Mynd: Pexels

Afglæpavæðing: Fyrir valdhafa eða fólkið?

Íslenskt samfélag á langt í land þegar kemur að notendasamráði að mati Kristjáns Ernis Björgvinssonar, sem situr í starfshópi um afglæpavæðingu neysluskammta. Sjálfur er hann í bata frá vímuefnanotkun og kvartaði sig, að eigin sögn, inn í starfshópinn. Hann er óviss hvort hópnum takist ætlunarverk sitt, að skilgreina neysluskammta, ekki síst vegna tregðu lögreglunnar.

Ég kvart­aði mig eig­in­lega inn í þennan hóp. Ég er búinn að vera að vinna í mála­flokknum í svo­lít­inn tíma og bý líka yfir per­sónu­legri reynslu, bæði af refsi­stefn­unni og af því að glíma við vímu­efna­vanda,“ segir Krist­ján Ernir Björg­vins­son, sem er í bata frá vímu­efnum og brennur fyrir hug­mynda­fræði um skaða­minnkun sem hann hefur starfað í kringum síð­ustu ár.

Hóp­ur­inn sem hann á við er starfs­hópur um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta sem Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í febr­ú­ar.

„Mér fannst fárán­legt að það væri verið að skipa þennan starfs­hóp og það væri eng­inn þarna inni sem hafði per­sónu­lega reynslu hvernig það er að vera undir hæl refsi­stefn­unn­ar. Ég hringdi bara og minnti á mig og náði að kom­ast þarna inn,“ segir Krist­ján í sam­tali við Kjarn­ann.

„Draumurinn minn er að fá inn einstaklinga í virkri vímuefnanotkun og þá sem eru í viðhaldsmeðferð,“ segir Kristján Ernir Björgvinsson sem situr í starfshópi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta. Hann segir íslenskt samfélag eiga langt í land þegar kemur að notendasamráði.
Mynd: Hinrik Aron Hilmarsson

Umræða um hug­­mynda­fræði skaða­m­inn­kunnar og afglæpa­væð­ingar neyslu­­skammta hefur auk­ist hér á landi síð­­­ustu ár, umræða þar sem fjallað er um að ekki eigi að refsa fólki fyrir vörslu tak­­mark­aðs magns fíkn­i­efna til eigin nota og að efnin eigi ekki að gera upp­­tæk hjá full­orðnu fólki.

Fjórar árang­urs­lausar til­raunir til afglæpa­væð­ingar neyslu­skammta

Sam­­kvæmt gild­andi lög­­­gjöf er varsla hvers kyns skammta af ávana- og fíkn­i­efnum óheimil og refsi­verð. Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, hefur fjórum sinnum lagt fram frum­varp um afglæpa­væð­ingu vörslu neyslu­skammta, nú síð­ast í sept­em­ber.

Svan­­­dís Svav­­­­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp um afglæpa­væð­ingu neyslu­­­skammta í apríl 2021 og byggði það að hluta til á vinnu við og umsögnum um frum­varp Hall­­­dóru og með­­­­­flutn­ings­­­fólks henn­­­ar. Til stóð að end­ur­flytja frum­varpið með breyt­ingum af Willum Þór Þórs­syni heil­brigð­is­ráð­herra á síð­asta þingi. Frum­varpið var hins vegar fellt niður af þing­mála­skrá í mars.

Í svari ráðu­­­neyt­is­ins til Kjarn­ans í vor vegna ákvörð­un­­­ar­innar sagði að ráð­herra hefði ákveðið að vinna að frek­­­ari útfærslu á frum­varp­inu, meðal ann­­­ars með því að skil­­­greina hug­takið neyslu­­­skammt­­­ur. Því hafi verið skip­aður starfs­hóp­ur. Í frum­vörp­unum sem lögð hafa verið fram hingað til hefur ekki verið til­­­greint hvar mörkin verða dregin um hversu mikið magn ávana- og fíkn­i­efna ein­stak­l­ingur megi hafa undir höndum án þess að það sé refsi­vert, verði breyt­ing­­arnar að veru­­leika.

Hægt að horfa til ann­arra ríkja við skil­grein­ingu á neyslu­skammti

Krist­ján kom inn í vinnu starfs­hóps­ins að tveimur fundum lokn­um. Hann og Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu – félags fanga á Íslandi, eru skip­aðir án til­nefn­ingar en meðal þeirra sem eiga full­trúa í hópnum eru Lyfja­stofn­un, lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Rauði krossinn, rík­is­lög­reglu­stjóri, rík­is­sak­sókn­ari, emb­ætti land­læknis og SÁÁ.

Ekki liggur fyrir hvenær starfs­hóp­ur­inn mun skila til­lögum en áætlað er að hóp­ur­inn fundi fram yfir ára­mót að sögn Krist­jáns. Erf­ið­lega hefur gengið að kom­ast að sam­komu­lagi um meg­in­verk­efni hóps­ins: Að skil­greina neyslu­skammt.

„Þetta hefur reynst sumum aðilum mjög flók­ið. Það eru skiptar skoð­anir innan hóps­ins hvernig á að tækla þessi mál. Sumir vilja bara sjá um veikasta hóp­inn, þann hóp sem er heim­il­is­laus, þau eru til­búin að afglæpa­væða neyslu­skammta fyrir þann hóp en hafa áhyggjur af því að afglæpa­væða fyrir almenn­ari not­end­ur, sem ég er mjög ósam­mála.“

Hall­dóra er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem nú liggur fyrir þingi og hefur hún bent á að hægt er að líta til ann­arra ríkja þegar kemur að því að skil­greina neyslu­skammt. „Það liggur ljóst fyrir að þegar hafa mörg lönd farið í þá vinnu að skil­greina neyslu­skammta með einum eða öðrum hætti. Í ljósi þess að þekk­ingu megi sækja til Evr­ópu­ríkja sem hafa nú ára­tuga­langa reynslu af afglæpa­væð­ingu vímu­efna er engin ástæða til að ætla að skil­grein­ing neyslu­skammta verði of erfitt við­fangs­efn­i,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Lög­reglan telji óger­legt að afglæpa­væða neyslu­skammta

Krist­ján segir að það hafi komið sér á óvart hversu íhalds­samir sumir full­trúar starfs­hóps­ins eru, þar á meðal lög­reglan, sem hafi meðal ann­ars talað um það á fyrstu fund­unum að það væri óger­legt að afglæpa­væða neyslu­skammta.

Þá segir Krist­ján að hann upp­lifi eins og skoð­anir full­trúa lög­reglu, rík­is­lög­reglu­stjóra og rík­is­sak­sókn­ara fái meira vægi innan starfs­hóps­ins. „Ég veit ekki hvort Guð­mundur Ingi deili þess­ari upp­lifun með mér en mér líður pínu stundum eins og ég hafi verið feng­inn þarna inn svo hægt sé að segja að verið sé að eiga sam­ráð við not­end­ur. Ég upp­lifi mig ekk­ert rosa­lega áhrifa­mik­inn þarna inni, reynsla mín er alla­vega ekki mjög veiga­mik­il.“

Vill fá ein­stak­linga í virkri vímu­efna­notkun inn í starfs­hóp­inn

Fyrir Krist­jáni er mark­miðið ljóst. „Við viljum aug­ljós­lega aukið öryggi fyrir fólk sem er að nota vímu­efn­i.“

Hann vill fá fleiri inn í vinnu starfs­hóps­ins sem hafa reynslu af notkun ólög­legra vímu­efna. „Ég og Guð­mundur Ingi komum þarna inn með per­sónu­lega reynslu sem er dýr­mætt og það er stórt skref að við fengum að taka þátt í þessum hópi. En við þurftum að biðja ítrekað um það. Draum­ur­inn minn er að fá inn ein­stak­linga í virkri vímu­efna­notkun og þá sem eru í við­halds­með­ferð. Það vantar líka konur með per­sónu­lega reynslu af refsi­stefn­unni. Við eigum ennþá langt í land þegar kemur að not­enda­sam­ráð­i.“

Frú Ragnheiður er meðal skaðaminnkandi úrræða sem Rauði krossinn á Íslandi býður upp á. Afglæpavæðing neysluskammta mun styðja við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu að mati Rauða krossins.
Mynd: Rauði krossinn/Facebook

Þekkir það að ótt­ast að skammt­ur­inn verði tek­inn

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Krist­ján starfað við verk­efni tengd skaða­minnkun um ára­bil. Hann hefur hins vegar rekið sig á ýmsa veggi við vinn­una í starfs­hópnum sem kom honum á óvart. „Ég er bara 23 ára og það kom mér á óvart hvað þetta er rosa­lega mikil póli­tík. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að fólk væri svona íhalds­samt enn­þá. Þetta á ekki að vera svona flók­ið. Það er alls konar póli­tík sem flækir þetta rosa­lega mikið og mér finnst það ógeðs­lega erfitt og leið­in­legt. Mig langar að vera þarna því ég brenn fyrir mál­efnum fólks sem notar vímu­efni og mér finnst það svo­lítið falla í skugg­ann á póli­tík­inni því þetta endar alltaf í ein­hverjum mála­miðl­un­um.“

Meðal mála­miðl­anna nefnir hann að til tals hafi komið að tala um afnám refs­inga í stað afglæpa­væð­ing­ar, það er að lög­reglan leggi hald á vímu­efni en beiti ekki sekt­um. „Fyrir mér er það samt refs­ing, ég hef verið að vinna í gisti­skýlum með heim­il­is­lausu fólki og ef þau lenda í því að efnin eru tekin af þeim þá er það bara drullu mikil refs­ing og getur einnig verið hættu­leg­t.“ Sjálfur þekkir hann það af per­sónu­legri reynslu að búa við stöðugan ótta um að skammt­ur­inn verði tek­inn og eiga yfir höfði sér refs­ingu.

Afglæpa­væð­ing mun minnka ótta við við­bragðs­þjón­ustu

Heilt yfir segir hann vinnu starfs­hóps­ins hafa gengið ágæt­lega, en óvissa ríki enn um nið­ur­stöð­una. Vinna hóps­ins hingað til hefur meðal ann­ars falist í gagna­öflun af ýmsu tagi. Sjálfur hefur Krist­ján rætt við skjól­stæð­inga sína sem nýta sér skaða­minnk­andi úrræði á vegum borg­ar­inn­ar.

„Ég tók við­töl við 25 ein­stak­linga og spurði hvaða vímu­efni þau voru að nota, hvaða áhrif full afglæpa­væð­ing myndi hafa á líf þeirra og hvað þau töldu vera neyslu­skammt. Það töl­uðu allir nema einn um það að afglæpa­væð­ing myndi hafa jákvæð áhrif á líf sitt. Það voru margir áhuga­verðir punktar sem komu. Ein sagði að hún þyrfti kannski mögu­lega ekki að skipta á kyn­lífi og efnum jafn oft,“ segir Krist­ján.

Hann segir skýr­ustu skila­boðin í gegnum alla gagna­öfl­un­ina vera að afglæpa­væð­ing neyslu­skammta mun minnka ótta fólks við við­bragðs­þjón­ustu. Það er í takt við umsögn Rauða kross­ins um frum­varpið sem nú liggur fyrir þingi þar sem segir meðal ann­ars að mik­il­vægt sé fyrir not­endur vímu­efna að hafa greiðan aðgang að heil­brigð­is- og vel­­ferð­­ar­­þjón­ustu, án for­­dóma og jað­­ar­­setn­ing­­ar.

„Dæmi eru um að ein­stak­l­ingar sem glíma við vímu­efna­­vanda veigri sér við að hringja eftir bráða­að­­stoð eða leita sér aðstoðar af ótta við að lög­­regla geri neyslu­­skammta þeirra upp­­tæka og/eða vera hand­­tekin vegna ann­­ars ólög­­mæts athæf­­is. Getur það jafn­­vel átt við í bráða­til­­fellum eins og við ofskömmtun á vímu­efn­um, sem og í til­­vikum heim­il­is­of­beldis eða ann­­ar­s­­konar ofbeld­is,“ segir í umsögn Rauða kross­ins.

Sam­tök vímu­efna­not­enda mik­il­vægt skref í átt að not­enda­sam­ráði

Krist­ján starfar í mála­flokki heim­il­is­lausra með miklar og flóknar þjón­ustu­þarfir og hefur meðal ann­ars starfað í neyð­ar­skýlum á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar. Nýlega tók hann við starfi verk­efna­stjóra hjá Við­móti – sam­tökum um mann­úð­lega vímu­efna­stefnu á Íslandi. Um er að ræða fyrstu sam­tök not­enda vímu­efna hér á landi og er um mik­il­vægt skref að ræða í átt að frekara not­enda­sam­ráði.

Við­mót stóð fyrir setu­verk­falli í neyð­ar­skýl­inu á Granda­garði í vik­unni. Neyð­ar­skýlið er úrræði fyrir heim­il­is­lausa karl­menn á vegum vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar sem er opið frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag. Menn sem nýta sér þjón­ust­una neit­uðu að yfir­gefa úrræðið í mót­mæla­skyni. Sam­tökin krefj­ast þess að sett verði á fót úrræði sem heim­il­is­lausir karl­menn geta nýtt sér á dag­inn, auk þess sem neyð­ar­skýlum verði ekki lokað yfir dag­inn þegar gul veð­ur­við­vör­un, eða hærri, hefur verið gefin út.

Setu­verk­fallið er fyrsta verk­efni Við­móts og segir Krist­ján starf­semi neyð­ar­skýl­is­ins kjarna hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar. „Skaða­minnkun í grunn­inn snýst um að minnka valda­ó­jafn­vægi og gefa per­sónu­legri reynslu meira vægi en hingað til hefur verið gert. Auð­vitað skiptir sér­fræði­þekk­ing gríð­ar­legu máli en skaða­minnkun gengur líka út á að við þurfum að hlusta á fólkið sem um ræðir og vinna með þeim,“ segir Krist­ján.

Setu­verk­fallið fellur því undir hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar. „Það eru heim­il­is­lausir menn sem standa fyrir þessu sjálfir og þeir eru að tala fyrir sjálfan sig, þeir eru ekki með for­svars­mann. Það er í hjarta skaða­minn­kunn­ar, þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru að taka málin í sínar eigin hendur og eru ekki feimnir við það að vera heim­il­is­lausir .“

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, for­maður vel­ferð­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að neyð­ar­skýli fyrir heim­il­is­lausa verði ekki opin á dag­inn. Stefna borg­ar­innar sé að fjölga búsetu­úr­ræðum en ekki neyð­ar­skýl­um. Það fellur ekki undir hug­mynda­fræði skaða­minnk­unar að mati Krist­jáns. „Mark­miðin eru í raun og veru að reyna að auka mann­lega reisn og mann­rétt­indi þeirra sem eru að nota vímu­efni, ólög­leg og lög­leg. Við dæmum ekki fólk út frá því hvaða vímu­gjafa það kýs að nota.“

Þurfum að stíga skrefi lengra

Hvað fram­hald vinnu starfs­hóps­ins varðar seg­ist Krist­ján vona að hópnum tak­ist ætl­un­ar­verk sitt, að skila til­lögum sem fela meðal ann­ars í sér skil­grein­ingu á neyslu­skammti.

„Ég hef ekk­ert bil­aðs­lega trú á því en ég vona það. Raun­sætt þá held ég að þetta muni fara út í afnám refs­ingar sem er kannski bara fínt skref áfram,“ segir hann. Hvert skref skiptir máli en helst vill Krist­ján stíga alla leið. „Það er rosa­lega mikið af hálfum skrefum sem fólk er til­búið að taka en við þurfum að stíga skrefi lengra, við þurfum fulla afglæpa­væð­ing­u.“

Krist­ján segir alla tapa eins og staðan er í dag. „Það er eng­inn sem græðir á refsi­stefn­unni, nema kannski þeir sem eru að flytja inn fíkni­efnin og selja þau.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar