Már Guðmundsson: Varar við of miklum arðgreiðslum úr viðskiptabönkunum

marpng-1.jpg
Auglýsing

Þótt staða íslensku við­skipta­bank­anna sé, að því er virð­ist, góð í öllum sam­an­burði er staðan ekki jafn björt þegar dýpra er kaf­að. Ann­ars vegar er fjár­mögnun þeirra að hluta til varin af fjár­magns­höftum og hins vegar má rekja stóran hluta af hagn­aði þeirra á árinu 2014 til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða á borð við sölu eigna. Afkoma af grunn­rekstri þeirra er mun veik­ari.

Þetta kemur fram í for­mála Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra í nýjasta ein­taki af rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem var birt í dag. „Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m,“ segir Már.

Íslensku við­skipta­bank­arnir þrír sem reistir voru á grunni föllnu bank­anna, Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki, hafa hagn­ast mjög frá hruni. Alls nemur sam­an­lagður hagn­aður þeirra frá því að þeir voru settir á fót um 370 millj­örðum króna. Lands­bank­inn er í raun eini bank­inn sem má og getur greitt eig­endum sínum arð sem þeir geta ráð­staf­að. Hann er að langstærstu leyti í eigu íslenska rík­is­ins en starfs­menn Lands­bank­ans eiga auk þess lít­inn hlut. ­Vegna árs­ins 2013 greiddi bank­inn rík­inu 20 millj­arða króna í arð og mun greiða því 24 millj­arða króna á þessu ári.

Auglýsing

Arion banki og Íslands­banki eru að stærstu leyti í eigu þrotabú Kaup­þings og Glitn­is. Ríkið á síðan lít­inn hlut í hvorum þeirra, þrettán pró­sent í Arion banka og fimm pró­sent í Glitni. Arð­greiðslur þeirra fara að stærstum hluta til í þrotabú sem enn á eftir að slíta.

Eign kröfu­hafa í nýju bönk­unum metin á 316 millj­arðaFor­mál­inn fjallar að mestu um hvernig megi varð­veita við­náms­þrótt þjóð­ar­bús og fjár­mála­kerfis í aðdrag­anda los­unar fjár­magns­hafta, en til­kynnt hefur verið að skref í þá átt verði stigin í nán­ustu fram­tíð. Már fer yfir þau vanda­mál sem þarf að takast á við áður en að hægt sé að losa höft og þær stærðir sem við er að etja. Mest munar þar um eignir erlendra kröfu­hafa fall­ina banka sem tej­ast sem íslenskar eign­ir. Þær nema nú um 910 millj­örðum króna. Þar af nemur eign slita­búa í Arion banka og Íslands­banka 316 millj­örðum króna. Til við­bótar nema skamm­tímakrónu­eignir erlendra aðila 291 millj­arði króna.

Már segir stöðu stóru við­skipta­bank­anna þriggja, Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka, að mörgu leyti vera sterka og að hún hafi batnað enn frekar á síð­asta ári. Arð­semi heild­ar­eigna þeirra hafi numið 2,7 pró­sent­um, sem telj­ist gott í alþjóð­legum sam­an­burði, eigið fé sé með því hæsta sem ger­ist í nágranna­lönd­unum og lausa­fjár­staðan sé einnig mjög sterk. Þá sé fjár­mögn­un­ar­þörf þeirra í erlendum gjald­miðlum á næstu árum mjög hóf­leg.

Þeir þurfi aðeins að taka erlend lán sem nemi um 30 millj­örðum króna á ári næstu ár til að end­ur­fjár­magna afborg­anir og að halda sér fyrir ofan lág­marks­kröfur Seðla­bank­ans um lausa­fjár­stöðu í gjald­eyri. Bank­arnir hafa allir getað sótt slíka fjár­mögnun á mark­aði. Til dæmis tók Arion banki erlent lán í evrum upp á 45 millj­arða króna í mars síð­ast­liðnum.

Var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt með arð­greiðslumMár segir hins vegar að þegar dýpra sé kafað sé myndin ekki að öllu leyti eins björt og virð­ist við fyrstu sýn. „Þar kemur tvennt til. Ann­ars vegar er fjár­mögnun bank­anna að hluta til varin af fjár­magns­höft­um. Hins vegar mátti rekja stóran hluta hagn­aðar bank­anna á síð­asta ári til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða en und­ir­liggj­andi afkoma af grunn­rekstri er eins og áður er nefnt mun veik­ari. Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None