Bikiní- og stuttbuxnadeilan

Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.

Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Auglýsing

Á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar var borg­ar­stjór­inn í spænska strand­bænum Benidorm bann­færður af kaþ­ólsku kirkj­unni. Ástæðan var sú að hann birti til­kynn­ingu þar sem fram kom að konum væri heim­ilt að klæð­ast tví­skiptum bað­föt­um, buxum og brjósta­hald­ara.

Þessi klæðn­aður nefnd­ist bik­iní. Nafnið var þó eldra. Árið 1946 aug­lýsti Frakk­inn Louis Rér­ard bað­fatnað sem hann nefndi bik­ini eða bik­iní. Móðir hans hafði rekið nær­fata­verslun en eftir hennar dag tók Louis Rérad við rekstr­inum og fór sjálfur að dunda sér við fata­hönn­un. Hann hafði séð vegg­myndir frá tímum Róm­verja og það vakti athygli hans að þar mátti sjá stúlkur klæddar tví­skiptum bað­föt­um.

Auglýsing

Louis Rérad gekk illa að fá stúlkur til að láta mynda sig fyrir aug­lýs­ing­arn­ar, en fékk loks Michel­ini Bern­ar­dini 19 ára gamla nekt­ar­dans­mær, til að sitja fyrir á aug­lýs­inga­mynd­un­um, þar sem nafl­inn á fyr­ir­sæt­unni sást. Þótt bað­fatn­aður af þessu tagi hefði áður sést hafði ekki tíðkast að nafl­inn sæist, nema hjá Róm­verj­unum til forna. Aug­lýs­ingin vakti mikla athygli og Michel­ini Bern­ar­dini fékk á næstu vikum 50 þús­und bréf frá aðdá­end­um. Nafnið bik­iní er dregið af sam­nefndri eyju í Kyrra­haf­inu.

Vin­sælt en umdeilt

Á árunum um og eftir 1950 juk­ust vin­sældir bik­inís­ins og margar þekktar kvik­mynda­stjörnur létu mynda sig í þessum „tísku­fatn­aði“ og þær myndir birt­ust í blöðum og tíma­ritum víða um heim.

Árið 1951 efndi Bret­inn Eric Morley til keppni sem hann nefndi Festi­val Bik­ini Contest. Keppnin fékk síðar heitið Miss World. Í þess­ari fyrstu keppni bar sænska stúlkan Kiki Håkans­son sigur úr být­um. Við verð­launa­af­hend­ing­una klædd­ist hún bik­iní, það mælt­ist mis­jafn­lega fyrir og meðal ann­ars for­dæmdi páf­inn vinn­ings­hafann. Árið 1952 var ákveðið að þátt­tak­endur í áður­nefndri keppni myndu ekki koma fram í bik­iní en það breytt­ist svo aftur mörgum árum síð­ar. Þess má geta að Kiki Håkans­son er eina stúlkan sem tekið hefur á móti verð­launum í þess­ari keppni íklædd bik­iní.

Veggmynd frá tímum Rómverja af konum í því sem í dag kallast bikiní.

Víða mætti bik­iní and­stöðu og ástæð­urnar voru ýms­ar. Klæðn­að­ur­inn þótti djarfur og jafn­vel ýta undir „und­ar­legar kennd­ir“ eins og virtur þýskur fjöl­mið­ill komst að orði. Líka heyrð­ust raddir um að bik­iní væri lít­il­lækk­andi fyrir kon­ur, það væri verið að gera kven­lík­amann að sölu­vöru.

Eitt þekktasta bik­iní allra tíma er vafa­lítið „hvíta bik­iní­ið“ sem leik­konan Ursula Andress klædd­ist árið 1962 í kvik­mynd­inni Dr. No, fyrstu mynd­inni um njó­sn­ara hennar hátign­ar, James Bond.

Smám saman juk­ust vin­sældir bik­inís­ins og er það í dag víða um heim við­ur­kenndur bað- og sund­fatn­að­ur.

Reglur evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins

Hann hefði lík­lega brosað út í annað borg­ar­stjór­inn í Benidorm ef hann er á lífi og hefði séð fréttir frá Evr­ópu­mót­inu í strand­hand­bolta sem fór fram í Varna í Búlgar­íu. Það var ekki keppnin sjálf sem vakti mesta athygli heldur frétt­irnar af mót­mælum norsku stúlkn­anna vegna reglna um klæða­burð. Þær fréttir fóru víða um um heim.

Reglur evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins, EHF, um fatnað kepp­enda í strand­hand­bolta eru ekki þær sömu fyrir bæði kyn. Í reglum fyrir karl­ana segir að þeir skuli vera í stutt­bux­um, ekki alltof víðum og skálm­arnar ekki lengri en svo að 10 senti­metrar séu að hné. Bolur skal vera erma­laus.

Norsku strandhandboltaliðin í fötum sem samræmast ströngum reglum Evrópska handknattleikssambandsins.

Varð­andi kon­urnar eru regl­urnar mun ítar­legri. Þær eiga að vera í bik­iní og bux­urnar mega ekki vera meira en 10 senti­metrar á hlið­un­um, sniðið þannig að séð framan frá lík­ist bux­urnar þrí­hyrn­ingi. Efri hlut­inn, brjósta­hald­ar­inn, skal vera þröngur og ekki aðskor­inn undir hand­ar­krik­an­um.

Þessar reglur hafa lengi verið umdeildar en stjórn EHF hefur setið við sinn keip og ekki hlustað á fjöl­margar kvart­an­ir.

Norsku stúlk­urnar kvört­uðu

Meðal norska kvenna­lands­liðs­ins í strand­hand­bolta hafa lengi heyrst óánægju­raddir vegna reglna EHF um bik­iní­klæðn­að­inn. Í nýlegu við­tali við norska sjón­varp­ið, NRK, sagð­ist lands­liðs­konan Katinka Halt­vik þekkja dæmi þess að stúlkur vildu ekki spila strand­hand­bolta vegna bik­iníregln­anna. „Í upp­hafi var ég upp­tekn­ari af því að passa uppá að bux­urnar villt­ust ekki af leið á kroppnum en af leiknum sjálf­um. Þessar reglur settu mið­aldra og gamlir karlar og þær eru ill­skilj­an­leg­ar, alla­vega fyrir kven­fólk.“

Á ráð­stefnu EHF í apríl á þessu ári lögðu full­trúar norska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins fram til­lögu um breyt­ingar á bik­iní­regl­un­um. Til­lög­unni var ágæt­lega tekið en þegar Evr­ópu­keppnin hófst 13. júlí sl. voru regl­urnar óbreytt­ar. Norska liðið til­kynnti að það myndi mæta í stutt­buxum til keppni. EHF svar­aði með hót­unum um sekt og hugs­an­lega brott­rekstri úr keppn­inni. Þegar þær norsku hófu keppni mættu þær í bik­iní­bún­ingn­um, að sögn til að verða ekki vísað úr keppn­inni. En stutt­buxna­mál­inu var ekki lok­ið.

Mættu í stutt­buxum til að spila um bronsið

Þegar norska liðið mætti til að spila um bronsið (töp­uðu fyrir Spán­verj­um) voru stúlk­urnar allar í stutt­bux­um. Þetta fór fyrir brjóstið á stjórn EHF sem aflýsti ekki leiknum en til­kynnt að honum loknum að norska liðið yrði sektað um 1500 evrur (220 þús­und íslenskar) fyrir að brjóta bik­iní­regl­urn­ar. Kåre Geir Lio, for­maður norska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins sagði að sam­bandið myndi, með ánægju, borga þessa sekt. „Við höfum stutt stúlk­urn­ar, regl­urnar eru von­lausar og við höfum árum saman talað fyrir breyt­ingum á klæðn­að­in­um.“

Kvennalið Póllands og Danmerkur keppa í standhandbolta í klæðum samkvæmt reglum Evrópska handknattleikssambandsins. Norska liðið hafnar þeirri forsjárhyggju. Mynd: EPA

Stuðn­ingur víða að skapar þrýst­ing

Fjöl­margir hafa lýst stuðn­ingi við þá ákvörðun norska strand­hand­boltaliðs­ins að krefj­ast breyt­inga. Fréttir af því þegar norsku stúlk­urnar mættu til leiks í stutt­bux­um, og sekt­ar­hót­unum EHF, vöktu athygli víða um heim. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið og lýst stuðn­ingi við norsku stúlk­urnar er söng­konan Pink. Hún sagð­ist með glöðu geði borga þær sektir sem liðið fengi.

Þýska fimleikaliðið keppti í heilgöllum á Ólympíuleikunum og vonar að fleiri lið feti í sín fótspor. Mynd: EPA

Nú hefur stjórn Evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins til­kynnt að unnið verði að breyt­ingum á bik­iní­regl­un­um. Tals­maður sam­bands­ins sagði að breyt­ingar yrði að gera í sam­vinnu við, og á veg­um, Alþjóða hand­knatt­leiks­sam­bands­ins. Norska lands­liðs­konan Katinka Halt­vik sagð­ist hreykin af stað­festu lands­liðs­ins „nú verða breyt­ing­ar, sjálf­sagðar breyt­ing­ar. Þetta er bara einn liður í jafn­rétt­is­bar­átt­unn­i“.

Í þessu sam­hengi má geta þess að fim­leika­stúlk­urnar sem kepptu fyrir hönd Þýska­lands á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó fyrir nokkrum dögum klædd­ust ökkla­síðum „heil­galla“ í stað „sund­bols“ eins og eitt þýsku dag­blað­anna komst að orði. Fim­leika­bolur væri kannski rétt­ara orð. Í við­tölum sögðu nokkrar úr hópnum að þeim þætti heil­gall­inn ein­fald­lega þægi­legri og þjálf­ar­arnir hefðu sagt að vita­skuld ættu þær að klæð­ast því sem þær vildu helst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar