Fangelsun og brottrekstur af þingi

Inger Støjberg er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur á síðari árum. Framganga hennar á ráðherrastóli hefur nú kostað hana tveggja mánaða fangelsi og að líkindum brottrekstur af þingi. Slíkt er fáheyrt í Danmörku.

Inger Støjberg, fyrr­ver­andi vara­formaður Ven­stre og fyrr­ver­andi ráðherra inn­flytj­enda­mála í Danmörku.
Auglýsing

Mánu­dag­ur­inn 13. des­em­ber 2021 líður Inger Støjberg lík­lega seint úr minni. Dómur í Lands­dómi Dan­merkur (Rigs­retten) var loka­punkt­ur­inn í máli sem teygir sig aftur til árs­ins 2016. Í þessum pistli verður stiklað á stóru í Støjberg mál­inu, eins og Danir kalla það. Mál­inu er þó ekki alveg lokið því næst­kom­andi þriðju­dag, verða greidd atkvæði í danska þing­inu, Fol­ket­in­get, um það hvort Inger Støjberg geti setið áfram á þingi. Allt bendir til að hún verði gerð brott­ræk af þingi, mik­ill meiri­hluti þing­manna hefur lýst sig fylgj­andi því.

Upp­hafið

10. febr­úar 2016 sendi Inger Støjberg, sem þá var ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke Rasmus­sen, frá sér frétta­til­kynn­ingu. Í þess­ari til­kynn­ingu stóð að eng­inn undir lög­aldri (ingen mindreårige under 18 år) megi, sem maki, búa í flótta­manna­búð­um. Emb­ætt­is­menn í inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu höfðu marg­sinnis bent ráð­herr­anum á að lögum sam­kvæmt skyldi hvert mál metið sér­stak­lega, og þess yrði að geta í frétta­til­kynn­ing­unni. Jafn­framt, að á til­skipun ráð­herr­ans gætu verið und­an­tekn­ing­ar. Inger Støjberg mátti ekki heyra á það minnst, engar und­an­tekn­ing­ar. Í sím­tali frá inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu fékk aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Útlend­inga­stofn­unar að vita að aðskiln­aður para, þar sem annar aðil­inni væri yngri en 18 ára, skyldi hefj­ast strax, og fram­kvæmdin í sam­ræmi við það sem fram kom í áður­nefndri frétta­til­kynn­ingu. Án und­an­tekn­inga. Frétta­til­kynn­ingin var upp­haf Støjberg máls­ins.

Auglýsing

16. febr­úar 2016

Útlend­inga­stofnun hófst þegar handa við að fram­fylgja skipun inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins. 16. febr­úar var fyrsta parið skilið að og sam­tals voru 23 pör skilin að á næstu mán­uð­um. Mörg þeirra áttu börn. Ungar stúlkur sem flúið höfðu nauð­ung­ar­hjóna­bönd í heima­land­inu, ásamt kærustum sín­um, fyllt­ust örvænt­ingu vegna ákvörð­unar ráð­herr­ans. Síð­asta par­inu, af þessum 23, var stíað sundur í ágúst 2016

9. mars 2016

Á fundi Inger Støjberg með emb­ætt­is­mönnum úr inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu var farið yfir fimm mál sem Útlend­inga­stofn­unin hafði sent til ráðu­neyt­is­ins. Mat sér­fræð­inga stofn­un­ar­innar var að í þessum fimm til­vikum bæri ekki að skilja pörin að. Ráð­herr­ann setti spurn­inga­merki við þetta mat sér­fræð­inga. Inger Støjberg sagði síð­ar, í yfir­heyrslum rann­sókn­ar­nefndar og fyrir Lands­dómi að hún hefði ein­ungis verið að prófa (trykteste) emb­ættimenn Útlend­inga­stofn­un­ar.

Frá flóttamannabúðum í Thisted á Jótlandi.

Í bága við lög

Í mars árið 2016 hafði ungt par, flótta­fólk frá Sýr­landi, klagað til umboðs­manns þings­ins. Um var að ræða 26 ára karl og 17 ára ófríska konu, sem höfðu verið aðskil­in, sam­kvæmt skipan inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins. Nið­ur­staða umboðs­manns þings­ins sem lá fyrir í mars 2017 var að frétta­til­kynn­ing ráðu­neyt­is­ins, frá 10. febr­úar 2016, jafn­gilti fyr­ir­skipun og sú fyr­ir­skipun bryti í bága við lög. Vinnu­lag ráðu­neyt­is­ins sagði umboðs­maður sér­lega ámæl­is­vert.

Júní 2017, dómur og ný stjórn 2019

Vorið 2017 urðu deilur Inger Støjberg við emb­ætt­is­menn inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins og Útlend­inga­stofn­un­ina opin­ber­ar. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken við­ur­kenndi Inger Støjberg að hún hefði sjálf fjar­lægt setn­ingar um und­an­tekn­ingar úr frétta­til­kynn­ing­unni, sem hún kall­aði til­mæli, frá 10. febr­úar 2016 um aðskilnað sam­búð­ar­fólks í flótta­manna­búð­um. Málið var rætt fram og til baka í þing­inu, stjórn­ar­and­staðan var rasandi en stjórn­in, með full­tingi Danska Þjóð­ar­flokks­ins, vildi ekki haf­ast neitt að í mál­inu.

Mette Frederiksen

Í byrjun mars­mán­aðar 2019 kvað Bæj­ar­réttur Kaup­manna­hafnar upp þann úrskurð að aðskiln­aður pars­ins, sem skilið var að í mars 2016 sam­kvæmt fyr­ir­mælum inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins, hefði verið ólög­leg­ur.

Í júní 2019 fóru fram þing­kosn­ingar í Dan­mörku, stjórn Lars Løkke Rasmus­sen féll og núver­andi stjórn undir for­ystu Mette Frederik­sen tók við. Meiri­hluti þing­manna ákvað að skipa rann­sókn­ar­nefnd sem ætlað var kom­ast til botns í Støjberg­mál­inu.

Yfir­heyrslur og skúffu­skjal

Yfir­heyrslur rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hófust um miðjan maí 2020 og fóru fram í húsa­kynnum bæj­ar­rétt­ar­ins á Frið­riks­bergi. Skjölin varð­andi málin skiptu þús­undum og 42 emb­ætt­is­-og stjórn­mála­menn voru kall­aðir fyrir nefnd­ina. Mikla athygli vakti skjal sem Inger Støjberg dró fram, dag­sett 2. febr­úar 2016, þar var getið um und­an­þágur varð­andi aðskilnað para í flótta­manna­búð­um. Rann­sókn­ar­nefndin gaf lítið fyrir þetta „skúffu­skjal“ eins og það var kall­að.

Í des­em­ber 2020 skil­aði rann­sókn­ar­nefndin skýrslu sinni. Nið­ur­staðan var að fyr­ir­mæli Inger Støjberg hefðu ekki haft stoð í lögum og hún hefði enn­fremur logið að þing­inu. Geta má þess að Inger Støjberg var kosin var­for­maður Ven­stre í sept­em­ber 2019 en sagði af sér í árs­lok 2020. Í febr­úar á þessu ári sagði hún sig úr Ven­stre og hefur síðan setið sem for­maður utan flokka á danska þing­inu.

Lands­dómur

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar urðu til þess að þingið fékk tvo lög­fræð­inga til að meta hvort ástæða væri til að mál Inger Støjberg færi fyrir Lands­dóm, Rigs­ret. Nið­ur­staða lög­fræð­ing­anna var að tals­verðar líkur væru á að Inger Støjberg hlyti dóm ef henni yrði stefnt fyrir Lands­dóm.

Þingið sam­þykkti að réttað yrði yfir Inger Støjberg

Í byrjun febr­úar á þessu ári sam­þykkti þing­ið, með 139 atkvæðum gegn 30, að höfða mál gegn Inger Støjberg fyrir Lands­dómi. Lands­dómur var skip­aður 13 hæsta­rétt­ar­dóm­urum (þeim sem eiga lengstan starfs­ald­ur) og 13 manns sem þingið skip­ar. Þeir full­trúar eru skip­aðir til 6 ára í senn og mega ekki eiga sæti á þingi. Lands­dómur dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi eða fyrr­ver­andi ráð­herra og hefur aðeins fimm sinnum frá stofnun 1849 verið kall­aður sam­an­.Tveir lög­fræð­ing­ar, full­trúar þings­ins, valdir af Lög­manna­ráð­inu (Advokatrådet), sóttu málið gegn Inger Støjberg. Þeir kröfð­ust fjög­urra mán­aða fang­els­is­dóms yfir henni.

Danska þingið samþykkti í febrúar að höfða mál gegn Støjberg fyrir Landsdómi.

Fang­els­is­dóm­ur­inn mikil von­brigði sagði Inger Støjberg

Úrskurður Lands­dóms var kveð­inn upp 13. des­em­ber sl. Heyra hefði mátt saum­nál detta áður en Thomas Rør­dam, for­seti Hæsta­réttar og for­seti Lands­dóms hóf mál sitt. Inger Støjberg var dæmd í tveggja mán­aða óskil­orðs­bundið fang­elsi. Nið­ur­staðan var afger­andi, 25 af 26 dóm­urum fundu Inger Støjberg seka. Hún bar ábyrgð á því að ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála fór á svig við alþjóða­samn­inga og dönsk stjórn­sýslu­lög. Í dómnum er lögð áhersla á sam­fé­lags­lega þýð­ingu þess að ráð­herrar virði lög og rétt og leik­reglur sam­fé­lags sem kennir sig við lýð­ræði. „In­ger Støjberg hefur farið út fyrir ramma lag­anna. Þótt hún hafi viljað koma í veg fyrir þving­un­ar­hjóna­bönd ber að fylgja lögum lands­ins“ sagði í úrskurði Lands­dóms.

Danskir frétta­skýrendur sögðu dóm­inn taka af allan vafa um hver það væri sem bæri ábyrgð­ina á ákvörð­unum og gerðum stjórn­valda. Inger Støjberg hefði ásamt lög­mönnum sínum reynt að klína ábyrgð­inni á emb­ætt­is­menn­ina. Lands­dómur hefði hins­vegar kveðið uppúr með að ráð­herr­ann væri ætíð sá sem bæri ábyrgð­ina.

Inger Støjberg sagði dóm­inn mikil von­brigði, hún hefði alla tíð talið full­víst að hún yrði sýkn­uð.

Verður rekin af þingi

Þegar dómur var fall­inn og ljóst að Inger Støjberg hefði verið fundin sek hófust vanga­veltur um fram­tíð hennar á þingi. Í dönsku stjórn­ar­skránni er kveðið á um hverjir geti setið á þingi og hverjir ekki. Spurn­ing um ,,vær­dig­hed“, eins og það heitir á dönsku. Hver sem er getur boðið sig fram til þings, svo fremi við­kom­andi hafi ekki sætt refs­ingu, sem í augum almenn­ings gerir hann, eða hana, óhæfa (uvær­dig) til að sitja á þingi. Það eru hins­vegar þing­menn sem ákveða, með atkvæða­greiðslu, hvort við­kom­andi sé þess verð­ugur að gegna þing­mennsku. Sú atkvæðags­reiðsla fer fram næst­kom­andi þriðju­dag, 21. des­em­ber. Lík­leg nið­ur­staða þeirrar atkvæða­greiðslu virð­ist sú að Inger Støjberg verði gerð brott­ræk af þingi og þá ber henni að yfir­gefa þingsal­inn þegar í stað, sú brott­vikn­ing gildir út kjör­tíma­bil­ið. Hún getur hins­vegar boðið sig fram þegar næst verður kosið til þings.

Brost­inn for­manns­draum­ur?

Eins og fjallað hefur verið um hér í Kjarn­an­um, og víð­ar, ríkir hálf­gert upp­lausn­ar­á­stand í Danska Þjóð­ar­flokknum eftir herfi­lega útreið í síð­ustu þing­kosn­ing­um. For­manns­kosn­ing er framundan og margir hafa litið til Inger Støjberg sem hugs­an­legs for­manns. Hún er nú, alla­vega til þriðju­dags, þing­maður utan flokka. Hún hefur ekki tjáð sig um hvort hún muni ganga til liðs við Danska Þjóð­ar­flokk­inn og sækj­ast eftir for­manns­stóln­um.

Leið­togi Ven­stre andar léttar

Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre.

Fyrir rúmu ári sagði Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre að ef nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefndar þings­ins hnigi í þá átt að Inger Støjberg hefði farið út fyrir ramma lag­anna myndi hann styðja að mál hennar færi fyrir Lands­dóm. Úrskurður Lands­dóms er að vissu leyti sigur fyrir Jakob Ellem­ann-J­en­sen. Hefði Inger Støjberg verið sýknuð í Lands­dómi hefði það ugg­laust orðið honum erfitt, ekki síst í ljósi þess að hann neyddi Inger Støjberg til afsagnar sem vara­for­maður flokks­ins.

Mette og mink­arnir

Mán­uðum saman hefur staðið yfir rann­sókn á minka­mál­inu svo­nefnda. Minka­nefnd­in, eins og hún er köll­uð, reynir að kom­ast til botns í því hver hafi tekið ákvörð­un, og gefið fyr­ir­skip­anir um, að aflífa skyldi allan danska minka­stofn­inn. Nú er við­ur­kennt að það hafi verið gert án laga­heim­ild­ar, rétt eins og aðskiln­að­ar­fyr­ir­skipun Inger Støjberg. Ef nið­ur­staða minka­nefnd­ar­inn­ar, sem vænt­an­leg er með vor­inu, bendir í átt að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra syrtir í álinn hjá henni. Stjórn­ar­and­staðan mun þá að lík­indum krefj­ast þess að for­sæt­is­ráð­herr­anum verði stefnt fyrir Lands­dóm, líkt og Inger Støjberg. Þótt minka­málið og Støjberg málið séu gjör­ó­lík, snú­ast þau bæði um fyr­ir­skip­anir ráð­herra, án laga­heim­ilda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar