Draugaskipið

Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.

Screenshot 2022-08-05 at 17.27.10.png
Auglýsing

Haustið 1976 var skipi hleypt af stokk­unum í japönsku skipa­smíða­stöð­inni Hitachi Zosen Cor­poration. Slíkt var reyndar engin nýlunda. Fyr­ir­tæk­ið, sem var stofnað árið 1881, var á þessum tíma stórt í snið­um, starfs­menn í kringum 25 þús­und. Fram eftir 20. öld­inni var smíði skipa af ýmsu tagi, þar á meðal olíu­skipa, burða­rás­inn í starf­sem­inni.

Eftir olíu­krepp­una 1973 dró mjög úr smíði stórra olíu­skipa, ásamt ýmsu því sem til­heyrði olíu­vinnslu, og starfs­fólki fækk­aði. Skipið sem hljóp af stokk­unum 1976 hafði verið pantað mörgum árum fyrr og fékk nafnið Esso Jap­an. Þótt skipið væri ekki meðal stærstu olíu­flutn­inga­skipa heims á þessum tíma var það samt sem áður engin smá­smíði: 362 metra langt og 70 metra breitt. Tankar skips­ins gátu rúmað um það bil þrjár millj­ónir tunna (1 tunna ca. 158 lítr­ar).

Fljót­andi olíu­tankur

Árið 1988 var Esso Japan lagt við festar um sjö kíló­metrum (4,3 míl­u­m) undan landi við Jemen. Þá var skipið komið í eigu jem­enska þjóð­ar­ol­íu­fé­lags­ins (undir stjórn rík­is­ins) og í stað þess að sigla með olíu milli landa var skipið gert að fljót­andi olíu­tanki og nafni þess jafn­framt breytt í FSO Safer. Árum saman lá skipið á þessum sama stað í Rauða­haf­inu úti fyrir borg­inni Al Huda­ydah. Um svera pípu­lögn streymdi olían frá dælu­stöð í landi í tank­ana um borð í Safer og þaðan í olíu­flutn­inga­skip sem fluttu farm­inn til kaup­enda. Fjöldi slíkra fljót­andi olíu­tanka er úti fyrir ströndum margra landa, meðal ann­ars á Persaflóa og undan ströndum Venes­ú­ela. 

Auglýsing
Þótt FSO Safer hafi ekki siglt um heims­ins höf eftir að skip­inu var breytt í geymslut­ank árið 1988 þurfti það samt sem áður við­hald og umhirðu. Slíku var lengi vel sinnt þokka­lega og í skýrslu frá 2001 kom fram að þótt ástand skips og bún­aðar fengi ekki topp­ein­kunn væri allt í ágætu stand­i. 

Í hendur Húta

Á und­an­förnum árum hefur Jemen iðu­lega verið í fréttum einkum vegna átaka og hung­ursneyð­ar. Saga lands­ins er löng og flókin og verður ekki rakin hér. 

Árið 2004 efndi hóp­ur Zaidi múslima til upp­reisnar gegn stjórn­inni í einu hér­að­anna í norð­ur­hluta lands­ins. Leið­togi þessa hóps hét Hussein al Houthi og sam­tök upp­reisn­ar­manna síðan kennd við hann og nefnd Hút­ar. Kröfur upp­reisn­ar­manna sner­ust fyrst og fremst um sjálfs­stjórn og bætt kjör í hér­uðum þar sem Zaidi múslimar voru meiri­hluti íbú­anna. Hussein al Houthi féll í átökum við stjórn­ar­her­inn haustið 2004. 

Arab­íska vorið svo­nefnda, sem hófst um ára­mótið 2010 - 2011 leiddi til mik­illa inn­an­lands­á­taka í Jemen. Stjórnin féll og Hútum óx ásmegin og til að gera langa sögu stutta náðu þeir skömmu eftir upp­haf borg­ara­styrj­ald­ar­innar í land­inu árið 2015 undir sig strand­svæð­unum í suð­ur­hluta lands­ins og borg­inni Al Huda­ydah. Fljót­andi olíu­tank­ur­inn FSO Safer var sömu­leiðis kom­inn í hendur Hút­a. 

Vax­andi áhyggj­ur, ryð og gas

Nú eru 7 ár síðan FSO Safer komst í hendur Húta. Á þessum tíma hefur við­haldi skips og bún­aðar í engu verið sinnt og það veldur áhyggj­um. Ekki liggja fyrir nákvæmar upp­lýs­ingar um magn olíu í skip­inu en talið að það sé rúm­lega 1,1 milljón tunna. Sums staðar þar sem fjallað hefur verið um skipið má lesa að það sé nán­ast full­hlað­ið, með um 3 millj­ónir tunna. 

Esso Japan var smíðað árið 1976.

Áhyggjur vegna ástands skips­ins fara vax­andi. Þær snú­ast einkum um mikla ryð­myndun á skrokki skips­ins og hins vegar gas­myndun í farm­in­um. Undir „venju­leg­um“ kring­um­stæðum myndi sér­stakur loft­hreinsi­bún­aður koma í veg fyrir gas­myndun í olí­unni en bún­að­ur­inn er ekki lengur not­hæf­ur. Gas­mynd­unin gæti leitt til spreng­ingar og þá myndi olían dreifast um haf­svæðið í grennd­inni. Ryð­mynd­unin á skrokknum getur leitt til þess að olía fari að leka í sjó­inn. Þess má geta að skrokkur FSO Safer er ein­faldur en í dag er lög­bundið að olíu­skip skuli hafa tvö­faldan byrð­ing. Ef olían í tönkum skips­ins færi í sjó­inn yrðu afleið­ing­arnar miklar og alvar­leg­ar. Stærstu hafn­irnar á svæð­inu, í Huda­ydah og As Salif yrðu lok­aðar vikum eða mán­uðum sam­an. Um þessar tvær hafnir fer stór hluti þeirrar mat­væla sem berst til lands­ins (neyð­ar­að­stoð) og um það bil helm­ingur íbúa lands­ins, sem eru sam­tals um 30 millj­ón­ir, treystir á. Fisk­veiðar, sem tæpar 2 millj­ónir íbúa treysta á, sér til við­ur­vær­is, myndu leggj­ast af um langa hríð og fleira mætti nefna. Það er því mikið í húfi. 

FSO Safer rætt í Örygg­is­ráð­inu

Á fyrsta degi júlí­mán­aðar árið 2020 var hald­inn fundur í Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Á dag­skrá var eitt mál: FSO Safer. Að fundi loknum sendi Örygg­is­ráðið frá sér yfir­lýs­ingu. Þar kom fram að nauð­syn­legt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það sem gæti orðið eitt alvar­leg­asta umhverf­isslys sög­unn­ar, eins og það var orð­að. Í sept­em­ber sama ár náð­ust samn­ingar milli stjórnar Húta og Sam­ein­uðu þjóð­anna um að full­trúar sam­tak­anna fengju leyfi til að skoða FSO Safer. 

Svört skýrsla og sam­komu­lag

Nokkuð dróst að full­trúar SÞ gætu skoðað skipið því bréf frá stjórn Húta um að öryggi sendi­nefnd­ar­innar væri tryggt barst ekki fyrr en seint og um síð­ir. Í októ­ber 2021 kynnti nefndin nið­ur­stöður skoð­un­ar­ferð­ar­inn­ar. Þar kom fram að ástand skips­ins væri mjög var­huga­vert og brýnt væri að bregð­ast við sem allra fyrst. Í mars á þessu ári var und­ir­ritað sam­komu­lag milli stjórnar Húta og Sam­ein­uðu þjóð­anna um að dæla olí­unni úr FSO Safer yfir í annað skip. Kostn­að­ur­inn við þetta verk er áætl­aður jafn­gildi tæpra 11 millj­arða íslenskra króna. Þótt það séu miklir pen­ingar eru það þó smá­aurar miðað við það tjón sem yrði ef olían færi i sjó­inn. Kostn­aður af völdum slíks slyss gæti numið jafn­gildi 2800 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing

Hver á að borga?  

Þegar stjórn Húta sam­þykkti að nefnd á vegum SÞ fengi að skoða FSO Safer til­kynnti hún jafn­framt að fjár­magn til hugs­an­legs björg­un­ar­starfs yrði að koma frá öðrum en Jem­en­um. Fundur um hugs­an­lega fjár­mögnun var hald­inn í Hollandi í maí á þessu ári, þar tókst að fá lof­orð fyrir um það bil helm­ingi þess fjár sem til þarf. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa nú sett af stað sér­stakt átak til að safna þeim pen­ingum sem enn skort­ir. Í yfir­lýs­ingu frá Sam­ein­uðu þjóð­unum er skorað á þjóðir heims að bregð­ast við og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir alvar­legt umhverf­isslys. Fyrir nokkrum dögum til­kynnti danski utan­rík­is­ráð­herr­ann að Danir myndu leggja til jafn­gildi 130 millj­óna króna. „Ef aðrar þjóðir leggja hlut­falls­lega jafn mikið fram er fjár­mögnun tryggð“ sagði Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra. Hann sagði jafn­framt að almenn­ingur í Jemen ætti það skilið að ríkar þjóðir rétti fram hjálp­ar­hönd. 

Ef tekst að tryggja fjár­magn til að tæma olí­una úr FSO Safer gæti verkið haf­ist innan nokk­urra mán­aða að sögn tals­manns Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar