Félagaskiptaglugginn í enska boltanum í íslensku samhengi

Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met. Heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála.

Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Auglýsing

Áætlað er að knatt­spyrnu­liðin tutt­ugu sem leika í ensku úrvals­deild­inni í knatt­spyrnu hafi varið næstum tveimur millj­örðum breskra punda, jafn­virði um 315 millj­arða íslenskra króna, í nýja leik­menn í félaga­skipta­glugga sum­ars­ins, en hann lok­aði á fimmtu­dag.

Þetta er nýtt met og eru upp­hæð­irnar sem ensku knatt­spyrnu­liðin hafa varið í leik­manna­kaup í sumar afar háar í öllu sam­hengi. Upp­hæðin er til dæmis hærri en öll þau tæp­lega sex­tíu knatt­spyrnu­lið sem leika í efstu deildum á Spáni, Ítalíu og Þýska­landi vörðu til sam­ans í sumar í því skyni að styrkja leik­manna­hópa sína.

Ekk­ert lið varði meira fé til leik­manna­kaupa en Chel­sea. Raunar varði Chel­sea meira fé í nýja leik­menn en nokk­urt lið í enska bolt­anum hefur gert á einu sumri hingað til, eða 40,3 millj­örðum íslenskra króna. Á hæla Chel­sea kom Manchester United, sem varði 34 millj­örðum í leik­menn.

Auglýsing

Á meðal þeirra sem bætt­ust í hóp­inn hjá Manchester United var brasil­íski væng­mað­ur­inn Ant­ony, sem kom frá Ajax í Amster­dam á loka­degi félaga­skipta­glugg­ans fyrir 86 millj­ónir punda. Hann var dýrastur allra þeirra leik­manna sem ensku liðin keyptu í sumar og er reyndar dýr­asti leik­mað­ur­inn sem enskt lið hefur nokkru sinni keypt á loka­degi félaga­skipta­glugga.

Áhrif nýrra sjón­varps­samn­inga

Pen­inga­streymið inn í ensku knatt­spyrn­una hefur stór­auk­ist á und­an­förnum árum vegna gríð­ar­legra verð­mætra sjón­varps­rétt­ar­samn­inga sem liðin njóta góðs af, en úrvals­deildin fær sam­an­lagt yfir 10 millj­arða punda, jafn­virði um 1.650 millj­arða íslenskra krónu, frá sjón­varps­stöðvum um heim allan vegna sölu sýn­ing­ar­réttar frá deild­inni næstu þrjú tíma­bil, eða fram til loka tíma­bils­ins 2024-25.

Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeim fjár­hæðum sem þarna eru und­ir. Kjarn­inn tók saman nokkra mola um leik­manna­við­skipti ensku lið­anna í sumar og setti fjár­hæð­irnar í íslenskt sam­hengi.

Heild­ar­upp­hæðin sam­svarar rúm­lega útgjöldum rík­is­ins til heil­brigð­is­mála

Heil­brigð­is­mál eru langstærsti útgjalda­liður íslenska rík­is­ins á hverju ári. Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2022 er áætlað að rúmir 300 millj­arðar króna renni til þess að reka heil­brigð­is­kerfið á Íslandi í ár, sem er hátt í þriðj­ungur af öllum inn­heimtum skatt­tekjum rík­is­ins, sem eiga að verða 955 millj­arðar í ár.

Eins og áður var nefnt vörðu ensku knatt­spyrnu­liðin 315 millj­örðum í að kaupa leik­menn í sum­ar, sem þýðir að hægt væri að halda uppi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi fyrir það fé sem tutt­ugu fót­bolta­fé­lög vörðu í að tryggja sér þjón­ustu nokk­urra tuga knatt­spyrnu­manna.

Chel­sea varði meira fé í leik­menn en inn­heimt er í elds­neyt­is­gjald

Gert er ráð fyrir því í fjár­lögum þess árs að tæpir 40 millj­arðar króna inn­heimt­ist vegna elds­neyt­is­gjalds, sem leggst ofan á hvern ein­asta seldan lítra af jarð­efna­elds­neyti. Þessi upp­hæð er ögn lægri en sú upp­hæð sem lið Chel­sea varði í nýja leik­menn í sum­ar, en það voru 40,3 millj­arðar króna, miðað við gengi breska punds­ins á föstu­dag.

Sá dýr­asti á pari við fram­lög til bygg­ingu nýs Land­spít­ala

Eins og áður var nefnt var dýr­asti leik­maður félaga­skipta­glugg­ans hinn brasil­íski Ant­ony sem Manchester United fékk til frá Ajax á fimmtu­dag­inn.

Auglýsing

Hann kost­aði félagið jafn­virði 14,2 millj­arða íslenskra króna, sem er svo gott sem á pari við áætluð fram­lög rík­is­ins til bygg­ingar nýs Land­spít­ala á þessu ári, en 14.177 millj­ónir króna renna í það verk­efni sam­kvæmt fjár­lög­um.

Antony skoraði fyrsta mark sitt fyrir Manchester United í gær. Mynd: EPA

Eyðsla nýliða meiri en allur kostn­aður við lög­gæslu í land­inu og fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð

Fram­ganga nýliða Nott­ing­ham For­est á leik­manna­mark­aðnum í sumar hefur vakið athygli, en þetta sögu­fræga lið leikur nú í efstu deild enska bolt­ans á ný eftir mörg mögur ár skör neð­ar.

Í Nott­ing­ham­borg er stefnan sett á að hald­ast í deild þeirra bestu, enda eftir miklu að slægj­ast vegna tekn­anna sem sjón­varps­rétt­ar­samn­ingar færa lið­unum í deild­inni. Liðið keypti hátt á þriðja tug nýrra leik­manna í sumar fyrir jafn­virði 23,2 millj­arða íslenskra króna.

Til þess að setja þá upp­hæð í sam­hengi mætti nefna að sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins er áætlað að rúmum 21 millj­arði verði varið í alla lög­gæslu á Íslandi á árinu. Svipuð upp­hæð er einnig áætluð til fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs, eða rúmir 22 millj­arð­ar.

Norskur marka­hrókur kost­aði svipað og ríkið inn­heimtir í veiði­gjöld í ár

Það hefur stundum verið meiri fyr­ir­ferð á Eng­lands­meist­urum Manchester City á leik­manna­mark­aðnum en í sum­ar. Félagið keypti þó Norð­mann­inn Erling Braut Haaland og nokkra leik­menn til við­bótar fyrir jafn­virði alls 19,9 millj­arða króna.

Haaland, sem hefur komið sem storm­sveipur inn í enska bolt­ann og skorað heil 10 mörk í fyrstu fimm umferðum móts­ins, kost­aði um 8,5 millj­arða króna.

Það er svipuð upp­hæð og þau veiði­gjöld sem lögð eru á útgerð­ar­fé­lög í ár, en alls nema álögð veiði­gjöld 8,37 millj­örðum króna.

Leicester og Land­bún­að­ar­há­skól­inn

Lið Leicester varði minnstu fé allra liða í deild­inni til leik­manna­kaupa. Á sama tíma seldi liðið frá sér varn­ar­mann­inn Wesley Fof­ana til Chel­sea á stórfé í síð­ustu viku og varð þannig eitt fárra liða sem kom út úr félaga­skipta­glugg­anum í plús.

Heildar­eyðsla Leicester í félaga­skipta­glugg­anum nam um 2,4 millj­örðum króna, sem sam­svarar rúm­lega þeirri upp­hæð sem rennur til rekstrar Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands úr rík­is­sjóði á þessu ári.

Eyðsla Aston Villa og Sout­hampton á pari við kostnað Íslands við alþjóð­lega þró­un­ar­sam­vinnu

Íslenska ríkið áætlar að veita rúmum 10,2 millj­örðum króna til alþjóð­legrar þró­un­ar­sam­vinnu á þessu ári. Það er svipuð upp­hæð og félögin Aston Villa og Sout­hampton vörðu hvort um sig til kaupa á nýjum knatt­spyrnu­mönnum í sum­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent