Heimilin í landinu, hrægammar og íslenski kúrinn allt dæmi um popúlíska orðræðu

14428296416_594c7b9d02_z.jpg
Auglýsing

Orð­ræða ýmissa fram­sókn­ar­manna um Ices­a­ve, gegn Evr­ópu­sam­band­inu, um íslenska kúr­inn, hrægamma­sjóði, heim­ilin í land­inu og gegn inn­flytj­end­um, nú síð­ast múslim­um, ber ein­kenni þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé orð­inn þjóð­ern­ispopúl­ískur flokk­ur. Þetta kemur fram í fræði­grein Eiríks Berg­mann, „Pop­u­l­ism in Iceland: Has the Progressive Party tur­ned pop­u­list?“ sem birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál og stjórn­sýsla í dag. Ei­ríkur kemst að þeirri nið­ur­stöðu að flokk­ur­inn sé að minnsta kosti mjúk útgáfa af popúl­ískum flokki.

Popúl­ism­inn ekki ein­faldur



Ei­ríkur segir að þjóð­ern­is­hyggja hafi lengi verið und­ir­liggj­andi í evr­ópskum stjórn­málum og popúl­ismi sé „ná­skyldur ætt­ingi“ þjóð­ern­is­hyggj­unn­ar. Popúl­ismi sé hins vegar ekki ein­hver vel afmörkuð og rök­rétt stefna og að minnsta kosti þrjár bylgjur popúl­isma hafi riðið yfir á und­an­förnum 40 til 50 árum og alltaf í tengslum við kreppur eða miklar félags­legar breyt­ing­ar. Þær hafi allar verið ólíkar rétt eins og flokk­arnir sem hafa talist til popúlista.

Í grein­inni kemur fram að ekki er sam­hljómur um það í fræð­unum hver skil­grein­ingin á popúl­isma eigi að vera, en Eiríkur tekur fram tíu ein­kenni sem nútíma popúl­ískir stjórn­mála­flokkar í Evr­ópu bera.

Þessir flokkar eru iðu­lega á móti inn­flytj­endum og elít­um. Þeir eru fullir efa­semda um Evr­ópu­sam­run­ann, í þeim eru siða­predik­arar sem aðhyll­ast vernd­un­ar­stefnu í efna­hags­mál­um, tala fyrir lögum og reglu og eru á móti fjöl­menn­ing­ar­þróun í Evr­ópu. Þeir vilji heldur höfða til til­finn­inga en raka, geri grein­ar­mun á „okk­ur“ og „hin­um“ og treysti á sterka leið­toga sem séu gæddir per­sónu­töfrum og tali í ein­földum lausnum á flóknum málum sem íþyngi almenn­ingi. Hann segir að hægt sé að finna dæmi um öll þessi ein­kenni hjá Fram­sókn­ar­flokknum und­an­farin ár.

Auglýsing

Breytti um stefnu mjög hratt eftir að Sig­mundur tók við



Ei­ríkur segir að þrátt fyrir að þjóð­ern­is­hyggja sé og hafi alltaf verið sterk á Íslandi hafi þjóð­ern­ispopúl­ískir flokkar ekki, svip­aðir þeim sem hafi rutt sér til rúms ann­ars staðar í Evr­ópu, ekki náð mik­illi fót­festu fyrr en eftir hrun­ið. Það hafi verið í því umhverfi sem ný for­ysta komst til valda í gamla land­bún­að­ar­flokkn­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi átt rætur sínar að rekja til land­bún­að­ar­sam­fé­lags­ins og hafi alla tíð verið byggður á þjóð­ern­is­kennd. Flokk­ur­inn hafi þó reynt að nútíma­væð­ast fyrir hrunið og reynt að ná til kjós­enda í þétt­ari byggðum lands­ins. Hann hefði alltaf verið efa­semd­ar­flokkur þegar kom að Evr­ópu­sam­band­inu en þetta hafi breyst og á árunum 2000 til 2004 hafi hann jafn­vel verið í for­ystu þeirra flokka sem töl­uðu fyrir Evr­ópu­sam­bands­að­ild.

Þegar Sig­mundur Davíð hafi tekið við stjórn­ar­taumunum eftir kreppu hafi hins vegar fljótt verið snúið aftur til stjórn­mála fyrri tíma. Ný for­ysta flokks­ins hafi hoppað yfir frjáls­lyndu tím­ana og farið aftur í að sam­sama sig með þjóð­ern­issinn­uðum for­verum eins og Jónasi Jóns­syni frá Hriflu. Flokk­ur­inn hafi fljótt breytt um stefnu og fært sig í popúl­ísk­ari átt.

Hann sé þannig eitt mjög fárra dæma um hefð­bundna flokka sem færi sig yfir í popúl­is­mann. Hinir flokk­arnir séu Þjóð­ar­flokk­ur­inn í Sviss og Frels­is­flokk­ur­inn í Aust­ur­rík­i. Ei­ríkur bendir einnig á að flokk­ur­inn sé þá fyrsti popúl­íski flokk­ur­inn á Norð­ur­lönd­unum til að vera í for­svari rík­is­stjórn­ar.

Orð­ræðan passar við öll ein­kenni popúl­isma



Ei­ríkur rekur dæmi um orð­ræðu fram­sókn­ar­manna, ekki síst Sig­mundar Dav­íðs, gegn ESB og gegn Ices­a­ve. Þá fjallar hann um ummæli fram­sókn­ar­manna um erlenda kröfu­hafa, sem hafi kerf­is­bundið verið kall­aði hrægammar, og um ummæli gegn inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og múslim­um.

Eiríkur rekur einnig óánægju meðal fram­sókn­ar­manna sem sögðu sig úr flokknum vegna stefnu­breyt­inga. Frjáls­lynd­ari með­limir eins og Guð­mundur Stein­gríms­son hafi farið úr flokkn­um, og þá hafi Sig­mundur Davíð orðið óum­deildur og vel lið­inn leið­togi, sem sé eitt merkj­anna um popúl­isma. Gagn­rýni frá öðrum um að flokk­ur­inn væri að fær­ast í popúl­íska átt hafi verið mætt með því að segja það taktík vinstri­s­inn­aðrar elítu og ein­elti.

Eiríkur fjallar einnig um sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar, og það að þjóð­ern­is­kennd hafi alltaf verið rík hér á landi. Þetta lit­ist af því að vilja vera sjálf­stæð og full­valda þjóð en á sama tíma vera við­ur­kennd sem jafn­ingi ann­arra ríkja. Einn hluti sjálfs­mynd­ar­innar togi Ísland frá öðrum ríkjum með því að leggja áherslu á hversu ein­stakir Íslend­ingar séu, en annar ýti á þátt­töku í alþjóða­hag­kerf­inu. Þetta valdi oft spennu, nú síð­ast í hrun­inu og eftir það.

Ennþá frekar þjóð­ern­is­flokkur en ein­göngu popúl­ískur



Flokk­ur­inn er þrátt fyrir allt ekki ein­göngu popúl­ískur að mati Eiríks, heldur enn meiri þjóð­ern­is­flokkur en nokkuð ann­að. Samt sem áður segir hann ekki annað hægt en að flokka Fram­sókn­ar­flokk­inn með „að minnsta kosti“ mýkri útgáfum af popúlista­flokkum í Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None