Erlendir aðilar seldu í Arion banka fyrir 55 milljarða en keyptu í Íslandsbanka fyrir tíu

Hrein nýfjárfesting erlendra aðila var neikvæð um alls 117 milljarða króna á árunum 2020 og 2021. Fjárfestar sem höfðu veðjað á ágóða í eftirköstum hrunsins seldu eignir og fóru í kjölfar þess að höftum var aflétt. Lítið kom inn í staðinn.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Auglýsing

Hrein nýfjár­fest­ing erlendra aðila á Íslandi var nei­kvæð um 60 millj­arða króna í fyrra. Ástæða þess var aðal­lega sala þeirra á inn­lendum hluta­bréf­um, sér­stak­lega í Arion banka en erlendir fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóðir sem áttu hlut í honum seldu fyrir 55 millj­arða króna á árinu 2021. 

Þetta kemur fram í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem var birt fyrir helgi.

Að sama skapi keyptu erlendir sjóðir í Íslands­banka fyrir um tíu millj­arða króna nettó á síð­asta ári, en bank­inn var skráður á markað í fyrra­sumar og tveir erlendir sjóð­ir, Capi­tal World Investors og RWC Asset Mana­gement LLP, voru á meðal þeirra sem skuld­bundu sig til að kaupa hlut í aðdrag­anda útboðs. Sá síð­ar­nefndi hefur þegar selt hluta af því sem hann keypt­i. 

Nei­kvæða útflæðið var nær allt á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins  þegar stærstu erlendu eig­endur Arion banka, aðal­­­lega vog­un­­ar­­sjóð­anna Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement, seldu um þriðj­ungs­hlut sinn í bank­anum á örfáum vikum fyrir um 60 millj­arða króna og fluttu þá fjár­muni úr land­i. 

Auglýsing
Hrein nýfjár­fest­ing var nei­kvæð um 57 millj­arða króna árið 2020, aðal­lega vegna þess að á seinni hluta þess árs seldi skulda­bréfa­sjóð­ur­inn Blue Bay Asset Mana­gement rík­­is­skulda­bréf sem hann átti fyrir háar fjár­hæð­ir. Sjóð­­ur­inn átti í upp­­hafi árs 2020 um helm­ing allra rík­­is­bréfa í eigu erlendra aðila og los­aði um alla stöð­una á því árin­u.  Sam­an­lagt skil­aði þessi staða því að hrein nýfjár­­­fest­ing á Íslandi var nei­­kvæð um 57 millj­­arða króna alls í fyrra. 

Því hafa sam­tals 117 fleiri millj­arðar króna í eigu erlendra fjár­festa yfir­gefið landið á árunum 2020 og 2021 en hafa komið inn. 

Yfir­gefa líf­legan hluta­bréfa­markað

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að umtals­verð verð­bréfa­sala erlendra aðila síð­ast­liðin tvö ár hafi dregið veru­lega úr heild­ar­stöðu þeirra og þar með áhættu af fjár­magns­út­streymi á kom­andi miss­er­um. „Síð­ustu mán­uði hafa erlendir aðilar fyrst og fremst átt í við­skiptum með íslensk hluta­bréf í MSCI FM 100-­vísi­töl­unni. Fær­ist íslensk verð­bréf úr flokki vaxt­ar­mark­aða í flokk nýmark­aðs­ríkja gæti það ýtt undir frekara fjár­magns­flæði erlendra aðila.“

Þetta ger­ist á sama tíma og íslenski hluta­bréfa­­mark­að­­ur­inn hefur verið afar líf­­leg­­ur. Frá því að úrvals­­vísi­tala Kaup­hall­­ar­innar náði lág­­gildi í mars í fyrra hefur hún hækkað um 96 pró­­sent.

Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið líflegur síðustu tvö ár. Tvö stór fyrirtæki skráðu sig á aðalmarkað, Íslandsbanki og Síldarvinnslan. Mynd: Nasdaq Iceland

Það félag sem hefur leitt hækk­­un­ina á árinu 2021 er Arion banka, félagið sem erlendu fjár­­­fest­­arnir hafa verið að selja sig hratt niður í. Bank­inn hefur hækkað um 246 pró­sent frá því í mars og virði hluta­bréfa hans tvö­fald­að­ist á síð­asta ári. Þess utan hefur hann skilað miklum hagn­aði, sem hefur leitt af sé að bank­inn er að skila tugum millj­arða króna til hlut­hafa sinna.

Vegna frammi­stöðu síð­asta árs greiddi Arion banki alls 22,5 millj­­­arða króna í arð og boð­aði enn frek­ari end­ur­kaup á eigin bréf­um. Sam­an­lagt mun Arion banki vera búinn að greiða hlut­höfum sínum 86,6 millj­­örðum króna út úr rekstr­inum með arð­greiðslum og end­­ur­­kaupum frá byrjun árs 2021 miðað við fyr­ir­liggj­andi áætl­an­ir. Samt létu erlendir fjár­fest­ar, sem héldu á þriðj­ungs­hlut, sig hverfa. 

Vaxta­munur að aukast

Í riti Seðla­bank­ans segir einnig að vaxta­munur við útlönd hefur auk­ist síð­ustu miss­erin en verði áfram­hald á þeirri þróun gæti það ýtt undir fjár­magnsinn­flæði til lands­ins. Þar er vísað til þess að svokölluð vaxta­muna­við­skipti gætu haf­ist að nýju, en þau voru stór orsaka­valdur fyrir þeirri stöðu sem kom upp á Íslandi fyrir banka­hrun.

Auglýsing
Eftir að ákveðið var að fleyta krón­unni í mars 2001 átt­uðu erlendir spá­kaup­menn sig á að það gæti borgað sig að taka  lán í myntum þar sem vextir voru lágir og kaupa síð­­­an ­ís­­­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­­­leg­um ­sam­an­­­burði. Því gátu fjár­­­­­fest­­­arnir hagn­­­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­­­töku sinn­­­ar. Og ef þeir voru að gera við­­­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­­­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­­­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­­­flokka var end­­­ur­lánað til við­­­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­­­aði umfang þeirra gríð­­­ar­­­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­­­­­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­­­­­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­­­arða króna.

Höftin héldu pen­ingum inn, þegar þau voru losuð flæddu þeir út

Á Íslandi voru sett fjár­­­magns­höft í nóv­­em­ber 2008 til að koma í veg fyrir að umfangs­­miklar krón­u­­eign­ir, meðal ann­­ars í eigu kröf­u­hafa fall­inna banka, væri ekki skipt yfir í aðra gjald­miðla með til­­heyr­andi áhrifum á íslensku krón­una. Höftin voru svo losuð að mestu í mars 2017, en ekki að öllu leyti. Enn var til staðar svokölluð bind­i­­skylda. Sam­­­kvæmt henni var erlendum fjár­­­­­festum gert að festa fimmt­ung af fjár­­­­­magni sínu hér til lengri tíma, en með því varð Ísland að óálit­­­legri kosti fyrir fjár­­­­­fest­ingar erlendis frá. Bind­i­­skyldan var svo afnumin í mars 2019.

Bindi­skyldan kom í veg fyrir að þeir erlendu aðilar sem áttu fjár­­­fest­ingar hér­­­lend­is, til dæmis í rík­­is­skulda­bréfum eða hluta­bréfum skráðra félaga, seldu þær eignir og færu. Þar var að upp­i­­­stöðu um að ræða fjár­­­festa sem áttu eignir með rætur í banka­hrun­inu. Um var að ræða til dæmis aflandskrón­u­eig­endur eða erlendu sjóð­ina sem áttu kröfur á Kaup­­þing og breyttu þeim í hlutafé í Arion banka. 

Inn­­­byggður hvati var til að halda fjár­­­fest­ing­unum hér­­­lendis á meðan að bind­i­­skyldan var við lýði. Fyrstu tvo mán­uð­ina eftir að hún var afnumin virt­ist sem að þessi breytta staða myndi stuðla að jákvæðri þróun fyrir íslenskt hag­­kerfi. Hrein nýfjár­­­fest­ing erlendra aðila hér­­­lendis var jákvæð um 25 millj­­arða króna. Á öllu árinu 2019 var hún jákvæð um 30 millj­­arða króna.

Síðan þá hefur staðan gjör­breyst, líkt og rakið er hér að ofan. Fjár­magns­flótti erlendra fjár­festa sem höfðu fjár­fest í eft­ir­köstum íslenska banka­hruns­ins brast á og lítið hefur flætt inn í stað­inn. Fyrir vikið er hrein nýfjár­fest­ing erlendra aðila hér á landi nei­kvæð um 117 millj­arða króna á tveimur árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar