Katrín fékk að sjá drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar um miðjan október

Forsætisráðherra segir ómögulegt að segja til um hvort þörf sé á frekari rannsókn á sölu ríkisins í hlut Íslandsbanka, með skipun rannsóknarnefndar, fyrr en endanleg skýrsla liggur fyrir. Endanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar er væntanleg í nóvember.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fékk að sjá drög að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu­ferlið á Íslands­banka á sama tíma og Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, Banka­sýslu rík­is­ins og stjórn hennar drögin til umsagnar þann 12. októ­ber síð­ast­lið­inn. „Það var til þess að leita eftir athuga­semdum okkar við með­ferð máls­ins í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, þar sem for­sæt­is­ráðu­neytið á aðkomu,“ segir Katrín í sam­tali við Kjarn­ann. Auk Katrínar eiga Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, fast sæti í umræddri ráð­herra­nefnd. 

Katrín segir að sér finn­ist mjög erfitt að tjá sig um málið sem stend­ur, þar sem að hún hafi fengið að sjá drögin í trún­aði á ein­hvers konar frum­stigi. „Ég veit í raun og veru ekki hvernig þessi skýrsla mun koma til með að líta end­an­lega út.“ 

Hún hafi ekki séð þær umsagnir sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Banka­sýslan skil­uðu inn um skýrsl­una, en frestur til að skila þeim inn rann út 25. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing
Upprunalega átti skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar að birt­ast í júní en birt­ing­unni hefur ítrekað verið frestað. Engin föst tíma­setn­ing hefur verið sett niður um það hvenær henni verður skilað til for­seta Alþingis full­bú­inni, en þaðan á skýrslan að fara til umfjöll­unar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og verður í kjöl­farið birt opin­ber­lega. 

Fyrir liggur að skýrslan verður ekki afhent for­seta Alþingis í þess­ari viku og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði í fréttum RÚV á mánu­dag að hún gerði ráð fyrir því að skýrslan verði komin til Alþingis í nóv­em­ber­mán­uð­i. 

Aðspurð hvort loka­út­gáfa skýrsl­unnar verði kynnt eftir helgi eða hvort von sé á enn einni frest­un­inni segir Katrín: „Ég held að það sé bara þannig að við fáum að sjá hana þegar hún kem­ur.“

Háværar kröfur um skipun rann­sókn­ar­nefndar

Skýrslan er gerð að beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar, en hann bað for­m­­­­­­lega um gerð hennar 7. apríl síð­­­­­­ast­lið­inn og Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoðun sam­­­­­­þykkti að taka að sér verk­ið. Það gerð­ist í kjöl­far þess að sölu­­­­ferlið var harð­­­­lega gagn­rýnt víða í sam­­­­fé­lag­inu. Í bréfi ráðu­­­­­­­neyt­is­ins kom fram að umræða hafi skap­­­­­­­ast um hvort fram­­­­­­­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­­­­­­­­­­­­­legg stjórn­­­­­­­­­­­­­valda sem borið var undir fjár­­­­­­­laga­­­­­­­nefnd og efna­hags- og við­­­­­­­skipta­­­­­­­nefnd Alþingis til umsagn­­­­­­­ar. 

Það var gert þrátt fyrir háværar kröfur um að skipuð yrði rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd Alþing­is, sem hefur mun víð­tæk­­­­ari rann­­­­sókn­­­­ar­heim­ild­ir, til að fara yfir söl­una. Í könnun Gallup frá því í apríl kom fram að næstum þrír af hverjum fjórum aðspurðum vildi að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd yrði skipuð og taldi að ekki væri nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun skoð­aði mál­ið. Meiri­hluti kjós­­­­enda allra flokka utan eins, Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks, voru á þeirri skoð­un. 

Ýmsir stjórn­ar­þing­menn tóku til máls í umræðum á Alþingi á þessum tíma og sögðu að ef nið­ur­staða þings­ins yrði að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar dugði ekki til að lægja öld­urnar myndu þeir styðja að komið yrði á fót sjálf­stæðri rann­sókn­ar­nefnd. 

Á meðal þeirra stjórnarþingmanna sem tók til máls í byrjun apríl sem sögðu að ef úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki duga til þá myndu þeir styðja skipan rannsóknarnefndar. Mynd: Bára Huld Beck

Aðspurð hvort hún telji til­efni til þess að skipa rann­sókn­ar­nefnd um sölu­ferlið á Íslands­banka seg­ist Katrín ekki geta tjáð sig um það fyrr en hún sér end­an­legu skýrsl­una. 

Rík­is­end­ur­skoðun og FME rann­saka sölu

Stjórn­­­sýslu­út­­­tekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar snýst í meg­in­at­riðum um hvort fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið, sem stýrt er af Bjarna Bene­dikts­­syni, og Banka­­sýsla rík­­is­ins, und­ir­stofnun þess, hafi staðið til­­hlýð­i­­lega að fram­­kvæmd söl­unnar á áður­­­nefndum 22,5 pró­­­sent hlut rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka til 207 fjár­­­­­festa í lok­uðu útboði fyrir 52,65 millj­­­arða króna í mars síð­­­ast­liðn­­­um. 

Auglýsing
Hóp­­­ur­inn sem fékk að kaupa inn­­­i­hélt meðal ann­­­­ars starfs­­­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litla fjár­­­­­­­festa sem rök­studdur grunur er um að upp­­­­­­­fylli ekki skil­yrði þess að telj­­­­ast fag­fjár­­­­­­­fest­­­­ar, erlenda skamm­­­­tíma­­­­sjóði sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir hafi engan áhuga á að vera lang­­­­tíma­fjár­­­­­­­festar í Íslands­­­­­­­banka, fólk í virkri lög­­­­­­­reglu­rann­­­­sókn, aðila sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og föður fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Þá rann­sakar Fjár­­­­­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­­­banka Íslands (FME) ýmsa þætti söl­unn­­­ar, sér­­­­stak­­­­lega við­­­­skipti sem áttu sér stað í aðdrag­anda söl­unnar og atferli hluta þeirra sölu­ráð­gjafa sem ráðnir voru til að selja hluti í bank­an­­­­um. Ekk­ert hefur verið gert opin­bert um stöðu þeirrar rann­­sóknar en allir fimm inn­­­­­lendu sölu­ráð­gjaf­­­arnir hafa fengið fyr­ir­­­spurnir frá Fjár­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­­banka Íslands vegna rann­­­sóknar þess. 

Engin áform um að selja hlut í Lands­bank­anum

Í fjár­­laga­frum­varp­inu sem kynnt var í byrjun sept­­em­ber var gert ráð fyrir að eft­ir­stand­andi 42,5 pró­­­sent hlutur rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka yrði seldur fyrir 75,8 millj­­­arða króna á næsta ári. Það var gert þrátt fyrir yfir­­lýs­ingu for­­­­­manna stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­flokk­anna þriggja frá 19. apríl, þar sem segir að ekki verði ráð­ist í sölu á frek­­­­­ari hlutum í Íslands­­­­­­­­­banka að sinni og að sú ákvörðun verði ekki end­ur­skoðuð á meðan að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun og FME rann­­­sök­uðu það sem átti sér stað í mars.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í októ­ber að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfram­hald­andi sölu eign­­­­­ar­hluta rík­­­­­is­ins í Íslands­­­­­­­­­banka og að yfir­lýs­ingin stæði þar af leið­andi áfram. Katrín stað­festir að ekk­ert hafi breyst í þeim efnum í sam­tali við Kjarn­ann í gær. Þar sagði hún einnig að engin áform væru uppi um að selja hlut í Lands­bank­anum en heim­ild er til þess að selja allt að 30 pró­sent hlut í honum í fjár­laga­frum­varp­inu. Bjarni sagði í við­tali við Dag­mál á mbl.is í ágúst að hann vildi ekki bara vilja losa ríkið úr eign­­ar­hluta í Íslands­­­banka heldur líka selja hlut í Lands­­bank­­anum þegar fram í sækir, þótt hann væri þeirrar skoð­unar að ríkið geti vel farið þar með ráð­andi hlut.

Þriðji ráð­herr­ann sem situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins er Lilja D. Alfreðs­dótt­ir. Í svari hennar við fyr­ir­spurn á Alþingi í síð­asta mán­uði sagði að stefna Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins væri að Lands­­bank­inn verði áfram í eigu rík­­is­ins og að flokk­­ur­inn sé til í að skoða hug­­myndir þess efnis að bank­inn verði sam­­fé­lags­­banki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar