Marek segist ekki hafa tekið geðlyfin í hálft ár

Það er engin spurning um það „að ef sök sannast að hann var algjörlega ófær um að stjórna gerðum sínum,“ sagði einn þriggja geðlækna sem bar vitni í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg í dag.

Bræðraborgarstígur 1 Mynd: HMS skýrsla
Auglýsing

„Ég hef oft séð fólk í mik­illi maníu en þetta jafn­ast á við það skraut­leg­asta sem maður hefur séð.“

Þetta sagði Magnús Harð­ar­son geð­læknir í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag um ástand Mar­eks Moszczynski um það leyti sem brun­inn á Bræðra­borga­stíg varð. Magnús var einn þriggja geð­lækna sem lagði mat á geð­heilsu Mar­eks en allir komust þeir að þeirri nið­ur­stöðu að hann hafi verið í geð­rofi á þessum tíma og í man­íu. „Það er okkar mat að hann hafi verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sín­um,“ sagði Guð­rún Dóra Bjarna­dóttir geð­lækn­ir. Kollegi henn­ar, Tómas Zoëga, sagði að það væri „engin spurn­ing um það að ef sök sann­ast á hann að hann var algjör­lega ófær um að stjórna gerðum sín­um“.

Þau eru ekki á einu máli um hvort vista beri Marek á rétt­ar­geð­deild, verði hann sak­felld­ur. Yrði sekt nið­ur­staða dóm­ara þætti Guð­rúnu Dóru eðli­legt og „mjög mik­il­vægt“ að maður sem hefði fram­kvæmt slíkan verknað yrði undir sér­stöku eft­ir­liti. Tómas sagð­ist hvorki hafa metið hann hættu­legan sjálfum sér né öðrum þannig að ef hann yrði fund­inn sekur „þá er þetta klemma sem dóm­ur­inn er í“ því fólk væri ekki sett í fang­elsi eða á geð­deild til að fyr­ir­byggja eitt­hvað.

Geð­lækn­arnir telja „mjög ólík­legt“ að Marek hafi getað gert sér upp ein­kenn­in. Það seg­ist hann þó sjálfur hafa gert áður, fyrir mörgum ára­tug­um, til að kom­ast hjá her­þjón­ustu.

Auglýsing

Á þriðja degi rétt­ar­hald­anna yfir Mar­ek, sem sak­aður er um brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps, voru flest vitnin lækn­ar. Ýmist þeir sem hlúðu að slös­uðum á Land­spít­al­anum eftir brun­ann eða geð­læknar sem fengnir voru til að meta geð­heilsu Mar­eks.

Fyrsta vitni dags­ins var hins vegar verk­fræð­ing­ur­inn Guð­mundur Gunn­ars­son, sem komið hefur að rann­sókn elds­upp­taka í fjöru­tíu ár. Nið­ur­staða mats hans á elds­voð­anum er að ástandið hafi verið orðið íbúum húss­ins lífs­hættu­legt nokkrum mín­útum eftir að eld­ur­inn var kveiktur vegna mik­ils reyks og hita á gang­in­um. „Við erum alltaf að tala um mjög fáar mín­út­ur,“ sagði Guð­mund­ur. Hvort sem þær hafi verið ein, tvær eða þrjár var sá tími sem fólkið hafði til að flýja stutt­ur. „Það virð­ist ekki hafa verið reyk­skynj­ari eða neinar varnir í hús­inu til að vara fólkið við þessu.“

Eld­ur­inn var að mati þeirra sér­fræð­inga sem komið hafa fyrir dóm­inn síð­ustu daga kveiktur á tveimur stöð­um; í her­bergi Mar­eks á annarri hæð­inni og við stig­ann sem lá upp á þriðju hæð­ina. Opið var upp á þriðju hæð­ina við stig­ann og það varð til þess, að sögn Guð­mund­ar, að reyk­ur­inn fór þangað til að byrja með.

Guð­mundur kom ekki að því að rann­saka upp­tök elds­ins. Sú rann­sókn var gerð af tækni­deild lög­regl­unnar en var einnig til skoð­unar í rann­sókn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

„Það sem þú hefur í hönd­unum eru fyr­ir­fram gefnar for­sendur frá lög­reglu,“ segir Stefán Karl Krist­jáns­son, verj­andi Mar­eks, við Guð­mund er Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari hefur lokið sínum spurn­ing­um. Guð­mundur áréttar að hann hafi við mat sitt meðal ann­ars stuðst við marg­vís­leg gögn, myndir og skýrsl­ur. „Þegar maður er búinn að horfa á brunnin hús í fjöru­tíu ár þá sér maður fljótt, sér­stak­lega af mynd­um, í raun og veru hvernig bruna­ferl­arnir liggja og hvar mesti eld­ur­inn er.“

Stefán Karl vill vita hvort að sá mögu­leiki sé fyrir hendi að eld­ur­inn sem kvikn­aði á gang­inum hafi „færst frá stig­anum og inn í her­berg­ið“. Guð­mundur telur að slíkt hefði tekið tölu­vert langan tíma. „Svo ég bara átti mig á þessu,“ heldur Stefán áfram, „þá er sá mögu­leiki samt fyrir hendi að eld­ur­inn breið­ist út í þessa átt?“

Af þeim myndum sem teknar voru á vett­vangi áður en slökkvi­lið kom á stað­inn er ljóst, að sögn Guð­mund­ar, að reykur kom út um glugga her­bergis Mar­eks, „og ljóst að það er kom­inn eldur þar inn“. Ef aðeins hefði á þeim tíma­punkti logað eldur við stig­ann „þá hefði alls ekki komið reykur út um glugg­ann í þessu her­berg­i“.

Hlaut djúp bruna­sár

„Góðan dag­inn, við vorum að frétta að þú værir með covid,“ segir Bar­bara Björns­dótt­ir, for­maður dóms­ins, þegar næsta vitni, pólskur maður um sex­tugt svarar sím­anum eftir nokkrar hring­ing­ar. Hann greind­ist í gær og er kom­inn í far­sótt­ar­hús. „Ég vona að þú sért ekki mjög lasinn,“ segir Bar­bara og hann neitar því. „Gott að heyra,“ segir hún og biður hann að greina frá því sem gerð­ist dag­inn sem eld­ur­inn kvikn­aði. Hann var íbúi í hús­inu. „Ég veit ekki hvað gerð­ist eða hvernig það gerð­ist af því að það sá það eng­inn,“ byrjar hann á að segja.

Hann hafi leigt her­bergi innst á gang­inum á annarri hæð­inni og verið að horfa á sjón­varp­ið. Hann segir þvínæst að hegðun Mar­eks nágranna síns hafi verið skrít­in. „Hann var öðru­vísi en hann átti að sér að ver­a.“ Marek hafi komið inn í her­bergið til hans í tvígang. Í annað skiptið hafi hann komið með pen­inga og skilið þá eft­ir. „Hann sagði eitt­hvað en það var glóru­laust.“ Þegar hann fór sjálfur fram á gang­inn, „af til­vilj­un“ eins og hann lýsir því, kannski um klukku­stund síð­ar, hafi verið „sjokker­andi“ að sjá á hvaða stig elds­voð­inn var kom­inn. Hann hafði ekk­ert heyrt, enga lykt fund­ið. Frammi sá hann ekki til lofts vegna reyks og fór aftur inn í her­bergi sitt og ætl­aði að reyna að fara út um glugg­ann. Engin leið var að gera það, hann var alltof lít­ill. „Reyk­ur­inn byrj­aði að koma undir hurð­ina á her­berg­inu. Ég ákvað að fara út í gegnum gang­inn. Náði í sæng, setti hana yfir mig, og fór þá leið. Það var erfitt að ná and­anum en ég náði að kom­ast út.“

Til vinstri er glugginn sem ungi maðurinn stökk út um. Mynd: Aðsend

Hann skreið út gang­inn og hlaut á flótt­anum alvar­leg bruna­sár á hnjám, baki og hönd­um. Honum var haldið sof­andi í um mánuð á gjör­gæslu­deild og á þeim tíma voru gerðar á honum aðgerð­ir. Annan mánuð til við­bótar var hann á legu­deild lýta­skurð­lækn­inga. Þaðan fór hann í end­ur­hæf­ingu á Grens­ás­deild. „Það er búið að græða á mig skinn. Það var tekið af fót­unum og sett á bakið og hend­urn­ar,“ segir hann. Hann er með mörg ör og tveir fingur hans hafa ekki gróið um heilt.

„En and­lega?“ spyr Kol­brún. „Ég er nátt­úr­lega hjá lækn­um, sjúkra­þjálf­urum og sál­fræð­ing­i,“ svarar hann.

Verj­and­inn spyr einnar spurn­ing­ar, hvort að hann hafi séð Marek kveikja í. „Nei, ég sá það ekki.“

Það er hraði á vitna­leiðslum dags­ins. Öll vitn­in, mörg hver vön að koma fyrir dóm, eru mætt tím­an­lega. Inn og út. Út og inn. Það ískrar marg­sinnis í stólnum við vitna­stúk­una þennan dag­inn. Það lækkar hratt í spritt­flösk­unum við dyrn­ar.

„Hefði hann getað dáið?“ spyr Kol­brún um áverka sem ungi mað­ur­inn sem stökk út um glugg­ann af þriðju hæð til að bjarga lífi sínu hlaut við hátt fall­ið. „Já, já. Að sjálf­sögð­u,“ svarar vitnið Curtis Snook, sér­fræð­ingur í bráða­lækn­ingum við Land­spít­al­ann, sem tók á móti mann­inum á bráða­deild­inni. Hann hafi hlotið mörg höf­uð­kúpu­brot og blætt hafi frá slagæð í heil­an­um.

Vill blaða­menn­ina út

Tómas er kom­inn, segir Kol­brún. Hún á við næsta vitni, geð­lækn­ir­inn Tómas Zoëga sem gerði fyrsta geð­matið á Marek eftir að hann var hand­tek­inn. En áður en Tómas er leiddur inn í sal­inn kveður Stefán Karl sér hljóðs. Hann seg­ist efast um að Tómas „geti yfir höfuð tjáð sig“ í ljósi trún­aðar við Mar­ek. Hann fer svo fram á það að „í það minnsta“ verði gerð sú krafa að fjöl­miðlum sé óheim­ilt að skrifa frá vitn­is­burð­in­um. „Í tengslum við skýrslu­gjöf geð­lækna?“ spyr Bar­bara dóm­ari til árétt­ing­ar. „Á hvaða grund­velli?“

Stefán vísar til ákveð­innar laga­grein­ar. Beiðni hans er bók­uð. „Ég held að við skulum taka örstutt hlé,“ segir Bar­bara og dóm­arar fara afsíð­is. „Sumt á bara ekk­ert erindi hérna inn,“ segir Stefán og beinir orðum sínum til þeirra sem eftir eru í saln­um. Skömmu síðar koma dóm­ar­arnir þrír inn á ný.

„Það hefur verið ákveðið að þing­hald­inu verður ekki lokað í sam­ræmi við úrskurði um það,“ segir Bar­bara. „Og það verður ekki fall­ist á að lagt verði bann við því að það verði fjallað um [vitn­is­burði geð­lækn­anna].“

Auglýsing

Stefán Karl er ekki á þeim bux­unum að gef­ast upp þó að Bar­bara hafi boðað Tómas inn í sal­inn. „Það er þá kannski annað dóm­ari,“ segir hann. Fyrst ekki sé fall­ist á að þing­hald­inu verði lokað verði Tómasi geð­lækni „ekki heim­ilt að tala um per­sónu­leg sam­skipti“ sín og Mar­eks eða „per­sónu­lega sögu hans“, aðeins nið­ur­stöðu mats­ins. Tómas hefur á þessum tíma­punkti þegar sest í vitna­stúlk­una. „Ég er mats­maður að koma fyrir dóminn, er það ekki?“ spyr hann.

„Ég segi það bara hreint út,“ segir Stef­án, að ef þetta er nið­ur­staðan geti hann aldrei aftur mælst til þess að skjól­stæð­ingar tjái sig við geð­lækna. „Ég bara mun aldrei gera það,“ segir hann með nokk­urri áherslu. Áfram heldur þref milli hans og tveggja dóm­ara um nið­ur­stöðu Lands­réttar sem úrskurð­aði að þing­haldið skyldi opið.

Hélt að hann væri með krabba­mein

En svo kemur að því að skýrslu­taka yfir Tómasi getur loks haf­ist. Hann greinir frá því að hann hafi að beiðni lög­regl­unnar hitt Marek í fang­els­inu að Hólms­heiði dag­inn eftir elds­voð­ann. Þá hafi hann talað mjög mikið og hátt og blótað mik­ið, bæði á íslensku og pólsku. „Það var erfitt að fá sam­hengi í það sem hann sagð­i.“

Tómas komst einnig að því í við­tal­inu að Marek hafði veikst í byrjun maí í fyrra og svo lagður inn á Land­spít­al­ann vegna kvið­verkja og til frek­ari rann­sókna. Grunur hafði vaknað um krabba­mein í maga. Annað hafi síðar komið í ljós en „honum var sagt á þeim tíma að þetta kynni að vera krabba­mein.“

Marek hafi auk þess sagt að fyrir þrjá­tíu árum hefði hann legið inn á geð­deild í Pól­landi. Hann hafi gert sér upp þau veik­indi til að kom­ast hjá her­þjón­ustu.

Gæti hann hafa búið þetta til?

Í kjöl­far við­tals­ins var Marek lagður inn á geð­deild og honum gefin geð­rofslyf en þegar Tómas hittir hann fáum dögum síðar er hann enn veru­lega veik­ur. Í þriðja við­tal­inu var hann orð­inn rólegri og smám saman fór Tómas að fá skýr­ari mynd á það sem á undan hafði geng­ið. Margir hafi lýst mjög breyttri hegðun hans fljót­lega eftir að honum voru færðar þær fréttir að hann kynni að vera með ill­kynja mein­vörp í heila. Bróð­ur­dóttir hans sagði hann hafa farið í „eitt­hvert sjokk“. Tómas seg­ist ekki halda að Marek hafi fengið upp­lýs­ingar um að hann væri ekki með krabba­mein fyrr en eftir brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg.

Eftir við­tölin við Marek og út frá þeim gögnum sem Tómas skoð­aði á þessum tíma, var það nið­ur­staða hans að hann hefði verið „al­gjör­lega ófær um að stjórna gerðum sín­um.“

„Gæti hann hafa verið að búa þetta til?“ spyr Kol­brún og vísar til þess að hann hafi áður, að eigin sögn, gert sér upp veik­indi til að kom­ast hjá her­þjón­ustu. „Ég tel það mjög ólík­legt, afskap­lega ólík­leg­t,“ svarar Tómas.

Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn. Mynd: Golli

„Það er okkar mat að hann hafi verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sín­um,“ segir Guð­rún Dóra Bjarna­dótt­ir, geð­læknir á sér­hæfðri end­ur­hæf­ing­ar­deild, í sínum vitn­is­burði. Að hann hafi verið í maníu með geð­rofsein­kenni. Hún vann yfir­geð­mat á Marek ásamt Magn­úsi Harð­ar­syni geð­lækni. Hún segir hann „mjög ólík­lega“ hafa getað gert sér þessi miklu ein­kenni upp. Í við­tölum við ætt­ingja hans hafi komið fram vís­bend­ingar um ákveðin geð­ræn ein­kenni hjá honum í gegnum tíð­ina. „Ma­rek tekur áhættu í við­skiptum meira en aðr­ir, eyðir pen­ingum í hluti sem aðrir myndu ekki gera, er kven­samur og eyðir pen­ingum í kon­ur. Á öðrum tíma­bilum hélt hann sig til hlés og var ekki í miklum sam­bandi við fjöl­skyld­una.“ Hún, líkt og Tómas, sagði að hann hefði, þegar hún hitti hann, verið á geð­lyfjum og komið eðli­lega fyr­ir.

„Ef það yrði nið­ur­staðan hér að Marek hefði gert það sem honum er gefið að sök og hann met­inn ósak­hæf­ur. Telur þú að ástand hans sé þannig að það sé rétt að hann sæti örygg­is­gæslu?“ spyr Kol­brún. „Mér þætti rétt að hann myndi vist­ast á rétt­ar­geð­deild þar sem hægt yrði að fylgj­ast með þróun ein­kenna og trappa niður þessi lyf,“ svarar hún.

Stefán Karl segir hana þá vænt­an­lega byggja það mat sitt á því að hann hafi verið í maníu og kveikt í. „Það er ekki mitt að úrskurða um það. En ef það er nið­ur­staða dóm­ara þætti mér eðli­legt ef maður hefur gert þetta í maníu er mjög mik­il­vægt að hann sé í sér­stöku eft­ir­lit­i.“

Nálin í hey­stakknum

Guð­rún Dóra segir ekk­ert óeðli­legt hafa komið fram í tauga­sál­fræði­legri rann­sókn á Marek en minn­ist í einu svari sínu á að ýmis­legt lík­am­legt geti valdið maníu og einnig séu dæmi um slíkt af völdum ákveð­inna lyfja, s.s. sýkla­lyfja. Kall­ast það þá anti­biom­an­ia.

Þetta grípur Stefán Karl á lofti, googlar með hraði og á eftir spyrja önnur lækn­is­menntuð vitni dags­ins ítrekað út í. „Þannig að það er mögu­leiki fyrir hend­i,“ spyr hann Guð­rúnu, „að sýkla­lyf sem Marek var að taka [vegna kvið­verkj­anna] hafi getað valdið geð­rof­in­u?“ Hún segir slíkt í fyrsta lagi mjög lítið rann­sakað og í öðru lagi finn­ist þess aðeins stöku til­felli.

„Ef það væri til, geð­rof af völdum sýkla­lyfja, þá er það afskap­lega sjald­gæft fyr­ir­bæri,“ segir vitnið Sig­urður Örn Hekt­ors­son, geð­læknir og yfir­læknir geð­heilsuteymis fanga, og að hann hafi aldrei heyrt um það fyrr á fjöru­tíu ára starfs­ferli sín­um. „Þegar maður fer að leita að nál­inni í hey­stakknum þá getur maður fundið nál­ina.“

Engin geð­ræn vanda­mál gert vart við sig

Krist­ján Tóm­as­son dóm­ari spyr kollega Guð­rúnar Dóru, Magnús Harð­ar­son, hversu lík­legur Marek hafi verið á þessum tíma um að fram­kvæða skipu­legan verkn­að, hafa uppi áætlun um að fram­kvæma eitt­hvað? „Hann var með alls konar áætl­an­ir,“ svarar Magn­ús. „Alls kon­ar. Fara til útlanda. Til­vilj­un­ar­kenndar og dregnar upp úr ein­hverju boxi sem eng­inn skyld­i.“ Síðan sé það spurn­ing hvort hann hefði fylgt þeim eft­ir.

Sig­urður Örn hitti Marek aðeins einu sinni. Það var örfáum dögum eftir elds­voð­ann. Allan þann tíma sem hann hafi dvalið í fang­elsi eftir að hann var útskrif­aður af geð­deild hafi engin geð­ræn vanda­mál komið upp „sem við höfum haft ástæðu til að hafa afskipti af“. Sig­urður Örn segir Marek á geð­rofslyfj­um. Engar sveiflur virð­ist vera í hans líð­an, „eftir því sem ég best veit“.

Auglýsing

Stefán Karl vill vita hvort að það myndi koma fram á lyfja­prófi því „nú hefur Marek upp­lýst mig um það að hann hafi ekki tekið [geð­rofslyf­ið] olanz­apine síð­ast­liðna sex mán­uð­i,“ segir hann og biður um að dóm­ar­inn bóki þessa yfir­lýs­ingu. „Hann hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða svefn­lyf og að hann hafi gefið sam­fanga sínum þetta svo að sam­fang­inn gæti náð góðum svefni. Marek seg­ist reiðu­bú­inn að und­ir­gang­ast lyfja­próf.“

Kol­brún óskar eftir gögnum frá Fang­els­is­mála­stofnun um lyfja­gjöf Mar­eks og fær senda mynd af lyfja­boxi hans sem Sig­urður er spurður út í. Á mynd­inni eiga að sjást töfl­urn­ar, geð­lyfið sem Marek ætti að vera að taka sam­kvæmt lækn­is­ráði.

Í lok dags er þeirri spurn­ingu enn ósvarað hvort að Marek sé sann­ar­lega að taka geð­lyf­in.

Þriðja degi rétt­ar­hald­anna yfir Marek Moszczynski er lok­ið. Þeim verður fram­haldið á föstu­dag. Á þeim síð­asta degi þeirra fer fram mál­flutn­ingur verj­anda og sækj­anda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar