Már Guðmundsson: Varar við of miklum arðgreiðslum úr viðskiptabönkunum

marpng-1.jpg
Auglýsing

Þótt staða íslensku við­skipta­bank­anna sé, að því er virð­ist, góð í öllum sam­an­burði er staðan ekki jafn björt þegar dýpra er kaf­að. Ann­ars vegar er fjár­mögnun þeirra að hluta til varin af fjár­magns­höftum og hins vegar má rekja stóran hluta af hagn­aði þeirra á árinu 2014 til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða á borð við sölu eigna. Afkoma af grunn­rekstri þeirra er mun veik­ari.

Þetta kemur fram í for­mála Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra í nýjasta ein­taki af rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem var birt í dag. „Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m,“ segir Már.

Íslensku við­skipta­bank­arnir þrír sem reistir voru á grunni föllnu bank­anna, Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki, hafa hagn­ast mjög frá hruni. Alls nemur sam­an­lagður hagn­aður þeirra frá því að þeir voru settir á fót um 370 millj­örðum króna. Lands­bank­inn er í raun eini bank­inn sem má og getur greitt eig­endum sínum arð sem þeir geta ráð­staf­að. Hann er að langstærstu leyti í eigu íslenska rík­is­ins en starfs­menn Lands­bank­ans eiga auk þess lít­inn hlut. ­Vegna árs­ins 2013 greiddi bank­inn rík­inu 20 millj­arða króna í arð og mun greiða því 24 millj­arða króna á þessu ári.

Auglýsing

Arion banki og Íslands­banki eru að stærstu leyti í eigu þrotabú Kaup­þings og Glitn­is. Ríkið á síðan lít­inn hlut í hvorum þeirra, þrettán pró­sent í Arion banka og fimm pró­sent í Glitni. Arð­greiðslur þeirra fara að stærstum hluta til í þrotabú sem enn á eftir að slíta.

Eign kröfu­hafa í nýju bönk­unum metin á 316 millj­arðaFor­mál­inn fjallar að mestu um hvernig megi varð­veita við­náms­þrótt þjóð­ar­bús og fjár­mála­kerfis í aðdrag­anda los­unar fjár­magns­hafta, en til­kynnt hefur verið að skref í þá átt verði stigin í nán­ustu fram­tíð. Már fer yfir þau vanda­mál sem þarf að takast á við áður en að hægt sé að losa höft og þær stærðir sem við er að etja. Mest munar þar um eignir erlendra kröfu­hafa fall­ina banka sem tej­ast sem íslenskar eign­ir. Þær nema nú um 910 millj­örðum króna. Þar af nemur eign slita­búa í Arion banka og Íslands­banka 316 millj­örðum króna. Til við­bótar nema skamm­tímakrónu­eignir erlendra aðila 291 millj­arði króna.

Már segir stöðu stóru við­skipta­bank­anna þriggja, Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka, að mörgu leyti vera sterka og að hún hafi batnað enn frekar á síð­asta ári. Arð­semi heild­ar­eigna þeirra hafi numið 2,7 pró­sent­um, sem telj­ist gott í alþjóð­legum sam­an­burði, eigið fé sé með því hæsta sem ger­ist í nágranna­lönd­unum og lausa­fjár­staðan sé einnig mjög sterk. Þá sé fjár­mögn­un­ar­þörf þeirra í erlendum gjald­miðlum á næstu árum mjög hóf­leg.

Þeir þurfi aðeins að taka erlend lán sem nemi um 30 millj­örðum króna á ári næstu ár til að end­ur­fjár­magna afborg­anir og að halda sér fyrir ofan lág­marks­kröfur Seðla­bank­ans um lausa­fjár­stöðu í gjald­eyri. Bank­arnir hafa allir getað sótt slíka fjár­mögnun á mark­aði. Til dæmis tók Arion banki erlent lán í evrum upp á 45 millj­arða króna í mars síð­ast­liðnum.

Var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt með arð­greiðslumMár segir hins vegar að þegar dýpra sé kafað sé myndin ekki að öllu leyti eins björt og virð­ist við fyrstu sýn. „Þar kemur tvennt til. Ann­ars vegar er fjár­mögnun bank­anna að hluta til varin af fjár­magns­höft­um. Hins vegar mátti rekja stóran hluta hagn­aðar bank­anna á síð­asta ári til end­ur­mats eigna og ann­arra ein­skipt­isliða en und­ir­liggj­andi afkoma af grunn­rekstri er eins og áður er nefnt mun veik­ari. Við núver­andi aðstæður er því var­huga­vert að veikja við­náms­þrótt bank­anna um of með veru­legum arð­greiðsl­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None