Mannréttindaáhersla Svía kostar þá peninga og mögulega völd

h_51837900-1.jpg
Auglýsing

Síð­asta vika var róst­ur­söm í sænskri utan­rík­is­póli­tík. Heim­sókn Stefan Löf­vens for­sæt­is­ráð­herra til Úkra­ínu vakti hörð við­brögð Rússa og gagn­rýni Svía á stöðu mann­rétt­inda í Sádi Arabíu dró einnig dilk á eftir sér. Svíar berj­ast nú um sæti í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna en sér­fræð­ingar telja ólík­legt að fram­boðið beri árangur vegna atburða síð­ustu vikna. Í hörðum heimi alþjóða­stjórn­mála hefur það kostnað í för með sér að gagn­rýna aðrar þjóðir fyrir stöðu lýð­ræðis og mann­rétt­inda eða styðja rétt þeirra til að ráða sér sjálf­ar.

Sam­band Rússa og Svía versnar stöðugtÁ þriðju­dag fór Löf­ven for­sæt­is­ráð­herra í opin­bera heim­sókn til Úkra­ínu þar sem hann lof­aði auknum stuðn­ingi við rík­is­stjórn lands­ins. Fyrir utan póli­tískan stuðn­ing lof­aði Löf­ven að Sví­þjóð myndi veita Úkra­ínu lán upp á 850 millj­ónir sænskra króna til að styrkja inn­viði lands­ins. Um leið hvatti hann aðrar þjóðir til að gera það sama. Sama dag birti sendi­ráð Rúss­lands í Sví­þjóð nokkuð und­ar­lega stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem Svíum var kennt um stöð­una í Úkra­ínu. Þar var sagt að stefna vest­ur­landa, og þá ekki hvað síst Sví­þjóð­ar, gagn­vart Úkra­ínu hefði orsakað valda­rán sem leitt hefði til blóð­ugrar styrj­ald­ar.Þessi harða afstaða land­anna tveggja í garð hvors ann­ars kemur í kjöl­far stig­vax­andi deilna vegna hern­að­ar­um­svifa Rússa í Eystra­salt­inu. Skemmst er að minn­ast kaf­báta­leitar sænska hers­ins þar sem talið var að rúss­neskur kaf­bátur hefði siglt inn í sænska skerja­garð­inn án heim­ild­ar. Leitin bar ekki árangur en í kjöl­farið hafa sænsk stjórn­völd heitið auknu fé til að efla kaf­báta­leit í Eystra­salt­inu og til að koma fyrir var­an­legri her­sveit á Gotlandi. Fyrir nokkrum árum voru hryðju­verk og netárásir talin helsta ógn sem steðj­aði að Sví­þjóð. Auk­inn umsvif Rússa hafa breytt þeirri mynd og svo virð­ist vera sem sænsk stjórn­völd telji nú að helsta öryggisógnin sé mögu­leg átök við Rússa.

Frá hetju til skúrks í Mið-Aust­urlöndumEitt af fyrstu verkum nýrrar rík­is­stjórnar síð­asta haust var að við­ur­kenna sjálf­stæði Palest­ínu. Íslend­ingar ættu hugs­an­lega að taka því sem móðgun að flestir virt­ust telja að Sví­þjóð væri fyrsta vest­ræna landið til að taka slíka ákvörð­un. Í kjöl­farið versnuðu sam­skipti Svía og Ísra­ela, sendi­herra Ísra­els í Sví­þjóð var kall­aður heim og Margot Wall­ström utan­rík­is­ráð­herra sagt að hún væri ekki vel­komin í fyr­ir­hug­aða heim­sókn. Í við­tali skömmu síðar sagði Wall­ström að Ísra­elar færu yfir öll mörk í mál­flutn­ingi sínum og að aðgerðir þeirra gagn­vart Palest­ínu­mönnum væru ekk­ert nema ofbeldi. Svíum var ákaft fagnað í Arabalönd­unum eftir stuðn­ing­inn við Palest­ínu og á tíma­bili leit út fyrir að þar hefði Sví­þjóð náð sér í mik­il­væga banda­menn. Wall­ström var til að mynda boðið að halda ræðu á fundi utan­rík­is­ráð­herra Arababanda­lags­ins síð­asta mánu­dag en deg­inum áður var fram­lag hennar afþakk­að.

Wall­ström hefur gagn­rýnt Sádi Arabíu harð­lega fyrir mann­rétt­inda­brot en nýleg ummæli hennar um sharia lög voru sem olía á eld­inn. Hún lýsti þeim sem arf­leið frá mið­öldum þar sem jafn­rétti og mann­rétt­indi væru fótum troð­in. Sendi­herra Sádi Arabíu var kall­aður heim á mið­viku­dag, dag­inn eftir að Svíar til­kynntu að sam­starfi land­anna um vopna­fram­leiðslu yrði ekki haldið áfram. Sér­fræð­ingar telja að deil­urnar geti ekki aðeins haft nei­kvæð áhrif á sam­skipti land­anna tveggja heldur einnig á við­skipti þeirra á milli og stöðu Sví­þjóðar á svæð­inu öllu. Ein ástæðan er að nýr kon­ungur Sádi Arabíu þykir mun íhaldsam­ari en for­veri hans og virð­ist alls óhræddur við að slíta sam­starfi við þá sem hann telur að séu of gagn­rýnir á kon­ungs­rík­ið. Einn helsti sér­fræð­ingur Svía um Mið-Aust­ur­lönd segir að verði ríkin á svæð­inu neydd til að velja á milli Sví­þjóðar og Sádi Arabíu sé engin spurn­ing hver nið­ur­staðan verði.

Opinber gagnrýni Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, á Sádi Arabíu hefur vakið athygli og viðbrögð. Opin­ber gagn­rýni Margot Wall­ström, utan­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, á Sádi Arabíu hefur vakið athygli og við­brögð.

Auglýsing

Sætið í Örygg­isráði Sam­einuðu þjóðanna í hættuRík­is­stjórn Fred­rik Rein­feldts lagði höf­uð­á­herslu á Evr­ópu­sam­bandið í utan­rík­is­stefnu sinni og sá það vera bestu leið­ina til að auka vægi Sví­þjóðar á alþjóða­vett­vangi. Þegar ný stjórn tók við lýsti hún því yfir að færa ætti fók­us­inn til baka á Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, meðal ann­ars með því að sækj­ast eftir kjöri í Örygg­is­ráð­inu 2017-2018. Sér­fræð­ingar telja nú litlar líkur á að Svíar nái kjöri enda hafa þeir á stuttum tíma gagn­rýnt Ísra­el, Sádi Arabíu og Rúss­land harð­lega á opin­berum vett­vangi. Einn leið­ara­höf­unda Dag­ens Nyheter benti á að í raun­inni væri ákveð­inn heiður fólg­inn í því fá gagn­rýni á sig frá þessum löndum sem öll hefðu gerst sek um vafa­sama hegð­un. Það væri hins vegar kostn­að­ar­samt að reka utan­rík­is­póli­tík þar sem afger­andi staða væri tekin með mann­rétt­indum og lýð­ræði.

Margot Wall­ström hefur hlotið mikla gagn­rýni fyrir óvar­kárt orða­lag og í fjöl­miðlum má oft sjá því haldið fram að með því skaði hún orð­spor Svía. Ekki er þar þó um mikla stefnu­breyt­ingu að ræða því hún tók við af Carl Bildt sem hefur aldrei verið hræddur við opin­berar deilur við önnur ríki. Í þeim hefur hann einkum nýtt sér Twitter og í gegnum tíð­ina hafa mörg ummæli hans þar vakið furðu. Í fyrra var Bildt til dæmis harð­lega gagn­rýndur fyrir að líkja fyrr­ver­andi for­seta Úkra­ínu við norska föð­ur­lands­svik­ar­ann Vidkun Quisl­ing.

Eiga þjóðir að fórna hags­munum fyrir hugsjónir?Á tylli­dögum er auð­velt að tala um mann­rétt­indi og lýð­ræði en gildum er gjarnan fórnað á alt­ari hags­muna. Staðan sem upp er komin í Sví­þjóð er áhuga­verð því for­svars­menn við­skipta­lífs­ins höfðu hvatt til þess að samn­ing­ur­inn við Sádi Arabíu yrði fram­lengd­ur, með þeim rökum að sam­ræður og sam­starf væru besta leiðin til að bæta stöð­una í land­inu. Í raun má segja að málið snú­ist því um grund­vall­ar­at­riði í alþjóð­legum stjórn­málum – nefni­lega hvaða leiðir eru farnar að settu marki. Hvenær er ástæða til að gagn­rýna opin­ber­lega og eiga það á hættu að við­skipti og póli­tískt sam­band skað­ist? Þessi umræða hefur verið hávær á alþjóða­vett­vangi að und­an­förnu, ekki hvað síst í tengslum við íþrótta­mót í löndum á borð við Rúss­land og Kat­ar.

Rit­höf­und­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Ola Larsmo heldur því fram að hér sé ef til vill komin í ljós hug­mynda­fræði­leg gjá í sænskri póli­tík. Hann bendir á að hægri kant­inum komi nú ber­lega í ljós að þar hugsi margir um mann­rétt­indi eins og sós­una á ísn­um. Hún sé auð­vitað ljóm­andi góð en það sé líka allt í lagi að sleppa henni. Og hann spyr hvort nokkur haldi að Svíar muni minn­ast ummæla ráð­herr­ans með hneykslan eftir fjöru­tíu ár þegar sagan verði gerð upp. Ef marka má arf­leið Olof Palme er svarið lík­lega að rifr­ildið standi enn yfir árið 2055.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None