Ekki vitað hversu margir Ísraelar koma til Íslands árlega, en þeir eru ekki stór hluti af heildinni

israleski-faninn.jpg
Auglýsing

Ekki er vitað hversu margir Ísra­elar koma til Íslands sem ferða­menn á hverju ári. Þeir eru ekki á meðal þeirra 17 þjóð­erna sem talin eru þegar far­þegar fara í gegnum vopna­leit á Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Ísr­ael falla því í flokk­inn „aðr­ir“, þar sem um 14 pró­sent allra ferða­manna lenda.

Hins vegar er hægt að sjá hversu margar gistinætur Ísra­elar kaupa á Íslandi. Á árinu 2014 keyptu erlendir ferða­menn 4.404.937 gistinætur hér­lendis og af þeim keyptu Ísra­elar 27.821 eða 0,6 pró­sent allra gistin­átta, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Ferða­mála­stofu Íslands.

Alls var fjöldi ferða­manna á Íslandi í fyrra rétt undir einni milljón og í ár verður hann um 1,3 millj­ón­ir.

Auglýsing

Sam­skipti Íslands og Ísr­ael hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu hér­lendis eftir að Reykja­vík­ur­borg sam­þykkti snið­göngu á ísra­elskum vörum fyrr í þessum mán­uði. Borg­ar­stjórn dró síðan til­lög­una til baka í lið­inni viku og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagt að hún hafi ekki verið nægi­lega vel und­ir­bú­in. Fréttir hafa verið sagðar af því að Ísra­elar hafi verið hvattir til að ferð­ast ekki til Íslands vegna snið­göngu­á­ætl­anna höf­uð­borg­ar­innar og að ferða­þjón­ustu­að­ilum hafi borist afbók­an­ir.

Sjö­undi hver ferða­maður lendir í flokknum "aðr­ir"



Þegar ferða­menn fara í gegnum vega­bréfa­eft­ir­litið í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eru þeir tald­ir. Sú taln­ing er gerð að und­ir­lagi Ferða­mála­stofu sem heldur utan um opin­berar upp­lýs­ingar um fjölda erlendra og íslenskra flug­far­þegar sem fara um flug­völl­inn.

Sem stendur er hægt að flokka erlendu far­þeg­anna (þeir sem milli­lenda eru ekki taldir með) eftir 17 mis­mundi þjóð­ern­um. Sjö­undi hver útlend­ingur sem kemur til lands­ins er ekki hluti af þeim þjóðum sem flokk­unin býður upp á og lendir því í flokknum „Aðr­ir“. Þar á meðal eru ferða­menn frá Ísr­a­el. Á árinu 2014 flugu 969 þús­und erlendir ferða­menn um flug­völl­inn í Kefla­vík og þar af lentu 142 þús­und í þessum óskil­greinda þjóð­ern­is­hóp.

Sem stendur er hægt að flokka erlendu farþeganna (þeir sem millilenda eru ekki taldir með) eftir 17 mismundi þjóðernum. Sjöundi hver útlendingur sem kemur til landsins er ekki hluti af þeim þjóðum sem flokkunin býður upp á og lendir því í flokknum „Aðrir“. MYND: ISAVIA Sem stendur er hægt að flokka erlendu far­þeg­anna (þeir sem milli­lenda eru ekki taldir með) eftir 17 mis­mundi þjóð­ern­um. Sjö­undi hver útlend­ingur sem kemur til lands­ins er ekki hluti af þeim þjóðum sem flokk­unin býður upp á og lendir því í flokknum „Aðr­ir“. MYND: ISA­VI­A

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Ferða­mála­stofu hafa við­ræður staðið yfir í langan tíma við Isa­via, sem ann­ast taln­ing­arn­ar, um að fá að fjölga þjóð­ernum sem talin eru. Um það hefur hins vegar ekki samist.

Það er líka vand­kvæðum bundið að fjölga þeim þjóð­ernum sem talin eru mikið því aukin taln­ing mun tefja örygg­is­leit á flug­vell­inum enn frekar, en sam­hliða auknum ferða­manna­straumi til Íslands hefur flug­völl­ur­inn oft verið yfir­fullur af fólki á álags­tímum og er að margra mati sprung­inn. Frá árinu 2008 hefur far­þegum í milli­landa­flugi, að með­töldum þeim sem bara milli­lenda, enda fjölgað um tæp 100 pró­sent, farið úr tveimur millj­ónum í 3,9 millj­ón­ir. Það er því lík­ast til ekki for­gangs­at­riði hjá Isa­via, sem þarf að tvö­falda inn­viði flug­vall­ar­ins í Kefla­vík á næstu 25 árum til að takast á við vænta fjölgun ferða­manna, að hægja á örygg­is­leit­inni hjá sér með auk­inni taln­ingu.

Ísra­elar gista 0,6 pró­senta af gistin­óttum á Íslandi



Ferða­mála­stofa hefur horft til þess að bæta fimm til sex þjóð­ernum við taln­ing­una, náist samn­ingar við Isa­via um það. Afar ólík­legt er að Ísr­ael yrði þar á með­al, enda telst landið alls ekki til lyk­il­mark­aðar í íslenskri ferða­þjón­ustu. Hvorki er flogið beint þaðan til Íslands né eru ísra­elskir ferða­menn, miðað við fjölda gístin­átta sem þeir kaupa á Íslandi, nægj­an­lega stór hluti af þeim hópi sem sækir Ísland heim til að rétt­læta slíka taln­ingu á sér.

Líkt og áður sagði gista Ísra­elar 0,6 pró­sent af öllum gistin­óttum sem keyptar eru á Íslandi. Það þarf þó ekki endi­lega að end­ur­spegla fjölda þeirra ferða­manna sem koma til Íslands frá land­inu. Sam­kvæmt ferða­venjukönnun Ferða­mála­stofu, sem gerð var sum­arið 2014, var með­al­dval­ar­lengd útlend­inga hér­lendis í heild tíu næt­ur.

Þeir sem flokk­ast undir „önnur þjóð­erni“ í þeirri könn­un, þar með talið Ísra­el­ar, dvelja hins vegar lengur á Íslandi að með­al­tali en flestir ferða­menn. Því má vel vera að hlut­fall Ísra­ela í fjölda gistin­átta sé hærra en hlut­fall þeirra í fjölda ferða­manna.

Vert er að taka fram að snið­göngu­til­laga Reykja­vík­ur­borgar hafði ekki bara nei­kvæð áhrif í Ísr­a­el. Gyð­ingar víða ann­ars­staðar í heim­in­um, til dæmis í Banda­ríkj­un­um, hafa gagn­rýnt hana harka­lega. Það sem af er árinu 2015 þá hafa flestir ferða­menn sem heim­sækja Ísland flogið hingað frá Banda­ríkj­un­um, eða fimmti hver ferða­mað­ur. Um 20 þús­und fleiri ferða­menn komu þaðan á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2015 en allt árið í fyrra, en það sem af er ári er fjöldi gesta frá Banda­ríkj­unum 171 þús­und tals­ins. Til að setja þessa miklu aukn­ingu í sam­hengi má nefna að allt árið 2008 komu 40 þús­und ferða­menn frá Banda­ríkj­unum til Íslands. Í júlí á þessu ári komu rúm­lega 37 þús­und ferða­menn það­an. Fjöldi flug­fé­laga sem fljúga til og frá land­inu til Íslands hefur vit­an­lega auk­ist mikið á þessu tíma­bili.

Eru stór verk­efni í hættu?



Þá hafa verið sagðar af því fréttir að vörur sem íslenskir fram­leið­endur selji erlendis hafi verið teknar úr versl­unum vegna til­lög­unar um snið­göngu á vörum frá Ísr­ael og að sam­þykkt til­lög­unar geti haft afdrifa­ríkar við­skipta­legar afleið­ing­ar. Erf­ið­lega hefur hins vegar gengið að fá skýr svör við því hvert umfang þess skaða sem á að hafa orðið sé.

DV hélt því fram á for­síðu í vik­unni að aðilar sem ætla að byggja hótel við Hörpu hefðu hótað að hætta við áformin vegna snið­göngu­á­ætl­anna Reykja­vík­ur­borg­ar. For­svars­menn verk­efn­is­ins sendu hins vegar frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir sögðu það alrangt. Þá hefur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagt að hann viti um stór verk­efni sem gætu verið í hættu vegna þessa. Hann hefur hins vegar ekki upp­lýst um hvaða verk­efni það eru.

Íslendingar eiga ekki í miklum beinum viðskiptum við Ísraela. Hér sést ein þekktasti pg helgasti staður landsins, Grátmúrinn. MYND: EPA Íslend­ingar eiga ekki í miklum beinum við­skiptum við Ísra­ela. Hér sést ein þekkt­asti pg helgasti staður lands­ins, Grát­múr­inn. MYND: EPA

Lítil bein við­skipti við Ísr­ael



Þegar umfang utan­rík­is­við­skipta Íslands við Ísr­ael er skoðað á vef Hag­stofu Íslands kemur hins vegar í ljós að þau við­skipti eru mjög lít­il. Á fyrri hluta árs­ins 2015 fluttu Íslend­ingar út vörur fyrir 385,2 millj­arða króna. Virði þeirra vara sem fluttar voru til Ísr­ael voru 39,8 millj­ónir króna, eða 0,01 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Íslands á tíma­bil­inu.

Við flytjum heldur meira inn frá Ísr­ael en við flytjum út, eða fyrir alls 540 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Heild­ar­inn­flutn­ingur Ísland á vörum á tíma­bil­inu var 391,5 millj­arðar króna. Því var heild­ar­um­fang inn­fluttra vara frá Ísr­ael um 0,1 pró­sent af öllum inn­flutn­ingi Íslend­inga.

Íslend­ingar eiga ekki bara í við­skiptum með vör­ur, heldur líka þjón­ustu. Á fyrstu sex mán­uðum þessa árs fluttum við út þjón­ustu fyrir 249,5 millj­arða króna og inn slíka fyrir 175 millj­arða króna.

Allt árið í fyrra nam útflutn­ingur á þjón­ustu, lík­ast til mest á ferða­þjón­ustu, til Ísr­ael 1.241 millj­ónum króna. Um er að ræða 0,2 pró­sent af þjón­ustu­út­flutn­ingi Íslend­inga á árinu.  Inn­flutt þjón­usta þaðan var 108,4 millj­ónir króna. 0,02 pró­sent af inn­fluttri þjón­ustu á árinu 2014.

Aftur ber að taka fram að áhrif ákvörð­unar borg­ar­innar um snið­göngu á vörum frá Ísr­ael getur haft áhrif á verslun víðar en í land­inu sjálfu, þar sem stór gyð­inga­sam­fé­lög er að finna víða um heim, t.d. í Banda­ríkj­un­um. Íslend­ingar flytja reyndar ekki út mikið af vörum til Banda­ríkj­anna. Það sem af er ári hefur fimm pró­sent útflutn­ings okkar farið þang­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None