Áreitni sögð hafi þrifist vel í eitraðri vinnustaðamenningu á skrifstofu ríkisstjórans

Ný skýrsla saksóknara segir Andrew Cuomo hafa áreitt ellefu konur en fyrstu áskanirnar á hendur honum litu dagsins ljós í desember. Stuðningur samflokksmanna hans fer þverrandi og Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að hann eigi að stíga til hliðar.

Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Auglýsing

Andrew Cuomo rík­is­stjóri New York í Banda­ríkj­unum áreitti fjölda kvenna kyn­ferð­is­lega og braut með því bæði lög New York ríkis sem og alrík­is­ins sam­kvæmt skýrslu sem sak­sókn­ari New York rík­is, Letitia James, sendi frá sér í gær. Í skýrsl­unni, sem er 165 síðna löng, er Cuomo sagður hafa brotið gegn ell­efu kon­um, hann hafi ítrekað snert og þuklað konur án þeirra sam­þykkis og við­haft óvið­eig­andi orð­bragð. Þar kemur einnig fram að á skrif­stofu rík­is­stjór­ans hafi vinnu­staða­menn­ingin verið eitruð og að starfs­fólk hafi ótt­ast um vinnu sína. Það hafi svo stuðlað að því að áreitni hafi fengið að við­gang­ast.

Haft er eftir sak­sókn­ar­anum Letitia James í ítar­legri umfjöllun New York Times um málið að Cuomo hafi áreitt opin­bera starfs­menn, bæði núver­andi og fyrr­ver­andi, og hafi með hegðun sinni farið á svig við lög­in. „Nið­ur­staða óháðrar rann­sóknar leiðir það í ljós að Cuomo rík­is­stjóri áreitti fjölda kvenna, þar af voru margar mjög ung­ar, með því að hafa án þeirra vilja káfað á þeim, kysst þær og faðmað og með því að láta frá sér óvið­eig­andi athuga­semd­ir,“ segir sak­sókn­ar­inn. Cuomo er nú til rann­sóknar og svo gæti farið að hann verði ákærð­ur.

Cuomo svar­aði þessum ásök­unum með mynd­bandsávarpi sem hann birti á Twitt­er-­síðu sinni. Þar sagði hann meðal ann­ars að hann hefði aldrei snert neinn á óvið­eig­andi hátt. „Svona er ég ekki. Svona hef ég aldrei ver­ið,“ sagði Cuomo meðal ann­ars um ásak­an­irnar á hendur hon­um.

Auglýsing

Stuðn­ingur banda­manna á bak og burt

Cuomo hefur verið rík­is­stjóri í New York ríki í rúm 10 ár en hann tók við emb­ætt­inu í upp­hafi árs 2011. Hann hefur í áraraðir verið áhrifa­maður meðal Demókrata, klifið met­orða­stig­ann innan flokks­ins svo eftir var tekið og ekki skemmir ætt­ar­nafnið fyrir – pabbi hans, Mario Cuomo, var rík­is­stjóri í ell­efu ár á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. En nú hefur hver banda­mað­ur­inn á fætur öðrum sagt það opin­ber­lega að Cuomo sé ekki stætt í emb­ætti.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti er á meðal þeirra sem hafa sagt að Cuomo eigi að stíga til hliðar og það sama hefur Nancy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, gert. Biden hefur hingað til verið hik­andi í að taka svo skýra afstöðu.

Þegar fyrstu ásak­an­irnar á hendur Cuomo litu dags­ins ljós seint á síð­asta ári sagði fjöld­inn allur af Demókrötum að Cuomo ætti að stíga til hlið­ar. Hans helstu banda­menn voru þó ekki í þeim hópi, þeirra á meðal Joe Biden. Þegar Biden var spurður um málið í mars síð­ast­liðnum sagði hann að Cuomo ætti að stíga til hliðar ef rann­sókn á atferli hans myndi leiða í ljós að hann hefði gerst sekur um áreitni. Nú liggur nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar fyrir og Biden hefur því tekið afstöðu gegn veru Cuomo í emb­ætti.

„Mér leið mjög óþægi­lega og ég var hrædd“

Ásak­anir á hendur Cuomo litu dags­ins ljós í des­em­ber í fyrra. Þá sak­aði Lindsey Boylan Cuomo um kyn­ferð­is­lega áreitni en hún starf­aði á skrif­stofu rík­is­stjór­ans. Hún sagði Cuoma hafa ítrekað talað um lík­ams­vöxt Boylan á vinnu­staðnum og hefði gert það um ára­bil. „Ég vissi aldrei við hverju ég mátti búast: yrði ég gagn­rýnd fyrir árangur minn í starfi (sem var mjög góð­ur) eða yrði ég áreitt vegna útlits míns,“ sagði Boylan í færslu sem hún birti á Twitt­er. „Eða yrði það jafn­vel bæði í ein­u?“

Á blaða­manna­fundi sem hald­inn var sama dag og Boylan birti færslu sína sagði tals­kona rík­is­stjór­ans þessar ásak­anir ekki vera sann­ar. Cuomo gerði slíkt hið sama degi síð­ar. „Ég hef barist fyrir því og það er mín skoðun að kona eigi að geta stigið fram og lýst skoðun sinni og þeim áhyggjum sem hún kann að hafa,“ sagði Cuomo á blaða­manna­fundi. „En þetta er hrein­lega ekki satt.“

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Andrew Cuomo hafa verið nánir bandamenn í þónokkurn tíma. Mynd: EPA

Í febr­úar á þessu ári steig fram önnur kona sem unnið hafði með Cuomo og sak­aði hann um kyn­ferð­is­lega áreitni. Charlotte Benn­ett sem unnið hafði sem ráð­gjafi á sviði heil­brigð­is­mála á skrif­stofu Cuomo sagði hann hafa spurt hana út í hennar einka­líf, hvort hún væri í opnu sam­bandi og hvort hún hefði ein­hvern tím­ann sofið hjá eldri mönn­um. Eitt sinn þegar hún var ein á skrif­stof­unni ásamt Cuomo hafi hann sagt henni að hann væri sjálfur opinn fyrir ást­ar­sam­böndum með konum á þrí­tugs­aldri en Benn­ett er 25 ára. Með þessum ummælum fannst Bennet sem Cuomo væri að ýja að því að þau tvö ættu að eiga í ást­ar­sam­bandi.

„Ég skildi það sem svo að rík­is­stjór­inn vildi sofa hjá mér og mér leið mjög óþægi­lega og ég var hrædd,“ sagði Benn­ett í við­tali við New York Times. „Ég hug­leiddi hvernig ég kæm­ist út úr þessum aðstæðum og gerði ráð fyrir að störfum mínum þarna væri lok­ið.“

Gæti verið kosið um emb­ætt­is­missi

Þrátt fyrir nið­ur­stöður rann­sókn­ar­skýrsl­unnar hefur Cuomo sagt að hann ætli ekki að segja af sér. Stuðn­ingur við rík­is­stjór­ann er hins vegar í algjöru lág­marki innan Demókra­ta­flokks­ins og svo gæti farið að kosið verði um emb­ætt­is­missi hans. Slík kosn­ing hefur ekki farið fram í New York ríki í rúma öld.

For­seti neðri deildar lög­gjaf­ar­þings­ins í New York ríki, Carl E. Heastie, getur hrundið því ferli af stað en hann hefur sjálfur sagst vilja koma slíkri kosn­ingu af stað, auk þess sem hann hefur fundað með öðrum þing­mönnum sem eru sama sinn­is.

Sam­kvæmt umfjöllun New York Times er þó talið að rann­sókn, sem er nauð­syn­legur und­an­fari kosn­ingar um emb­ætt­is­missi, geti tekið allt að mánuð í fram­kvæmd. Á þeim tíma gæti áhrifa­máttur nýút­kom­innar skýrslu verið á far­inn og vilji stjórn­mála­manna til þess að víkja Cuomo úr emb­ætti einnig.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiErlent