Mynd: Heimasíða Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson
Mynd: Heimasíða Kópavogs.

Bæjarstjórinn í Kópavogi á hlutabréf fyrir meira en 50 milljónir

Ármann Kr. Ólafsson telur ekki að eign hans á hlutabréfum í sex skráðum félögum, þar á meðal 32 milljóna króna eign í banka, kalli á að hann upplýsi samstarfsmenn sína um eignirnar. „Hlutabréfaeign mín í skráðum félögum er mjög óveruleg í hlutfalli við stærð félaganna og leiðir ekki til vanhæfis og slíkt hefur ekki gerst,“ segir Ármann.

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, á hluta­bréf í skráðum félögum í Kaup­höll­inni hér á landi fyrir rúmar 50 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn sendi Ármanni, sem hefur verið bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi frá árinu 2012, fyr­ir­spurn um þessa eign 16. júní síð­ast­lið­inn þar sem hann hafði ekki birt yfir­lit yfir fjár­hags­lega hags­muni sína á þar til gerðu vef­svæði hjá bæn­um. 

Ármann svar­aði fyr­ir­spurn­inni 25. júní og var þá búinn að fylla út hags­muna­skrána. Vert er að taka fram að bæj­ar­stjór­inn þarf ekki að geta þess­ara til­teknu fjár­hags­legu hags­muna, sam­kvæmt drögum að reglum um hags­muna­skrán­ingu kjör­inna full­trúa sem bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti sam­hljóða fyrr á þessu ári.

Þær reglur ganga skemur en reglur um hags­muna­skrán­ingu bæði þing­manna og borg­ar­full­trúa í Reykja­vík, en bæði þing­menn og borg­ar­full­trúar þurfa að gefa upp hluta­bréfa­eign ef mark­aðsvirði hluta þeirra er yfir einni milljón króna.

Auglýsing

Hluta­bréfa­eign Ármanns var á meðal þess sem kom í ljós við úttekt sem Kjarn­inn réð­ist í á hluta­bréfa­eign stjórn­mála­fólks á Íslandi, en í sam­stæðu­reikn­ingum allra skráðra félaga í Kaup­höll­inni er hægt að sjá heild­ar­hlut­haf­alista og þar með nöfn allra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem áttu stöðu í félög­unum um síð­ustu ára­mót, eða síð­ar, eftir atvik­um.

Við úttekt­ina setti Kjarn­inn saman nafna­lista með öllum þing­mönnum þjóð­ar­inn­ar, auk kjör­inna full­trúa í fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Þessi listi af fólki var síðan bor­inn saman við hlut­haf­alista skráðra félaga. Ármann Kr. trónir ræki­lega á toppn­um, þegar kemur að fjár­hags­legum hags­munum íslenskra stjórn­mála­manna, sem bundnir eru við gengi skráðra félaga á mark­aði.

Á í bæði Kviku og Arion

Bæj­ar­stjór­inn átti nokkuð stóran hlut í Kviku banka um síð­ustu ára­mót, eða rösk­lega 1,8 milljón hluta sem voru rúm­lega 32 millj­óna króna virði þegar Kjarn­inn réð­ist í úttekt­ina. Einnig er hann hlut­hafi í fimm skráðum félögum til við­bót­ar, Arion banka, Icelandair Group, Síld­ar­vinnsl­unni og Mar­el. Í síð­ast­nefnda fyr­ir­tæk­inu var Ármann skráður fyrir hlut sem var met­inn á rúmar 12 millj­ónir króna í upp­hafi þessa mán­að­ar.

Aðspurður hvort hann horfi þannig á að hluta­bréfa­eignin geti leitt til þess að Ármann verði að ein­hverju leyti van­hæfur til þess að fjalla um mál sem snert geta hags­muni þeirra félaga sem þú átt hlut í segir hann ekki svo vera. „Hluta­bréfa­eign mín í skráðum félögum er mjög óveru­leg í hlut­falli við stærð félag­anna og leiðir ekki til van­hæfis og slíkt hefur ekki gerst.“

Ármann seg­ist ekki hafa greint sam­starfs­mönnum sínum í bæj­ar­stjórn frá eign sinni á hlutum í skráðum félög­um, enda líti hann ekki svo á að hún hafi áhrif á hæfi hans sem kjör­ins full­trúa. „Auk­in­heldur er hún langt undir við­mið­un­ar­mörkum bæj­ar­stjórn­ar,“ segir í svari bæj­ar­stjór­ans. 

Auglýsing

Kjarn­inn spurði Ármann einnig hvort honum fynd­ist að hluta­bréfa­eign kjör­inna full­trúa í hans sveit­ar­fé­lagi ætti almennt að vera uppi á borðum gagn­vart kjós­endum eins og bæj­ar­stjórn hefur sam­þykkt að sumir aðrir fjár­hags­legir hags­munir ættu að vera. Í svari hans sagði að bæj­ar­stjórn Kópa­vogs hafi tekið afstöðu til þessa efnis og sam­þykkt að kjörnir full­trúar geri opin­bera hluti sína í félagi, fjár­mála- eða sjálfs­eign­ar­stofnun í atvinnu­rekstri sem kjör­inn full­trúi á að minnsta kosti fjórð­ungs hlut í.

Fleiri sveit­ar­stjórn­ar­menn eiga hluta­bréf

Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garða­bæ, var um síð­ustu ára­mót skráður fyrir hluta­bréfum sem höfðu rúm­lega 2,5 millj­óna króna mark­aðsvirði þegar Kjarn­inn réð­ist í úttekt sína. Í Garðabæ eru engar reglur í gildi um hags­muna­skrán­ingu kjör­inna full­trúa.

Eng­inn borg­ar­full­trúi í Reykja­vík átti um síð­ustu ára­mót hluta­bréf í skráðum félögum sem voru með mark­aðsvirði yfir einni millj­ón, hið minnsta ekki í eigin nafni, en úttekt Kjarn­ans ein­skorð­að­ist við að skoða hluta­bréfa­eign ein­stak­linga. Tveir borg­ar­full­trúar eiga litla hluti í Icelanda­ir.

Auglýsing

Gunnar Þór­ar­ins­son, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­nes­bæ, var skráður hlut­hafi í sjö mis­mun­andi skráðum félögum í lok síð­asta árs, en vert er að halda því til haga að hann er ekki atvinnu­stjórn­ar­mála­mað­ur, en færa má rök fyrir því að önnur við­mið gildi um þá sem eru á fullum launum hjá almenn­ingi og þeim sem eru í sveit­ar­stjórn­ar­störfum í hluta­starfi með öðrum verk­efn­um. Alls var virði hluta­bréfa í hans eigu rúmar 8 millj­ónir króna í upp­hafi mán­aðar og hlutur hans í Icelanda­ir, sem er með þunga­miðju rekstrar síns á Kefla­vík­ur­flug­velli, var rúm­lega þriggja millj­óna króna virði. Engar reglur eru til staðar um opin­bera hags­muna­skrán­ingu kjör­inna full­trúa í Reykja­nes­bæ.

Ný lög leiddu til birtingar á hluthafalistum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga í fyrra sem átti að stuðla að auknu gagnsæi stærri kerfislega mikilvægra félaga. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og tóku lögin svo gildi í upphafi árs 2021.

Á meðal þess sem lögin leiddu af sér var að öll skráð félög á hlutabréfamarkaði þurftu, í fyrsta sinn, að birta heildarhluthafalista sína opinberlega í samstæðureikningum sem þau skiluðu inn til ársreikningaskrár. Áður hafði einungis verið hægt að sjá hverjir 20 stærstu eigendur hvers félags voru. Því var um mikla breytingu að ræða.

Önnur breyting sem varð þegar lögin tóku gildi er sú að aðgangur að ársreikningum er gjaldfrjáls á vef Ríkisskattstjóra. Því var, allt í einu, hægt að nálgast upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þúsunda einstaklinga, þar án greiðslu.

Á undanförnum árum hafa verið stigin skref í sem skylda ákveðna hópa til að skrá skilgreinda hagsmuni sína og gera þá skráningu opinbera. Tilgangur þess er að auka traust í samfélaginu. Þannig þurfa þingmenn, sumir sveitarstjórnarmenn og embættismenn til dæmis að gera grein fyrir ákveðnum eignum sínum í hagsmunaskráningu. Þar á meðal er hlutafjáreign. Til viðbótar liggur fyrir að aðrir, til dæmis blaða- og fréttamenn, geta skapað hagsmunaárekstra með því að eiga hlut í skráðum félögum sem þeir svo fjalla um í starfi sínu.

Kjarninn hefur undanfarnar vikur greint þá hluthafalista sem birti voru í samstæðureikningum skráðra félaga með það fyrir augum að ganga úr skugga hvort settum reglum um hagsmunaskráningu sé fylgt, og hvort mögulegir hagsmunaárekstrar séu til staðar.

Telur birt­ing­una fara gegn lögum

Ekki er víst hvort heild­ar­hlut­haf­alist­arnir sem not­aðir voru til að finna hluta­bréfa­eign sveit­ar­stjórn­ar­manna verði aðgengi­legir í langan tíma, en líkt og Kjarn­inn fjall­aði um á dög­unum telur Per­sónu­vernd birt­ingu þeirra fara gegn lög­um.

Í áliti sem stofn­unin birti í þar­síð­ustu viku segir að orða­lag laga­breyt­ing­anna feli að óbreyttu ekki í sér nægi­lega skýra heim­ild til birt­ing­ar­lista yfir alla hlut­hafa félaga sem undir lögin falla með árs­reikn­ingum þeirra. Þess má geta að árið 2018 fetti stofn­unin fingur út í það að Kaup­höllin sjálf birti reglu­lega upp­færðar upp­lýs­ingar um 20 stærstu hlut­hafa skráðra félaga á vef sín­um.

Per­sónu­vernd lagði fyrir rík­is­skatt­stjóra að láta af slíkri birt­ingu upp­lýs­inga innan mán­aðar frá ákvörð­un­inni, það er að segja fyrir 18. júlí næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar