Komið í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningabaráttu

Kostnaður vegna aksturs þingmanna, sem er greiddur úr ríkissjóði, hefur aukist í kringum síðustu þrjár kosningar. Það bendir til þess að skattgreiðendur hafi verið að borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna. Nú á að taka fyrir þetta.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, mun í dag mæla fyrir frum­varpi um þing­fara­kaup og -kostnað alþing­is­manna. Frum­varp­ið, sem er lagt fram af öllum sem sitja í for­sætis­nefnd og áheyrn­ar­full­trúum henn­ar, að Þor­steini Sæmunds­syni, full­trúa Mið­flokks­ins und­an­skild­um, hefur þann til­gang að tak­marka rétt þing­manna til end­ur­greiðslu ferða­kostn­aðar í aðdrag­anda kosn­inga til Alþing­is. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun réttur þing­manna til end­ur­greiðslu á akst­urs­kostn­aði falla niður sex vikum fyrir kjör­dag, með til­teknum und­an­þágum þó. Tak­mark­anir munu til að mynda ekki ná til þeirra þing­manna sem hyggj­ast ekki gefa kost á sér áfram til setu á þingi og ef þing­maður sem verður í fram­boði þar að sinna opin­berum erinda­gjörðum á vegum Alþingis innan ofan­greinds tímara­mma þá má hann áfram fá akst­urs­kostn­að­inn end­ur­greidd­an. 

Frum­varpið er lagt fram af ástæðu. Þing­menn hafa fengið mun hærri end­­ur­greiðslur vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­­ingar fara fram en öðr­­um. Það bendir til þess að sitj­andi þing­menn sem sækj­ast eftir end­ur­kjöri séu að láta Alþingi greiða þann reikn­ing. Aðrir sem eru að sækj­ast eftir sæti á listum í t.d. próf­kjörum, eða eru að bjóða fram fyrir nýja flokka, geta ekki gert slíkt. 

Stein­grímur ræddi þessa stöðu í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í febr­úar 2018. Þar sagði hann að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­­kjör­s­þátt­­töku þá væri eðli­­leg­­ast að þeir end­­ur­greiddu þær greiðsl­­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­­taka í próf­­kjörum er ekki til­­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Akst­urs­kostn­aður loks opin­ber­aður

Akst­urs­kostn­aður þing­manna hefur verið mjög til umfjöll­unar á síð­ustu árum, eða allt frá því að for­­seti Alþingis svar­aði fyr­ir­­­spurn Björns Leví Gunn­­­ar­s­­­sonar, þing­­­manns Pírat­­a, um akst­­­ur­s­­­kostn­að. Í svari for­­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­­menn sem fengu hæstu skatt­lausu end­­­ur­greiðsl­­­urnar þáðu á síð­­­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. 

Auglýsing
Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­­menn sem þáðu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar fengu sam­tals 14 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega helm­ing allra end­­ur­greiðslna vegna akst­­urs.

Upp­­lýs­ing­­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­anir um mög­u­­lega sjálftöku þing­­manna. Sér­stak­lega þegar fyrir lá að Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hafði sagst keyra 47.644 kíló­metra á árinu 2017 einu saman vegna vinnu sinnar sem þing­mað­ur, og fékk kostnað vegna þeirrar keyrslu end­ur­greidd­an, alls 4,6 millj­ónir króna.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­són­u­­grein­an­­leg­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­ar, sund­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem hefur fengið mest endurgreitt úr sameiginlegum sjóðum vegna aksturs síns í vinnunni. MYND: Bára Huld Beck

For­sætis­nefnd ákvað að bregð­­ast við og allar upp­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­manna er nú birtur mán­að­­ar­­lega.

Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar að sam­tals keyrðu þing­menn lands­ins fyrir 23,2 millj­ónir króna í fyrra. Það er umtals­vert minna en árið 2019 þegar akstur þeirra sem greiddur var úr sam­eig­in­legum sjóðum kost­aði 30,2 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn var mjög svip­aður árið 2018, eða 30,7 millj­ónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 millj­ónir króna. Hann dróst því saman um rúm­lega 20 pró­sent á árinu 2020 miðað við árið áður. 

Sá þing­maður sem keyrði mest í fyrra var áfram sem áður Ásmundur Frið­riks­son. Frá því að Ásmundur sett­ist á þing árið 2013 og fram að síð­ustu ára­mótum hefur sam­an­lagður akst­urs­kostn­aður hans verið 31,4 millj­ónir króna. 

Mun hærri end­ur­greiðslur í kringum kosn­ingar

Í jan­úar 2019 greindi Kjarn­inn frá því í frétta­skýr­ingu að kostn­aður vegna akst­urs þing­manna hafi auk­ist mikið í kringum kosn­ing­ar. Í einu vor­kosn­ing­unum sem farið hafa fram frá byrjun árs 2013 fengu þing­­menn mun hærri end­­ur­greiðslur en á öðrum sam­­bæri­­legum tíma­bilum þegar slíkar áttu sér ekki stað. Það varð aug­­ljós aukn­ing á kröfum um end­­ur­greiðslur kostn­aðar á þeim haust­mán­uðum þar sem próf­­kjör og kosn­­ingar hafa farið fram.

Kosið var til Alþingis í apríl 2013. Á fyrri hluta þess árs voru end­­ur­greiðslur 5,8 millj­­ónir króna að með­­al­tali á mán­uði eða alls 35 millj­­ónir króna yfir hálfs árs tíma­bil.

Til sam­an­­burðar var kostn­aður vegna end­­ur­greiðslu á sama tíma­bili fyrri hluta árs 2014 23,8 millj­­ónir króna, árið 2015 22,8 millj­­ónir króna, árið 2016 20,2 millj­­ónir króna, árið 2017 17,3 millj­­ónir króna og 12,1 milljón króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins í fyrra. Því liggur fyrir að síð­­­ast þegar kosn­­ingar fóru fram að vori til á Íslandi fengu þing­­menn 23 millj­­ónum krónum meira í end­­ur­greiðslu akst­­ur­s­­kostn­aðar á fyrri hluta árs en þeir fengu á sama tíma­bili í fyrra. Það þýðir að þing­­menn­irnir keyrðu næstum þrisvar sinnum meira, og fengu næstum þrisvar sinnum hærri end­­ur­greiðslu af skattfé fyrir akstur sinn, á fyrri hluta árs þegar kosn­­ingar voru en þegar slíkar voru ekki.

Sama sagan í haust­kosn­ingum

Síð­­­ustu tvær þing­­kosn­­ingar hafa farið fram að hausti til, þ.e. í októ­ber 2016 og 2017.

Árið 2013 fengu þing­­menn 24 millj­­ónir króna í end­­ur­greiðslur vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar á síð­­­ari hluta árs og ári síðar var sú tala afar svip­uð, eða 24,7 millj­­ónir króna. Árið 2015 lækk­­aði hún í 21,1 milljón króna en 2016, þegar kosn­­ingar voru haldn­­ar, hækk­­aði hún í 24,1 milljón króna, eða um þrjár millj­­ónir króna. Það var aukn­ing um 14,2 pró­­sent milli árs þar sem kosn­­ingar áttu sér ekki stað og árs þar sem slíkar voru haldn­­ar.

Auglýsing
Árið 2017 var svo boðað til kosn­­inga með rúm­­lega mán­aðar fyr­ir­vara. Flestir flokkar slepptu því að halda próf­kjör fyrir þær kosn­­ingar og kosn­­inga­bar­áttan var mjög knöpp. End­­ur­greiddur kostn­aður þing­­manna vegna akst­­urs lækk­­aði því umtals­vert milli ára og var 17,6 millj­­ónir króna.

Athygl­is­vert er þó að bera saman end­­ur­greiddan akst­­ur­s­­kostnað á seinni hluta árs­ins 2018 og árs­ins á und­an, en á síð­­­ustu fimm mán­uðum síð­­asta árs nam end­­ur­greiðslan 11,6 millj­­ónum króna. Hlé var gert á þing­fundum 14. des­em­ber, sem er mjög snemmt í öllum sam­an­­burði, og því má ætla að kostn­aður vegna rétt­­mætra end­­ur­greiðslna ætti ein­ungis að eiga við um hálfan þann mán­uð. Ef miðað er við með­­al­tal­­send­­ur­greiðslur fyrstu fimm mán­aða tíma­bils­ins þá má því ætla að heild­­ar­end­­ur­greiðslu fyrir síð­­­ari hluta árs 2018 væru um 14 millj­­ónir króna. Það þýðir að kostn­aður vegna end­­ur­greiðslu dróst saman um 20 pró­­sent frá síð­ari hluta kosn­­inga­ár­s­ins 2017 og sama tíma­bils ári síð­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar