Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni

Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.

Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Auglýsing

Danskir veð­bankar höfðu ekki spáð dönsku kvenna­sveit­inni Reddi góðu gengi með lagið „The Show“. Þeir reynd­ust sann­spá­ir. Af 17 þátt­tak­endum í fyrri umferð und­an­úr­slit­anna, sl. þriðju­dag var Reddi spáð 15. sæti, en lög og flytj­endur í 10 efstu sæt­unum komust áfram og stigu á svið á úrslita­kvöld­inu. Meðal þess­ara 10 voru full­trúar Íslands og Nor­egs en Danir sátu eft­ir.

Tóku fyrst þátt árið 1957

Eurovi­son söngvakeppnin var fyrst haldin 24. maí 1956. Keppnin fór fram í Lugano í Sviss, fyr­ir­myndin var söng­keppni sem haldin hafði verið í San­remo á Ítalíu frá árinu 1951. Sjö þjóðir tóku þátt í fyrstu keppn­inni: Belgía, Frakk­land, Þýska­land, Lúx­em­borg, Holland, Ítalía og Sviss. Hver þjóð sendi tvö lög, fram­lag Sviss „Refra­in“ bar sigur úr být­um. Þrjú lönd til við­bót­ar, Dan­mörk, Aust­ur­ríki og Bret­land höfðu ætlað að taka þátt en þátt­tökutil­kynn­ing­arnar bár­ust of seint. Í fyrstu keppn­inni var ein­ungis heim­il­aður einn flytj­andi frá hverri þjóð en árið eftir máttu flytj­endur vera tveir en hver þjóð sendi þá eitt lag, líkt og í dag.

Auglýsing

Árið 1957 voru þátt­tak­endur frá tíu lönd­um, þeim sem tóku þátt fyrsta árið og lönd­unum þrem sem voru of sein með umsókn­irnar árið áður. Keppnin fór fram í Frank­furt í Þýska­landi.

Full­trúar Dana árið 1957 voru Birthe Wilke og Gustav Winckler, þau sungu lagið „Ski­bet skal sejle i nat“. Í lok lags­ins kysst­ust þau Birthe og Gustav, koss­inn stóð í 11 sek­úndur og það olli reiði og undrun full­trúa sumra þátt­töku­þjóð­anna. Parið afsak­aði sig með því að þeim hefði verið sagt að bíða eftir merki um að ljúka koss­in­um, eftir þrjár til fjórar sek­únd­ur. Sá sem átti að gefa merkið gleymdi sér hins­vegar og þess vegna varð koss­inn svona lang­ur. Lagið hafn­aði í þriðja sæti. Fyrsta árið sem keppnin var haldin voru engar reglur um lengd laga en ári síðar var lengdin tak­mörkuð við þrjár og hálfa mín­útu.

Dansevise

Grethe og Jørgen Ingmann sigruðu Eurovision með laginu Dansevise árið 1963. Mynd: Af Wikipedia.

Árið 1963 voru þátt­töku­þjóð­irnar orðnar sext­án, þar á meðal bæði Sví­þjóð, Nor­egur og Finn­land. Keppnin fór fram í London. Fram­lag Dana þetta ár var „Dan­sevise“, flytj­endur Grethe og Jørgen Ing­mann. Þegar dóm­nefndin í Nor­egi til­kynnti nið­ur­stöðu sína heyrði kynn­ir­inn í London, Katie Boyle ekki hvað sagt var og sagð­ist hafa sam­band við Noreg síð­ar.

Þeir sem fylgd­ust með keppn­inni heyrðu hins­vegar að sá norski nefndi Sviss sem vinn­ings­lag­ið. Þegar norska dóm­nefndin til­kynnti svo nið­ur­stöðu sína, í annað sinn, hafði nafni Sviss verið skipt út fyrir Dan­mörku. Þegar málið var rann­sakað kom í ljós að Danir höfðu fengið flest stig en vegna mis­skiln­ings til­kynnti dóm­nefnd­ar­for­mað­ur­inn að Sviss fengi stig Nor­egs. Keppnin 1964 fór fram í tón­leika­salnum í Tívolí og þar báru ítölsku kepp­end­urnir sigur úr být­um, með yfir­burð­um.

Tólf ára hlé

Árið 1966 hafn­aði fram­lag Dana í 14. sæti og í fram­haldi af því ákvað Niels Jørgen Kaiser, yfir­maður dæg­ur­mála­deildar danska sjón­varps­ins að þátt­töku í keppn­inni yrði hætt. Rökin voru þau að lögin í keppn­inni væru ekki í háum gæða­flokki.

Jafn­framt var inn­an­land­s­keppn­inni, þar sem fram­lag Dana til Eurovision hafði verið val­ið, hætt. Þetta hlé stóð til árs­ins 1978, þá var Niels Jørgen Kaiser hættur sem yfir­maður og aðrir vindar teknir að blása innan veggja danska sjón­varps­ins.

Upp og ofan

Á tíma­bil­inu 1984 til 1990 gekk Dönum vel í keppn­inni, þótt þeir næðu ekki að sigra. Voru meðal átta efstu í sex skipti, þar af fjórum sinnum meðal fimm efstu.

Eftir 1990 gekk Dönum mis­jafn­lega, voru ekki með á úrslita­kvöld­inu árin 1994, 1996 og 1998.

Breyttar reglur og Brødrene Olsen

Árið 1999 tóku gildi breyttar regl­ur. Breyt­ingin fólst í því að flytj­endur voru ekki bundnir af að syngja á eigin þjóð­tungu. Fram­lag Dana árið 2000 var lagið „Fly on the Wings of Love“ (Smuk som et stjernesku­d). Flytj­endur voru Brødrene Olsen, þeir Jørgen og Niels Olsen. Þeim hafði ekki verið spáð góðu gengi: tveir mið­aldra karlar með kassagít­ara, báðir í svörtum jakka­föt­um. Engin dans­spor og engin dans­sýn­ing. Þetta gæti ekki endað vel, töldu margir sem tjáðu sig í dönskum fjöl­miðl­um. Annað kom á dag­inn, karl­arnir með kassagít­ar­ana slógu algjör­lega í gegn og sigr­uðu. Þeir fengu 195 stig, Rúss­land varð í öðru sæti með 155 stig og Lett­land í þriðja sæti.

Olsen bræður, Jørgen og Niels Olsen., fagna sigri í 45. Eurovision söngvakeppninni sem haldin var í Globen-höllinni í Svíþjóð, 13. maí 2000.

Árið 2001 fór keppnin fram í Parken í Kaup­manna­höfn. Þar urðu Rollo og King (hljóm­sveitin skírð eftir hundum stofn­end­anna) í öðru sæti. Árið 2003 gekk ekki jafn vel, danska fram­lagið það ár hafn­aði í 24. og neðsta sæti.

Eitt, tvö, þrjú kvöld og Emmelie de For­est

Árið 2004 var fyr­ir­komu­lag­inu breytt og keppn­is­kvöldin tvö. Síðar urðu keppn­is­kvöldin þrjú, eins og í dag: tvö und­an­úr­slita­kvöld og svo úrslita­kvöld­ið. Þessar breyt­ingar voru gerðar til að mæta síauknum fjölda þátt­tak­enda.

Frá árinu 2004 hefur Dan­mörk í ell­efu skipti náð inn í úrslit­in, fimm sinnum setið eft­ir. Árið 2013 bar fram­lag Dan­merkur „Only Tear­drops“ í flutn­ingi Emmelie de For­est sigur úr být­um. Danir höfðu þar með sigrað þrisvar sinn­um.

Emmelie de Forest með glerhljóðnemann, verðlaunagrip Eurovision, eftir sigur Dana árið 2013. Mynd: EPA

Hafa misst takt­inn

Frá 2013 hefur leið­in, með und­an­tekn­ing­um, legið niður á við.

Í fyrra náði danska lagið ekki í úrslitin og sagan end­ur­tók sig í ár. Og nú er spurt: Hvað veld­ur? Þessi spurn­ing hefur brunnið á vörum margra Dana síð­ustu daga.

Morten Mad­sen, eig­andi vef­síð­unnar Eurosong, sem hefur fylgst náið með Eurovision árum saman sagði í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að lagið „The Show“ væri ein­fald­lega ekki nógu gott og félli greini­lega ekki að smekk ann­arra en Dana. Hann sagði að hljóm­sveitin hefði staðið sig mjög vel „en það dugir ekki til, lagið þarf að hitta í mark“. Morten Mad­sen sagð­ist hafa vit­að, og skrifað á Eurosong síð­una, að lagið myndi ekki ná langt. Hann sagði jafn­framt að önnur lög sem voru með í dönsku söngvakeppn­inni (þar sem lagið var val­ið) hefðu að sínu mati ekki náð lengra.

Hvað er til ráða?

Áður­nefndur Morten Mad­sen sagði í útvarps­við­tali að danska útvarpið þurfi að hugsa málið uppá nýtt, „það er engu lík­ara en þar á bæ hafi fólk glatað til­finn­ing­unni fyrir því hvað fellur í smekk ann­arra Evr­ópu­þjóða“.

Útvarps­mað­ur­inn Ole Tøp­holm, sem hefur fylgst með danskri dæg­ur­tón­list árum saman og var kynnir danska sjón­varps­ins um tíu ára skeið tekur undir orð Morten Mad­sen og sagði í við­tali við danska útvarpið að danska söngvakeppnin og Eurovision væri sitt­hvað. Ef maður vill ná árangri í Eurovision þýðir ekki að ein­blína á hvað gangi vel í danska útvarp­inu. Ole Tøp­holm sagði að Svíum hefði tek­ist að velja lög sem sam­ein­uðu smekk heima­manna og íbúa ann­arra landa. Hann sagði jafn­framt að danskir tón­lista­menn stæðu fylli­lega jafn­fætis kol­legum sínum í öðrum lönd­um, lög þeirra kom­ast bara ekki í dönsku söngvakeppn­ina „af því að fólk heldur að þau gangi ekki í Eurovision“.

Ergi­legt

Erik Struve Han­sen deild­ar­stjóri hjá DR og umsjón­ar­maður dönsku söngvakeppn­innar telur ekki að hægt sé að reikna út hvað falli í kramið hjá áhorf­endum og dóm­nefndum utan danskra land­steina. Hann sagði í við­tali, eftir fyrra und­an­úr­slita­kvöld­ið, að vita­skuld yrði reynt að átta sig á hvað hefði farið úrskeiðis tvö ár í röð og hvað yrði hægt að gera bet­ur.

Og það væri hund­fúlt, eins og hann komst að orði að hafa ekki náð í úrslit­in. Hann vildi hins­vegar ekki sam­þykkja full­yrð­ingar sem heyrst hafa um að það sé „skanda­le“ að danska lagið hafi tvisvar í röð ekki náð í úrslit­in. „Sjö lönd af 17 komust ekki áfram, við erum í þeim hópi,“ sagði Erik Struve Han­sen.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar