Er öryggi Bandaríkjanna ógnað meira en áður - eða kunna þau bara ekki fótum sínum forráð?

americaneagle.jpg
Auglýsing

For­stjóri CIA lét nýlega orð falla sem stjórn­mála­skýrendur telja tíma­mótaum­mæli um banda­ríska utan­rík­is­stefnu – sem hefur auð­vitað verið nefnt í almennri umræðu lengi vel – að íhlutun Banda­ríkja­manna í mál­efni ann­arra ríkja auki á ógn við þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna.

Eftir árás­irnar á Tví­bura­t­urn­ana árið 2001 héldu Banda­ríkja­menn í tvær her­far­ir. Fyrst inn í Afganistan – með víð­tækum stuðn­ingi alþjóða­sam­fé­lags­ins – þar sem stjórn Tali­bana, sem skotið hafði skjóls­húsi yfir Osama Bin Laden, var komið frá völd­um. Vorið 2003 réð­ust Banda­ríkin síðan inn í Írak, við mis­mik­inn stuðn­ing eða fögnuð banda­manna þeirra. Áður höfðu þau gegnt lyk­il­hlut­verki í íhlutun vest­ur­landa vegna átak­anna á Balkanskaga. Eftir kjör Baracks Obama árið 2008 hefur sýni­lega dregið úr sam­bæri­legum íhlut­un­um, sem voru órjúf­an­legur hluti utan­rík­is­stefn­unnar um ára­bil.

Ástæðan er að hluta til sparn­aður þar sem land­hern­aður er mjög kostn­að­ar­samur og nauð­syn­legt að stýra fjár­munum þangað sem þeirra er meiri þörf – auk þess sem hann er mjög áhættu­sam­ur. Þessi nýja stefna sýndi sig í Líbýu árið 2011 þar sem Banda­ríkja­menn höfðu haldið sig til hlés í fyrstu en tóku með sem­ingi við skipu­lagi og stjórn aðgerða – leiddu aft­an­frá.

Auglýsing

Tveimur árum seinna, í Malí, var sama upp á ten­ingnum en þá drógu Banda­ríkja­menn enn úr  fram­lagi sínu og íhlutun þegar þeir létu Frakka um beinar aðgerðir en studdu við þær að ofan eins og það var kall­að. Þá var brotið blað í sög­unni þegar Banda­ríkja­menn fóru fram á greiðslu frá Frökkum fyrir leigu á flug­vél vegna liðs­flutn­inga. Það varð þó ekki raunin á end­anum en sýnir glögg­lega þá stefnu sem Banda­ríkja­menn hafa verið að taka í NATO-­sam­starf­in­u—að kalla eftir meira frum­kvæði og fram­lagi ann­arra banda­lags­ríkja.

Þessi stefnu­breyt­ing Obama er í sam­ræmi við þá raun­hyggju sem birt­ist í banda­rískri utan­rík­is­stefnu – að Banda­ríkin blandi sér ekki í málin nema að beinir hags­munir þeirra séu í húfi. Þetta markast einnig af því að bein stríðs­á­tök eru núorðið frekar innan ríkja en milli þeirra, gjarnan milli upp­reisn­ar­hópa og vopn­aðra sveita sem styðja til­tek­inn mál­stað. Sam­fara því að horfið er frá beinni íhlutun aukast mögu­leikar fyrir ann­ars konar hernað, til dæmis notkun dróna til afmark­aðra árása á ein­stök skot­mörk eins og aðsetur skæru­liða­hópa.

Ólga meðal hauka



Þetta er lík­lega skyn­sam­leg stefna en kallar á ólgu inn­an­lands því á sama tíma hafa ríki eins og Kína gert sig lík­leg til stór­ræða á alþjóða­svið­inu og stefna hrað­byri upp að Banda­ríkj­unum sem for­ystu­ríki í heim­in­um. Upp­gangur hryðju­verka­sam­taka sem hugsa vest­ur­lönd­um, og sér í lagi Banda­ríkja­mönn­um, þegj­andi þörf­ina veldur ýmsum hópum í Banda­ríkj­unum einnig áhyggj­um. Þessir hópar, m.a. þeir sem kall­aðir hafa verið haukar og ný-í­halds­menn (e. neocon), hafa því gagn­rýnt þá lin­kind sem Obama­stjórnin á að hafa sýnt—­með þeim afleið­ingum að Banda­ríkja­menn séu að missa stöðu sína sem for­ystu­ríki á heims­vísu.

Úr þessum ranni heyr­ist gjarnan að heim­ur­inn sé sífellt að verða hættu­legri og ógnir sem bein­ist gegn Banda­ríkj­unum hafi aldrei verið meiri. Frá­far­andi yfir­hers­höfð­ingi Banda­ríkj­anna, Martin Dempsey lýsti ástand­inu fyrir Banda­ríkja­þingi á þann veg að heim­ur­inn væri hættu­legri en nokkru sinni fyrr – og vís­aði þá til ógna af völdum hryðju­verka­sam­tak­anna Íslamska rík­ið. Á sama hátt hélt hinn þraut­reyndi Henry Kiss­in­ger því fram að Banda­ríkja­menn hefðu ekki staðið frammi fyrir jafn fjöl­breyttum og flóknum vanda­málum síðan í lok síð­ari heims­styrj­ald­ar.

Heimur versn­andi fer (Ekki)



Kenn­ingar um örygg­i­s­væð­ingu segja orð­ræðu vera eitt grund­vall­ar­at­riðið og það hvernig gengur að koma ákveðnum hug­myndum inn í orð­ræð­una í byrjun skipti þar miklu. Ótti er lyk­il­at­riði í þessu sam­hengi því hann er sterkt afl og óör­yggi skapar ótta—og þá erum við komin með ansi öfl­ugt stjórn­tæki.

Gall­inn við banda­ríska stjórn­kerfið er sá að báðir aðilar (repúblikanar og demókrat­ar) hagn­ast á því að tala upp ógnir gagn­vart þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna. Repúblikanar nota var­færni demókrata gagn­vart meintum ógnum sem vönd til að berja á þeim. Að sama skapi vita demókratar að með því að blása í her­lúðra ná þeir fylgi frá hinum vængn­um. Stjórn­mála­menn gera sér jafn­framt grein fyrir því að þeir sem fá heims­mynd sína af fréttum munu lík­lega alltaf álíta að heim­ur­inn fari versn­andi. – en gerir hann það?

Fræði­menn­irnir Steven Pin­ker og Andrew Mack hafa kom­ist að því að heim­ur­inn fari í raun batn­andi og öryggi hafi auk­ist almennt. Þeir benda á að sífelldur frétta­flutn­ingur allan sól­ar­hring­inn af heims­við­burðum virð­ist fá fólk til að halda að ofbeldi og ófriður fari vax­andi í heim­in­um. Skýr­ingin er nær­tæk því fréttir eru sagðar af því sem ger­ist – en ekki því sem ger­ist ekki. Síðan eru það sjón­varps­stöðvar eins og CNN og Fox sem blása fréttir gjarnan upp eins og um dramat­ískan spennu­þátt sé að ræða.

16888477700_0353bd37e0_k (2)

Ótt­inn magn­aður upp



Stephen M. Walt, kunnur fræði­maður á sviði alþjóða­sam­skipta, tekur í sama streng: „Ótti er það sem lætur Banda­ríkin eyða meiru í varn­ar­mál heldur en næstu 12 ríki á list­anum sam­an­lagt, tryggir kosn­ingu stjórn­mála­manna, rétt­lætir fyr­ir­byggj­andi stríð, óhóf­lega leynd­ar­hyggju stjórn­valda, leyni­legt eft­ir­lit og dráp eftir pönt­un­um. Ótti heldur fólki fyrir framan skjá­inn að horfa á CNN og Fox og eins og bæði lýð­ræð­is­for­ingjar og ein­ræð­is­herrar hafa lengi vit­að, má fá fólk til að sam­þykkja alls­konar vit­leysu sé það nógu hrætt.“

Hryðju­verka­árás­irnar á Banda­ríkin árið 2001 voru not­aðar til að rétt­læta stríðið gegn hryðju­verk­um. Walt bendir á tví­skinn­ung­inn þegar metið er það tjón sem þær ollu. Þá hafi tæp­lega 3000 manns látið lífið og áætlað að 178 millj­arðar banda­ríkja­dala hafi tap­ast. Þó ekki megi gera lítið úr þessu þá fölna þessar tölur bornar saman við tjónið sem Banda­ríkin sköp­uðu sjálf vegna hinnar van­hugs­uðu inn­rásar í Írak. Þar týndu tæp­lega 4500 banda­ríkja­menn lífi og yfir 32 þús­und særð­ust – auk hund­ruða þús­unda Íraka, fall­inna og særðra – í til­gangs­lausu stríði sem kost­aði þrjár billjónir doll­ara—­sem er 17 falt tjónið af árás­unum 11. sept­em­ber 2001.

Nið­ur­staðan er fallið ríki í Írak, upp­gangur Íslamska rík­is­ins og dreg­inn máttur úr NATO-að­gerðum í Afganistan sem kost­uðu eina billjón til. Stríðið gegn hryðju­verkum hafi leitt til óhóf­legrar örygg­i­s­væð­ingar með brotum rík­is­valds­ins á rétti borg­ar­anna á veru­lega umdeildum laga­grunni og afleitrar ímyndar Banda­ríkj­anna á heims­vísu. Þetta hafi engir utan­að­kom­andi óvinir þröngvað þeim til að gera heldur hafi stjórn­mála­menn á báðum vængjum séð um það hjálp­ar­laust.

Þurfa að hætta að reyna að ráðskast með Mið-aust­ur­lönd



Það að til séu öfga­öfl undir merkjum Íslam sem vilja berja á vest­ur­lönd­um, Banda­ríkj­unum einna hel­st, ætti ekki koma neinum á óvart. Banda­rík­in, Bret­land og Frakk­land beittu diplómat­ískum brögðum og komu af stað bylt­ingum, stríðum og leyni­legum aðgerðum í Mið-aust­ur­löndum til að halda vest­rænni stjórn á svæð­in­u—­meira og minna alla tutt­ug­ustu öld. Þetta vita sagn­fræð­ingar en fólk almennt ekki því margar þess­ara aðgerða voru jú einmitt leyni­leg­ar.

Banda­ríkin reka nú fjölda her­stöðva í Mið-aust­ur­löndum auk umfangs­mik­illa hern­að­ar­um­svifa þeirra á svæð­inu. Þau hafa fjár­magnað ofbeld­is­verk ára­tugum sam­an, vopnað og þjálfað muja­hedin skæru­liða­sam­tök (sem síðan varð grunnur að Al Kaída) til að berj­ast gegn Sov­ét­mönnum í Afganistan; kynt undir stríði milli Íraks og Íran; reynt að koma Assad frá völdum í Sýr­landi; og gert fjölda dróna-árása á und­an­förnum árum.

Hvort Banda­ríkja­mönnum hafi loks­ins tek­ist að læra af mis­tök­unum er erfitt að segja til um. Hinn virti fræði­maður Jef­frey Sachs segir fram­ferði Banda­ríkja­manna ekki rétt­læta aðgerðir hryðju­verka­manna en mik­il­vægt sé að skilja sam­hengið þarna á milli. Til að stöðva hryðju­verk Íslamskra hryðju­verka­manna sé nauð­syn­legt fyrir vest­ur­veldin að hætta að reyna að ráðskast með Mið-Aust­ur­lönd.

Jafn­væg­is­list ábyrgra íhlut­anna og listin að segja nei



Hvort minnk­andi áhugi Banda­ríkj­anna á íhlutun í mál­efni ann­arra ríkja er raun­veru­leg og var­an­leg breyt­ing á utan­rík­is­stefnu lands­ins er erfitt að spá fyrir um. Sjá má á við­brögðum Banda­ríkj­anna og NATO við íhlutun Rúss­lands í Úkra­ínu að mjög tak­mark­aður áhugi er á aðgerðum til aðstoðar sem leitt gæti af sér aukna áhættu á beinum hern­að­ar­á­tökum við Rúss­land – um leið og fast er að orði kveðið um sam­eig­in­legar varn­ar­skuld­bingar NATO-­ríkj­anna og mikil end­ur­skipu­lagn­ing banda­lags­ins á sér stað í þágu hefð­bund­inna varn­ar­verk­efna.

For­seta­kosn­ingar eru framundan í Banda­ríkj­unum á næsta ári og þær munu hafa veru­leg áhrif á fram­haldið og hvort þróun banda­rískrar utan­rík­is­stefnu til meiri var­færni verði var­an­legri. Þó gæti brugðið til beggja vona því flestir fram­bjóð­endur úr hópi repúblik­ana hafa að hætti hauka, haft uppi mön­tr­una umræddu – um auknar ógnir og nauð­syn þess að styrkja hern­að­ar­lega stöðu Banda­ríkj­anna – því ann­ars muni illa að fara.

Ekki má gleyma að Banda­ríkin eru gjarnan skömmuð þegar þau hlut­ast ekki til, sbr. þjóð­ar­morðin í Rúanda og Búrúndi á sínum tíma. Sem öfl­ug­asta her­veldi og lýð­ræð­is­ríki í heimi geta Banda­ríkin ekki dregið sig að fullu til baka, en von­ast má til að gætt sé jafn­vægis og var­færni gagn­vart íhlut­un­um. Banda­ríkj­unum myndi vel farn­ast að læra að segja nei, bæði við önnur ríki sem kunna að knýja dyra, en ekki síst haukanna í eigin röð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None