Mynd: Bára Huld Beck

Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing

Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs. Ný lög sem tóku gildi í fyrrasumar komu í veg fyrir að þingmenn gætu látið skattgreiðendur greiða fyrir akstur sinn í prófkjörs- og kosningabaráttunni.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, er áfram sem áður sá þing­maður sem keyrir mest á kostnað Alþing­is. Á árinu 2021 var sam­an­lagður akst­urs­kostn­aður hans um 2,6 millj­ónir króna og jókst um 17 pró­sent milli ára. Það þýðir að Ásmundur keyrði fyrir rúm­lega 216 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra. 

Þetta er hægt að lesa út úr tölum um kostn­að­ar­greiðslur til þing­manna á árinu 2021 sem birtar voru á vef Alþingis í lok síð­ustu viku. Um er að ræða kostnað vegna notk­unar á eigin bíl eða bíla­leigu­bíl og kostnað vegna elds­neyt­is, jarð­ganga eða leigu­bíla sem þing­menn hafa krafið Alþingi um end­ur­greiðslu á.

Þriðja árið í röð fékk Ásmundur engar end­ur­greiðslur vegna notk­unar á eigin bíl held­ur not­að­ist hann við bíla­leigu­bíla á ferða­lögum sín­um, líkt og Alþingi hefur beðið þing­menn um að ger­a. 

Frá því að Ásmundur sett­ist á þing árið 2013 hefur sam­an­lagður akst­­ur­s­­kostn­aður hans verið 34 millj­­ónir króna. Mestur var hann árið 2014, þegar Ásmundur fékk alls um 5,4 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna keyrslu á eigin bif­­reið, eða 450 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Fjórir Sjálf­stæð­is­menn með tæp­lega þriðj­ung alls kostn­aðar

Ásmundur er í sér­flokki þegar það kemur að end­ur­greiðslu á akst­urs­kostn­aði. Um tíu pró­sent af öllum end­ur­greiðslum þings­ins falla til vegna akst­urs hans og næsti maður á kostn­að­ar­list­an­um, flokks­bróðir hans Har­aldur Bene­dikts­son, keyrði fyrir 1,9 milljón krónur í fyrra, eða tæp­lega 37 pró­sent lægri upp­hæð en Ásmund­ur. Har­aldur situr sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Skammt á hæla Har­aldar kemur þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, Vil­hjálmur Árna­son, sem fékk 1,8 millj­ónir króna end­ur­greiddar í fyrra. Vil­hjálmur sker sig þó úr gagn­vart félögum sínum að því leyti að hann not­ast við eigin bíl, ekki bíla­leigu­bíl, þegar hann keyrir og fær því end­ur­greitt á grund­velli akst­urs­dag­bókar sem hann heldur sjálf­ur, ekki kvitt­anna vegna bíla­leig­u. 

Þeir tíu þing­menn sem keyrðu mest á síð­asta ári:

Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki 2.595.001 krónur

Har­aldur Bene­dikts­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.877.59 krónur

Vil­hjálmur Árna­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.741.470 krónur

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir Vinstri græn 1.679.225 krónur

Birgir Þór­ar­ins­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.663.555 krónur

Guð­jón S. Brjáns­son Sam­fylk­ingu 1.324.486 krónur

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.044.249 krónur

Halla Signý Krist­jáns­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.033.932 krónur

Sig­urður Páll Jóns­son* Mið­flokki 1.008.756 krónur

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir* Vinstri grænum 995.782 krónur

*Féll út af þingi eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber 2021 og því er um kostnað að ræða sem féll til hluta af ári. 

Tveir aðrir þing­menn þáðu end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar sem voru yfir 1,5 milljón króna á síð­asta ári. Ann­ars vegar Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, og hins vegar Birgir Þór­ar­ins­son, nú þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi sem sat áður á þingi fyrir Mið­flokk­inn. Alls voru end­ur­greiðslur til þeirra beggja um 1,7 millj­ónir króna. 

Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason keyra mikið í störfum sínum og raða sér í sæti tvö og þrjú á listanum yfir kostnaðarsömustu þingmennina þegar kemur að akstri.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þeir fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem eru á meðal fimm kostn­að­ar­söm­ustu þing­manna þjóð­ar­innar þegar kemur að akst­ur­send­ur­greiðslum fengu alls 7,9 millj­ónir króna end­ur­greiddar í fyrra. Það er meira en 30 pró­sent af öllum kostn­aði sem féll til vegna akst­urs á árinu 2021.

Akst­ur­greiðslur loks birtar í byrjun árs 2018

Alþingi end­ur­greiðir þing­mönnum kostnað sem fellur til vegna akst­urs þeirra sem skil­greindur er vinnu­tengd­ur. Þing­menn­irnir þurfa að sækja þessar end­ur­greiðslur sér­stak­lega með því að leggja fram gögn sem sýna fram á akstur hafi átt sér stað. Greiðsl­urnar eru skatt­frjáls­ar.

Akst­urs­greiðslur komust í hámæli í byrjun árs 2018 þegar for­seti Alþingis svar­aði í fyrsta sinn fyr­ir­spurn um þá tíu þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar vegna akst­urs fimm árin á und­an. Svarið var ekki per­sónu­grein­an­legt en í ljós kom að fjórir þing­menn hefðu þegið sam­tals 14 millj­ónir króna í akst­ur­send­ur­greiðsl­ur, sem var tæp­lega helm­ingur allra end­ur­greiðslna. Síðar stað­festi Ásmundur að hann væri sá sem keyrði mest. 

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­­són­u­­­grein­an­­­leg­­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­­ar, sund­­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Það var gert og þær upp­lýs­ing­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­­anir um mög­u­­­lega sjálftöku þing­­­manna. Sér­­stak­­lega þegar fyrir lá að Ásmundur Frið­­riks­­son hafði sagst keyra 47.644 kíló­­metra á árinu 2017 einu saman vegna vinnu sinnar sem þing­­mað­­ur, og fékk kostnað vegna þeirrar keyrslu end­­ur­greidd­an, alls 4,6 millj­­ónir króna.

Kostn­aður birtur mán­að­ar­lega

For­­sæt­is­­nefnd ákvað að bregð­­­ast við og allar upp­­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­­manna er nú birtur mán­að­­­ar­­­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um ­­þing­fara­kostn­að, sem fjallar um bíla­­­leig­u­bíla, gert skýr­­­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­­­menn séu að nota eigin bif­­­reið­­­ar. Breyt­ing­­­arnar náðu einkum til þing­­­manna sem falla undir svo­­­­kall­aðan heim­an­akst­­­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­­­lega um þing­­­­tím­ann. Það eru þing­­­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­­­ur­­­­nesjum, Vest­­­­ur­landi, Árnes­­­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­­­reið­um, sem kemur til end­­­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­­­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­­­metra­­­fjölda á skrif­­­stofa Alþingis láta umræddum þing­­­manni í té bíla­­­leig­u­bíl.

Mesta breyt­ingin sem orðið hefur síð­­ast­liðin ár er því sú að þing­­menn keyra nú mun meira á bíla­­leig­u­bílum en áður. Sú til­­hneig­ing hefur stökk­breyst eftir að akst­­ur­s­greiðsl­­urnar voru opin­ber­aðar í fyrsta sinn í byrjun árs 2018. 

Kostn­að­ur­inn jókst í fyrra eftir sam­drátt árið 2020

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem skall á hér­lendis í febr­úar 2020, hefur haft þau áhrif á akstur þing­manna á síð­ustu tveimur árum að hann hefur dreg­ist saman frá því sem áður var. Sam­komu­tak­mark­anir og aðrar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir hafa enda gert hefð­bundna kosn­inga­fundi oft á tíðum ómögu­lega og hamlað getu þing­manna til að eyða tíma með skjól­stæð­ingum sínum í kjör­dæm­un­um. Auk þess hefur hluti nefnd­­ar­­starfa farið fram í gegnum fjar­fund­­ar­­búnað sem gerir það að verkum að við­vera lands­­byggð­­ar­­þing­­manna í höf­uð­­borg­inni hefur ekki verið jafn knýj­andi og áður. 

Þess sást strax merki þegar akstur þeirra á árinu 2020 var gerður upp, en á því ári keyrðu þing­menn fyrir 23,2 millj­ónir króna, eða fyrir 23 pró­sent lægri upp­hæð en árið 2019 þegar heild­ar­kostn­aður skatt­greið­enda vegna þing­manna­akst­urs var 30,2 millj­ónir króna. Árið 2018 var kostn­að­ur­inn 30,7 millj­ónir króna og árið 2017 var hann 29,2 millj­ónir króna. 

Í fyrra jókst kostn­að­ur­inn aft­ur, alls um tæp ell­efu pró­sent, og var 25,7 millj­ónir króna.

Komið í veg fyrir að akstur í kosn­inga­bar­áttu yrði greiddur

Það er sér­stak­lega athygl­is­vert að kostn­að­ur­inn hafi ekki verið meiri í fyrra í ljósi þess að þá fóru fram þing­kosn­ing­ar. Kjarn­inn hefur áður greint frá því að kostn­aður vegna akst­urs, sem greiddur er úr sam­eig­in­legum sjóð­um, hefur sögu­lega auk­ist mjög á kosn­inga­ári, sem gefur til kynna að þing­menn láti skatt­greið­endur greiða fyrir sig keyrslu í kosn­inga­bar­átt­unni. Aðrir sem eru að sækj­­ast eftir sæti á listum í t.d. próf­­kjörum, eða eru að bjóða fram fyrir nýja flokka, geta ekki gert slíkt. 

Ástæðan er, að minnsta kosti að hluta, laga­breyt­ing.

Í apríl í fyrra mælti Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi for­seti Alþing­is, fyrir frum­varpi sem átti að koma í veg fyrir að Alþingi myndi borga fyrir akstur þing­manna í kosn­inga­bar­áttu. Frum­varpið var sam­þykkt í júní 2021 og varð því að lögum fyrir kosn­ing­arnar í sept­em­ber sama ár. 

Steingrímur J. Sigfússon beitti sér fyrir því að aksturskostnaðurinn yrði opinberaður og lagði fram frumvarp sem kom í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningum.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt þeim fellur réttur þing­­manna til end­­ur­greiðslu á akst­­ur­s­­kostn­aði niður sex vikum fyrir kjör­dag, með til­­­teknum und­an­þágum þó. Tak­­mark­­anir ná til að mynda ekki til þeirra þing­­manna sem hyggj­­ast ekki gefa kost á sér áfram til setu á þingi og ef þing­­maður sem verður í fram­­boði þar að sinna opin­berum erinda­­gjörðum á vegum Alþingis innan ofan­­greinds tímara­mma þá má hann áfram fá akst­­ur­s­­kostn­að­inn end­­ur­greidd­­an. 

Stein­grímur ræddi þessa stöðu í sjón­­varps­þætti Kjarn­ans í febr­­úar 2018. Þar sagði hann að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­­­kjör­s­þátt­­­töku þá væri eðli­­­leg­­­ast að þeir end­­­ur­greiddu þær greiðsl­­­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­­­taka í próf­­­kjörum er ekki til­­­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um auk­inn kostnað vegna end­ur­greiðslna á akst­urs­kostn­aði í kringum kosn­ing­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar