýs­inga­full­trúa í fyrra­dag og hitti þá fyrir til­viljun fimm Palest­ínu­menn fyrir utan gisti­hús­næði stofn­un­ar­innar í Bæj­ar­hrauni. Þeir sögð­ust í mik­illi van­líðan vegna stríðs­á­stands­ins í heima­land­inu, að erfitt væri að fá fréttir af ást­vinum þeirra á Gaza og að þeir myndu frekar vilja deyja á íslenskri götu en að fara aftur til Grikk­lands.

Auglýsing

Ég hitti unga menn frá Palest­ínu hér fyrir utan sem sögðu mér að þeir hefðu verið beðnir að yfir­gefa hús­næði sem þeir voru í og fram­færslan tekin af þeim. Hvað býr að baki þess­ari ákvörð­un?

„Já, ég get sagt þér, í stórum drátt­um, af hverju við erum komin hing­að,“ segir Íris. „Þetta eru ein­stak­lingar sem eru komnir með loka­synjun á sinni hæl­is­um­sókn á Íslandi. Kæru­nefnd útlend­inga­mála er búin að stað­festa frá­vísun Útlend­inga­stofn­un­ar, að þeir eigi að yfir­gefa Ísland og fara til Grikk­lands þar sem þeir hafa fengið dval­ar­leyfi, eins og þeir hafa sjálfir greint frá í fjöl­miðl­u­m.“

Íris segir að stoð­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra sé nú komin með málið í sínar hend­ur. Það sé hennar að fram­kvæma ákvörðun yfir­valda. „Þá fara ákveðnir verk­ferlar í gang,“ útskýrir hún. „Í til­viki þess­ara manna þá hefur stoð­deildin sam­band við þá og til­kynnir þeim að þar sem loka nið­ur­staða sé komin í þeirra mál eigi þeir að yfir­gefa land­ið.“

Fyrst sé þeim boðið að yfir­gefa landið sjálf­vilj­ug­ir. Íris segir stoð­deild­ina leggja áherslu á sam­tal og að hafa fram­kvæmd­ina „eins þægi­lega“ og unnt sé, „þó að þetta sé auð­vitað aldrei þægi­leg fram­kvæmd, það er verið að vísa fólki úr landi. En ákvörð­unin er þessi og lög­reglan þarf að fram­fylgja henn­i.“

Hafi þeir ekki efni á flug­miða sé þeim boð­inn slík­ur. „En ef ein­stak­ling­ur­inn vill ekki fara þá leið þá er þving­aður flutn­ingur eina úrræðið sem eftir er.“ Það þýði að lög­reglu­menn fari með við­kom­andi í flugið og afhenti hann, í þessu til­viki grískum yfir­völd­um.

Vilja ekki „vinna með stjórn­völd­um“

Palest­ínu­menn­irn­ir, sem flestir komu hingað á síð­ustu mán­uðum árs­ins í fyrra höfðu verið í hús­næði á vegum sveit­ar­fé­laga og notið þjón­ustu þeirra. Fyrir helgi var sveit­ar­fé­lög­unum hins vegar til­kynnt að þeim bæri að láta þá vita að þeir ættu að flytja sig í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar í Bæj­ar­hrauni í Hafn­ar­firði og fá þjón­ustu þar.

„Við ræddum við þá með aðstoð túlks og útskýrðum fyrir þeim að til þess að geta farið í flutn­ing þurfi að taka COVID-­próf,“ segir Íris. „Það er grund­vall­ar­for­senda fyrir því að fara úr landi í dag. Við gerðum þeim grein fyrir því að ef þeir ætl­uðu sér ekki að vinna með stjórn­völdum í þessum efn­um, og víkja sér undan fram­kvæmd með þessum hætti, gæti það haft þær afleið­ingar í för með sér að þeir misstu þjón­ust­u.“

Íris segir að Palest­ínu­menn­irnir hafi svo fengið tæki­færi til að hugsa sig um, ræða við lög­menn sína eða aðra.

Voru ein­hverjir þeirra sem ákváðu eftir sam­töl við ykkur að fara úr landi?

„Ekki í þessum hópi en það hefur gerst í nokkur skipti að ein­stak­lingar hafa valið að halda þjón­ust­unni og fara í þetta próf og úr landi. Við gerðum [Pa­lest­ínu­mönn­un­um] nátt­úr­lega grein fyrir því að að sjálf­sögðu megi þeir fá áfram þjón­ustu ef þeir vinna með stjórn­völdum og und­ir­gang­ist þetta próf og fari úr landi eins og nið­ur­staðan segir til um. En í þessu til­viki vildu þeir það ekki þannig að þetta er ákvörð­unin sem var tek­in.“

Hópur fólks hér á landi mótmælti stríði Ísraela gegn Palestínu fyrir utan Hörpu í vikunni er utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom þangað til fundar við íslensk stjórnvöld.
Bára Huld Beck

Íris segir að í lögum um útlend­inga sé að finna ákveðnar þving­un­ar­heim­ildir fyrir lög­regl­una til að fram­kvæma ákvarð­anir yfir­valda. „Reglu­gerð um útlend­inga heim­ilar líka að leggja niður þjón­ustu í ákveðnum til­vik­um.“

Teljið þið ykkur hafa styrka stoð til þess­ara aðgerða í lögum um útlend­inga og reglu­gerð um útlend­inga?

„Já, við teljum að það sé heim­ild í reglu­gerð­inni til að fella niður þjón­ustu við ákveðnar aðstæð­ur. Og reglu­gerðin á sér stoð í lögum um útlend­inga.“

Þór­hildur segir þjón­ust­una vera fyrir þá sem á henni þurfi að halda á meðan umsókn þeirra hjá stofn­un­inni sé í vinnslu. „Henni lýkur þegar ákvörðun kemur til fram­kvæmd­ar. Í þessum til­vikum er um að ræða ákvarð­anir sem er búið að vísa til fram­kvæmdar hjá lög­reglu. Þegar ein­stak­ling­arnir gera samt sem áður eitt­hvað til að koma í veg fyrir að fram­kvæmdin geti átt sér stað þá er réttur til þjón­ustu í raun fall­inn nið­ur.“

Þið eruð að taka þessar ákvarð­anir og beita þessu þegar tvenns konar óvissa er til stað­ar. Í fyrsta lagi er heims­far­aldur og hann er vissu­lega í rénun hér en hann hefur haft mikil áhrif í Grikk­landi og á flótta­fólk þar. Svo er nátt­úr­lega, það er óhætt að kalla það, stríð í þeirra heima­landi.

„Það er eng­inn að tala um að senda þá til Palest­ín­u,“ segir Þór­hildur og bætir við að sá mis­skiln­ingur hafi heyrst í umræð­unni. Senda eigi menn­ina til Grikk­lands.

En þeir velja nátt­úr­lega ekki að fara til Grikk­lands, þeir verða að fara þang­að, það er eini við­komu­stað­ur­inn sem þeir geta haft á flótta frá Palest­ínu þar sem ástandið er svona. Hafið þið ekki staldrað við þetta tvennt þegar þið ákveðið að fram­kvæma svona aðgerð; ann­ars vegar hvernig staðan er í Grikk­landi í þriðju bylgj­unni þar og síðan að það sé stríð í þeirra heima­landi og þeir því í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu?

„Allt sem þú ert að nefna með COVID er mat sem hefur farið fram í ákvörð­un­um, bæði hjá Útlend­inga­stofnun og hjá kæru­nefnd­inn­i,“ svarar Íris. „Þar er farið í ítar­legt mat á aðstæðum á Grikk­landi með til­liti til heims­far­ald­urs­ins til dæm­is. Sú nið­ur­staða fékkst í þessi mál að COVID væri ekki að hafa þau áhrif að það eitt og sér ætti að stöðva end­ur­send­ingu. Þannig að það er vissu­lega hugsað um þessa hluti. Við förum ekki út í þessar aðgerðir að gamni okk­ar. Þetta er algjör­lega síð­asta úrræðið sem við not­um. Það er búið að reyna að vinna með þeim.“

Við með­ferð máls­ins hjá stofn­un­inni er að sögn Þór­hildar metið hvort að aðstæður hvers og eins ein­stak­lings, sem njóti þegar rétt­inda á Grikk­landi, séu með þeim hætti að rétt sé á grund­velli útlend­inga­laga að mál hans sé tekið til efn­is­með­ferðar hér á landi. Búið sé að fram­kvæma þetta ein­stak­lings­bundna mat í til­viki Palest­ínu­mann­anna og búið að end­ur­skoða það af kæru­nefnd útlend­inga­mála sem stað­festi nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­un­ar.

Auglýsing

Skiptir engu máli hvaðan þeir koma, hvert þeirra heima­land er? Aðeins staða þeirra í Grikk­landi?

„Lögin segja að við þurfum ekki að fjalla efn­is­lega um ástæður flótta frá heima­ríki þegar um er að ræða ein­stak­linga með vernd í öðru land­i,“ svarar Íris. „Við þurfum ekki að spyrja af hverju ertu að flýja Palest­ínu því við vitum að búið er að fjalla um það á Grikk­landi og búið að veita við­kom­andi vernd þar. En lögin gera hins vegar kröfu um að við skoðum hvernig þessi flótti hefur haft áhrif á við­kom­andi. Við spyrjum spurn­inga um hvort við­kom­andi hafi lent í aðstæðum sem hafi mótað þá og þeirra heilsu, til dæm­is. Þetta er mat sem stjórn­völd þurfa að taka.“

En finnst ykkur ekki óheppi­legt að þið séuð að gera þetta, að setja unga Palest­ínu­menn á göt­una, á meðan þessir atburðir eru að eiga sér stað á Gaza? Í þessum töl­uðu orð­um?

„Þetta eru ungir Palest­ínu­menn sem hafa flúið Palest­ínu vegna ástands­ins þar og hafa þegar fengið veitta vernd í Evr­ópu­rík­i,“ ítrekar Þór­hild­ur. Íris bætir við að það sem kom fyrir við­kom­andi í hans heima­landi og á hans flótta sé tekið til mats hjá stofn­un­inni. Ákvarð­anir um synjun hafi hins vegar verið teknar „áður en yfir­stand­andi átök brut­ust út á Gaza“.

En það sem skiptir þá máli núna er hvernig ástandið er í þeirra heima­landi, sem þeir hafa eflaust vænt­ingar til að snúa aftur til ein­hvern tím­ann. Og þetta eru sér­stak­lega erf­iðar aðstæður akkúrat núna þessa dag­ana. Var staldrað við og hugsað um að fresta þessum aðgerðum í því ljósi?

„Þetta er búið að vera langt ferli,“ svarar Íris. „Þetta er ekki að ger­ast á ein­hverjum einum eða tveimur dög­um. Það er búið að taka öll þau skref sem hægt er að taka í þessum mál­um, gagn­vart þessum ein­stak­ling­um, þegar kemur að fram­kvæmd­inni. Á ein­hverjum tíma­punkti neyð­ast stjórn­völd til þess að bregð­ast við, eins og í þessu til­viki. Við erum að tala um þving­aðan flutn­ing sem er alltaf erfitt.“

Við erum líka að tala um ástand á Gaza sem hefur ekki verið síðan 2014.

„Ástandið á Gaza akkúrat núna, hefur ekki endi­lega áhrif á flutn­ing þess­ara ein­stak­linga úr landi beint – þegar kemur að fram­kvæmd­inn­i,“ segir Íris. „Þetta er allt sem er tekið til­lit til í ákvörð­un­inni og nú er komin loka nið­ur­staða og þessir ein­stak­lingar eru í raun búnir að tæma sínar leiðir innan kerf­is­ins. Stofn­unin er bundin af þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma. Þetta eru regl­urnar sem við þurfum að vinna eft­ir.“

En hefði verið hægt að fresta þess­ari aðgerð í nokkrar vik­ur? Eru heim­ildir til að fresta ákvörð­unum í ljósi mjög sér­stakra aðstæðna sem koma upp?

„Það eru vissu­lega sér­stakar aðstæður í þeirra heima­landi en það er ekki verið að vísa þeim þang­að,“ end­ur­tekur Þór­hild­ur. „Það er hægt að ímynda sér að ef ein­hverjar aðstæður kæmu upp þar sem þyrfti hugs­an­lega að skoða. En það er ekki verið að vísa þeim til lands þar sem eru átök.“

Þeir hafi rétt til að vinna á Grikk­landi „en við vitum að það er erfitt að fá vinnu þar og ástandið er að mjög mörgu leyti ekki jafn gott og hér. Við erum ekki að draga það í efa. En þeir njóta þar verndar og þess vegna er litið til ástands­ins þar en ekki ástands­ins í Palest­ín­u.“

Meira en 200 Palestínumenn, þar á meðal tugir barna, hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza síðustu daga. Ungu Palestínumennirnir eiga þar ástvini.
EPA

Þór­hildur bendir á að til­felli hafi komið upp þar Útlend­inga­stofn­unar meti aðstæður fólks sem njóti þegar verndar í Grikk­landi leiði með þeim hætti að ekki skuli senda það aftur þang­að. „Inn í það spilar flótt­inn, upp­runi, áföll, heilsu­far og fleira í sam­hengi við þær aðstæður sem bíða við­kom­andi á Grikk­land­i.“ Sé nið­ur­staðan sú að ekki þyki for­svar­an­legt að senda við­kom­andi til Grikk­lands sé mál hans tekið til efn­is­legrar með­ferð­ar.

Það var hins vegar ekki nið­ur­staðan í ein­stak­lings­bundnu mati Útlend­inga­stofn­unar á málum Palest­ínu­mann­anna sem nú hafa misst þjón­ustu hjá stofn­un­inni.

Þegar þið segið að þið metið aðstæður á Grikk­landi þannig að þær séu örugg­ar. Hvaðan fáið þið þær upp­lýs­ing­ar?

„Það fer fram mjög ítar­legt mat hjá lög­fræð­ingum stofn­un­ar­inn­ar,“ segir Íris. Í við­tölum séu umsækj­endum um vernd m.a. gefið tæki­færi til að útskýra sínar aðstæður og upp­lifun sína af því að dvelja á Grikk­landi. Einnig fari fram rann­sókn á heilsu­fari umsækj­enda og þeir fái auk þess tæki­færi til að leggja fram gögn. Í kjöl­farið séu aðstæður á Grikk­landi svo skoð­aðar eftir mörgum leið­um. Til dæmis sé stuðst við fjöl­margar alþjóð­legar skýrsl­ur, m.a. um félags­lega kerfið og heil­brigð­is­kerf­ið. Að sögn Írisar eru margar skýrsl­urnar frá því í ár og í þeim séu nýjar og upp­færðar upp­lýs­ing­ar. Einnig eigi lög­fræð­ing­arnir sam­skipti við grísk yfir­völd, svo dæmi séu tek­in.

Þið teljið þessi gögn það ný og það góð að það sé óyggj­andi í ykkar huga að það sé öruggt, til dæmis fyrir þessa ungu Palest­ínu­menn, að fara til Grikk­lands?

„Já, það er mat stofn­un­ar­innar í þeim til­vikum þegar kom­ist er að þeirri nið­ur­stöðu að synja eigi ein­stak­lingi um efn­is­lega með­ferð, að það sé öruggt að fara þang­að,“ svarar Íris. „Að það sé ekki brot á mann­rétt­inda­sátt­mál­anum til dæm­is.“

Auglýsing

Þeir segj­ast sumir hafa búið á göt­unni og aðrir jafn­vel á rusla­haugum á Grikk­landi. Er það ásætt­an­legt?

„Eitt af því sem er skoðað er hvar ein­stak­ling­ur­inn hefur dvalið og hvaða tæki­færi ein­stak­ling­ur­inn færi til að aðlag­ast grísku sam­fé­lag­i,“ segir Íris. „En lög­in, og reglu­gerðin reyndar líka, kveða á um að efna­hags­legar ástæður séu einar og sér ekki nægj­an­legar til þess að málið fái hér efn­is­lega máls­með­ferð.“ Efna­hags­legar ástæður séu t.d. atvinnu- og hús­næð­is­leysi. „Það þarf að koma eitt­hvað meira til.“

En þeir segj­ast einmitt hafa þetta val; að vera hér á göt­unni eða á göt­unni í Grikk­landi. Þeir velji íslenska götu. Hvernig hljómar það í þínum eyr­um? Hvað finnst þér það segja um stöðu þeirra?

„Þeir vilja ekki fara til baka og það er sjón­ar­mið út af fyrir sig,“ segir Íris. „Og maður skilur það alveg. Þessir ein­stak­lingar eru komnir hingað og þeir vilja vera hérna. En svo er hitt sjón­ar­mið­ið, að hér erum við komin með nið­ur­stöðu sem segir að við­kom­andi eigi að fara úr landi og þá er það bara spurn­ing­in: Á sjón­ar­mið hans að vega hærra eða stjórn­valda?“

Þór­hildur bætir við að eng­inn dragi það í efa að aðstæður þeirra á Grikk­landi séu bág­bornar „og að þeir séu komnir hingað í leit að betri kjörum og betri tæki­fær­um. Á því hafa allir skiln­ing. En það sem þeir eru að sækja um hér á landi er hins vegar alþjóð­leg vernd sem er neyð­ar­kerfi fyrir fólk á beinum flótta frá átökum og ofsóknar­á­stand­i“.

Eru þeir ekki á beinum flótta þó að þeir hafi haft við­komu í ákveðnu landi? Palest­ínu­menn geta ekki flúið beint til Íslands.

„Nei, en það er verið að tala um ein­stak­linga sem njóta nú þegar alþjóð­legrar verndar í Evr­ópu­ríki og þar af leið­andi geta þeir ekki komið til Íslands eða ann­ars lands og fengið sam­bæri­lega stöðu og þeir sem hingað koma með enga vernd í Evr­ópu.“

Flóttafólk á götunni í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Palestínumennirnir segja nær ómögulegt að finna þar húsnæði.
UNHCR

Nú eru þeir komnir á göt­una og hafa hvorki hús­næði né fram­færslu. Hafið þið ekki áhyggjur af því? Útlend­inga­stofnun hefur hingað til viljað vita hvar hæl­is­leit­endur eru, dæmin sýna það. Af hverju á það ekki við núna?

„Auð­vitað er þetta ekki ákjós­an­leg staða,“ segir Íris. „Það er eng­inn að halda því fram að við viljum hafa þetta svona. En stað­reyndin er sú að við erum komin hingað í þessu til­vik­i.“ Hún bendir á stoð­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra hafi heim­ildir til að setja á ákveðna til­kynn­inga­skyldu til að vita hvar fólk sé á hverjum tíma. Hins vegar geti hún ekki svarað fyrir hvað lög­reglan geri í málum Palest­ínu­mann­anna. „En það eru vissu­lega leiðir til að tryggja að við týnum ekki ein­stak­ling­unum í sam­fé­lag­in­u.“

Þór­hildur segir þá ekki verða þving­aða í COVID-­próf en að fall­ist þeir á að fara í það geti þeir aftur fengið þjón­ustu hjá Útlend­inga­stofn­un.

Og farið úr landi?

„Já,“ svarar Þór­hild­ur. „Að vera frekar á göt­unni hér en í Grikk­landi, eins og þeir segja, er samt í raun ekki val sem ein­stak­lingar eiga þegar fyrir liggur fram­kvæmd­ar­hæf ákvörð­un.“ Ef ekki væri fyrir COVID-­prófin væri búið að flytja þá úr landi. Það hafi verið gert fyrir far­ald­ur­inn þegar fólk neit­aði að yfir­gefa landið í sam­ræmi við nið­ur­stöðu yfir­valda.

Ástandið í Grikk­landi er ekki gott

Síð­ustu tvö ár eða svo hefur umsóknum um alþjóð­lega vernd á Íslandi frá fólki sem þegar nýtur verndar á Grikk­landi fjölgað mjög, að sögn Þór­hild­ar. „Það er ekk­ert nýtt að ein­stak­lingar vilji ekki fara aftur til Grikk­lands þótt að við höfum auð­vitað mikla samúð með fólki frá Palest­ínu og vitum að það hlýtur að vera hörmu­legt að eiga þar ætt­ingja í þeim aðstæðum sem þar eru nún­a.“

Lög­menn sumra þess­ara Palest­ínu­manna hafa sagt að það sé ekki til­viljun að svo margir sem þegar hafi fengið stöðu flótta­manna á Grikk­landi séu að sækja um vernd hér. Að þeir sem fengið hafi vernd í öðrum löndum séu ekki að flykkj­ast hing­að. Vekur þetta ekki spurn­ingar um aðstæð­urnar á Grikk­landi?

„Við vit­um, við sjáum það í fjöl­miðl­um, að ástandið á Grikk­landi er ekki gott,“ svarar Þór­hild­ur. „Það er erfitt á Grikk­landi. Það er eng­inn vafi um það.“ Hins vegar komi einnig hingað ein­stak­lingar sem fengið hafi vernd í öðrum lönd­um, t.d. í Ung­verja­landi og á Ítal­íu, en þó alls ekki í sama mæli. Íris segir að allt séu þetta lönd sem séu við landa­mæri ann­arra heims­álfa og fái því „mesta þungan“ þegar komi að straumi fólks á flótta. „Og eðli máls­ins sam­kvæmt hafa skap­ast þar erf­iðar aðstæð­ur. Það leiðir til þess að ein­stak­ling­arnir leita ann­að.“

Vissu­lega veki það upp spurn­ingar að hennar sögn hversu margir sem fengið hafi vernd á Grikk­landi leiti nú hing­að. „Það er ástæðan fyrir því að við gerum gríð­ar­lega nákvæmt mat á aðstæð­unum þar.“

Grísk stjórn­völd hafi kallað eftir aðstoð ann­arra Evr­ópu­ríkja til að létta á ástand­inu. „Það eru mörg lönd sem hafa svarað því ákalli. Meðal ann­ars Ísland.“

Fimm Palestínumannanna sem nú hafa hvorki húsnæði né matarpeninga frá Útlendingastofnun fyrir utan húsnæði stofnunarinnar í Hafnarfirði. Þeir gista nú flestir hjá Íslendingum sem skotið hafa yfir þá skjólshúsi.
Sunna Ósk Logadóttir

Hvernig sérðu fyrir þér að mál Palest­ínu­mann­anna fari? Ein­stak­linga sem eru ekki lengur í ykkar þjón­ustu og ekki með íslenska kenni­tölu?

„Ég held að það hljóti að enda með því að þeim verði vísað frá land­inu í sam­ræmi við nið­ur­stöðu yfir­valda og þá með þving­uðum flutn­ingi á vegum lög­regl­unn­ar. Ég sé ekki fyrir mér að annað en það ger­ist.“ Þeir verði þó ekki þving­aðir í sýna­töku.

En þeir kom­ast ekki úr landi án þess að fara í COVID-­próf?

„Eins og staðan er nún­a,“ svarar Íris.

Er verið að skoða að fá und­an­þágur frá því?

„Stoð­deildin er í sam­skiptum við þessi lönd og þeirra að svara því.“

Yfir­völd í nágranna­ríkjum Íslands séu í sömu spor­um. „Löndin hafa hins vegar mjög mis­jafnt reglu­verk. Sum eru með þetta svo­kall­aða varð­hald sem er stundum beitt í þessum til­vik­um. Aðrir fella niður þjón­ust­u.“

Miðað við það sem Palest­ínu­menn­irnir segja núna munu þeir ekki fall­ast á að fara í skimun og til Grikk­lands. Hvað getur það ástand varað lengi?

„Það er erfitt að segja,“ svarar Íris. „Þeir eru að velja að koma sér undan fram­kvæmd. Hvað þeir eru til­búnir að gera það lengi, ég get ekki svarað fyrir þá. Það eru þá vænt­an­lega ákveðnar leiðir sem stoð­deildin þarf að fara. Þeir hafa aðrar heim­ildir en við.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal