Fimm fótboltamenn á síðasta séns

Þeir eru 35, 37 og 39 ára og eiga eitt sameiginlegt, annað en að vera á fertugsaldri: Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar er þeirra síðasti séns til að leiða landslið sitt til sigurs.

Lionel Messi og Christiano Ronaldo eru að öllum líkindum að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti í knattspyrnu.
Lionel Messi og Christiano Ronaldo eru að öllum líkindum að spila á sínu síðasta heimsmeistaramóti í knattspyrnu.
Auglýsing

Hvað eiga Christ­i­ano Ron­aldo, Lionel Messi, Luka Modric, Dani Alves og Luis Suárez sam­eig­in­legt, annað en að vera heimsklassa knatt­spyrnu­menn á fer­tugs­aldri?

Það er kannski einmitt það sem sam­einar þá. Þeir eru allir í stórum hlut­verkum hjá lands­liðum sínum á heims­meist­ara­mót­inu í Doha í Katar sem hófst um síð­ustu helgi. Mögu­lega er þetta þeirra síð­asti séns til að leiða lands­lið sín til árang­urs. Pressan er mis mikil en allir eiga þeir þann draum sam­eig­in­legan að verða heims­meist­ar­ar.

Christ­i­ano Ron­aldo: 5. febr­úar 1985 – 37 ára

Ron­aldo hit­aði upp fyrir HM með umdeildu einka­við­tali við breska fjöl­miðla­mann­inn Piers Morgan þar sem hann setti út á Manchester United, félagið sem hann sneri aftur til í ágúst í fyrra eftir 12 ára fjar­veru. Í við­tal­inu fór hann einnig ófögrum orðum um leik­menn liðs­ins og knatt­spyrnu­stjór­ann, Hol­lend­ing­inn Erik Ten Hag. Á þriðju­dag­inn var til­kynnt að samn­ingi Ron­aldos við Manchester United hafi verið rift og er hann því laus allra mála og getur samið við annað félag án þess að United fái greiðslu fyrir hann.

Auglýsing

Ron­aldo getur því ein­beitt sér að HM. Þó svo að hann hafi ekki minnst einu orði á portú­galska lands­liðið í við­tal­inu umdeilda hefur Ron­aldo verið gagn­rýndur í heima­land­inu, þrátt fyrir að vera í guða­tölu og löngu álit­inn þjóð­hetja. Portú­galskir fjöl­miðlar hafa spurt Fern­ando Santos, þjálf­ara lands­liðs­ins, spurn­inga eins og hvort hann sé skyld­ugur til að velja Ron­aldo í byrj­un­ar­lið­ið.

Christiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins. Ef Portúgal verður heimsmeistari ætlar hann að hætta í fótbolta. Mynd: EPA

Í síð­ustu átta af níu leikjum með portú­galska lands­lið­inu fyrir heims­meist­ara­mótið tókst Ron­aldo ekki að skora. Það breytt­ist í fyrsta leik liðs­ins á HM í vik­unni þegar Ron­aldo skor­aði úr víta­spyrnu í leik liðs­ins gegn Ghana. Með mark­inu varð hann fyrsti leik­mað­ur­inn til að skora á fimm heims­meist­ara­mótum í knatt­spyrnu karla. Portú­gal hafði bet­ur, 3-2, en litlu mun­aði að leik­ur­inn end­aði í dramat­ísku jafn­tefli.

Ron­aldo leiddi Portú­gal til sig­urs á Evr­ópu­mót­inu 2016 og nú er komið að HM. Ef það tekst ætlar hann að leggja takka­skóna á hill­una. „Það er 100 pró­sent örugg­t,“ sagði Ron­aldo í við­tal­inu við Morg­an.

Lionel Messi: 24. júní 1987 – 35 ára

Áður en HM hófst var það umtalað að þetta yrði mótið hans Messi, nú væri komið að honum að leiða Argent­ínu til sig­urs á heims­meist­ara­móti og gull­tryggja þannig stöðu sína sem besti knatt­spyrnu­maður allra tíma.

Dag­inn fyrir fyrsta leik Argent­ínu á HM í vik­unni sagði Messi við fjöl­miðla að þetta væri lík­lega síð­asta heims­meist­ara­mótið sem hann spilar á. „Síð­asta tæki­færi mitt til að upp­fylla þennan stóra draum sem ég.“

Lionel Messi, fyrirliði Argentínu. Mynd: EPA

„Fall er far­ar­heill“ eru ein­kunn­ar­orð sem Messi ætti kannski að til­einka sér eftir 1-2 tap gegn Sádi-­Ar­abíu í fyrsta leik Argent­ínu á mót­inu á þriðju­dag. Messi kom Argent­ínu yfir úr víta­spyrnu snemma leiks en Sádi-­Ar­abía skor­uðu tvö mörk snemma í seinni hálf­leik og þar við sat. Óvænt­ustu úrslit í sögu móts­ins sögðu fjöl­miðl­ar, ekki bara á HM í Katar, heldur á HM frá upp­hafi.

Elsti sonur Messi, Thi­ago, er hans helsti stuðn­ings­mað­ur, en frá honum kemur líka mesta press­an. „Sann­leik­ur­inn er sá að hann setur mikla pressu á mig,“ sagði Messi við argent­ínska fjöl­miðla fyrir mót­ið. Messi þarf ekki að gefa upp von­ina. Spánn tap­aði fyrsta leik sínum gegn Sviss á HM 2010 en hamp­aði heims­meist­aratitl­inum í lok móts.

Luka Modric: 9. sept­em­ber 1985 – 37 ára

Króat­inn Luka Modric nær þeim áfanga á HM í Katar að vera fyrsti knatt­spyrnu­mað­ur­inn sem nær þeim áfanga að spila á heims­meist­ara- eða Evr­ópu­móti á þremur mis­mun­andi ára­tug­um. Modric spil­aði á sínu fyrsta heims­meist­ara­móti í Þýska­landi 2006. HM í Katar er hans átt­unda stór­mót með króat­íska lands­lið­inu og það þriðja sem fyr­ir­liði.

Luka Modric, fyrirliði króatíska landsliðsins. Mynd: EPA

Modric seg­ist ekki vera búinn að ákveða hvað taki við hjá honum eftir heims­meist­ara­mótið í Kat­ar. Ald­ur­inn virð­ist ekki vera að flækj­ast mikið fyrir hon­um. „Satt best að segja líður mér vel,“ sagði Modric, sem leikur með Real Madrid á Spáni, við fjöl­miðla fyrir mót.

Luis Suárez: 24. jan­úar 1987 – 35 ára

Suárez er meðal reynd­ustu sókn­ar­manna heims og hefur nafn hans vart verið nefnt í tengslum við HM í Katar án þess að Edin­son Cavani fylgi með, sem er lík­lega líka á sínu síð­asta heims­meist­ara­móti. Saman hafa þeir skorað 126 mörk fyrir úrúg­væska lands­liðið og eru marka­hæstir í sögu lands­liðs­ins.

Luis Suárez, leikmaður Úrúgvæ. Mynd: EPA

Suárez vill vænt­an­lega skapa betri minn­ingar á HM í Katar en á fyrri heims­meist­ara­mót­um, þar sem hendur og tennur komu oftar við sögu en knatt­spyrnu­hæfi­leikar hans. Úrúgvæ mætir einmitt Ghana í loka­leik H-rið­ils 2. des­em­ber, mótherja þar sem Suárez varði með hönd­unum á línu í leik lið­anna á HM í Suð­ur­-Afr­íku 2010.

Dani Alv­es: 6. maí 1983 – 39 ára

Dani Alves er í hópi elstu leik­manna á HM í ár, aðeins þrír leik­menn eru eldri en hann en allir eru þeir á fer­tug­asta ald­ursári.

Dani Alves er með elstu mönnum á HM í Katar. Mynd: EPA

Alves nær þeim áfanga að vera elsti Bras­il­íu­mað­ur­inn sem spilar á heims­meist­ara­móti og tekur tit­il­inn af Djalma Santos sem var 37 ára þegar hann spil­aði með brasil­íska lands­lið­inu á HM á Englandi 1966.

Alves lék á sínu fyrsta heims­meist­ara­móti árið 2010 í Suð­ur­-Afr­íku og á heima­velli fjórum árum síð­ar. Hann var ekki með á HM í Rúss­landi 2018 vegna meiðsla en er nú mætt­ur, á sitt síð­asta heims­meist­ara­mót.

Hlut­verk Alves á mót­inu í ár fer ekki síst fram utan vall­ar. Það sýndi sig í fyrsta leik Bras­ilíu gegn Serbíu þegar hann tók vel á móti Ric­harli­son þegar honum var skipt út af eftir að hafa skorað bæði mörk liðs­ins.

@manofthefootball24 Daniel Alves × Richarlison 😄😄 #ブラジル#worldcup #worldcup2022 #brazil #richarlison #goal #ゴラッソ #ワールドカップ #w杯 #vamos ♬ Mtg Beat Fino Dança do Pombo - DJ MESQUITA DE NV

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent