Friðelskandi Svíar græða milljarða á viðskiptum með vopn

Swedish_CV9040.jpg
Auglýsing

Svíar eru hlut­laus þjóð. Þessi hugsun var grund­völlur utan­rík­is­stefnu þeirra frá lokum seinni heims­styrj­aldar þótt heldur hafi hrikt í stoðum hlut­leys­is­ins síð­ustu ár. Olof Palme gagn­rýndi Banda­ríkin harð­lega vegna Víetna­m-­stríðs­ins en ris­inn í austri var engu að síður talin helsta öryggisógn lands­ins.

Sví­þjóð hefur aukið sam­starf sitt við NATO að und­an­förnu og fylgir þar ekki hvað síst for­dæmi Finna. Finnski for­set­inn sagði meðal ann­ars nýlega að ræða ætti um inn­göngu í NATO, en lengi vel þótti það óhugs­andi vegna mögu­legra við­bragða Rússa. Svíar og Finnar hafa ákveðið að auka varn­ar­sam­starf þjóð­anna með það að marki að þær geti sam­eina krafta sína ef stríð brjót­ist út. Þetta er í sam­ræmi við Stol­ten­berg-­skýrsl­una sem kom út fyrir nokkrum árum og hvetur til auk­ins varn­ar­sam­starfs Norð­ur­landa­þjóð­anna.

Hlut­leysi Svía hefur vakið mikla athygli á heims­vísu og gjarnan talað um þá sem frið­elsk­andi þjóð. Hins vegar gleym­ist oft að Svíar þurfa að reka öfl­ugan her sem býr yfir nýj­ustu tækni til að bæta upp fyrir hlut­falls­lega fámennar sveit­ir. Svíar eru þess vegna meðal öfl­ug­ustu vopna­fram­leið­anda og útflytj­enda í heimi. Þótt stærstur hluti útflutn­ings­ins fari til þjóða innan Evr­ópu­sam­bands­ins ratar hluti vopn­anna alltaf til ein­ræð­is­herra.

Auglýsing

Óviðeig­andi markaðssetn­ingÍs­lend­ingar tengja Saab verk­smiðj­una lík­lega einna helst við bíla en stað­reyndin er sú að fyr­ir­tækið er langstærsti vopna­fram­leið­andi Sví­þjóðar með um 60% mark­aðs­hlut­deild. Fyrir nokkrum árum birtu sænskir fjöl­miðlar fréttir af því hvernig Saab mark­aðs­setti vopn. Til þess var leitað í smiðju kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og fram­leidd aug­lýs­ing sem vakti blendin við­brögð. Fyr­ir­tækið þótti hafa gengið heldur of langt og sér­stak­lega með notkun á slag­orð­inu „Sjáðu fyrst – dreptu fyrst“.

Það vakti athygli í mynd­inni að orystuflug­mað­ur­inn var leik­inn af konu sem átti að sýna að þrátt fyrir allt væru Saab verk­smiðj­urnar með­vit­aðar um jafn­rétti, líka þegar kæmi að dráps­vopn­um. Annað sem þótti óvið­eig­andi var aug­lýs­ing fyrir vopn sem einkum er notað til að skjóta á bryn­varin öku­tæki. Þar var sér­stak­lega tekið fram að vopnið væri með still­ingu fyrir „mjúk skot­mörk“ – eins og til dæmis mann­eskj­ur.

Deilt um vopnaútflutn­ing til Saudi-­ArabíuSvíar fluttu út vopn fyrir um 8 millj­arða sænskra króna (um 130 millj­arðar ISK) árið 2014 sem var um þriðj­ungi minna en árið áður. Af því fóru um 78 pró­sent til Evr­ópu­sam­bands­landa auk Banda­ríkj­anna, Ástr­alíu og Kanada. Þegar tíma­bilið 2003-2013 er skoðað kemur í ljós að Sví­þjóð er í tólfta sæti yfir helstu vopna­út­flytj­endur í heimi með um 2 pró­sent af heild­inni. Sví­þjóð er hins vegar í þriðja sæti þegar miðað er við útflutn­ing sem hlut­fall af fólks­fjölda, á eftir Ísr­ael og Rúss­landi. Sum árin hefur Sví­þjóð verið í efsta sæti list­ans.

Útflutn­ingur til Saudi-­Ar­abíu er aðeins lít­ill hluti af vopna­við­skiptum lands­ins en hefur hins vegar vakið hörð við­brögð í Sví­þjóð. Árið 2005 gerði rík­is­stjórn Jafn­að­ar­manna leyni­legan samn­ing um vopna­verk­smiðju í Saudi-­Ar­abíu við stjórn­völd þar í landi. Rík­is­stjórn Rein­feld­t’s end­ur­nýj­aði samn­ing­inn árið 2010 en það var ekki fyrr en árið 2012 þegar sænska rík­is­út­varpið birti fréttir af sam­komu­lag­inu sem það komst upp. Í kjöl­farið vökn­uðu spurn­ingar um það hvernig rétt­læta mætti slíkan samn­ing við land sem ítrekað hefur verið staðið að grófum mann­rétt­inda­brot­um. Í skýrslu sænska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er mann­rétt­inda­brot­unum lýst nákvæm­lega og þau sögð vera þess eðlis að alþjóða­sam­fé­lagið ætti að bregð­ast við þeim.

Snýst vopna­sala um frjáls viðskipti?Á föstu­dag birt­ist grein í Dag­ens Nyheter þar sem 31 for­svars­maður í sænsku við­skipta­lífi hvatti til þess að vopna­við­skiptum við Saudi-­Ar­abíu yrði fram­hald­ið. Á list­anum mátti meðal ann­ars sjá stjórn­endur í bönkum en einnig for­svars­menn fyr­ir­tækja á borð við Vol­vo, H&M, Erics­son og Scania. Í grein­inni er fjallað um hversu háðir Svíar eru útflutn­ingi og að trú­verð­ug­leiki Sví­þjóðar sem við­skipta­lands sé í húfi. Mik­il­vægt sé að standa við gerða samn­inga.

Saudi-­Ar­abía er í átj­ánda sæti yfir helstu útflutn­ings­lönd Sví­þjóðar en í fjórða sæti þegar lönd utan Evr­ópu eru skoð­uð. Þrátt fyrir mann­rétt­inda­brot segja stjórn­end­urnir að við­skipti og sam­ræður séu besta leiðin til að auka lýð­ræði og bæta mann­rétt­indi. Verði vopna­við­skiptum við landið hætt, segja for­svars­menn­irn­ir, megi gera ráð fyrir að önnur við­skipti skað­ist einnig.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar ræðir við fréttamenn. Stefan Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar ræðir við frétta­menn.

Þessi rök halda þó ekki að mati hag­fræði­pró­fess­ors­ins Olof Johans­son-Sten­man. Hann segir að útflutn­ingur til Saudi-­Ar­abíu sé aðeins tæpt pró­sent af útflutn­ingi Sví­þjóðar og því ekki um gríð­ar­legan skell að ræða ef hann minnki. Þess utan sé ekki gert ráð fyrir nei­kvæðum við­brögðum frá mik­il­væg­ari útflutn­ings­löndum eins og Þýska­landi, sem þegar hafi ákveðið að selja ekki vopn til Saudi-­Ar­ab­íu.

Deilt um málið innan stjórn­ar­innarRík­is­stjórn Jafn­að­ar­mann og Umhverf­is­flokks­ins þarf fljót­lega að ákveða hvort sam­komu­lagið við Saudi-­Ar­abíu verði fram­lengt. Nokkuð öruggt mál telja að for­sæt­is­ráð­herran Stefan Löf­ven vilji fram­lengja enda hefur hann sterk tengsl við við­skipta­lífið og fram­leiðslu­iðn­að­inn í gegnum fyrra starf sitt sem for­maður verka­lýðs­fé­lags.

Stuðn­ingur meðal flokks­manna fyrir til­lög­unni er hins vegar minni og þá hefur Umhverf­is­flokk­ur­inn lýst því yfir að hann sé henni mót­fall­inn. Spurn­ingin sem Svíar standa frammi fyrir snýst að lokum ekki bara um vopna­sölu­samn­ing við Saudi-­Ar­ab­íu. Hún snýst um utan­rík­is­stefnu lands­ins og hvort áhersla á bar­áttu fyrir mann­rétt­indum fari alltaf saman við frjáls við­skipti og hlut­leys­is­stefn­una.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None