Af hverju er íslenska knattspyrnulandsliðið orðið eitt það besta í öllum heiminum?

h_52186759.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar eru margir hverjir sann­færðir um að við séum best í heimi, í öllu, miðað við höfða­tölu. Þessi sann­fær­ing og full­yrð­ingar sem byggja á henni eru and­lag gríð­ar­legs magns brand­ara sem við segjum um okkur sjálf til að rétt­læta eða verja mik­il­mennsku­brjál­æðið sem á stundum hel­tekur okkur á flestum sviðum sem við reynum fyrir okkur á. Drambið og brjál­æðið varð okkur að falli í banka­leiknum sem við lékum mörg án þess að hafa til þess nægi­lega kunn­áttu.

Á ýmsum öðrum sviðum hefur þetta „Da­víð gegn Gol­í­at“-við­mót til lífs­ins fleytt okkur miklu lengra en efni standa til og án þess að hafa þær nei­kvæðu bylm­ings­af­leið­ingar sem banka­hrunið veitti okk­ur. Þvert á móti eru ­af­leið­ing­arnar nær ein­vörð­ungu jákvæð­ar. Eitt þess­ara sviða er knatt­spyrnu­völl­ur­inn.

Kon­urnar komn­ar, karl­arn­ir al­veg að kom­ast



Ís­lenska karla­lands­liðið hefur aldrei kom­ist á loka­mót í knatt­spyrnu. Á haust­mán­uðum árs­ins 2010 upp­hófst hins vegar til­raun til að ná því mark­miði með því að U21-lands­liðið okkar tryggði sér sæti í úrslita­keppni Evr­ópu­móts UEFA í Dan­mörku sum­arið eftir með tveimur 2-1 sigrum á liði Skota (5,5 millj­ónir íbú­a).

Þótt lið­inu hafi ekki gengið neitt sér­stak­lega vel, samt unnið einn leik, og setið eftir í riðl­inum í þess­ari fyrstu loka­keppni, þá var ljóst að ein­hver grunnur hafði verið lagð­ur. Að minnsta kosti sjö lyk­il­menn í lands­liði dags­ins í dag voru hluti af þeim hóp sem náði þessum árangri.

Auglýsing

Iceland

Íslenska kvenna­lands­liðið var auð­vitað þegar búið að ná því að kom­ast á loka­mót. Árið 2009 lék það í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins, en komst ekki upp úr sínum riðli. Sama ár urðu fjöl­margir leik­menn liðs­ins atvinnu­menn í knatt­spyrnu, að mestu á Norð­ur­lönd­un­um. Fjórum árum síðar voru þær mættar aftur á sama loka­mót og náðu í átta liða úrslit

Unnum 77 millj­óna þjóð



Ís­lend­ingar eru 330,610 tals­ins og í 184. sæti yfir fjöl­menn­ustu ríki heims. Hér æfa um 20 þús­und manns knatt­spyrnu, sam­kvæmt tölum frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands.

Samt vorum við 45 mín­útum og einu marki frá því að tryggja okkur far­seðil á heims­meist­ara­mótið í Bras­ilíu sem fór fram síð­asta sum­ar. Hefðu Króatar ein­fald­lega ekki verið svona ógeðs­lega góðir í fót­bolta (ég er að tala við þig, Luka Modric) þá væru Íslend­ingar nú skráðir í sögu­bæk­urnar sem fámenn­asta þjóð sem spilað hefur á loka­móti í sögu heims­ins.

Croatia v Iceland - FIFA 2014 World Cup Qualifier: Play-off Second Leg

Í fyrra­haust hóf karla­lands­liðið okkar síðan veg­ferð sína í átt að loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu með því að kjöl­draga Tyrk­land á Laug­ar­dals­velli 3-0. Tyrkir eru 77 millj­ónir alls. Skráðir knatt­spyrnu­menn í þessu þriðja fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu (á eftir Rúss­landi og Þýska­landi) eru 466 þús­und tals­ins, og eru leik­menn yngri flokka þá ekki taldir með. Skömmu síðar unnu Íslend­ingar einn sinn frækn­asta sigur í sög­unni, þegar brons­verð­launa­haf­arnir frá síð­asta heims­meist­ara­móti, Hol­lend­ing­ar, voru kjöl­dregnir 2-0 í Laug­ar­daln­um. Um 1,2 millj­ónir manns æfa knatt­spyrnu í Hollandi.

Þessi sigur var einn sá fræknasti, því hann var topp­aður á fimmtu­dag. Þá unnu Íslend­ingar Hol­lend­inga í Amster­dam í stór­kost­legum knatt­spyrnu­leik þar sem um eitt pró­sent þjóð­ar­innar yfir­gnæfði yfir 40 þús­und Hol­lend­inga í stúkunni í 90 mín­út­ur. Hol­lenska liðið hafði aldrei áður tapað á heima­velli í und­ankeppni Evr­ópu­móts­ins og tap­aði síð­ast heima­leik í und­ankeppni fyrir fimmtán árum síð­an, þá fyrir Portú­gal í und­ankeppni heims­meist­ar­móts. Auk þess varð Ísland fyrsta lands­liðið til að vinna Hol­lend­inga í báðum leikj­unum í und­ankeppni stór­móts.

Og nú er íslenska liðið í mesta lagi einu stigi frá því að vera á meðal þeirra liða sem munu leika á Evr­ópu­mót­inu í Frakk­landi næsta sum­ar.

Kýlum upp fyrir okkur



Ís­lenska liðið er nú í 23. sæt­i á heims­lista alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, og hefur aldrei setið ofar. ­Ís­lenska liðið hefur aldrei verið ofar á list­anum en er þó ekki lengur besta lið Norð­ur­landa, þar sem Danir skjót­ast upp fyrir íslenska liðið í 22. sæt­ið. Íslend­ingar geta þó huggað sig við að karla­lands­lið þjóð­ar­innar er sem stendur ofar á heims­list­anum en fyrrum heims- og Evr­ópu­meist­arar Frakka. Það hefur aldrei gerst áður.

Það ríki sem er ofar en Ísland á þeim lista sem er næst okkur í íbúa­fjölda er Úrúg­væ, með 3,4 millj­ónir íbúa, sem situr í 18. sæt­inu. Lands­lið þeirra er auð­vitað frá­bært- þeir eru ríkj­andi Suð­ur­-Am­er­íku­meist­ar­ar- en Úrúg­væjar eru líka tíu sinnum fleiri en við. Í sæt­inu fyrir ofan okkur sitja Danir (5,7 millj­ónir íbúa) og fyrir neðan okkur eru Frakkar (66,9 millj­ónir íbú­a). Frakkar eru 203 sinnum fleiri en Íslend­ing­ar.

Íslenska kvenna­lands­liðið er í 18. sæti á lista FIFA yfir bestu knatt­spyrnu­lands­lið heims í kvenna­flokki. Nágrannar okkar í Nor­egi (5,2 milljón íbúa) eru fámenn­asta þjóðin fyrir ofan okk­ur. Fjórum sætum fyrir neðan ­stelp­urnar okkar er lands­lið Rúss­lands (146,6 milljón íbú­a), fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu.

Og ef þetta er ekki nóg þá er U21-karla­lið­ið, næsta kyn­slóð sem mun skila sér inn í þegar ungt og reynslu­mikið A-lands­lið, búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í þeirri und­ankeppni sem nú stendur yfir. Í lið­inni viku unnu þeir enga aðra en Frakka 3-2.

Knatt­spyrnu­hallir og gæða­þjálfun



Hvernig getur þjóð sem er sú fimmta fámenn­asta í Evr­ópu (fyrir ofan Fær­eyj­ar, Liechten­stein, And­orra og San ­Mar­ínó) náð þessum árangri? Hvernig getur svona þjóð átt á ­átt­unda tug atvinnu­manna í fót­bolta, sem spila í ­sterk­ustu deildum heims á borð við þá ensku (64,8 milljón íbúa í Stóra-Bret­land­i), ítölsku (60,8 millj­ónir íbú­a), spænsku (46,5 millj­ónir íbú­a), hol­lensku (16,9 millj­ónir íbúa) og rúss­nesku (ennþá 146,6 milljón íbúa) fyrir utan alla þá tugi sem spila í ­Skand­in­av­íu. Íslensku leik­menn­irnir eru líka að ná ótrú­­legum árangri. Sumir þeirra eru meira að segja marka­hæstu leik­menn þeirra deilda sem þeir spila í.

FBL-EUR-C3-STJARNAN-INTER

Sig­urður Ragnar Eyj­ólfs­son, fyrrum lands­liðs­þjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu og fræðslu­stjóri KSÍ um margra ára skeið, skrif­aði grein á heima­síðu sína,www.­siggiragg­i.is, í lok sept­em­ber 2012 sem útskýrir ástæð­urnar nokkuð vel. Þar fer hann yfir breyt­ingu á aðstöðu á Íslandi á ein­ungis einum ára­tug. Sig­urður Ragnar segir að yfir tíu knatt­spyrnu­hallir hafi verið byggðar (þeim hefur fjölgað síðan og mun fjölga enn frekar á næstu árum), yfir 20 gervi­gras­vellir og 130 sparkvell­ir. Hann bendir líka á að með­al­knatt­spyrnu­þjálf­ari á Íslandi er yngri, með meiri reynslu af knatt­spyrnu­iðkun og miklu mennt­aðri í þjálf­un­ar­fræðum en kollegar hans erlend­is, sem eru venju­lega for­eldrar iðk­enda sem þjálfa í sjálf­boða­vinnu. „Ef barnið þitt ætlar að læra að spila á píanó er það auð­vitað lík­legra til að ná betri árangri ef það fengi kennslu hjá fag­manni frekar en for­eldri sem oft kann ekki nógu vel til verka. Sama í fót­bolta,“ segir Sig­urður Ragn­ar.

Í grein­inni fer hann auk þess yfir það að íslensk börn og ung­lingar æfa miklu meira en jafn­aldrar þeirra í mörgun lönd­um. Afreks­þjálfun, við­bót­ar­þjálfun fyrir þá sem eru lík­legir til að skara fram úr, er einnig mun meiri hér­lend­is.

Að vaða áfram á sér bjartar hliðar



Að mörgu leyti er sú mikla og hraða upp­bygg­ing sem hefur átt sér stað í íslenskri knatt­spyrnu því afleið­ing af góð­ær­inu. Á rúmum ára­tug hafa íslenskir knatt­spyrnu­menn farið frá því að æfa hluta af ári á vondum mal­ar­völlum í aftaka­veðrum yfir í að æfa í sér­hönn­uðum knatt­spyrnu­húsum með gervi­gras­velli sam­kvæmt nýj­ustu tísku.

Aðstaðan sem tók stakka­skipt­um, sér­stak­lega knatt­spyrnu­hús­in, er að mestu byggð fyrir erlent láns­fjár­magn, þó sum hús­anna hafi verið byggð fyrir eigið fé sem streymdi til sveit­ar­fé­laga eða einka­verk­taka. Þegar erf­ið­­leikar dundu yfir var auð­vitað ekki hægt að slíta þessi hús upp og leggja þau í skulda­hít­ina. Þau eru því orðin fastur hluti af innviðum á Íslandi, sem gera íbú­unum kleift að stunda knatt­spyrnu­iðkun við bestu aðstæður allt árið um kring, óháð veðri og vind­um.

Fjár­fest­ing í íslenskum knatt­spyrnu­lið­um, meðal ann­ars frá fjáðum stuðn­ings­mönn­um, jókst líka mikið á þessum góð­ær­is­ár­um.

Þessi fjár­fest­ing, ásamt mik­illi áræðni og dugn­aði, hefur skapað þær eig­in­lega fárán­legu aðstæður að Ísland, sem hýsir svipað marga íbúa og breski bær­inn Coventry (329.810 íbú­ar), er orðið á meðal 35 bestu þjóða heims í karlaknatt­spyrnu og 20 bestu þjóða heims í kvenna­bolt­an­um. Mik­il­mennsku­brjál­æði og „að-vaða-á­fram“-hug­ar­farið hefur sínar björtu hliðar líka.



Frétta­skýr­ingin byggir að hluta á annarri sem birt var í sept­em­ber 2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None