Birgir Þór Harðarson myrdalsjokull_14542752642_o.jpg
Reikna má með því að stór hluti bíla sem komu nýir á götuna á árunum 2015-2021 verði enn í bílaflota landsmanna árið 2030.
Birgir Þór Harðarson

Bara pláss fyrir 10-30 þúsund nýja jarðefnaeldsneytisbíla í flotann

Einungis um 130 þúsund fólksbílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti mega vera á götunni árið 2030, ef markmið stjórnvalda um samdrátt í losun frá vegasamgöngum eiga að ganga eftir. Yfir hundrað þúsund brunabílar hafa komið nýir á götuna undanfarin sex ár, sem þýðir að plássið fyrir nýja bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti er orðið ansi lítið.

Ef Ísland ætlar að ná þeim mark­miðum í loft­lags­málum sem sett voru á sein­asta kjör­tíma­bili er svig­rúmið fyrir nýja bens­ín- og dísel­bíla á götum lands­ins orðið „of­boðs­lega lít­ið“, segir Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, sviðs­stjóri lofts­lags­mála, orku­skipta og nýsköp­unar hjá Orku­stofn­un.

Sam­kvæmt útreikn­ingum hans mega ein­göngu á bil­inu 10 til 30 þús­und bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti bæt­ast við fólks­bíla­flot­ann ef það á að takast að standa við fram­settar áætl­anir um sam­drátt í losun frá vega­sam­göngum árið 2030.

Sig­urður Ingi tal­aði um að plássið væri orðið lítið í við­tali í Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í síð­ustu viku, en nefndi þar engar töl­ur. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi viljað tala var­lega um þessi mál. Raun­veru­leik­inn í þessu sé þó sá að hver ein­asti nýskráði bens­ín- eða dísel­bíll sé „nán­ast yfir­skot á skuld­bind­ingar okk­ar“ í lofts­lags­mál­um.

Búið að lýsa yfir enn háleit­ari lofts­lags­mark­miðum

Frá því að Sig­urður Ingi gerði útreikn­inga sína hafa stjórn­völd sett sér enn háleit­ari mark­mið áður um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, eða sjálf­stætt mark­mið um 55 pró­sent sam­drátt í losun árið 2030 m.v. árið 2005, sam­kvæmt nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Ekki er búið að útfæra hvernig þeim mark­miðum skal náð.

Það má því segja að svig­rúmið fyrir nýskrán­ingar jarð­efna­elds­neyt­is­bíla sé að öllum lík­indum orðið enn minna en Sig­urður gerir ráð fyr­ir, nema til standi hjá stjórn­völdum að ná mark­miðum sínum um sam­drátt í losun á annan hátt en að horfa til vega­sam­gangna. Það er þó vand­séð að það verði, enda eru vega­sam­göngur stærsti ein­staki los­un­ar­þáttur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á ábyrgð Íslands.

Það sem Sig­urður Ingi er að miða við í útreikn­ingum sínum er það að losun frá vega­sam­göngum á Íslandi verði búin að drag­ast saman um 21 pró­sent frá við­mið­un­ar­ár­inu 2005 árið 2030, eða niður í 615 þús­und tonn af CO2, en það er mark­mið stjórn­valda sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.

Samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er ráðgert að losun frá vegasamgöngum verði 21 prósenti lægri árið 2030 en hún var árið 2005.
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Til þess að þetta tak­mark náist mega jarð­efna­elds­neyt­is­bíl­arnir í fólks­bíla­flota lands­ins ein­ungis vera um 120 þús­und tals­ins árið 2030, sam­kvæmt útreikn­ingum Sig­urðar Inga, sem nálg­ast má á vef Orku­set­urs. Af þeim 250 þús­und fólks­bílum sem hann gerir ráð fyrir að verði í umferð þyrftu 130 þús­und að vera bílar sem ganga ein­göngu fyrir raf­magni, vetni eða met­an.

Sigurður Ingi Friðleifsson hefur verið framkvæmdastjóri Orkuseturs og var nýlega ráðinn sem sviðsstjóri hjá Orkustofnun.

Þær for­sendur sem Sig­urður Ingi lagði til grund­vallar útreikn­ing­unum voru þær að fjöldi öku­tækja á Íslandi myndi aukast um 10 pró­sent, sem hann segir „ör­ugg­lega var­lega áætl­að“, auk þess sem hann gerir ráð fyrir að elds­neyt­isnýtni þeirra bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti muni batna um 10 pró­sent. Hann tekur tengilt­vinn­bíla inn í útreikn­ing­ana sem hálfan raf­bíl og hálfan jarð­efna­elds­neyt­is­bíl.

Rúm­lega hund­rað þús­und jarð­efna­elds­neyt­is­bílar á göt­una frá 2015

Þá gerir hann ráð fyrir því að líf­tími bíla á göt­unum séu á bil­inu 10-15 ár, sem þýðir að við erum þegar byrjuð að ganga veru­lega á þann kvóta jarð­efna­elds­neyt­is­bíla sem má vera á göt­unum árið 2030 ef orku­skiptin eiga að ganga upp.

„Bara bens­ín- og dísel­bílar skráðir frá 2018 og þar til í dag eru um 52 þús­und og ofan í það kemur svo að jarð­efna­elds­neyt­is­bílar skráðir á árunum 2015-2018 eru líka í kringum 50 þús­und,“ segir Sig­urður Ingi við Kjarn­ann.

Hér sjást útreikningar Sigurðar Inga, þar sem settur er saman bílafloti fyrir árið 2030 sem myndi ná markmiðum stjórnvalda um samdrátt.
Sigurður Ingi Friðleifsson

Reikna má með að stór hluti þess­ara bíla verði enn á göt­unum árið 2030, og líka ein­hver fjöldi bíla sem nýskráðir voru fyrir árið 2015. „Þá erum við bara með eitt­hvað á bil­inu 10-30 þús­und nýskrán­ingar eft­ir,“ segir Sig­urður Ingi, sem er í þessu dæmi bara að tala um flokk fólks­bíla, hvar nýskrán­ingar hrein­orku­bíla hafa verið flestar til þessa.

Útreikn­ingar hans taka einnig til hóp­bif­reiða, sendi­bif­reiða og vöru­bif­reiða í bíla­flota lands­manna og segir Sig­urður Ingi að ef það „klikki“ að koma hrein­orku­bílum inn í þá flota í því magni sem þurfi til sé rýmið fyrir nýskrán­ingar fólks­bíla sem ganga fyrir bens­íni eða dísil enn minna en hann gerir ráð fyr­ir.

Tengilt­vinn­bílar búnir að vera góð brú

Í fjár­laga­vinn­unni sem fram fór á Alþingi fyrir ára­mót var tekin ákvörðun um að láta nið­ur­greiðslur hins opin­bera vegna kaupa á nýjum tengilt­vinn­bílum renna sitt skeið, sem þýðir að búast má við að fimmt­án­þús­undasta og þar með síð­asta tengilt­vinn­bif­reiðin með afslætti af vöru­gjöldum verði seld á vor­mán­uð­um.

Þrír hags­muna­að­ilar í íslenska bíla­geir­an­um; Bíl­greina­sam­band­ið, sem hefur bíla­um­boð innan sinna vébanda, Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, þar sem stærstu olíu­fé­lög Íslands eru á meðal félaga og Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, sem gæta hags­muna bíla­leiga, risu upp á aft­ur­lapp­irnar vegna þessa áforma og rit­uðu sam­eig­in­legar umsagnir til Alþingis þar sem því var haldið fram að ekki væri tíma­bært hætta nið­ur­greiðslu tengilt­vinn­bíla – það væri lík­legt til að hægja á orku­skipt­unum og auka hlut­deild meira meng­andi bíla í nýskrán­ing­um.

Sig­urður Ingi segir að hann hafi ekki miklar áhyggjur af þeirri ákvörðun Alþing­is, það sé ef til vill eðli­legt að trappa niður nið­ur­greiðslur á tengilt­vinn­bílum nú þegar það sé orðið mögu­legt.

„Úr­val af hreinum raf­bílum er betra og þetta eru betri bílar, for­sendur fyrir fleiri að fara alla leið eru orðnar betri. En hins vegar hafa þeir virkað mjög vel sem brú, til þess að fá fleiri til þess að stökkva á snúr­una og taka skref, eitt­hvað skref í stað­inn fyrir ekk­ert skref,“ segir Sig­urður Ingi og bætir við að hann sé „ekk­ert rosa­lega hrædd­ur“ við að nið­ur­greiðsla tengilt­vinn­bíla fjari út þar sem að þró­unin í Evr­ópu og víðar hafi verið á þá leið að þeir séu að gefa eftir gagn­vart hreinu raf­bíl­un­um, sem áfram verða nið­ur­greiddir til að stuðla að orku­skiptum í sam­göng­um.

„Úr­valið af þeim er að verða svo gott og margar útgáf­ur, að þeir sem haf verið að taka þetta hálfa skref [og kaupa tengilt­vinn­bíl] eru að sýna vilja til að taka skrefið og ef þeir fá svo séns­inn á að taka skrefið alla leið munu þeir gera það og hefðu gert það ef bílar sem hent­uðu þörfum hvers og eins hefðu verið til,“ segir Sig­urður Ingi.

Í umræð­unni um tengilt­vinn­bíla er stundum rætt um að erfitt sé að áætla raun­losun þess­ara bíla í dag­legri notk­un, en rann­sóknir hafa sumar gefið til kynna að heilt yfir lín­una losi þeir umtals­vert meira magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en opin­berar los­un­ar­tölur gefa til kynna, þar sem allur gangur sé á því hvort bíl­arnir séu hlaðnir raf­magni eða ekki.

Sig­urður Ingi segir að sumar rann­sóknir á þessu hafi verið bjag­að­ar, til dæmis ein frá Bret­landi sem tók til margra fyr­ir­tækja­bíla, sem eðli máls­ins sam­kvæmt eru nýttir á annan hátt en einka­bílar fólks. Hann segir að miðað við bens­ín­verð á Íslandi þurfi að „vera eitt­hvað sér­stakt í gangi“ til að eig­endur tengilt­vinn­bíla nýti sér það ekki að geta ekið tugi kíló­metra á hreinu raf­magni.

Til skoð­unar að lengja í íviln­unum fyrir raf­magns­bíla

Sam­kvæmt tölum sem birtar voru í nýlegri sam­an­tekt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um orku­skipti fólks­bíla­flot­ans hafa íviln­anir vegna tengilt­vinn­bíla alls numið 12,4 millj­örðum íslenskra króna frá því að byrjað var að veita afslátt af virð­is­auka­skatti vegna þeirra árið 2012, þar af 3,8 millj­örðum bara í fyrra.

Á sama tíma er búið að veita 11 millj­arða króna skatta­af­slætti vegna kaupa á hreinum raf­bíl­um, þar af um 5 millj­arða króna á síð­asta ári. Þá bera hrein­orku­bílar engin vöru­gjöld, sem einnig lækkar mark­aðs­verð þess­ara bíla.

Í áður­nefndri sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins frá 6. jan­úar segir að ráðu­neytið hafi þegar haf­ist handa við að skoða mögu­leik­ann á því að auka við þann kvóta raf­magns­bíla sem verði nið­ur­greidd­ir, í ljósi mark­miða stjórn­valda um orku­skipti í sam­göngum og aðgerða­á­ætl­unar stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar