Már Guðmundsson: Varar við of miklum arðgreiðslum úr viðskiptabönkunum

marpng-1.jpg
Auglýsing

Þótt staða íslensku við­skipta­bank­anna sé, að því er virð­ist, góð í öllum sam­an­burði er staðan ekki jafn björt þegar dýpra er kaf­að. Ann­ars vegar er fjár­mögnun þeirra að hluta til varin af fjár­magns­höftum og hins vegar má rekja stóran hluta af hagn­aði þeirra á árinu 2014 til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða á borð við sölu eigna. Afkoma af grunn­rekstri þeirra er mun veik­ari.

Þetta kemur fram í for­mála Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra í nýjasta ein­taki af rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem var birt í dag. „Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m,“ segir Már.

Íslensku við­skipta­bank­arnir þrír sem reistir voru á grunni föllnu bank­anna, Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki, hafa hagn­ast mjög frá hruni. Alls nemur sam­an­lagður hagn­aður þeirra frá því að þeir voru settir á fót um 370 millj­örðum króna. Lands­bank­inn er í raun eini bank­inn sem má og getur greitt eig­endum sínum arð sem þeir geta ráð­staf­að. Hann er að langstærstu leyti í eigu íslenska rík­is­ins en starfs­menn Lands­bank­ans eiga auk þess lít­inn hlut. ­Vegna árs­ins 2013 greiddi bank­inn rík­inu 20 millj­arða króna í arð og mun greiða því 24 millj­arða króna á þessu ári.

Auglýsing

Arion banki og Íslands­banki eru að stærstu leyti í eigu þrotabú Kaup­þings og Glitn­is. Ríkið á síðan lít­inn hlut í hvorum þeirra, þrettán pró­sent í Arion banka og fimm pró­sent í Glitni. Arð­greiðslur þeirra fara að stærstum hluta til í þrotabú sem enn á eftir að slíta.

Eign kröfu­hafa í nýju bönk­unum metin á 316 millj­arðaFor­mál­inn fjallar að mestu um hvernig megi varð­veita við­náms­þrótt þjóð­ar­bús og fjár­mála­kerfis í aðdrag­anda los­unar fjár­magns­hafta, en til­kynnt hefur verið að skref í þá átt verði stigin í nán­ustu fram­tíð. Már fer yfir þau vanda­mál sem þarf að takast á við áður en að hægt sé að losa höft og þær stærðir sem við er að etja. Mest munar þar um eignir erlendra kröfu­hafa fall­ina banka sem tej­ast sem íslenskar eign­ir. Þær nema nú um 910 millj­örðum króna. Þar af nemur eign slita­búa í Arion banka og Íslands­banka 316 millj­örðum króna. Til við­bótar nema skamm­tímakrónu­eignir erlendra aðila 291 millj­arði króna.

Már segir stöðu stóru við­skipta­bank­anna þriggja, Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka, að mörgu leyti vera sterka og að hún hafi batnað enn frekar á síð­asta ári. Arð­semi heild­ar­eigna þeirra hafi numið 2,7 pró­sent­um, sem telj­ist gott í alþjóð­legum sam­an­burði, eigið fé sé með því hæsta sem ger­ist í nágranna­lönd­unum og lausa­fjár­staðan sé einnig mjög sterk. Þá sé fjár­mögn­un­ar­þörf þeirra í erlendum gjald­miðlum á næstu árum mjög hóf­leg.

Þeir þurfi aðeins að taka erlend lán sem nemi um 30 millj­örðum króna á ári næstu ár til að end­ur­fjár­magna afborg­anir og að halda sér fyrir ofan lág­marks­kröfur Seðla­bank­ans um lausa­fjár­stöðu í gjald­eyri. Bank­arnir hafa allir getað sótt slíka fjár­mögnun á mark­aði. Til dæmis tók Arion banki erlent lán í evrum upp á 45 millj­arða króna í mars síð­ast­liðnum.

Var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt með arð­greiðslumMár segir hins vegar að þegar dýpra sé kafað sé myndin ekki að öllu leyti eins björt og virð­ist við fyrstu sýn. „Þar kemur tvennt til. Ann­ars vegar er fjár­mögnun bank­anna að hluta til varin af fjár­magns­höft­um. Hins vegar mátti rekja stóran hluta hagn­aðar bank­anna á síð­asta ári til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða en und­ir­liggj­andi afkoma af grunn­rekstri er eins og áður er nefnt mun veik­ari. Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m.“

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None