Hafa sofið á eftirlitsverðinum

Eftirlit með rafmagns- og tölvuköplum sem liggja á hafsbotni í Evrópu, ásamt gas- og olíuleiðslum, er allt of lítið. Skemmdirnar á Nord Stream-gasleiðslunum hafa vakið margar þjóðir Evrópu, þar á meðal Dani, af værum blundi.

Danskt herskip við höfnina í Ronne í Borgundarhólmi, ekki langt frá því þar sem spreng­ingar urðu í Nord Str­eam-gasleiðsl­unni fyrir skömmu.
Danskt herskip við höfnina í Ronne í Borgundarhólmi, ekki langt frá því þar sem spreng­ingar urðu í Nord Str­eam-gasleiðsl­unni fyrir skömmu.
Auglýsing

Í langri frétta­skýr­ingu sem birt var á vef­síðu Danska útvarps­ins, DR, fyrir nokkrum dögum er skýr­ing­ar­mynd. Hún sýnir köngu­ló­ar­vef (orða­lag DR) kapla og röra sem liggja á hafs­botni við Dan­mörku og tengja dönsku eyj­arnar við umheim­inn. Gaslagn­ir, olíu­leiðsl­ur, raf­magns- og tölvukapl­ar, sam­tals rúm­lega 30 tals­ins.

Þangað til fyrir um mán­uði síðan lá þessi röra- og kapla­bún­aður nán­ast eft­ir­lits­laus á hafs­botni. Skemmd­irnar á Nord Str­eam-gasleiðsl­unum hafa hins­vegar opnað augu margra fyrir því hve við­kvæmar þessar lagnir eru og hve auð­velt virð­ist vera að valda skemmdum á þeim.

Hvernig á að fylgj­ast með köplum og rörum á hafs­botni?

Þessa spurn­ingu lagði frétta­maður danska útvarps­ins fyrir Nils Wang fyrr­ver­andi yfir­mann í danska sjó­hern­um. Að sögn Nils Wang þarf slíkt eft­ir­lit að vera tvenns kon­ar: vöktun með þar til gerðum bún­aði á hafs­botni og í öðru lagi skipu­lagt eft­ir­lit með umferð skipa á dönsku haf­svæði. Tækni­kunn­áttu til að sinna þessum verk­efn­um, bæði á hafs­botni og skipa­um­ferð, ræður danski her­inn þegar yfir að sögn Nils Wang.

Auglýsing

Varð­andi vöktun á hafs­botni nefndi Nils Wang tund­ur­dufla­slæðar­ann Salt­holm sem not­aður hefur verið til að rann­saka skemmd­irnar á Nord Str­eam-gasleiðsl­unni í Eystra­salti. Salt­holm er búinn svo­nefndum Site- Scan sonar til að mynda hafs­botn­inn en danski flot­inn ræður sam­tals yfir sex skipum sömu gerðar og Salt­holm. Þau eru öll búin Site-Scan són­ar­tækjum og að jafn­aði eru þrír í áhöfn.

­Skip­unum er jafn­framt hægt að fjar­stýra frá her­skip­um, ef hætta er talin á ferð­um. Són­ar­tækið áður­nefnda er dregið með­fram, eða yfir, kap­al­inn eða rörið sem verið er að vakta. Með því að bera svo saman nýjar myndir við eldri myndir (allt varð­veitt í tölvu) er hægt að sjá breyt­ingar á köplum og rör­um.

Nils Wang segir að þótt danski sjó­her­inn búi yfir tækni­kunn­áttu til að sinna þessu verk­efni vanti mikið á að nægur bún­aður sé til stað­ar. Hvað varðar síð­ara atrið­ið, eft­ir­lit með skipa­ferð­um, sagði Nils Wang að danska strand­gæslan hefði til umráða 30 skip, sem geta ann­ast það verk­efni.

Aldrei hægt að úti­loka skemmd­ar­verk

Þótt hægt sé að fylgj­ast með skipa­ferðum og vakta kapla og leiðslur á hafs­botni verð­ur, að mati Nils Wang, aldrei hægt að úti­loka skemmd­ar­verk.

Hann telur að fyrsta skrefið í eft­ir­liti með köplum og leiðslum á hafs­botni gæti verið að skil­greina þau svæði sem eru við­kvæmust. Sums staðar liggja kaplar og leiðslur á fjög­urra kíló­metra dýpi og fremur ósenni­legt að reynt yrði að vinna skemmd­ar­verk á svo miklu dýpi. Hann gat þess einnig að það sé meira en að segja það að ætla að fylgj­ast grannt með á hafs­botn­inum og nefndi að í smá­bænum Nørre Nebel á Suð­vest­ur­-Jót­landi kemur á land sæstrengur sem er rúm­lega 15 þús­und kíló­metra lang­ur. Þessi strengur tengir saman Banda­ríkin og Evr­ópu.

Aukin umferð rúss­neskra kaf­báta

Fyrir skömmu birti dag­blaðið The Times við­tal við Tony Rada­kin flota­for­ingja í breska sjó­hern­um. Þar kom fram að á síð­ustu 20 árum hefði orðið gríð­ar­leg (fænomenal) aukn­ing á ferðum rúss­neskra kaf­báta. Bretar hefðu reynt að rekja ferðir Rúss­anna og árið 2020 varð árekstur milli bresks her­skips og rúss­nesks kaf­báts. Í kjöl­far þess urðu miklar vanga­veltur um að Rússar væru að kort­leggja kapla á hafs­botni.

Fyrir tíu dögum eyði­lagð­ist sæstrengur (net­kap­all) sem tengir Hjaltlandseyjar við Skotland. Ekki er vitað hvort það var skemmd­ar­verk eða fiski­troll sem eyði­lagði streng­inn. Viku áður en þetta gerð­ist skemmd­ist sæstrengur norðan við Hjaltlandseyj­ar. Sá strengur liggur til Fær­eyja. Íbúar Hjaltlands, sem eru 22 þús­und voru þá dögum saman í vand­ræðum með síma, tölvur og net­banka.

7. jan­úar sl. urðu skemmdir á sæstreng skammt frá Longye­ar­byen á Sval­barða. Ekki er vitað hvað olli en grunur beind­ist að rúss­neskum tog­ara sam hafði verið að veiðum á þessum slóð­um. Með neð­an­sjáv­ar­mynda­vél sást eitt­hvað sem talið var að gæti verið far eftir troll en enn hefur ekki fund­ist skýr­ing á hvað gerð­ist.

Njósn­a­skipið Yantar

Eftir skemmd­ar­verkið á Nord Str­eam-gasleiðsl­unni hafa norskir fjöl­miðar fjallað tals­vert um rúss­neska njósn­a­skipið (orða­lag norskra miðla) Yant­ar.

Yantar var tekið i notkun árið 2015 og er sagt vera búið full­komnum tækjum til neð­an­sjáv­ar­rann­sókna. Í ágúst í fyrra fylgd­ust Bretar með skip­inu þar sem það sigldi allengi beint fyrir ofan sæstreng sem liggur frá Banda­ríkj­unum til Írlands. Yantar sást enn­fremur á sömu slóðum og til stendur að leggja sæstreng­inn Celtic Nor­se, milli Nor­egs og Írlands.

Haustið 2021 sást til skips­ins fyrir norðan Skagen í Dan­mörku. Skömmu síðar var slökkt á svo­nefndum AIS-sendi skips­ins, tæki sem notað er til að stað­setja skip.

Rússneska njósnaskipið Yantar er sagt vera búið fullkomnum tækjum til neðansjávarrannsókna. Mynd: EPA

Líf­línur upp­lýs­inga og orku

Nokkrum dögum eftir að skemmd­irnar á Nord Str­eam-gasleiðsl­unni komu í ljós lagði Ursula von der Leyen for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins fram drög að áætlun um eft­ir­lit og varnir á mik­il­vægum innviðum „líf­línum upp­lýs­inga og orku“ eins og hún komst að orði. „Skemmd­ar­verkin á Nord Str­eam-­leiðsl­unni hafa sýnt okkur fram á hve við­kvæmt orku­flutn­inga­kerfi okkar er,“ sagði Ursula von der Leyen.

Hún sagði að orku­flutn­inga­kerfið væri það fyrsta sem þyrfti að skoða varð­andi öryggi og varnir en sama gilti í raun um gagna­flutn­inga­kerf­ið.

Evr­ópu­sam­bandið þarf að mati Ursulu von der Leyen að stór­auka notkun gervi­hnatta í þessu skyni og styrkja sam­vinn­una við NATÓ.

Ursula von der Leyen hefur einnig kynnt áætlun um að styrkja og auka sam­vinnu ESB-land­anna varð­andi borg­ar­ana og nefndi í því sam­bandi sam­starfið í kringum COVID-19 veiruna. „Sú sam­vinna gekk mjög vel en við þurfum að koma skipu­lag­inu í fast­ari skorð­ur,“ sagði Ursula von der Leyen.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar