„Um viljaverk var að ræða“

Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.

Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
Auglýsing

Dönsk og sænsk stjórn­völd hafa sent Sam­ein­uðu þjóð­unum bréf í tengslum við umræður á fundi örygg­is­ráðs stofn­un­ar­innar um gaslek­ann í Eystra­salti. Fund­ur­inn fer fram í kvöld og á honum er staðan á stríð­inu í Úkra­ínu einnig til umræðu.

Rúss­nesk stjórn­völd fóru fram á að fundur yrði hald­inn í örygg­is­ráð­inu til að ræða gasleka á leiðsl­unum Nord Str­eam 1 og 2 sem liggja frá Rúss­landi til Þýska­lands.

Bréf Norð­ur­land­anna tveggja var sent stofn­un­inni til að tryggja að umræðan um lek­ann yrði á „fag­legum og stað­reynda­mið­uð­um“ grunni.

Auglýsing

Jeppe Kof­od, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, segir að í bréf­inu hafi verið upp­lýst um allt sem vitað er á þess­ari stundu um lek­ann, „nefni­lega það að um vilja­verk var að ræða,“ segir hann. Tvær spreng­ingar urðu skammt frá dönsku eyj­unni Borg­und­ar­hólmi á mánu­dag. Í kjöl­farið hafa upp­götvast 4 göt á leiðsl­unum og streymir nú jarð­gas í gríð­ar­legu magni upp á yfir­borð­ið.

Í bréf­inu kemur m.a. fram að jarð­skjálfta­fræð­ingar hafi stað­fest spreng­ingar sem jafn­ast á við notkun „nokk­urra hund­raða kílóa“ af sprengi­efni. Þá kemur enn­fremur fram að umfang lek­ans sé gríð­ar­legt og af yfir­borði sjávar megi ráða að götin á leiðsl­unni séu risa­vax­in, milli 200-900 metrar á lengd.

Dönsk og sænsk stjórn­völd hafa tekið höndum saman við rann­sókn máls­ins enda er eitt gat á leiðsl­unni innan danskrar lög­sögu og annað innan sænskr­ar. Öllum steinum verður velt við, segir í bréf­inu, til að fá „skýra mynd af því sem gerð­ist og af hverju“.

Gas streymir enn úr leiðsl­un­um. Ekki er vitað með vissu hversu mikið magn af gasi, sem aðal­lega er metangas, var í þeim er þær sprungu.

Stjórn­völd í bæði Úkra­ínu og Pól­landi telja að rúss­nesk stjórn­völd hafi staðið að spreng­ing­un­um. Stjórn­völd í öðrum löndum Evr­ópu fara var­legar í síkar yfir­lýs­ingar en segja flest ljóst að um skemmd­ar­verk sé að ræða.

Danski herinn hefur eftitlit með svæðinu þar sem lekinn er. Bann við bæði flugi og sjóferðum er í grenndinni. Mynd: EPA

Nord Str­eam gasleiðsl­urnar eru að mestu í eigu rúss­neska rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom. Rússar hafa ítrekað notað gasið, sem Evr­ópa er mjög háð, sem vopn gegn við­skipta­þving­unum sem Evr­ópu­sam­bandið og fleiri hafa beitt þá vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu. Veru­lega var dregið úr gas­flæð­inu í sumar og loks var alveg skrúfað fyr­ir. Skömmu síðar urðu spreng­ing­arn­ar.

Norska lofts­lags­stofn­unin telur að í það minnsta 80 þús­und tonn af met­ani hafi nú þegar sloppið út í and­rúms­loftið frá götum leiðsl­unn­ar. Til sam­an­burðar er öll losun Norð­manna á met­ani árlega í kringum 17 þús­und tonn. „Við höfum aldrei áður séð neitt þessu líkt,“ sagði Cat­hrine Lund Myhre, rann­sak­andi við stofn­un­ina, á blaða­manna­fundi í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent