Alþjóðasamfélag sem byggir á lögum og reglum – en hverjir skrifa reglurnar?

Kína mun innan fárra ára sigla hraðbyri fram úr Bandaríkjunum sem mesta efnahagslega stórveldið. Það mun gera því kleift að taka fullan þátt í að setja reglurnar í alþjóðasamfélaginu og það verða Bandaríkjamenn að sætta sig við.

Xi Jinping forseti Kína fær hér lófatak á þingi kínverska kommúnistaflokksins árið 2018.
Xi Jinping forseti Kína fær hér lófatak á þingi kínverska kommúnistaflokksins árið 2018.
Auglýsing

Nýlega áttu Banda­ríkja­menn og Kín­verjar við­ræður þar sem ný stjórn Joes Bidens reyndi að koma sam­skiptum ríkj­anna á réttan kjöl. Í opn­unará­varpi sagði Ant­ony Blin­ken utan­rík­is­ráð­herra að banda­rísk stjórn­völd væru stað­ráðin í að beita diplómat­ískum aðferðum til að tryggja hags­muni sína – og efla lög og reglu í skipan alþjóða­mála. Hinn val­kost­ur­inn, sagði Blin­ken, væri heimur hinna mátt­ugu þar sem sig­ur­veg­ar­arnir fengju allt og það væri miklu ofbeld­is­fyllri og óstöðugri heim­ur. Á honum mátti skilja að Kín­verjar hafi ekki aðeins í hyggju að grafa undan for­ystu­hlut­verki Banda­ríkj­anna heldur einnig að koma aftur á heimi þar sem hinn sterki fer sínu fram.

Banda­ríkin vilja að Kína fari að reglum – reglum Banda­ríkj­anna

Eftir að tví­póla valda­kerfi kalda stríðs­ins leið undir lok tók við tíma­bil þar sem Banda­ríkin héldu að miklu leyti ein um stjórn­völ­inn. Í fyrstu ein­kennd­ist and­rúms­loftið af létti og vilja til frið­sam­legra fram­fara en und­an­farið hafa stærri og dýpri átaka­línur verið að koma í ljós. Kína hefur vaxið gríð­ar­lega hratt sem efna­hags­legt stór­veldi og Rússar tekið sér meira afger­andi stöðu gagn­vart því sem þeir túlka sem yfir­gang Vest­ur­landa.

Banda­ríkja­menn hafa van­ist því að leggja lín­urnar í heims­kerf­inu alla tutt­ug­ustu öld­ina og hafa í krafti valds síns ráðið lögum og lofum í helstu alþjóða­stofn­unum. Út frá sjón­ar­horni Banda­ríkja­manna er það því ískyggi­leg sýn að Kín­verjar geri sig breiða, fari jafn­vel að leggja lín­urn­ar. Á það ber hins vegar að líta að á sama tíma og Banda­ríkja­menn hafa verið í for­ystu um að setja reglur hafa þeir oft haft sína henti­semi þegar kemur að því að fara eftir þeim. Jafn­framt hefur verið bent á að Kín­verjar hafa, þrátt fyrir allt, lagað sig að ýmsum þeim alþjóð­legu reglum sem komið hefur verið á.

Kín­verjar munu vilja skrifa regl­urnar – enda komnir með umboð til þess

Það sem nú breytir stöð­unni er að Kína stefnir hrað­byri fram úr Banda­ríkj­unum hvað varðar efna­hags­legan mátt og vænt­an­lega hern­að­ar­legan í kjö­far­ið. Kín­verjar vilja því senni­lega hafa sinn hátt á hlut­unum og þar með end­ur­skrifa þær reglur sem ríki heims þurfa að fara eft­ir. Þeir verða langt í frá einir á báti því vegna hins mikla veldis Kína munu ein­hver ríki telja hag sínum betur borgið með því að fylgja þeim að mál­um. Þetta mun enn frekar styrkja stöðu Kín­verja við að móta og setja reglur alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Málið snýst því hvorki um hvað Banda­ríkja­menn telja til­hlýði­legt þegar kemur að lögum og reglu í skipun heims­mála, né hvort Kín­verjar vilji virða þær eða nokkuð af þeim vita. Það snýst um hver ákveður hvaða reglur eigi við, hvar og hvenær, og á 21. öld verða það ekki ein­ungis Banda­ríkin og þeirra banda­menn sem hafa rétt til þess. Kína mun verða virkt í sam­keppn­inni við að móta grund­vall­ar­heims­kerfið – þær hug­mynd­ir, venjur og vænt­ingar sem stjórna alþjóða­stjórn­mál­um. Þetta er sam­keppni um við­mið, lög­mæti og um hver skrifar sög­una.

Auglýsing

Þetta mun langt í frá bara snú­ast um hug­mynda­fræði­lega aðlöðun heldur miklu frekar hreina og klára við­skipta­hags­muni og hvernig þeir eru best tryggð­ir. Talið er að í Kína fylgist um hálfur millj­arður manna með körfu­bolta. Gott dæmi um það vald sem hinn risa­stóri mark­aður færir er þegar kín­versk stjórn­völd stöðv­uðu samn­ing upp á einn og hálfan millj­arð doll­ara, sem banda­ríska NBA-­deildin hafði gert um útsend­ingar leikja deild­ar­innar í land­inu. Ástæðan var eitt tíst yfir­manns körfuknatt­leiksliðs­ins Hou­ston Rockets þar sem hann studdi mót­mæl­endur í Hong Kong, sem hafa barist gegn kín­verskum stjórn­völd­um.

Val­kost­irn­ir: Banda­ríkin eða Kína?

Mun­ur­inn á banda­rískum og kín­verskum hug­myndum um skipan heims­mála er til­tölu­lega skýr. Eins og hér er haldið fram kjósa Banda­ríkin fjöl­þjóð­legt kerfi – að vísu þar sem sum ríki njóta sér­stakra for­rétt­inda, þau sjálf einna helst. En þeim er að minnsta kosti frekar umhugað um ein­stak­lings­rétt­indi og ákveðin frjáls­lynd grund­vall­ar­gildi: lýð­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti, rétt­ar­ríki, mark­aðs­drifið hag­kerfi o.s.frv. Banda­ríkja­menn kunna að eiga til að leika ein­leik í alþjóða­sam­skiptum og þessum hug­sjónum er ekki alltaf fram­fylgt heima fyrir og stundum af ósam­kvæmni erlend­is. En heilt yfir er stefnan þó langt frá því að vera bara orðin tóm.

Hins vegar eru Kín­verjar hallir undir frekar gam­al­dags hug­myndir um reglur alþjóða­kerf­is­ins, þar sem full­veldi ríkja er í fyr­ir­rúmi, afskipta­semi er mjög illa séð og rétt­indi ein­stak­linga eiga ekki upp á pall­borð­ið. Þessi fram­tíð­ar­sýn þeirra er þó ekki síður byggð á reglum en sýn Banda­ríkj­anna, eins og sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem Kín­verjar virða upp að vissu marki. Hún úti­lokar heldur ekki núver­andi alþjóð­legt sam­starf um við­skipti, fjár­fest­ingar og mik­il­væg mál eins og lofts­lags­breyt­ing­ar. Kín­verjar hafa því verið tals­menn fjöl­þjóða­sam­starfs, jafn­vel þótt raun­veru­leg hegðun þeirra brjóti stundum í bága við ríkj­andi við­mið.

Wang Yi utanríkisráðherra Kína og Mohammad Javad Zarif utanríkisráðherra Írans undirrituðu samkomulag ríkjanna á milli á dögunum.

Til­koma Kína sem öfl­ugs mót­að­ila Banda­ríkj­anna mun einnig veita öðrum ríkjum fleiri val­kosti en þau hafa haft und­an­far­ið. Sem dæmi má nefna Íran, sem hefur for­sendur til að verða leið­andi í Mið-Aust­ur­lönd­um. Refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna gagn­vart land­inu kunna að vera þung­bær­ar, en olíu- og fjár­fest­ing­ar­samn­ingur sem Íranir gerðu við Kína sýnir vel hvernig þeir geta virt að vettugi margar þær kröfur sem Banda­ríkja­menn setja fram.

Hvort verður ofan á?

Því er spáð að lands­fram­leiðsla Kína verði innan fárra ára orðin meiri en Banda­ríkj­anna og bilið muni halda áfram að vaxa hratt. Þó er ólík­legt að valdastrúktúr heims­ins verði eins tví­póla eins og í kalda stríð­inu en ljóst að valda­blokkir munu mynd­ast í þá átt. Þetta gæti leitt til hat­rammrar bar­áttu þar sem látið verður sverfa til stáls, t.d. með til­heyr­andi lepp­stríðum, ef ekki beinum milli­ríkja­á­tök­um. Í augna­blik­inu virð­ast núver­andi stjórn­völd í Banda­ríkj­unum þó vilja reyna beita mýkri aðferðum til að ná fram mark­miðum sín­um.

Það er umsnún­ingur frá aðferðum Trump-­stjórn­ar­innar sem gjarnan ein­kennd­ust af yfir­læt­is­legum flumbru­gangi. Bent hefur verið á að þó ekki væri nema að mæta á helstu sam­ráðsvið­burði á alþjóða­vett­vangi, koma fram við aðra þátt­tak­endur af virð­ingu og sýna sam­kennd, yrði það banda­rískum hags­munum til fram­drátt­ar. Og ef Kína­stjórn heldur sig áfram við diplómasíu sem kennd hefur verið við úlfa-­stríðs­menn, mun þessi aðferð Banda­ríkj­anna verða enn áhrifa­rík­ari.

Rétt er að hafa í huga að heimur þar sem óskir Kína væru ríkj­andi yrði ólíkur þeim heimi þar sem sýn Banda­ríkj­anna er ofan á því þarna er ólíku er saman að jafna. Ann­ars vegar er það hin þrönga sýn eins­flokks-­ríkis sem telur kerf­is­bundið ofbeldi gegn eigin borg­urum og næstu nágrönnum sjálf­sagða stjórn­ar­stefnu. Þar helgar til­gang­ur­inn með­alið og gagn­rýn­is­raddir eru jafnan kæfðar – bók­staf­lega – strax í fæð­ingu.

Hins vegar er um að ræða heims­sýn rót­gró­ins lýð­ræð­is­ríkis sem byggir þrátt fyrir allt á þrí­skipt­ingu rík­is­valds­ins, virð­ingu fyrir ein­stak­lings­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóða. Banda­ríkin eru vissu­lega ekki galla­laus eða alltaf sjálfum sér sam­kvæm, en valið á milli þess­ara tveggja kosta ætti að vera nokkuð aug­ljóst. Þegar reyndin er önnur ætti slíkt að hringja við­vör­un­ar­bjöll­um.

Nýr raun­veru­leiki – Kín­verjar svífast einskis

Milli­ríkja­við­skipti fara langt í frá alltaf eftir hug­mynda­fræði­legum lín­um. Á hinn bóg­inn þrýsta aðstæður gjarnan á að hug­mynda­fræði­leg prinsipp víki fyrir við­skipta­legum hags­munum og því þarf að stíga var­lega til jarð­ar. Íslend­ingar hafa van­ist því að sigla á milli skers og báru og eiga við­skipti við þá sem þeim þykir henta, má nefna umfangs­mikil milli­ríkja­við­skipti við Sov­ét­ríkin á meðan á kalda stríð­inu stóð. Hlut­irnir eru þó í eðli sínu öðru­vísi nú því Kín­verjar haga sér á allt annan hátt en Sov­ét­ríkin sál­ugu. Á meðan Sov­ét­ríkin hugs­uðu mest um að tryggja sinn bak­garð geys­ast Kín­verjar nú um allan heim til að ná fót­festu, beita til þess gríð­ar­legum efna­hags­legum mætti og svífast einskis.

Þetta þurfa íslensk stjórn­völd að hafa í huga þegar mörkuð er stefna í utan­rík­is­mál­um, eru utan­rík­is­við­skipti þar með tal­in. Þessi breytta staða mun enn frekar und­ir­strika mik­il­vægi ábyrgrar þátt­töku Íslands í alþjóða­stofn­unum en einnig svæð­is­bundnu sam­starfi eins og NATO, EES og á vett­vangi Norð­ur­land­anna, sam­starfi sem byggir á virð­ingu fyrir lögum og reglu. Hefð­bundnar stoðir íslensks atvinnu­lífs eiga enn afger­andi póli­tísk tengsl inn í íslensk stjórn­mál. Stjórn­völd hafa þó borið gæfu til tala skýrum rómi og forð­ast að stytta sér leið að efna­hags­legum ábata, fram hjá grund­vall­ar­reglum um lýð­ræði, mann­rétt­indi og umhverf­is­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar