Greinir á um hvort tónlistargoð skuli undanþegin herskyldu

Kóreska poppsveitin BTS skilar milljörðum inn í kóreskt efnahagslíf og hefur vakið heimsathygli á menningu landsins, en nú gætu sjömenningarnir sem skipa hljómsveitina farið að þurfa að skipta úr sviðsgallanum og í herbúning.

BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
Auglýsing

Eins og mörgum er kunn­ugt er í gildi her­skylda fyrir alla unga karl­menn, sem til þess hafa lík­am­lega burði, í Suð­ur­-Kóreu, enda á landið tækni­lega í stríði við nágranna sinn í norðri þó vopna­hlé á milli land­anna tveggja hafi staðið yfir í nokkra ára­tugi. Þannig þurfa ungir menn að gera hlé á lífi sínu í minnst 18 mán­uði á meðan þeir eru á aldr­inum 18 til 28 ára til þess að sinna her­skyldu. Skiptar skoð­anir eru á því hvort, eða þá hverj­ir, eigi að fá und­an­þágu frá her­skyld­unni.

Umræðan nú snýr helst að liðs­mönnum K-pop sveit­ar­innar BTS og hvort þeir eigi að hljóta und­an­þágu frá her­skyld­unni vegna ann­ars konar fram­lags þeirra til sam­fé­lags­ins, en BTS hefur hlotið heims­frægð og hefur komið suð­ur­-kóreskri menn­ingu ræki­lega á kort­ið, auk þess sem vel­gengni þeirra skilar gíf­ur­legum fjár­hæðum inn í efna­hags­lífið í land­inu. Þannig hefur hljóm­sveitin selt yfir 30 milljón plötu­ein­tök á heims­vísu, verið til­nefnd til Gram­my-verð­launa og ratað ofar­lega á vin­sæld­ar­lista bæði í Bret­landi og í Banda­ríkj­un­um, og hafa vanga­veltur um und­an­þágu popp­goð­anna, sem öll eru á þrí­tugs­aldri, verið í umræð­unni í Suð­ur­-Kóreu frá árinu 2020 þegar lagið Dynamite með BTS varð fyrsta kóreska lagið til þess að ná á topp vin­sæld­ar­list­ans í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing
Nú er tím­inn hins vegar að renna út, enda eru minna en þrjár vikur þangað til Yoon Suk-yeol tekur við emb­ætti for­seta af Moon Jae-in, sem brást við árangri BTS með því að leyfa popp­stjörnum að fresta her­skyld­unni þangað til þær yrðu þrí­tug­ar, en elsti söngv­ari sveit­ar­innar er 29 ára og mun þurfa að gefa sig fram til her­skyldu fyrir lok árs. Hinir liðs­menn BTS eru allir fæddir á árunum 1993 til 1997 og hafa því örlítið meiri tíma, að því er fram kemur í umfjöllun Guar­dian um mál­ið.

BTS á Grammy-verðlaunahátíðinni.

Sam­kvæmt núgild­andi lögum eru aðeins íþrótta­menn sem hafa kom­ist á pall á Ólymp­íu- eða Así­leikum og tón­list­ar­menn sem eru þekktir eða hafa hlotið alþjóð­leg verð­laun á sviði klass­ískrar tón­listar und­an­þegnir her­skyldu. Þeirra á meðal eru til dæmis Cho Seong-j­in, sem varð fyrstur kóreu­manna til þess að sigra alþjóð­legu Chop­in-pí­anó­leik­ana og Son Heung-m­in, sókn­ar­maður breska efstu­deild­ar­liðs Totten­ham í knatt­spyrnu. Að öðru leyti hafa suð­ur­-kóresk stjórn­völd litla þol­in­mæði fyrir mönnum sem reyna að kom­ast undan her­skyldu. Til að mynda var leik­ar­anum Steve Yoo, einnig þekktum sem Yoo Seung-j­un, vísað úr landi og honum meinuð end­ur­koma í kjöl­far þess að hann kom sér undan her­skyldu með því að verða sér úti um banda­rískan rík­is­borg­ara­rétt skömmu áður en til stóð að boða hann til her­skyldu árið 2002.

Kunni að setja var­huga­vert for­dæmi

Eins og áður segir hefur hljóm­sveitin BTS skapað mikil verð­mæti fyrir Suð­ur­-Kóreu, en samt sem áður eru um það afar skiptar skoð­anir hvort liðs­menn hennar eigi að fá und­an­þágu vegna þessa. Mörgum finnst þeir eiga það skilið en ótt­ast að það muni setja var­huga­vert for­dæmi þar sem erfitt verði að leggja mat á það hverjir eigi raun­veru­lega rétt á und­an­þág­unni og ótt­ast að for­dæmið verði mis­notað af öðrum sem ekki séu verð­ugir þess að vera und­an­skyldir her­skyld­unni. Öðrum finnst aðrar leiðir fær­ari, svo sem að veita meiri sveigj­an­leika þannig að stjörnur geti unnið störf sín og þjónað landi sínu sam­hliða.

Til stendur að taka málið fyrir á suð­ur­-kóreska þing­inu og von­ast for­svars­menn sveit­ar­innar eftir því að ákvörðun verði tekin áður en nýr for­seti tekur við völd­um, en þeir ótt­ast að málið týn­ist í enda­lausum umræðum verði það raun­in. Tím­inn er í hið minnsta naumur og ekki síst fyrir Jin, eða Kim Seok-j­in, elsta liðs­mann sveit­ar­inn­ar. Þeir eiga, undir núgild­andi lög­um, allir yfir höfði sér her­skyldu innan fárra ára, en eng­inn þeirra hefur tjáð sig opin­ber­lega um mál­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar