Hátt í 100 þúsund félagar á flokksskrám stjórnmálaflokkanna

Skráðir félagar í stjórnmálaflokkum á Íslandi eru hátt í 100 þúsund talsins, sem er ákaflega hátt hlutfall kjósenda í alþjóðlegum samanburði. Líklega eru þó margir skráðir í fleiri en einn flokk.

Svona er hlutfallsleg skipting skráðra félaga í flokkunum, samkvæmt því sem Kjarninn kemst næst.
Svona er hlutfallsleg skipting skráðra félaga í flokkunum, samkvæmt því sem Kjarninn kemst næst.
Auglýsing

Í alþjóð­legum sam­an­burði eru ákaf­lega margir skráðir í stjórn­mála­flokka á Íslandi, en skráðir félagar í flokk­unum eru sam­an­lagt hátt í 100 þús­und, sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst eftir að hafa leitað svara hjá flokk­unum sjálf­um. Ekki er ósenni­legt að margir ein­stak­lingar séu skráðir í fleiri en einn stjórn­mála­flokk og því er fjöldi þeirra ein­stak­linga sem eiga þessar tæp­lega 100 þús­und aðildir að flokk­unum eflaust eitt­hvað lægri.

Allir flokkar lands­ins nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn reynd­ust til­búnir að gefa upp hve margir félagar þeirra eru þegar Kjarn­inn leit­aði svara um það nýlega.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er langstærstur íslenskra flokka. Óljóst er þó nákvæm­lega hversu margir félag­arnir á flokks­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru, en eftir því sem Kjarn­inn kemst næst eru þeir á bil­inu 40 til 50 þús­und tals­ins. Heim­ildum ber ekki saman og flokk­ur­inn neitar að gefa fjölda félaga út opin­ber­lega. Sama hvora töl­una er stuðst við þá er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn langstærstur er litið er til fjölda félaga.

Auglýsing

Í sam­taln­ingu Kjarn­ans verður miðað við að félagar í flokknum séu um 45 þús­und tals­ins, sem er mitt á milli þeirra talna sem vísað hefur verið til af fólki sem þekkir til. Árið 2009 gaf flokk­ur­inn sjálfur út að félagar væru um 50 þús­und tals­ins.

Mið­flokk­ur­inn þög­ull sem gröfin

Ekki hefur reynst mögu­legt að kom­ast að því hversu margir eru í Mið­flokkn­um, en flokk­ur­inn hefur þá stefnu að gefa ekki upp fjölda félaga, sam­kvæmt svari starfs­manns flokks­ins til Kjarn­ans. Mið­flokk­ur­inn, sem var stofn­aður í aðdrag­anda kosn­inga 2017, er því ekki með í þess­ari sam­taln­ingu Kjarn­ans. Svörin sem feng­ust frá ein­stak­lingum sem þekkja til mála í Mið­flokknum þegar blaða­maður reyndi að lokka fram svör voru þó þau að fjöldi flokks­manna hlypi á þús­und­um, eða þá að flokks­menn væru „nógu margir“.

Sam­fylk­ingin næst stærsta hreyf­ingin

Fjöldi félaga var minna feimn­is­mál hjá öðrum stjórn­mála­öflum sem Kjarn­inn leit­aði til með fyr­ir­spurn­ir. Fyrir utan Sjálf­stæð­is­flokk­inn er Sam­fylk­ingin sá flokkur sem hefur flesta skráða félaga. Sam­kvæmt svörum sem feng­ust frá flokknum eru félagar í Sam­fylk­ing­unni um 15 þús­und tals­ins um þessar mund­ir, en flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1998 með sam­runa Alþýðu­flokks­ins og nokk­urra ann­arra afla á vinstri væng stjórn­mál­anna, í breið­fylk­ingu íslenskra jafn­að­ar­manna sem ætlað var að verða mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Fram­sókn­ar­menn flestir í lands­byggð­unum

Þar næst kemur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem er með 12.664 félaga á lands­vísu, sam­kvæmt svari frá skrif­stofu flokks­ins. Í svar­inu frá Fram­sókn, sem er elsti starf­andi stjórn­mála­flokkur lands­ins, fékkst einnig sund­ur­liðun á fjölda félaga eftir kjör­dæm­um. Þar kemur í ljós að þeir eru hlut­falls­lega mun miklu fleiri í lands­byggð­ar­kjör­dæmum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Flestir eru skráðir Fram­sókn­ar­menn í Suð­ur­kjör­dæmi, eða hátt í 3.300 tals­ins og fæstir í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, eða rúm­lega 2.100 manns.

Í Reykja­vík all­ri, þar sem 36 pró­sent kjós­enda kjósa eru félagar í Fram­sókn­ar­flokknum ein­ungis rúm­lega hund­rað fleiri en í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem tæp 12 pró­sent kjós­enda voru á kjör­skrá í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra. Flokk­ur­inn hefur haft það að mark­miði að auka fylgi sitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og teflir nú fram tveimur af þremur ráð­herrum sínum í odd­vita­sætum í Reykja­vík.

Vinstri græn aldrei verið fleiri

Félagar í Vinstri grænum eru sam­kvæmt svari frá skrif­stofu flokks­ins um 8.000 tals­ins og hafa aldrei verið fleiri en um þessar mund­ir, en eins og Kjarn­inn sagði frá á vor­dögum tútn­uðu kjör­skrár flokks­ins út í aðdrag­anda próf­kjöra sem haldin voru hjá flokknum í öllum kjör­dæm­um.

Auglýsing

Eru þá upp­taldir félagar í fjór­flokknum svo­kall­aða, þeim fjóru rót­grónu flokkum og arf­tökum þeirra sem hafa verið með yfir­burða­stöðu á Íslandi frá því að þeir urðu til á fyrri hluta síð­ustu ald­ar. Sam­an­lagður fjöldi skráðra félaga í þessum fjórum flokkum er um eða yfir 80 þús­und manns.

Nýju flokk­arnir minni ein­ingar

Eins og eðli­legt má telja eru nýju flokk­arn­ir, sem allir hafa orðið til á und­an­förnum ára­tug, öllu minni í sniðum en þeir sem eru rót­grón­ari í íslenskum stjórn­málum og með lengri sögu á bak við sig.

Ef litið er til fjölda félaga eru Píratar stærstir af nýju flokk­un­um, en flokk­ur­inn bauð í fyrsta skipti fram til Alþingis árið 2013. Sam­kvæmt svari frá flokknum eru félag­arnir hart­nær 5.200 tals­ins, þar af tæp­lega 1.800 í Reykja­vík.

Auglýsing

Píratar eru á sjötta þúsund talsins, samkvæmt upplýsingum frá flokknum.

Við­reisn, sem bauð fyrst fram árið 2016, seg­ist vera með um 2.700 félags­menn, en í svari starfs­manns flokks­ins til Kjarn­ans var þess sér­stak­lega getið að flokk­ur­inn hefði aldrei haldið próf­kjör, sem eru jú ein helsta ástæðan fyrir því að fólk skráir sig í stjórn­mála­flokka.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem býður nú fram til Alþingis í fyrsta sinn, hefur verið að safna liði af nokkrum krafti und­an­farna mán­uði og gefur reglu­lega út að félögum sé að fjölga. Sam­kvæmt svari sem Kjarn­inn fékk frá flokknum á síð­ustu vikum var fjöldi félaga að nálg­ast 2.700.

Flokkur fólks­ins seg­ist síðan vera með um 1.000 félaga, en flokk­ur­inn bauð fyrst fram til Alþingis árið 2016.

Til við­bótar við þessa flokka hafa fleiri flokkar sprottið fram á sjón­ar­sviðið á síð­asta rúma ára­tug, sem hafa verið umbrota­tímar í íslenskum stjórn­mál­um, en síðan horfið á nú jafn­harð­an. Aug­ljós­asta dæmið um slíkt stjórn­mála­afl er Björt fram­tíð, sem býður ekki fram til Alþingis að þessu sinni eftir að hafa tekið sæti í rík­is­stjórn fyrir ein­ungis fimm árum síð­an.

Flokkar í vanda?

Þrátt fyrir þennan mikla fjölda félaga í flokk­unum hafa verið settar fram efa­semdir um virkni íslensku flokk­anna á und­an­förnum miss­er­um. Sjálf­boða­starf í sam­fé­lag­inu almennt hefur farið minnk­andi og flokk­arn­ir, sem eru orðnar vel fjár­magn­aðar ein­ingar með síhækk­andi fram­lögum hins opin­bera, þurfa æ minna á virkri þátt­töku almenn­ings að halda þar sem þeir hafa fólk á launum í hinum ýmsu hlut­verk­um. Eða svo virð­ist mörgum raunin vera utan­frá.

Eitt nýjasta dæmið um skarpa gagn­rýni á hlut­verk flokk­anna í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi á Íslandi kom fram í pistli frá Styrmi Gunn­ars­syni heitnum í Morg­un­blað­inu fyrir rúmum mán­uði síð­an. Þar sagði hann íslensku stjórn­mála­flokk­ana hrein­lega vera í vand­ræð­um.

„Nýju flokk­arnir eru nafnið tómt og á bak við þá eru fámennir hópar fólks. Gömlu flokk­arnir eiga sér lengri sögu og sumir þeirra eru með þús­undir og jafn­vel tug­þús­undir flokks­manna. En þeirra vanda­mál er stöðn­un. Þeim hefur ekki tek­izt að laga sig að breyttu sam­fé­lagi og eru hræddir við nýjar hug­myndir eða aðrar skoð­anir en þær sem eru ríkj­andi hverju sinn­i,“ skrif­aði Styrm­ir.

Í grein sinni lagði Styrmir út frá stuttu við­tali Kjarn­ans við Guð­jón Brjáns­son frá­far­andi þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem þar setti fram vanga­veltur um að flokk­ur­inn þyrfti mögu­lega að hugsa sinn gang. „Það mundi kveikja mikið líf í þeim flokki ef efnt yrði til opins fundar í flokknum um þessa spurn­ingu Guð­jóns,“ skrif­aði Styrm­ir, en taldi lík­urnar á því þó hverf­andi.

Hann sagði að með sama hætti ætti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn „að efna til opins fundar um hálend­is­þjóð­garð, sem ein­hverjir þing­menn þvæld­ust fyrir að yrði sam­þykktur á þingi“ og sagði að slíkur fundur gæti ef til vill opnað augu ein­hverra þing­manna fyrir því að „and­staða við hálend­is­þjóð­garð er aft­ur­hald af verstu teg­und.“ Ekki væru þó miklar líkur á því.

Styrmir sagði sömu­leiðis að hið sama mætti segja um Vinstri græn. „Þegar skoð­ana­könn­unin birt­ist um and­stöðu kjós­enda VG við sam­starfið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn hefði verið eðli­legt að efna til opins fundar í VG um þá könn­un. Það var ekki gert,“ skrif­aði rit­stjór­inn fyrr­ver­andi í sitt gamla blað.

Lítill hvati til að skrá sig úr flokkum eftir prófkjörsþátttöku

Það eru margir skráðir í stjórn­mála­flokka á Íslandi í bæði evr­ópskum og alþjóð­legum sam­an­burði. Fyrir utan þær tölur sem feng­ust frá flokk­unum og Kjarn­inn fjallar hér um, hefur reglu­lega verið spurt að því á und­an­förnum árum hvort fólk sé skráð í stjórn­mála­flokka.

Í nýút­gef­inni bók íslenskra stjórn­mála­fræð­inga, Elect­oral Polit­ics in Crisis After the Great Recession, sem byggir auk ann­ars á nið­ur­stöðum íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar sem fram­kvæmd hefur verið síð­ustu ára­tugi, má lesa að tæp­lega 20 pró­sent kjós­enda hafi sagst vera með­limir í stjórn­mála­flokki við síð­ustu kosn­ingar árið 2017.

Þó er sú mæl­ing dregin í efa af stjórn­mála­fræð­ing­unum sjálf­um, sökum þess að þeir áætla að margir séu mögu­lega skráðir í stjórn­mála­flokk án þess að vita af því.

Auð­velt er að ganga í stjórn­mála­flokka hér á landi, jafn­vel marga í einu, flokks­gjöld eru sjaldn­ast inn­heimt og því eng­inn hvati til þess að skrá sig úr þeim, þrátt fyrir að til­gangur þess að ganga í flokk­inn hafi ein­fald­lega verið sá að kjósa ein­hvern kunn­ingja í próf­kjöri, eins og stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Gunnar Helgi Krist­ins­son hefur bent á í umfjöll­unum um þetta efni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar