Kalla eftir „draumastað“ fyrir þau sem vilja hætta í vændi

Konum mætir úrræðaleysi í aðdraganda vændis og þær upplifa vantraust í garð fagaðila og lögreglu. Þær kalla eftir fjölbreyttari úrræðum fyrir þau sem vilja hætta í vændi og harðari refsingum fyrir vændiskaup.

Konur sem hafa verið í vændi upplifa vantraust í garð lögreglu, heilbrigðisstarfsfólks og félagsþjónustunnar.
Konur sem hafa verið í vændi upplifa vantraust í garð lögreglu, heilbrigðisstarfsfólks og félagsþjónustunnar.
Auglýsing

„Ég þorði aldrei að segja að ég hafi verið í vændi eða neyslu eða, af því ég var svo hrædd um að mér yrði ekki trúað þú veist, að þessi atburður yrði alltaf tengdur bara við líf­ernið sem ég lifð­i.“

Þannig lýsir kona upp­lifun sinni af því að hafa verið í vændi. Hún er meðal 14 kvenna sem eru við­mæl­endur í nýrri rann­sókn á reynslu kvenna sem eru í vændi eftir að breyt­ingar voru gerðar á vænd­is­á­kvæði Almennra hegn­ing­ar­laga árið 2009.

Rann­sóknin beinir sjónum sínum sér­stak­lega að úrræðum til útgöngu úr vændi. Meðal helstu nið­ur­staða er að konur sem hafa verið í vændi upp­lifa van­traust í garð lög­reglu, heil­brigð­is­starfs­fólks og félags­þjón­ust­unn­ar. Rann­sak­endur eru Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, pró­fessor í kynja­fræði, og Sveina Hjör­dís Þor­valds­dótt­ir, sem lauk meistara­gráðu í kynja­fræði við Háskóla Íslands í haust. Rann­sóknin birt­ist í nýj­ustu útgáfu tíma­rits­ins Stjórn­mál & stjórn­sýsla og ber yfir­skrift­ina „Drauma­stað­ur“ og önnur úrræði til útgöngu úr vændi.

Auglýsing

Sam­kvæmt breyt­ingu sem gerð var á vænd­is­á­kvæði Almennra hegn­ing­ar­laga árið 2009 eru kaup á vændi og hagn­aður þriðja aðila af vænd­is­sölu refsi­verð en sala á vændi er refsi­laus. Örfáir hafa hlotið dóm fyrir vændis­kaup á Íslandi en hér tíðkast að vændis­kaup­endur fái sekt­ir, allt að 200.000 krón­um, frekar en dóm. Á árunum 2009-2019 voru flest málin 175 árið 2013 en fæst árið 2016, fimm tals­ins.

Fyrir gild­is­töku lag­anna var lítið vitað um aðstæður fólks í vændi og engar rann­sóknir hafa verið gerðar hér á landi eftir gild­is­töku þeirra sem kannar reynslu þeirra sem eru í vændi.

Til­gangur rann­sókn­ar­innar er að bæta úr því og er henni ætlað að vera inn­legg í opin­bera stefnu­mótun í mála­flokknum með hags­muni þolenda vændis að leið­ar­ljósi. Í rann­sókn­inni er rætt við 14 íslenskar konur sem hafa hætt í vændi og er mark­mið rann­sókn­ar­innar að skoða hver sé aðdrag­andi þess að þær fóru í vændi og hvaða úrræði þær telja að þurfi að vera til staðar fyrir þau sem vilja hverfa úr vændi.

Úrræða­leysi á öllum stigum

Í rann­sókn­inni var leit­ast eftir því að svara hvaða úrræði hafa nýst þolendum vændis og hvaða úrræðum óska þeir eftir til að stuðla að og auð­velda útgöngu úr vændi?

Kon­urnar 14 sem rætt er við í rann­sókn­inni eiga það sam­eig­in­legt að hafa upp­lifað úrræða­leysi innan heil­brigð­is­kerf­is­ins í aðdrag­anda vænd­is. Við­mæl­endur lýsa því einnig að mæta úrræða­leysi þegar kemur að því að vinna úr afleið­ingum vænd­is. Almenn þekk­ing virð­ist ekki vera til staðar um hvað felist í því að hafa verið í vændi, ofbeldið sem þrífst innan þess og hvaða afleið­ingar þolendur þurfi að takast á við í kjöl­far­ið.

Ein­fald­ara að leita ekki aðstoðar í stað þess að mæta skiln­ings­leysi

Einn við­mæl­and­inn lýsti því að það væri ein­fald­ara að leita sér ekki aðstoðar en að mæta skiln­ings­leysi hjá heil­brigð­is­starfs­fólki. Flestar þorðu ekki að deila reynslu sinni með læknum eða öðru heil­brigð­is­starfs­fólki af ótta við útskúfun og for­dóma.

Að­eins ein af kon­unum 14 sem rætt var við hafði reynt að kæra vændis­kaup­endur til lög­regl­unnar eftir að hafa safnað til þess kjarki í langan tíma. Lög­reglan gat engin svör veitt henni og sagði hún að:„hún [lög­reglan] bara veit ekk­ert hvað hún á að gera við mig“. Konan var send heim án þess að form­lega hafi verið tekið við kæru hennar og rúmu ári síðar hafði hún enn ekk­ert heyrt frá lög­regl­unni og upp­lifði þessi við­brögð lög­regl­unnar þannig að hún skipti ekki máli og að lög­regl­unni væri sama þó hún hafi orðið fyrir ofbeldi.

„Hann ætti rétt á því að nauðga mér því hann væri að borga mér“

Einn við­mæl­andi varð fyrir hrotta­legri nauðgun og frels­is­svipt­ingu á meðal sala á vændi fór fram. Hún leit­aði til lög­reglu en var ráð­lagt að kæra ekki, þrátt fyrir að vændis­kaup­endur eigi að sæta refs­ingu og að auki eiga þeir aðilar sem nauðga og frels­is­svipta einnig að sæta refs­ingu.

Lög­reglan sagði hætt­una of mikla fyrir hana þar sem hún verði opin­beruð sem vænd­is­kona. Það er mat rann­sak­enda að þarna birt­ast gam­al­grónar hug­myndir tengdar nauðg­un­ar­menn­ingu þegar það er útskýrt fyrir henni að lík­leg­ast yrði aldrei sak­fellt í þessu máli ef hún myndi kæra.

Konan lýsir skýr­ingum lög­reglu á þessa leið: „Það væri rosa­lega erfitt að hérna koma með rök­færsl­una fyrir dóm ... hann ætti rétt á því að nauðga mér af því hann var að borga mér.“

„Þar með birt­ist sú nauðg­un­ar­mýta að þolendum vændis geti ekki verið nauðgað því þær hafi með sölu á aðgangi að lík­ama sínum gefið sam­þykki sitt,“ segir í grein Gyðu og Sveinu. Konan fékk enga aðstoð í kjöl­far þess að hafa leitað til lög­reglu og ekk­ert varð úr mál­inu. Stuttu síðar hafði lög­reglan afskipti af kon­unni og var hún kærð fyrir að aug­lýsa vændi. Í kjöl­farið upp­lifði hún algjört van­traust í garð lög­reglu.

Núver­andi lög­gjöf veitir þolendum vændis litla vernd

Fram kemur í rann­sókn­inni að fram­kvæmd núver­andi lög­gjafar veitir þolendum vændis litla vernd. Við­mæl­endur vilja að tekið sé á vænd­is­mál­um, þær hljóti laga­lega vernd og að vændis­kaup­endum sé refs­að. Annað úrræði sem var nefnt er fjár­hags­að­stoð til lengri tíma.

Flestar við­mæl­enda höfðu nýtt sér bæði ein­stak­lings- og hópa­við­töl Stíga­móta en ekk­ert sér­hæft úrræði fyrir konur sem eru eða hafa verið í vændi virð­ist vera starf­rækt í dag að und­an­skildum sjálfs­hjálp­ar­hópi Stíga­móta, Svana­hópn­um. Hóp­ur­inn sam­anstendur alla jafna af fjórum til sjö konum sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið í vændi eða eru í vændi og vilja kom­ast út úr því. Helsta mark­mið hóps­ins er að styrkja sjálfs­traust þolenda vænd­is, bæta líðan þeirra og rjúfa þá félags­legu ein­angrun sem til­komin er vegna vænd­is.

Þörf á úrræði til að vinna með þolenda­skömm­ina

Í rann­sókn­inni kemur fram að mik­il­vægt er að þolendur vændis hafi aðgang að úrræðum til að vinna með þolenda­skömm­ina og aðrar alvar­legar afleið­ingar þess að hafa verið í vændi. Einnig birt­ist þarna þörfin fyrir að þolendur fái aðstoð við að vinna úr afleið­ingum ann­arra kyn­ferð­is­brota.

Sam­þætta þarf þessi úrræði svo þolendur þurfi ekki að leita á marga staði eftir aðstoð, heldur geti leitað á einn stað sem veitir fjöl­breytt úrræði. Tvær kvenn­anna sem rætt er við í rann­sókn­inni nefna „drauma­stað“.

„Drauma­staður þar sem er bara svona með­ferð­ar­heim­ili ... þar sem maður getur bara þú veist, bara verið í prógrömmum og verið í öruggu umhverf­i,“ segir ein kvenn­anna sem rætt er við í rann­sókn­inni.

Þau úrræði sem við­mæl­endur kalla eftir eru eft­ir­far­andi:

  • Fræðsla til handa fag­fólki og lög­reglu svo þolendum sé mætt af virð­ingu og skiln­ingi.
  • Aukið aðgengi að og nið­ur­greiðsla sál­fræði­þjón­ustu.
  • Sér­hæfð ein­stak­lings- og hópa­við­töl fyrir þolendur vænd­is.
  • Fjár­hags­að­stoð án skil­yrða og aðstoð við að kom­ast aftur á almenna vinnu­mark­að­inn.
  • Harð­ari refs­ingar vegna vændis­kaupa.
  • Með­ferð­ar­heim­ili með dag­deild sem býður upp á fræðslu og úrræði til að bregð­ast við fjöl­þættum vanda og marg­hátt­uðum áföll­um.
  • Skaða­minnk­andi nálg­an­ir, s.s. öruggt rými og tengsla­net.

„Þrátt fyrir mót­lætið sem þær hafa upp­lifað áður en þær hófu vændi, á meðan á vænd­inu stóð, og eftir að því lauk þá halda þær áfram að leita leiða til að bæta aðstæður sínar og þeirra sem eru í svip­uðum spor­um,“ segja Gyða og Sveina í grein sinni.

Næsta skref, að þeirra mati, er hjá stjórn­völdum sem þurfa að „svara ákalli þeirra og koma á fót þeim úrræðum sem kallað er eftir í anda lag­anna sem sam­þykkt voru á Alþingi árið 2009“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar