Áreitni sögð hafi þrifist vel í eitraðri vinnustaðamenningu á skrifstofu ríkisstjórans

Ný skýrsla saksóknara segir Andrew Cuomo hafa áreitt ellefu konur en fyrstu áskanirnar á hendur honum litu dagsins ljós í desember. Stuðningur samflokksmanna hans fer þverrandi og Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að hann eigi að stíga til hliðar.

Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Auglýsing

Andrew Cuomo rík­is­stjóri New York í Banda­ríkj­unum áreitti fjölda kvenna kyn­ferð­is­lega og braut með því bæði lög New York ríkis sem og alrík­is­ins sam­kvæmt skýrslu sem sak­sókn­ari New York rík­is, Letitia James, sendi frá sér í gær. Í skýrsl­unni, sem er 165 síðna löng, er Cuomo sagður hafa brotið gegn ell­efu kon­um, hann hafi ítrekað snert og þuklað konur án þeirra sam­þykkis og við­haft óvið­eig­andi orð­bragð. Þar kemur einnig fram að á skrif­stofu rík­is­stjór­ans hafi vinnu­staða­menn­ingin verið eitruð og að starfs­fólk hafi ótt­ast um vinnu sína. Það hafi svo stuðlað að því að áreitni hafi fengið að við­gang­ast.

Haft er eftir sak­sókn­ar­anum Letitia James í ítar­legri umfjöllun New York Times um málið að Cuomo hafi áreitt opin­bera starfs­menn, bæði núver­andi og fyrr­ver­andi, og hafi með hegðun sinni farið á svig við lög­in. „Nið­ur­staða óháðrar rann­sóknar leiðir það í ljós að Cuomo rík­is­stjóri áreitti fjölda kvenna, þar af voru margar mjög ung­ar, með því að hafa án þeirra vilja káfað á þeim, kysst þær og faðmað og með því að láta frá sér óvið­eig­andi athuga­semd­ir,“ segir sak­sókn­ar­inn. Cuomo er nú til rann­sóknar og svo gæti farið að hann verði ákærð­ur.

Cuomo svar­aði þessum ásök­unum með mynd­bandsávarpi sem hann birti á Twitt­er-­síðu sinni. Þar sagði hann meðal ann­ars að hann hefði aldrei snert neinn á óvið­eig­andi hátt. „Svona er ég ekki. Svona hef ég aldrei ver­ið,“ sagði Cuomo meðal ann­ars um ásak­an­irnar á hendur hon­um.

Auglýsing

Stuðn­ingur banda­manna á bak og burt

Cuomo hefur verið rík­is­stjóri í New York ríki í rúm 10 ár en hann tók við emb­ætt­inu í upp­hafi árs 2011. Hann hefur í áraraðir verið áhrifa­maður meðal Demókrata, klifið met­orða­stig­ann innan flokks­ins svo eftir var tekið og ekki skemmir ætt­ar­nafnið fyrir – pabbi hans, Mario Cuomo, var rík­is­stjóri í ell­efu ár á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. En nú hefur hver banda­mað­ur­inn á fætur öðrum sagt það opin­ber­lega að Cuomo sé ekki stætt í emb­ætti.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti er á meðal þeirra sem hafa sagt að Cuomo eigi að stíga til hliðar og það sama hefur Nancy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, gert. Biden hefur hingað til verið hik­andi í að taka svo skýra afstöðu.

Þegar fyrstu ásak­an­irnar á hendur Cuomo litu dags­ins ljós seint á síð­asta ári sagði fjöld­inn allur af Demókrötum að Cuomo ætti að stíga til hlið­ar. Hans helstu banda­menn voru þó ekki í þeim hópi, þeirra á meðal Joe Biden. Þegar Biden var spurður um málið í mars síð­ast­liðnum sagði hann að Cuomo ætti að stíga til hliðar ef rann­sókn á atferli hans myndi leiða í ljós að hann hefði gerst sekur um áreitni. Nú liggur nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar fyrir og Biden hefur því tekið afstöðu gegn veru Cuomo í emb­ætti.

„Mér leið mjög óþægi­lega og ég var hrædd“

Ásak­anir á hendur Cuomo litu dags­ins ljós í des­em­ber í fyrra. Þá sak­aði Lindsey Boylan Cuomo um kyn­ferð­is­lega áreitni en hún starf­aði á skrif­stofu rík­is­stjór­ans. Hún sagði Cuoma hafa ítrekað talað um lík­ams­vöxt Boylan á vinnu­staðnum og hefði gert það um ára­bil. „Ég vissi aldrei við hverju ég mátti búast: yrði ég gagn­rýnd fyrir árangur minn í starfi (sem var mjög góð­ur) eða yrði ég áreitt vegna útlits míns,“ sagði Boylan í færslu sem hún birti á Twitt­er. „Eða yrði það jafn­vel bæði í ein­u?“

Á blaða­manna­fundi sem hald­inn var sama dag og Boylan birti færslu sína sagði tals­kona rík­is­stjór­ans þessar ásak­anir ekki vera sann­ar. Cuomo gerði slíkt hið sama degi síð­ar. „Ég hef barist fyrir því og það er mín skoðun að kona eigi að geta stigið fram og lýst skoðun sinni og þeim áhyggjum sem hún kann að hafa,“ sagði Cuomo á blaða­manna­fundi. „En þetta er hrein­lega ekki satt.“

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Andrew Cuomo hafa verið nánir bandamenn í þónokkurn tíma. Mynd: EPA

Í febr­úar á þessu ári steig fram önnur kona sem unnið hafði með Cuomo og sak­aði hann um kyn­ferð­is­lega áreitni. Charlotte Benn­ett sem unnið hafði sem ráð­gjafi á sviði heil­brigð­is­mála á skrif­stofu Cuomo sagði hann hafa spurt hana út í hennar einka­líf, hvort hún væri í opnu sam­bandi og hvort hún hefði ein­hvern tím­ann sofið hjá eldri mönn­um. Eitt sinn þegar hún var ein á skrif­stof­unni ásamt Cuomo hafi hann sagt henni að hann væri sjálfur opinn fyrir ást­ar­sam­böndum með konum á þrí­tugs­aldri en Benn­ett er 25 ára. Með þessum ummælum fannst Bennet sem Cuomo væri að ýja að því að þau tvö ættu að eiga í ást­ar­sam­bandi.

„Ég skildi það sem svo að rík­is­stjór­inn vildi sofa hjá mér og mér leið mjög óþægi­lega og ég var hrædd,“ sagði Benn­ett í við­tali við New York Times. „Ég hug­leiddi hvernig ég kæm­ist út úr þessum aðstæðum og gerði ráð fyrir að störfum mínum þarna væri lok­ið.“

Gæti verið kosið um emb­ætt­is­missi

Þrátt fyrir nið­ur­stöður rann­sókn­ar­skýrsl­unnar hefur Cuomo sagt að hann ætli ekki að segja af sér. Stuðn­ingur við rík­is­stjór­ann er hins vegar í algjöru lág­marki innan Demókra­ta­flokks­ins og svo gæti farið að kosið verði um emb­ætt­is­missi hans. Slík kosn­ing hefur ekki farið fram í New York ríki í rúma öld.

For­seti neðri deildar lög­gjaf­ar­þings­ins í New York ríki, Carl E. Heastie, getur hrundið því ferli af stað en hann hefur sjálfur sagst vilja koma slíkri kosn­ingu af stað, auk þess sem hann hefur fundað með öðrum þing­mönnum sem eru sama sinn­is.

Sam­kvæmt umfjöllun New York Times er þó talið að rann­sókn, sem er nauð­syn­legur und­an­fari kosn­ingar um emb­ætt­is­missi, geti tekið allt að mánuð í fram­kvæmd. Á þeim tíma gæti áhrifa­máttur nýút­kom­innar skýrslu verið á far­inn og vilji stjórn­mála­manna til þess að víkja Cuomo úr emb­ætti einnig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiErlent