16841224720_7953080cd4_z.jpg
Auglýsing

Sam­komu­lag stór­veld­anna við Íran um kjarn­orku­á­ætlun þeirra er nú í sjón­máli eftir ára­tuga deil­ur. Hver er staða máls­ins, hverjar eru lík­urnar á að sam­komu­lagið kom­ist í höfn og hver er bak­grunnur þess­ara deilna? - Myndin sem vest­ur­landa­búar fá gjarnan af Íran er að þeir séu að víg­bú­ast með kjarn­orku­vopn­um, m.a. til þess að geta að þurrkað Ísr­ael út af kort­inu, en er það alveg svo?

Nú rétt fyrir páska var mik­ils­verðum áfanga náð þegar und­ir­rituð var yfir­lýs­ing um ramma nefnds sam­komu­lags. Áætl­anir Írana um nýt­ingu kjarn­orku hafa lengi verið þyrnir í augum heims­byggð­ar­inn­ar. Hafa Banda­ríkja­menn og Sam­ein­uðu þjóð­irnar m.a. beitt Íran við­skipta­þving­unum svo þeir falli frá áformum sín­um.

Rétt er að hafa í huga að jafn­framt því sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa sam­þykkt stranga sátt­mála um hvernig skuli staðið að þróun kjarn­orku í heim­in­um, er einnig við­ur­kenndur óum­deil­an­legur réttur hvers ríkis til að þróa og nýta kjarn­orku í frið­sam­legum til­gangi. En um hvað snýst sam­komu­lag­ið, hvers vegna er þetta svona mikið mál, og af hverju eiga ríki heims, sér í lagi Banda­ríkja­menn og Ísra­el, erfitt með að horfa upp á Írana þróa kjarn­orku?

Auglýsing

Mynd EPA. Gríð­ar­leg fagn­að­ar­læti brut­ust út í Íran þegar sam­komu­lagið var í höfn. Við­skipta­þving­anir hafa enda leikið landið og íbúa þess grátt.

Um kjarn­orku­á­ætlun Írans



Hér verður ekki farið út í smá­at­riði en sam­kvæmt banda­rískum stjórn­völdum er  ný­und­ir­ritað ramma­sam­komu­lag í megin dráttum þannig: Íranir skuld­binda sig til að skera niður búnað til auðg­unar úrans um tvo þriðju; Þunga­vatns­verk­smiðjum breytt þannig að þær geti ekki fram­leitt auðgað úran sem nota má í kjarn­orku­vopn; Öll starf­semi sem snýr að kjarn­orku í Íran mun verða undir eft­ir­liti Alþjóða kjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar; og þess í stað verður  við­skipta­þving­unum á Íran aflétt í áföng­um.

Utan­rík­is­ráð­herra Íran dró að ein­hverju leyti úr ofan­greindu og sagði ekki alls­kostar rétt farið með. Hann sagði einnig ekki vera  þörf á að leggja of nákvæm­lega út frá núver­andi ramma­sam­komu­lagi eins og málin stæðu – menn væru ánægðir með nið­ur­stöð­una nú og það skipti mestu máli. Sam­kvæmt þessu er því of snemmt að full­yrða nokkuð um hvor end­an­legt sam­komu­lag muni nást. Þó virð­ist gæta mik­illar bjart­sýni ef marka má yfir­lýs­ingar For­seta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, sem hafði for­göngu um sam­komu­lag­ið, sem og almenn við­brögð í Íran. Engan skyldi undra að stjórn­völd í Ísr­ael finna sam­komu­lag­inu allt til for­áttu og segja það færa Íran nær því að koma sér upp kjarna­vopn­um.

Harð­línu­öfl í Íran hafa auk þess gagn­rýnt sam­komu­lagið og sagt það vera til marks um und­ir­lægju­hátt gagn­vart vest­rænum ríkj­um. Bæði Obama og John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, leggja þó áherslu á að sam­komu­lagið byggi á gríð­ar­legri vinnu og trú­verð­ugu fram­lagi allra aðila, ekki ein­hverri ósk­hyggju. Kerry segir að það væri ábyrgð­ar­laust af þing­mönnum á Banda­ríkja­þingi að láta póli­tíska stund­ar­hags­muni skyggja á stað­reyndir og trufla lang­tíma hags­muni.

Á það ber að líta að Íranir eru engir nýgræð­ingar í þróun kjarn­orku, en hún hófst um miðjan sjö­unda ára­tug­inn, með full­tingi Banda­ríkja­manna—og voru þeir komnir vel á veg þegar bylt­ingin var gerð árið 1979.

Mik­il­vægur þáttur sem gott er að hafa í huga þegar fjallað er um kjarn­orku­mál er það sem kallað hefur verið „nuclear exept­iona­l­ism“ upp á ensku. Það má útleggja þannig að kjarn­orka og allt sem henni teng­ist njóti svo mik­illar sér­stöðu - sé svo óvenju­legt og mik­il­feng­legt - að um hana verði að gilda önnur lög­mál og for­sendur en hefð­bundn­ari hluti og tækni. Á ein­hvern hátt er því hægt að halda kjarn­orku utan þess sem venju­lega er rætt, fyr­ir­bærið verður dul­ar­fullt, óljóst og óút­skýr­an­leg­t—­sem gerir erfitt fyrir með að henda reiður á hvað er rétt og rangt eða við­eig­andi. Þetta á bæði við um orð­ræðu innan við­kom­andi ríkja sem og á alþjóða­vett­vangi.

Auð­velt er því fyrir þá sem nú ráða yfir kjarna­vopnum að nota slíkar hug­myndir eða skýr­ingar - og sér­stöðu kjarn­orkunnar - sem áróð­urstæki, m.a. til að koma í veg fyrir að „óæski­leg“ ríki kom­ist yfir tækn­ina, eins og sýndi sig ber­lega í aðdrag­anda inn­rásar Banda­ríkja­manna í Írak. Þá tókst Bush stjórn­inni að telja umheim­inum trú um að mikil hætta staf­aði af Írak, m.a. af því að þeir hefðu jú keypt ein­hver reið­innar bísn af úran frá Afr­íku! - Athugið orða­lag­ið, Afr­íka er heilt meg­in­land, en kannski bara nógu myrk og óljós til að þjóna til­gangi sínum sem ímynd illra afla í heim­in­um— meira þurfti í raun ekki til, til­gangnum var náð.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði forgöngu um samkomulagið við Írani. Hann á hins vegar enn eftir að koma því í gegnum bandaríska þingið, þar sem Repúblíkanar eru með meirihluta í báðum deildum. Það gæti orðið einmannaleg vegferð fyrir forsetann. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hafði for­göngu um sam­komu­lagið við Írani. Hann á hins vegar enn eftir að koma því í gegnum banda­ríska þing­ið, þar sem Repúblík­anar eru með meiri­hluta í báðum deild­um. Það gæti orðið ein­manna­leg veg­ferð fyrir for­set­ann.

Mið-aust­ur­lönd - Ísr­ael



Hluti af deil­unni við Íran snýst um þá ógn sem sem til­tekin ríki, sér í lagi Ísr­ael og Sádi-­Ar­abía - og þar með Banda­ríkja­menn - hafa af mögu­legum yfir­burðum Íran í Mið-aust­ur­lönd­um. Það þarf ekki að fjöl­yrða um það flókna ástand sem þar rík­ir, en myndin sem við fáum hér á vest­ur­löndum er oft tals­vert ein­víð og hlut­dræg. Ef við förum þá leið að ganga út frá trú og fylgj­endum til­tek­inna trú­ar­bragða sem ein­hvers­konar reglu um tengsl óvina og vina, lendum við fljót­lega í ógöng­um.

Hvernig eigum við að fá botn í málin þegar Íran­ir, sem eru shí­a-múslimar, styðja Hamas á Gaza sem eru súnn­i-múslimar?  Síðan styðja þeir einnig bar­áttu Íra­skra Shi­a-múslima með þar­lendum súnn­i-­flokki gegn ISIS, með full­tingi Banda­ríkja­manna. – Hverjir eru þá vinir hvers? – það er aug­ljóst að svona við­mið eru nán­ast gagns­laus vilji maður skilja ástand­ið.

Það sem ræður gjarn­an, þegar betur er skoð­að, eru við­skipta­hags­munir sem byggja á ýmsum þáttum eins og góðum sam­göng­um, snurðu­lausri orku-öflun og við­skiptum milli ríkja. Rann­sóknir hafa m.a. leitt í ljós að Íranir hafa fremur látið þessa efna­hags­legu þætti ráða í sam­skiptum við nágranna­ríki, en hvort þar fari trú­bræður þeirra við völd.

Á sama hátt gæti verið vara­samt að hlusta á þá sem hæst láta um hætt­una af samn­ingum við Íran því það eru gjarnan öfl sem hagn­ast á spennu­á­standi. Þeir sem vilja halda völd­um, t.a.m. Ísra­elsk stjórn­völd, er tals­verður hagur í að til sé óvinur eins og Íran og vilja því magna upp hætt­una af kjarn­orku­á­ætl­unum þeirra. Þetta á sér­stak­lega við um Benja­min Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísa­els, sem hefur til fjölda ára varað við því að Íranir séu um það bil að verða til­búnir með kjarn­orku­vopn.

Hassan Rowhani, forseti Íran, segir að samkomulagið um kjarnorkuvinnslu Írana sé nýr kafli í alþjóðasamskiptum landsins. Nú sé runnið upp tímabil virðingar og samvinnu við umheiminn. Hassan Rowhani, for­seti Íran, segir að sam­komu­lagið um kjarn­orku­vinnslu Írana sé nýr kafli í alþjóða­sam­skiptum lands­ins. Nú sé runnið upp tíma­bil virð­ingar og sam­vinnu við umheim­inn.

Íran – yfir­lýs­ing­ar, utan­rík­is­stefna og sam­skipti við Banda­ríkin



Þegar grannt er skoðað hafa Banda­ríkja­menn ekki lagt fram nein hald­bær rök um hvers vegna Íranir megi ekki halda áfram að þróa kjarn­orku önnur en þau að það gæti haft hræði­legar afleið­ing­ar. Þó hefur verið nefnt að þar sem landið búi yfir svo miklum auð­lindum af jarð­efna­elds­neyti þurfi það ekki á kjarn­orkunni að halda. Á móti hafa Íranir svarað að ríki eins og Rúss­land og Bret­land búi yfir kjarn­orku en séu jafn­framt auðug af jarð­efna­elds­neyti.

En eru Íranir ekki her­skáir múslimar sem stefna að yfir­ráðum í Mið-aust­ur­löndum og er til­búnir til að beita til þess þeim með­ölum sem til þarf? - Skemmst er að minn­ast háværra yfir­lýs­inga fyrr­ver­andi for­seta Íran, Mahmoud Ahma­di­nejad, um Ísra­el, en síend­ur­teknar bein­línis rang­túlk­anir á orðum hans, gáfu til kynna að Íranir stefndu að því að þurrka Ísr­ael út af landa­kort­inu — lík­ast til með kjarn­orku­sprengju, eða hvernig þurrkar maður ann­ars lönd út?

Auk þess að vera bein­línis ósönn voru harka­leg ummæli Ahma­di­nejads langt í frá að end­ur­spegla utan­rík­is­stefnu Írans á þessum tíma. Það er einnig alþekkt í alþjóða­sam­skiptum að harð­orðar yfir­lýs­ingar er gjarnan ætlað að höfða til ákveð­inna stuðn­ings­hópa inn­an­lands, og þurfa ekki að vera í sam­ræmi við raun­veru­lega stefnu við­kom­andi rík­is.

Það er þó full ástæða fyrir ríki heims að hafa var­ann á sér og kannski bjart­sýni að ætla að ekki geti stafað nein ógn frá Íran. Aya­tollah Ali Khamenei, sem fer fyrir hinum trú­ar­lega armi stjórn­valda, hefur haft í frammi mjög hörð ummæli um Ísra­el, sem túlka má ógn­andi. Stjórn­ar­hættir Íran eru einnig langt í frá að vera til fyr­ir­myndar og þar eru fjöl­mörg dæmi um mann­rétt­inda­brot. Ýmis­legt bendir þó til þess að Íranir vilji leggja sitt af mörkum til að koma á stöð­ug­leika á svæð­inu, þ.e. séu ekki endi­lega til­búnir til þess að hleypa öllu í bál og brand með ein­leik, eins og td. að koma sér upp kjarna­vopnum í óþökk ann­arra ríkja. Jafn­framt er rétt að hafa í huga að Íran hefur aldrei í nútíma­sögu sinni staðið fyrir árás á grann­ríki sín. Hefur Íran þar frekar verið fórn­ar­lamb, sam­an­ber árás Írak á Íran á níunda ára­tugn­um.

Þó það hljómi ótrú­lega hafa Íranir sýnt umtals­verðan sátta­vilja í gegnum árin, sér í lagi áður en hinn her­skái Ahma­di­nejad konmst til valda árið 2005, á meðan Banda­rísk stjórn­völd virt­ust skella við skolla­eyr­um. Til eru opin­ber gögn um að hátt­settur emb­ætt­is­maður Írans­stjórnar hafi boðið fram 500 milljón doll­ara fram­lag Írans í sjóð til end­ur­bygg­ingar í Afganistan, eftir inn­rás­ina 2002—­sem Íranir hafa að mestu staðið við. Því boði svör­uðu Banda­ríkja­menn með því að skil­greina Íran, ásamt Írak og N-Kóreu, sem hluta öxul­veldis hins illa. Að sama skapi buðu Íranir Banda­ríkja­mönnum aðstoð við þjálfa hinn nýja Afganska her, og hafa einnig lagt sitt af mörkum í bar­átt­unni við öfgasinnuð öfl eins og ISIS.

Sam­komu­lag við Íran snýst um tals­vert meira en bara hvort þeir geti búið til sprengju. Þó það henti ein­hverjum að halda Íran niðri og útmála það sem óvin - öxul­veldi hins illa - er einnig mikið í húfi að þar geti þró­ast eðli­legt sam­fé­lag. Færa má fyrir því rök að með aðgerðum sem byggja á við­skipta­þving­unum sé ein­ungis verið að bera efni í bál­köst harð­línu­manna innan Íran og gefa öfga­fullum öflum aukið vægi.

Með til­slök­unum sem lúta að því að styrkja lýð­ræð­is­öfl í Íran væru meiri líkur á því að til valda kæmust hóf­sam­ari stjórn­völd sem tryggðu betra jafn­vægi á svæð­inu. Á það hefur verið bent að banda­ríkja­menn eigi í raun mun meiri sam­leið með hinum pers­nesku Írönum en banda­mönnum sínum í Saudi Arab­íu, hvað sem líður harð­línu­öflum klerka­stjórn­ar­innar sem nú fer með völd. Hér er því haldið fram að banda­rísk stjórn­völd séu jafn­vel farin að átta sig á því að Íran hefur þrátt fyrir allt verið með stöðugri aðilum í Mið-aust­ur­lönd­um, sem jafn­vel er hægt að stóla á til að bregð­ast við öfga­öflum og við­halda stöð­ug­leika. Verstu öfga­öfl Ísla­mista í Mið-aust­ur­löndum eiga auk þess mun frekar rætur í Wahabisma Sádí-­Ar­ab­íu, ef út í það er far­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None