Búist við erfiðri stjórnarmyndun í Noregi

Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins, gæti fengið stjórnarmyndunarumboð í kjölfar þingkosninga þar í landi í næstu viku. Hins vegar er útlit fyrir að stjórnarmyndunin sjálf muni reynast honum erfið.

Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Auglýsing

Á mánu­dag­inn munu Norð­menn ganga að kjör­köss­unum og kjósa sér nýja full­trúa á norska Stór­þing­inu. Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könn­unum er næstum full­víst að núver­andi hægri­st­jórn muni ekki ná stuðn­ingi meiri­hluta þing­manna, en fylgi norska hægri­flokks­ins hefur minnkað tölu­vert það sem af er ári. Á sama tíma hafa miðju- og vinstri­flokkar verið að sækja í sig veðrið, en þar sem mörgum þeirra kemur ekki saman um ýmis mál, þar á meðal olíu­vinnslu, má búast við miklum mála­miðl­unum til að mynda stjórn.

Örlaga­ríkt sex­tugs­af­mæli Sol­berg

Norska dag­blaðið VG hefur reglu­lega spurt lands­menn hvern þeir vilja fá sem for­sæt­is­ráð­herra eftir kosn­ing­arn­ar. Í byrjun árs svar­aði meiri­hluti aðspurðra að þeir vildu helst að Erna Sol­berg, sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, héldi áfram. Á síð­ustu mán­uðum hafa vin­sældir hennar þó dalað hratt og í síð­ustu skoð­ana­könnun sem var fram­kvæmd í gær vildu ein­ungis 35 pró­sent aðspurðra að hún sæti áfram sem for­sæt­is­ráð­herra að loknum kosn­ing­un­um.

Minnk­andi vin­sældir Sol­berg má meðal ann­ars rekja til gleð­skaps sem var hald­inn í til­efni sex­tugs­af­mælis hennar í febr­úar, en þar fagn­aði hún í hópi 13 ann­arra, á meðan 10 manna sam­komu­tak­mörk voru í gildi í land­inu. For­sæt­is­ráð­herr­ann baðst síðar afsök­unar á að hafa brotið eigin sótt­varn­ar­reglur og hefur nú borgað lög­regl­unni sekt að and­virði 300 þús­und íslenskra króna vegna þess. Eftir að upp komst um veisl­una hefur fylgi norska Hægri­flokks­ins, sem Sol­berg er í for­svari fyr­ir, sömu­leiðis lækkað úr rúmum 24 pró­sentum niður í tæp 20 pró­sent.

Auglýsing

Vær­ingar á miðj­unni og vinstri­vængnum

Á sama tíma og Hægri­flokkur Sol­berg hefur verið í vand­ræðum hefur norski Verka­manna­flokk­ur­inn, með Jonas Gahr Støre í far­ar­broddi, eflst tölu­vert. Fylgi flokks­ins hefur auk­ist úr rúmu 21 pró­senti upp í tæp 25 pró­sent á síð­ustu mán­uðum og mælist hann nú stærstur allra stjórn­mála­flokka í Nor­egi. Sögu­lega séð er þetta þó ekki mikið fylgi hjá Verka­manna­flokkn­um, en hann náði rúmum 27 pró­sentum atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um.

Um tíma leit út fyrir að norski Mið­flokk­ur­inn, syst­ur­flokkur íslenska Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er leiddur áfram af bónd­anum Trygve Slags­vold Ved­um, yrði stærsti flokkur lands­ins. Í árs­gömlum skoð­ana­könn­unum mæld­ist flokk­ur­inn á sömu slóðum og Verka­manna­flokk­ur­inn með 20 pró­sent, en það er tvö­falt meira fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­unum árið 2017. Þessi upp­gangur Mið­flokks­ins hefur þó snú­ist við á loka­sprett­in­um, og hefur fylgi hans dalað hratt á síð­ustu vik­um. Nú mælist flokk­ur­inn sá þriðji stærsti með 12 pró­senta fylgi.

Engin meiri­hluta­stjórn í kort­unum

Norskir kjós­endur vilja helst fá Støre í for­sæt­is­ráð­herra­sæt­ið, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun dag­blaðs­ins VG, en lík­legt er að hann fái stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð eftir kosn­ingar og reyni að mynda stjórn yfir miðju og til vinstri. Sjálfur hefur hann sagt að hann kysi helst að mynda stjórn með Mið­flokknum og Sós­íal­íska vinstri­flokkn­um, sem er syst­ur­flokkur VG.

Hins vegar er ólík­legt að þessir flokk­ar, eða aðrir flokkar sem eru lík­legir til að geta unnið sam­an, muni ná þing­meiri­hluta, sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könn­un­um. Því er lík­legt að næsta rík­is­stjórnin verði með minni­hluta þing­sæta á bak við sig, en reiði sig á stuðn­ing ann­arra vinstri­flokka.

Slíkt stjórn­ar­mynstur gæti falið í sér miklar mála­miðl­anir fyrir Verka­manna­flokk­inn, en aðrir vinstri­flokk­ar, líkt og Græni umhverf­is­flokk­ur­inn Rautt vinstri vilja mun rót­tæk­ari aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Ósætti um olíu­leit og Evr­ópu­sam­starf

Sam­kvæmt Verka­manna­flokknum og Mið­flokknum ættu norsk olíu­fyr­ir­tæki en að mega leita að olíu og jarð­gasi, en Græni umhverf­is­flokk­ur­inn, Rautt vinstri og Sós­íal­íski vinstri­flokk­ur­inn vilja allir að olíu­leit verði hætt strax. Einnig telur Græni umhverf­is­flokk­ur­inn að Norð­menn ættu að hætta allri olíu­vinnslu fyrir árið 2035.

Flokk­arnir eru ekki heldur sam­stíga í orku­mál­um, þar sem Verka­manna­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn eru mun jákvæð­ari í garð vind­orku­fram­leiðslu heldur en hinir vinstri­flokk­arn­ir.

Þeir eru einnig ósam­mála fram­lög til hern­að­ar­mála og Evr­ópu­sam­starf, en Sós­íal­íski vinstri­flokk­ur­inn, Rautt vinstri og Mið­flokk­ur­inn vilja allir slíta EES-­samn­ingn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar