Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta

Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.

Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Auglýsing

Birken­stock er vöru­merki sem mörgum er kunn­ugt. Þýskt gæða­merki. Inni­skór. Kloss­ar. Eða eru þeir kannski meira en það?

Til eru fjöl­margar teg­undir af Birken­stock-­skóm. Ein þeirra, kloss­arnir „Boston“, hefur notið gríð­ar­legra vin­sælda upp á síðkast­ið.

Almennt sölu­verð kloss­anna í dag er 160 doll­ar­ar, um það bil 23 þús­und krón­ur, það er að segja, ef þú finnur þá. Þökk sé sam­fé­lags­miðlum eru kloss­arnir nán­ast ófá­an­legir þar sem YouTu­be- og TikT­ok-­stjörnur hafa gert kloss­ana, sem eitt sinn þóttu með því hall­æris­legra sem fyr­ir­finn­st, að því allra heitasta í dag.

Auglýsing

Johann Adam Birken­stock stofn­aði fyr­ir­tækið árið 1774 í Neustadt í Þýska­landi og saga skófram­leið­and­ans því nærri 250 ára göm­ul. Birken­stock vildi hanna skó með þæg­indin í fyr­ir­rúmi, skó sem syðja við og lag­ast að útlínum fót­anna. Skórnir voru svar við flötum sóla sem var nán­ast það eina sem fáan­legt var á þessum tíma. Árið 1896 kom Birken­stock-kork­sól­inn á mark­að, sem er und­ir­staðan í öllum skóm fram­leið­and­ans, og á þriðja ára­tug 20. aldar voru Birken­stock-sandalar og -klossar fáan­legir um alla Evr­ópu.

Birken­stock eru fyrir löngu orð­inn fasti í tísku­heim­inum en vin­sældir þeirra hafa náð hæðum og lægðum líkt og gengur og ger­ist. Hönn­uðir hafa gripið tæki­færið þegar færi gefst og sem dæmi má nefna sam­starf Birken­stock og Phoebe Philo fyrir Cél­ine þar sem „Arizona“-sandalar Birken­stock eru fóðraðir með minka­feldi og þekktir undir nafn­inu „Fur­ken­stock“.

Saga þýska skóframleiðandans nær allt aftur til ársins 1774. Mynd: EPA

Þrír mögu­leikar í stöð­unni

Birken­stock-klossar af teg­und­inni „Boston“ eru til í nokkrum útgáfum en drapp­lit­að­ir, rúskinn og leður klossar eru upp­seldir í vef­verslun Birken­stock og aðeins örfá pör eru til í öðrum lit­um. Ein­ungis þau sem eru afar smá­fætt, eða stór­fætt, gætu haft heppn­ina með sér.

Þrír mögu­leikar eru í stöð­unni. Aug­ljós­asti mögu­leik­inn er að bíða þol­in­móð eftir að kloss­arnir komi aftur í sölu. Líf­legar umræður hafa mynd­ast á sér­stökum Birken­stock-um­ræðu­þræði á Reddit þar sem not­endur eru iðnir við að láta vita þegar sér­stakar týpur af kloss­unum eru aftur fáan­leg­ir.

Annar mögu­leiki er að leita til ann­arra sölu­að­ila en Birken­stock-versl­ana, en þar gengur einnig hratt á birgð­irn­ar. Kristen Sen­inger, 24 ára, er ein fjöl­margra sem hefur verið á hött­unum eftir Birken­stock-kloss­um. Í lok ágúst hringdi hún oft á dag, fimm daga í röð, í skó­búð­ina Jour­neys í San Francisco, þar til henni tókst ætl­un­ar­verk­ið.

„Stelp­urnar í búð­inni voru farnar að þekkja mig. Þær höt­uðu mig, en okkur tókst að tryggja vör­una í dag,“ sagði hún í mynd­skeiði sem hún birti á TikT­ok, him­in­lif­andi með árang­ur­inn. Sen­inger segir í sam­tali við New York Times, sem hefur gert ítar­lega grein­ingu á vin­sældum „Boston“, að starfs­mað­ur­inn sem seldi henni kloss­ana hafa verið spennt yfir því að hún hafi loks­ins náð pari.

@hauskris consistency is key!!! #birkenstocks #birkenstockboston #birkenstockscheck #journeys #shoes #psa ♬ original sound - Kristen

Svo er það þriðji mögu­leik­inn, að leita að pari á upp­sprengdu verði á sölu­síðum á borð við eBay og Pos­h­mark. Dæmi eru um að par hafi selst þar á tvö­földu smá­sölu­verði, allt upp í 350 doll­ara, eða sem nemur rúmum 50 þús­und krón­um.

50 þús­und krónur fyrir klossa

Sarah Cowie, end­ur­skoð­andi frá Michig­an, greiddi 330 doll­ara fyrir sitt par. „Ég var svo sein í partýið að þeir voru upp­seldir alls stað­ar,“ segir hún. Kloss­ana sá hún hjá upp­á­halds YouTu­be-­stjörn­unni sinni, Gretchen Geraghty, og gat varla hugsað um annað þar til hún eign­að­ist þá. En kloss­arnir eru umdeild­ir. „Sumum finnst þeir mjög sætir en aðrir kalla þetta kart­öflu­skóna,“ segir Cowie.

Cowie keypti kloss­ana af Savanna Huml, sem var snemma í því í jóla­gjafainn­kaupum þegar hún keypti fimm pör í sumar og ætl­aði að gefa vin­konum sínum og syst­ur. Þegar hún átt­aði sig á vin­sældum kloss­anna ákvað hún að láta slag standa og selja þá á sölu­síð­unni Pos­h­mark.

Auglýsing

Pörin hefur hún selt á allt að 350 doll­ara og hefur hún fengið ýmsar athuga­semdir frá not­endum þar sem hún hefur meðal ann­ars verið sökuð um að verð­leggja alltof hátt. Sumar athuga­semd­irnar eru það ljótar að Huml hefur til­kynnt þær til Pos­h­mark sem áreitni. Huml bjóst við að ljót­ustu athuga­semd­irnar væru frá ung­lings­stelp­um. „Þetta virð­ast vera mömm­ur, mæður sem eru að áreita mig á net­inu af því að ég á par af Boston-klossum sem dætur þeirra girnast,“ segir Huml.

Kendall Jenner í Birkenstock-klossunum. Mynd: Instagram

Vin­sældir kloss­anna urðu ekki til á einni nóttu. Rúmt ár er síðan stjörnur eins og Kendall Jenner og Kaia Ger­ber (dóttir Cindy Craw­ford) skört­uðu kloss­un­um. Þegar YouTu­be-­stjörnur á borð við Emma Cham­berlain fóru að dásama kloss­ana var svo ekki aftur snú­ið.

Sala á „Boston“-kloss­unum hefur marg­fald­ast að sögn full­trúa Birken­stock, sem þó gat ekki gefið New York Times nákvæma sölu­tölu, annað en að sölu­aukn­ing­una megi telja í tugum pró­senta og að eft­ir­spurn almennt hafi verið umfram fram­boð síð­ustu tíu ár.

Tím­inn mun leiða í ljós hvort Birken­stock-kloss­arnir séu komnir til að vera. Það verður þó að telj­ast ólík­legt þar sem sam­fé­lags­miðl­ar, og þá sér­stak­lega TikT­ok, eru vett­vangur æðanna og spurn­ingin ætti því frekar að vera: Hvaða æði kemur næst?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent