Heimild til að slíta félögum sem skila ekki ársreikningum hefur aldrei verið nýtt

Þegar lögum um ársreikninga var breytt árið 2016 fékk Skatturinn heimild til að slíta félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Fimm árum síðar hefur heimildinni aldrei verið beitt vegna þess að ráðherra hefur ekki sett nauðsynlega reglugerð.

Lögin heyra undir þann hluta atvinnuvegaráðuneytisins sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir stýrir.
Lögin heyra undir þann hluta atvinnuvegaráðuneytisins sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir stýrir.
Auglýsing

Ársreikningaskrá hefur aldrei krafist skipta á félögum sem skila ekki ársreikningi, þrátt fyrir að heimild sé til þess í lögum. Ástæðan er sú að atvinnuvegaráðherra hefur ekki sett nánari fyrirmæli um meðferð slíkra mála í reglugerð, en umrædd reglugerð er forsenda þess að ársreikningaskrá geti beitt ákvæðinu.

Þetta kemur fram í svari Skattsins við fyrirspurn Kjarnans um málið. 

Árið 2016 voru viðurlög við því að skila ársreikningum seint eða alls ekki hert umtalsvert með lagabreytingu. Tilgangurinn var að bæta skil en einnig að sporna gegn kennitöluflakki og auka gagnsæi. 

Samkvæmt lögunum um ársreikninga á að skila inn slíkum innan átta mánaða frá því að rekstarári lýkur. Það þýðir að flest félög, sem miða við almanaksárið í rekstri sínum, þurfa að skila ársreikningi fyrir lok ágústmánaðar á hverju ári. Geri þau það ekki getur Skatturinn lagt á félögin sekt. Hún er þó afar lág, 600 þúsund krónur, og lítið mál fyrir fyrirtæki sem vilja ekki sýna inn á rekstur sinn að greiða hana. 

Félög fengu 14 mánuði

Hin viðurlögin sem lagabreytingin heimilaði eru þyngri. Í lögunum segir að ef „ársreikningi eða samstæðureikningi hefur ekki verið skilað innan [sex] 1) mánaða frá því að frestur … til skila á ársreikningi eða samstæðureikningi er liðinn eða frá því að ársreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi sem lagður hefur verið fram til opinberrar birtingar hafi ekki verið fullnægjandi skal ársreikningaskrá krefjast skipta á búi félagsins.“

Auglýsing
Það þýðir að ef félag hefur ekki til að mynda skilað ársreikningi til ársreikningaskrár vegna ársins 2019 hefði Skatturinn, samkvæmt laganna hljóðan, haft heimild til þess að krefjast skiptum á búi þess í byrjun mars síðastliðins. 

Dauð heimild á meðan að ráðherra setur ekki reglugerð

Þrátt fyrir að fimm ár séu síðan að viðurlögin voru innleidd í íslensk lög, og að fyrir liggi að fjölmörg félög hafa ekki skilað ársreikningum innan þess 14 mánaða ramma sem þau þurfa frá lokum rekstrarárs til að forðast upplausn, þá hefur Skatturinn aldrei beitt ákvæðinu. 

Samkvæmt svari Skattsins við fyrirspurn Kjarnans um málið er ástæðan sú að í lögunum komi fram að ráðherra eigi að setja „nánari fyrirmæli um meðferð slíkra mála hjá ársreikningaskrá í reglugerð.“

Málefni ársreikningaskrár heyra undir atvinnuvegaráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir stýrir þeim hluta ráðuneytisins sem fer með þau málefni.

Kjarninn spurði Skattinn einnig hvort að gripið væri til sérstakra aðgerða ef fyrirtæki sem teldust til 20 stærstu fyrirtækja landsins hefðu ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019, þegar nokkrar daga væru til þess að skila ætti ársreikningi 2020. Í svari stofnunarinnar segir að ársreikningaskrá Skattsins birti auglýsingar í fjölmiðlum  og sendir áminningar á þjónustuvef allra félaga sem eru skilaskyld til ársreikningaskrár um að skiladagur nálgist. „Ekki er gerður greinarmunur á stærð félaga í tengslum við þessa upplýsingagjöf.

Risavaxið fyrirtæki grunað um efnahagsbrot skilar ekki ársreikningum

Ástæða þess að Kjarninn spurðist fyrir um málið er að eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji Holding, hefur ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2019 þrátt fyrir að hafa átt að gera það á síðasta ári. Samkvæmt lögum um ársreikningaskrá hefði heimild skattayfirvalda til að slíta félaginu vegna vanskila á ársreikningi að hafa virkjast í lok febrúar síðastliðins.

Helstu eigendur og stjórnendur Samherja Holding eru frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Eigið fé Samherja Holding var rúmlega 58 milljarðar króna í lok árs 2018, samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið hefur birt. Félagið heldur utan um þorra erlendrar starfsemi Samherjasamstæðunnar, en umfangsmikil rannsókn hófst á henni á árinu 2019, eftir opinberun fjölmiðla á starfsháttum Samherja í Namibíu. Grunur er um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Málið er til rannsóknar hérlendis hjá bæði embætti héraðssaksóknara og skattayfirvöldum auk þess sem ákært hefur verið í því í Namibíu.

Kjarninn óskaði skýringum frá forsvarsmönnum Samherja Holding um ástæður þess að fyrirtækið hefði ekki skilað inn ársreikningnum, líkt og lög gera ráð fyrir, í upphafi árs. Í svari þeirra sagði að enn væri unnið að gerð reikningsins, og að sú vinna hefði tafist af ýmsum ástæðum. „Ársreikningi 2019 fyrir Samherja Holding ehf. verður skilað þegar hann er tilbúinn, sem verður innan ekki langs tíma.“

Í júní hafði reikningnum enn ekki verið skilað og því sendi Kjarninn aðra fyrirspurn um málið til Samherja Holding. Henni var ekki svarað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar