Aðsend mynd hallgrimurtesla123131.jpg
Aðsend mynd

„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu“

Lögmaðurinn og almannatengslaráðgjafinn Þorbjörn Þórðarson fletti upp eignum rithöfundarins Hallgríms Helgasonar í bæði fasteignaskrá og ökutækjaskrá til þess að komast að því hvort rétt væri að hann ætti Tesla-bifreið, sem reyndar er í eigu nágranna hans. Hugmyndin var að nota Teslu-eignina gegn honum á opinberum vettvangi. Hallgrímur segir að honum hafi brugðið er hann komst að því að njósnað hefði verið um sig með þessum hætti.

Vörn Sam­herja í bar­átt­unni um almanna­á­litið eftir að Namib­íu­málið kom upp á yfir­borðið síðla árs 2019 hefur tekið á sig ýmsar mynd­ir. Sumar skringi­legri en aðr­ar. Lög­mað­ur­inn og almanna­tengsla­ráð­gjaf­inn Þor­björn Þórð­ar­son not­aði til dæmis bæði fast­eigna­skrá Þjóð­skrár og öku­tækja­skrá Sam­göngu­stofu til þess að fletta upp eignum rit­höf­und­ar­ins Hall­gríms Helga­son­ar, í kjöl­far þess að Hall­grímur setti fram gagn­rýni á Sam­herja í des­em­ber árið 2019. Þetta sýna þau sam­skipta­gögn sem Kjarn­inn hefur undir höndum glögg­lega fram á.

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hjá Sam­herja sagði Þor­birni að hann teldi að Hall­grímur ætti raf­magns­bíl af gerð­inni Tesla. Sam­kvæmt sam­skipt­unum ætti það að gefa til­efni til þess að koma höggi á rit­höf­und­inn á opin­berum vett­vangi — að koma því á fram­færi að hann ætti rán­dýran raf­magns­bíl — ver­andi á sama tíma á lista­manna­laun­um. Páll sagð­ist ein­ungis þurfa að fá það stað­fest að Hall­grímur ætti Tesl­una sem stæði í grennd við heim­ili hans, en ekki nágranni hans.

Ekki kemur fram í þessum sam­skiptum hvernig Páll öðl­að­ist vit­neskju um að Tesla-bif­reið stæði stundum nærri heim­ili Hall­gríms í Reykja­vík. Sú kenn­ing hans var sett fram í tölvu­pósti til Þor­björns ásamt öðrum „efni­við“ sem mætti nýta til þess að rægja ein­stak­linga.

„Svaka­legt“ að upp­götva njósnir um heim­ilið

Hall­grímur segir við Kjarn­ann að honum hafið brugðið við að heyra af þessu. „Þetta er svaka­legt, að upp­götva að það sé verið að njósna um heim­ili manns, skoða hvaða bíla maður á og á ekki og fletta upp eignum manns.“

Tesla-bif­reiðin sem um ræðir er í eigu nágranna Hall­gríms. „Ég á mjög góða granna, við búum í tví­býl­is­húsi og deilum inn­keyrslu. Það er skugga­legt að sjá svona vinnu­að­ferð­ir, ekki síst þar sem þetta er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins og þeir menn sem þar ráða eru mjög valda­miklir og bein­tengdir inn í rík­is­stjórn Íslands,“ segir Hall­grím­ur.

Auglýsing

Hann skýtur því að í sam­tali við blaða­mann að hann telji Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra aldrei hafa tjáð sig með skýrum og afger­andi hætti um mál­efni Sam­herja og fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins síðan Namib­íu­málið kom upp á yfir­borð­ið.

„Ég á ekki von á neinu frá Katrínu núna heldur þar sem Sam­herji á einn ráð­herra við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Það er ekki furða að Sam­herji telji sig geta kom­ist upp með allt,“ segir Hall­grím­ur.

Reglur gilda um upp­flett­ingar lög­manna

Lög­menn geta fengið sér­stakan aðgang að bæði fast­eigna­skrá og öku­tækja­skrá í krafti starfs­rétt­inda sinna, en sá aðgangur er hins vegar háður ákveðnum tak­mörk­un­um.

Til dæmis skal gæta að því að óvið­kom­andi kom­ist ekki yfir upp­lýs­ingar sem lög­maður fær úr fast­eigna­skrá og söfnun upp­lýs­inga úr fast­eigna­skránni er raunar með öllu óheimil nema not­and­inn hafi lögvarða hags­muni af slíkri söfn­un. Tekið er fram á vef Þjóð­skrár að mis­notkun kunni að varða við lög.

Í öku­tækja­skrá mega lög­menn síðan ein­ungis fletta upp eftir kenni­tölum ef þeim hefur verið falið að inn­heimta kröfur eða ef þeir eru að fara með skipti þrota­bús eða dán­ar­bús. Sam­göngu­stofa seg­ist loka var­an­lega á aðgang lög­manna sem fari ítrekað á svig við þessar regl­ur, en við fyrsta brot skal loka aðgangi lög­manns í 3 mán­uði.

Erfitt er að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að ein­hverjum þess­ara skil­yrða hafi verið mætt 20. des­em­ber 2019, þegar Þor­björn fletti upp eignum rit­höf­und­ar­ins og félags í hans eigu, í því skyni að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort hann gæti mögu­lega átt Teslu.

„Ég get flett því upp í öku­tækja­skrá. Ég hef aðgang að öllum fast­eign­um, öku­tækjum og skip­um,“ sagði lög­mað­ur­inn í tölvu­pósti til Páls, sem svar­aði um hæl: „Glæsi­legt 😀 þú ert rétti mað­ur­inn fyrir okkur hjá Sam­herja 😃“.

Nokkru seinna svar­aði Þor­björn aft­ur. „Hall­grímur Helga­son rit­höf­undur er ekki skráður eig­andi Teslu,“ sagði lög­mað­ur­inn og rakti svo að Hall­grímur ætti tvo bíla af Hyunda­i-­gerð, ann­ars vegar Santa Fe og hins vegar Gall­oper-jeppa. Einnig fylgdi sög­unni að Hall­grímur hefði áður átt Skoda-bif­reið af gerð­inni Oct­a­via en selt hana árið 2007.

Auglýsing

Þor­björn kom því einnig á fram­færi við Pál hvaða fast­eign rit­höf­und­ur­inn ætti sam­kvæmt fast­eigna­skrá og fletti sömu­leiðis upp einka­hluta­fé­lagi Hall­gríms, sem átti hvorki fast­eign né bif­reið, sam­kvæmt athugun lög­manns­ins og almanna­tengsla­ráð­gjafans.

„Þannig að ef að Hall­grímur hefur aðgang að Teslu þá er hún hvorki í hans eigu né félags­ins,“ skrif­aði lög­mað­ur­inn í svar­pósti sín­um, sem bar ein­fald­lega heitið „Eignir Hall­gríms Helga­son­ar“. Þar með var það mál úr sög­unni — Tesla í eigu ein­hvers ann­ars en Hall­gríms gat ekki verið notuð til að koma höggi á rit­höf­und­inn.

Þor­björn og Páll rök­ræddu við þing­menn

Rit­höf­und­ur­inn Hall­grímur kom þó aftur við sögu í sam­skiptum þeirra Þor­björns og Páls. Hall­grímur setti inn færslu í hóp­inn Fjöl­miðlanördar á Face­book snemma í ágúst árið 2020 og gagn­rýndi þar frétt Morg­un­blaðs­ins um sam­an­tekin reikn­ings­skil þeirra fyr­ir­tækja sem Sam­herji starf­rækti í Namibíu á árunum 2012-2018, sem sett var fram undir fyr­ir­sögn­inni „Ekk­ert arð­rán átt sér stað“.

Vert er að taka fram að Morg­un­blaðið fékk aðgang að gögnum um rekstur Sam­herja í Namibíu frá Sam­herja sjálfum og byggði frétt­ina á þeim og full­yrð­ingum Björg­ólfs Jóhanns­sonar þáver­andi starf­andi for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, sem sagð­ist vona til þess að birt­ing þess­ara upp­lýs­inga yrði til þess að umfjöllun fjöl­miðla um Sam­herja yrði „sann­gjarn­ari“. Einnig er vert að taka fram að Sam­herji brást ekki við ósk Kjarn­ans um afhend­ingu sömu gagna, sem sett var fram í kjöl­far þess að frétt Morg­un­blaðs­ins birt­ist.

Hall­grímur setti inn gagn­rýni á frétta­flutn­ing Mogg­ans af töl­unum frá Sam­herj­a­sam­stæð­unni — sagði raunar að það væri gott að eiga fjöl­miðil „ef maður er glæpon!“ og út frá því spunn­ust miklar umræð­ur, enda eld­fim yfir­lýs­ing.

Hér ber að taka fram að Sam­herji á ekki lengur hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en sá eign­ar­hlutur var seldur Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík með selj­enda­láni frá Sam­herja sjálf­um.

Páll kom Sam­herja til varnar í þeim leðjuslag sem átti sér stað í kommenta­kerf­inu, með hjálp Þor­björns.

Lög­mað­ur­inn sendi Páli tölvu­póst með til­lögu að svari til Hall­gríms, sem birt­ist síðan orð­rétt undir nafni Páls í umræð­unni – reyndar með smá nið­ur­lagi sem virð­ist frá Páli sjálfum kom­ið. Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata svar­aði athuga­semd Páls og nokkur orða­skipti urðu þeirra á milli í fram­hald­inu.

Þor­björn Þórð­ar­son var áfram á hlið­ar­lín­unni.

Í sam­skiptum Þor­björns og Páls þennan dag, 9. ágúst 2020, má finna tvo tölvu­pósta frá Þor­birni sem bera heitin „Svar við kommenti Björns Leví“ og „Svar til Björns Leví nr. II“. Bæði svörin sem Þor­björn sendi birti Páll algjör­lega orð­rétt undir sínu eigin nafni í orða­skiptum sínum við þing­mann­inn.

Björn Leví er ekki eini þing­mað­ur­inn sem Þor­björn hefur svarað í gegnum Pál í ein­hverjum rifr­ildum á inter­net­inu um Namib­íu­málið eða önnur mál sem snerta Sam­herja. Þor­björn átti nefni­lega líka svar á reiðum höndum fyrir Helgu Völu Helga­dóttur þing­mann Sam­fylk­ing­ar, seinna í þess­ari sömu umræðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar