Pexels/Chalo Garcia

Lúxuslosun hinna ríku ógnar loftslagsmarkmiðum

Hærri tekjur leiða til aukinnar neyslu og þar af leiðandi stærra kolefnisfótspors einstaklinga. Losun ríkustu 10 prósent jarðarbúa nægir ein og sér til að markmiði Parísarsáttmálans verði ekki náð. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Oxfam. Höfundar skýrslunnar segja ljóst að draga þurfi úr ójöfnuði í heiminum ef leysa eigi loftslagsvandann.

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni í Glas­gow á síð­asta ári sam­mæld­ust þjóð­ar­leið­togar um mik­il­vægi þess að halda hlýnun and­rúms­lofts­ins undir 1,5°C í sam­ræmi við mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Ljóst er að ef hlýnun jarðar fer yfir 1,5°C mun það hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir jarð­ar­búa, líf­ríki og vist­kerfi á jörð­inni.

Skýrsla Oxfam, sem byggir á grein­ingum frá Institute for European Environ­mental Policy og Stock­holm Environ­ment Institute, leiðir hins vegar í ljós að árið 2030 mun rík­asta 1% jarð­ar­búa vera með 30 sinnum stærra kolefn­is­fót­spor en sam­ræm­ist hlýn­un­ar­mark­miði Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Lofts­lagsný­lendu­stefna

Stór gjá er á milli þeirra sem bera ábyrgð á lofts­lags­breyt­ingum og þeirra sem mest munu finna fyrir afleið­ing­un­um. Hnatt­ræna „norðrið“ (e. Global north) – sem sam­anstendur af vest­ræn­um, iðn­væddum ríkjum – ber ábyrgð á lung­anum af sögu­legri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sem og 92% af umfram­losun gróð­­ur­hús­lof­t­eg­unda. Umfram­losun vísar til los­unar sem er umfram það sem talin eru örugg mörk (e. safe bound­­aries) og hefur verið verið vísað til þess­arar umfram­los­unar sem kolefn­is- eða lofts­lagsný­lendu­stefnu.

Ábyrgð á umframlosun gróðurhúsalofttegunda.

Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga munu hins vegar bitna mest á fátækum þjóðum á suð­ur­hveli jarðar (e. Global south) sem bera minnsta ábyrgð, ef nokkra, á lofts­lags­breyt­ing­um. Þá eru minni­hluta­hópar eins og kon­ur, frum­byggjar og svart fólk sér­stak­lega ber­skjald­aðir fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin gerir ráð fyrir því að fyrir árið 2030 lát­ist um 240 þús­und ein­stak­lingar ár hvert sökum lofts­lags­breyt­inga. Það gera um 600 dauðs­föll á hverjum degi. Gert er ráð fyrir því að dauðs­föll sökum lofts­lags­breyt­inga muni aukast enn frekar á kom­andi ára­tugum og mögu­lega valda allt að millj­ónum dauðs­falla ár hvert á seinni hluta þess­arar ald­ar.

Rík­asta 1% hefur náð yfir­ráðum á kolefn­isk­vót­anum

Í fyrr­nefndri skýrslu Oxfam er neyslu­drifin losun mis­mun­andi tekju­hópa áætluð fyrir árið 2030. Nið­ur­stöð­urnar sýna að hærri tekjur leiða til auk­innar neyslu og þar af leið­andi stærra kolefn­is­fótspors ein­stak­linga. Þannig er tekju­ó­jöfn­uður bein­tengdur kolefn­isó­jöfn­uði en sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unnar er kolefn­isó­jöfn­uður í heim­inum gríð­ar­lega mik­ill. Rík­asti hluti mann­kyns gengur á kolefn­isk­vóta heims­ins – þ.e. magn kolefnis sem mann­kynið má losa áður en hlýnun jarðar fer yfir 1,5 gráðu – og skilur lítið eftir fyrir fátæk­ari sam­fé­lög. Það eru lönd sem hafa litla sem enga sögu­lega losun en þurfa hluta af kvót­anum til að kom­ast úr fjötrum fátækt­ar.

Þá er því spáð að árið 2030 muni rík­asta 1% mann­kyns, um 80 millj­ónir manns, vera með 25% stærra kolefn­is­fót­spor en árið 1990. Enn­fremur mun þessi agn­arsmái hluti mann­kyns vera með 16 sinnum stærra kolefn­is­fót­spor en með­al­-kolefn­is­fótsporið og 30 sinnum stærra en sam­ræm­ist 1,5°C mark­mið­inu. Á sama tíma mun losun fátæk­asta 50% mann­kyns vera vel undir mark­miðum Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Það er þó ekki bara hið ofur­ríka 1% sem gengur á kolefn­isk­vót­ann. Milli áranna 1990 og 2015 not­aði rík­asta 10% mann­kyns fjórð­ung af kolefn­isk­vót­anum á meðan fátæk­ustu 50% jarð­ar­búar not­uðu minna en 5% af kvót­an­um. Árið 2030 er áætlað að losun rík­asta 10% mann­kyns verði 10 sinnum meiri en mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans segja til um og mun þessi tekju­hópur því ganga svo á kolefn­isk­vót­ann að það skilur varla eftir neitt svig­rúm fyrir hin 90% jarð­ar­búa. Þetta þýðir að losun 10% rík­ustu nægir ein og sér til að mark­miði Par­ís­ar­sátt­mál­ans verði ekki náð, sama hvað hin 90% mann­kyns gera.

Lífstílstengd losun

Skýrsla Oxfam byggir á grein­ingu um neyslu­drifna kolefn­islosun ein­stak­linga. Stór hluti los­unar þeirra rík­ustu stafar af kolefn­is­frekum sam­göngu­mát­um: stórum bíl­um, snekkjum og einka­flug­vél­um. Rann­sóknir hafa meðal ann­ars sýnt að ein­ungis 1% mann­kyns ber ábyrgð á helm­ingi los­unar frá flugi.

Þá ber einnig að nefna þá miklu orku og auð­linda­notkun sem felst í að eiga stærra heim­ili og í mörgum til­fell­um, fleira en eitt heim­ili. Lífstílstengd losun þeirra ríku er gríð­ar­leg en höf­undar skýrsl­unnar benda einnig á að þessi hópur fjár­festi síður í grænum lausnum og í krafti auðs hefur þessi hópur mikil póli­tísk áhrif. Þau sem hafa meiri pen­inga og völd verða minna fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga og leggja því minni áherslu á aðgerðir gegn þeim.

Unsplash/Francisco Gomes

Taka þarf á ójöfn­uði ef leysa á lofts­lags­málin

Emily Gosh, einn af höf­undum skýrsl­un­ar, segir nið­ur­stöð­urnar fyrst og fremst sýna skýr tengsl milli tekna fólks og kolefn­is­fótspors þeirra. „Það er kerf­is­bundið órétt­læti til staðar sem leiðir til ósjálf­bærs lífstíls þeirra rík­ustu og þar af leið­andi mik­illar los­un­ar,“ segir hún.

Í umfjöllun BBC um lofts­lagsórétt­læti bendir Dr. Lewis Akenji á að ein­stak­lings­bundnar neyslu­venjur sem lausn á lofts­lags­breyt­ingum sé við­kvæmt umræðu­efni. Það er, hvort að ein­stak­lingar beri ábyrgð á því að leysa lofts­lags­vand­ann með breyttri neyslu­hegðun eða hvort að það sé undir stjórn­völdum og stór­fyr­ir­tækjum kom­ið. Akenji segir þetta ekki vera spurn­ingu um annað hvort eða - lífs­stíll og neyslu­venjur eigi sér ekki stað í tóma­rúmi. Lífs­stíll og neysla mót­ast af sam­hengi og fólk lifir lífi sínu innan þess ramma sem stjórn­mála- og efna­hags­kerfið mót­ar.

EPA

Aimee Ambrose, höf­undur nýlegrar rann­sóknar um lofts­lags­á­hrif þeirra ríku, segir í sam­tali við The Guar­dian að ósjálf­bær neysla sé ein­fald­lega ekki á stefnu­skrá rík­is­stjórna og stefnu­mótenda. Með því að taka ekki á ofneyslu þeirra rík­ustu eru stefnu­mótendur að fara á mis við tæki­færi til að draga úr ójöfn­uði og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Löngum hefur verið vitað að tekju­ó­jöfn­uð­ur, neysla og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru nátengd. Skýrsla Oxfam sýnir að tekju­ó­jöfn­uður leiði til kolefn­isó­jöfn­uðs að það miklu marki að það grefur undan getu alþjóða­sam­fé­lags­ins til að ná mark­miðum Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Sam­kvæmt höf­undum rann­sókn­ar­innar er sá mikli ójöfn­uður sem ríkir í dag ein­fald­lega ósjálf­bær. Því sé óhjá­kvæmi­legt að vinna gegn ójöfn­uði ef leysa á lofts­lags­vand­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar