Búist við erfiðri stjórnarmyndun í Noregi

Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins, gæti fengið stjórnarmyndunarumboð í kjölfar þingkosninga þar í landi í næstu viku. Hins vegar er útlit fyrir að stjórnarmyndunin sjálf muni reynast honum erfið.

Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Auglýsing

Á mánudaginn munu Norðmenn ganga að kjörkössunum og kjósa sér nýja fulltrúa á norska Stórþinginu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er næstum fullvíst að núverandi hægristjórn muni ekki ná stuðningi meirihluta þingmanna, en fylgi norska hægriflokksins hefur minnkað töluvert það sem af er ári. Á sama tíma hafa miðju- og vinstriflokkar verið að sækja í sig veðrið, en þar sem mörgum þeirra kemur ekki saman um ýmis mál, þar á meðal olíuvinnslu, má búast við miklum málamiðlunum til að mynda stjórn.

Örlagaríkt sextugsafmæli Solberg

Norska dagblaðið VG hefur reglulega spurt landsmenn hvern þeir vilja fá sem forsætisráðherra eftir kosningarnar. Í byrjun árs svaraði meirihluti aðspurðra að þeir vildu helst að Erna Solberg, sitjandi forsætisráðherra, héldi áfram. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir hennar þó dalað hratt og í síðustu skoðanakönnun sem var framkvæmd í gær vildu einungis 35 prósent aðspurðra að hún sæti áfram sem forsætisráðherra að loknum kosningunum.

Minnkandi vinsældir Solberg má meðal annars rekja til gleðskaps sem var haldinn í tilefni sextugsafmælis hennar í febrúar, en þar fagnaði hún í hópi 13 annarra, á meðan 10 manna samkomutakmörk voru í gildi í landinu. Forsætisráðherrann baðst síðar afsökunar á að hafa brotið eigin sóttvarnarreglur og hefur nú borgað lögreglunni sekt að andvirði 300 þúsund íslenskra króna vegna þess. Eftir að upp komst um veisluna hefur fylgi norska Hægriflokksins, sem Solberg er í forsvari fyrir, sömuleiðis lækkað úr rúmum 24 prósentum niður í tæp 20 prósent.

Auglýsing

Væringar á miðjunni og vinstrivængnum

Á sama tíma og Hægriflokkur Solberg hefur verið í vandræðum hefur norski Verkamannaflokkurinn, með Jonas Gahr Støre í fararbroddi, eflst töluvert. Fylgi flokksins hefur aukist úr rúmu 21 prósenti upp í tæp 25 prósent á síðustu mánuðum og mælist hann nú stærstur allra stjórnmálaflokka í Noregi. Sögulega séð er þetta þó ekki mikið fylgi hjá Verkamannaflokknum, en hann náði rúmum 27 prósentum atkvæða í síðustu kosningum.

Um tíma leit út fyrir að norski Miðflokkurinn, systurflokkur íslenska Framsóknarflokksins sem er leiddur áfram af bóndanum Trygve Slagsvold Vedum, yrði stærsti flokkur landsins. Í ársgömlum skoðanakönnunum mældist flokkurinn á sömu slóðum og Verkamannaflokkurinn með 20 prósent, en það er tvöfalt meira fylgi en hann fékk í síðustu kosningunum árið 2017. Þessi uppgangur Miðflokksins hefur þó snúist við á lokasprettinum, og hefur fylgi hans dalað hratt á síðustu vikum. Nú mælist flokkurinn sá þriðji stærsti með 12 prósenta fylgi.

Engin meirihlutastjórn í kortunum

Norskir kjósendur vilja helst fá Støre í forsætisráðherrasætið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun dagblaðsins VG, en líklegt er að hann fái stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar og reyni að mynda stjórn yfir miðju og til vinstri. Sjálfur hefur hann sagt að hann kysi helst að mynda stjórn með Miðflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum, sem er systurflokkur VG.

Hins vegar er ólíklegt að þessir flokkar, eða aðrir flokkar sem eru líklegir til að geta unnið saman, muni ná þingmeirihluta, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Því er líklegt að næsta ríkisstjórnin verði með minnihluta þingsæta á bak við sig, en reiði sig á stuðning annarra vinstriflokka.

Slíkt stjórnarmynstur gæti falið í sér miklar málamiðlanir fyrir Verkamannaflokkinn, en aðrir vinstriflokkar, líkt og Græni umhverfisflokkurinn Rautt vinstri vilja mun róttækari aðgerðir í loftslagsmálum.

Ósætti um olíuleit og Evrópusamstarf

Samkvæmt Verkamannaflokknum og Miðflokknum ættu norsk olíufyrirtæki en að mega leita að olíu og jarðgasi, en Græni umhverfisflokkurinn, Rautt vinstri og Sósíalíski vinstriflokkurinn vilja allir að olíuleit verði hætt strax. Einnig telur Græni umhverfisflokkurinn að Norðmenn ættu að hætta allri olíuvinnslu fyrir árið 2035.

Flokkarnir eru ekki heldur samstíga í orkumálum, þar sem Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru mun jákvæðari í garð vindorkuframleiðslu heldur en hinir vinstriflokkarnir.

Þeir eru einnig ósammála framlög til hernaðarmála og Evrópusamstarf, en Sósíalíski vinstriflokkurinn, Rautt vinstri og Miðflokkurinn vilja allir slíta EES-samningnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar