Margt skrýtið í danska kýrhausnum

Der er noget galt í Danmark heitir þekkt danskt lag. Þessi titill ætti kannski vel við mál dansks athafnamanns sem fékk milljónir í styrki en var á sama tíma dæmdur í háar fjársektir, og fangelsi.

Burger King-verslun á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
Burger King-verslun á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
Auglýsing

Lík­lega kann­ast fáir les­endur Kjarn­ans við Riaz Butt, 63 ára athafna­mann, búsettan í Dan­mörku. Nafn hans hefur ekki heldur verið á hvers manns vörum í heima­land­inu og stundum hefur hann verið kall­aður huldu­mað­ur­inn í dönsku atvinnu­lífi.

Riaz Butt hefur verið eig­andi fjöl­margra veit­inga­staða í Kaup­manna­höfn, Hró­arskeldu og víðar í Dan­mörku. Sömu­leiðis á hann að minnsta kosti eitt keilu­hús ásamt hót­eli. Þekkt­ustu veit­inga­stað­irnir undir stjórn Riaz Butt eru án vafa Burger King, en átta slíkir voru í hans eigu í Dan­mörku.

Fyr­ir­komu­lagið á rekstri Burger King í Dan­mörku, eins og víð­ast hvar, er með þeim hætti að til­tek­inn ein­stak­ling­ur, eða fyr­ir­tæki hefur rekstr­ar­leyfi sem móð­ur­fyr­ir­tæk­ið, í þessu til­viki í Banda­ríkj­un­um, hefur samið um. Útlit stað­anna fylgir ákveðnum regl­um, sem móð­ur­fyr­ir­tækið hefur ákveðið og sama gildir um mat­seð­il­inn. Leyf­is­haf­inn greiðir svo sér­stakt gjald til móð­ur­fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta fyr­ir­komu­lag er alþekkt. Sá sem ræður yfir rekstr­ar­leyf­inu getur svo samið við svo­nefnda und­ir­verk­taka um rekst­ur­inn á einum eða fleiri stöð­um.

Umfangs­mikil rann­sókn

Snemma árs 2016 hafði lög­reglan fengið veður af því að sitt­hvað í rekstri fyr­ir­tækja Riaz Butt sam­ræmd­ist ekki lögum og regl­um. 1. mars gerði lög­reglan mikla „rass­íu“ í fyr­ir­tækjum Riaz Butt, hald var lagt á tölv­ur, far­síma og skjöl. Í kjöl­farið hófst svo umfangs­mikil rann­sókn á rekstr­in­um. Rann­sóknin spann­aði þriggja ára tíma­bil, frá 2013 til 2016. Lög­reglan komst fljótt að því að grun­ur­inn um óhreint mjöl í poka­horni athafna­manns­ins átti við rök að styðj­ast.

Auglýsing

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var í stuttu máli sú að Riaz Butt og sex sam­starfs­menn hans hefðu gerst brot­legir við lög. Svind­lið fór meðal ann­ars þannig fram að, á papp­írum, var starfs­fólk veit­inga­stað­anna, hót­els­ins og keilu­húss­ins skráð hjá starfs­manna­leigum (vik­ar­bur­eauer) sem í reynd voru skúffu­fyr­ir­tæki, skrald­espandsselska­ber. Eig­andi þess­ara skúffu­fyr­ir­tækja, sem voru fimm, var einn sam­starfs­manna Riaz Butt, Ali Has­hem að nafni. Þessi fyr­ir­tæki stóðu ekki skil á sköttum og gjöld­um, og fóru svo á hausinn, og áttu öll sam­eig­in­legt að „engar eignir fund­ust í búin­u“.

Auk þess fann lög­reglan fjöld­ann allan af „heima­til­bún­um“ reikn­ing­um, vegna vinnu iðn­að­ar­manna, en sú vinna hafði aldrei átt sér stað. Fleira af svip­uðu tagi fannst í bók­hald­inu, allt gert í þeim til­gangi að búa til frá­drátt og lækka þannig virð­is­auka­skatts­greiðsl­ur. Pen­ing­ar, sem skúffu­fyr­ir­tækin drógu af starfs­fólk­inu, vegna skatta, voru fluttir úr landi og sama gilti um launa­tengd gjöld.

Rétt er að geta þess að móð­ur­fyr­ir­tæki Burger King hefur sagt upp sam­ingum við Riaz Butt.

Dóm­arnir

Það tók sér­fræð­inga lög­regl­unnar langan tíma að kom­ast til botns í öllum þeim gögnum sem hún hafði lagt hald á. Nið­ur­staðan var sú að sam­tals hefðu skatt­svik fyr­ir­tækja Riaz Butt numið rúmum 29 millj­ónum danskra króna (600 millj­ónir íslenskar).

Dómur í máli Riaz Butt var kveð­inn upp 3. júlí í fyrra við bæj­ar­rétt­inn á Frederiks­berg. Dóm­ur­inn hljóðar upp á tveggja og hálfs árs fang­elsi og jafn­framt skal Riaz Butt borga 9,8 millj­ónir (200 millj­ónir íslenskar) í sekt. Sam­starfs­menn hans fengu sömu­leiðis dóma, mis­þunga. Einn þeirra, erlendur rík­is­borg­ari, var dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi og verður vísað úr landi að lok­inni afplán­un. Riaz Butt áfrýj­aði dóm­inum til Lands­réttar en ekki liggur fyrir hvenær dómur þar verður kveð­inn upp.

Dóm­arnir vöktu ekki sér­staka athygli í Dan­mörku en það gerðu hins­vegar fréttir sem nýlega birt­ust í dönskum fjöl­miðl­um.

Naut góðs af tekju­falls­styrkjum

Fyrir nokkrum dögum greindu danskir fjöl­miðlar frá því að á tíma­bil­inu 15. apríl til 16. júní á síð­asta ári hefði Riaz Butt mót­tekið 2,8 millj­ónir danskra króna (57 millj­ónir íslenskar) í tekju­falls­styrki. Þetta var á meðan skulda­mál hans var fyrir rétti. Síð­ar, eftir að dómur í máli hans féll, fékk hann greiddar 670 þús­und krónur (14 millj­ónir íslenskar) í bætur vegna fastra útgjalda Burger King veit­inga­stað­anna. Sem þá, vel að merkja, voru ekki lengur í hans hönd­um.

Mynd: Shutterstock

Sam­tals hefur Riaz Butt því fengið um það bil jafn­gildi 71 millj­óna íslenskra króna úr sjóðum danska rík­is­ins. Fyrir liggur að þessir pen­ingar hafa allir verið fluttir úr landi, inn á reikn­ing hjá breska net­bank­anum Revolut. Ekki ein ein­asta króna hefur verið notuð til að bjarga rekstri Burger King, en það var til­gang­ur­inn með tekju­falls­styrkj­un­um.

Ekki eina til­vikið

Frétt­irnar af tekju­fall­styrkj­unum til Riaz Butt hefur orðið til þess að vekja athygli á fyr­ir­komu­lagi þess­ara styrk­veit­inga. Sam­tök danskra end­ur­skoð­enda, FSR, hafa fyrir nokkrum dögum birt skýrslu um efna­hagsaf­brot í Dan­mörku. Myndin sem þar er dregin upp er dökk. Á síð­asta ári hafi rann­sókn­ar­nefnd gegn pen­inga­þvætti (Hvidvasksekret­ari­atet) fengið 4500 til­kynn­ingar vegna gruns um svindl í tengslum við tekju­falls­styrki og aðra hjálp­ar­pakka stjórn­valda. Charlotte Jep­sen, fram­kvæmda­stjóri SFR, sagð­ist, í við­tali við dag­blaðið Information, ótt­ast að þetta væri aðeins topp­ur­inn á ísjaka­naum. Greini­legt væri að stjórn­völd þurfi að setja mun skýr­ari reglur og sam­ræma eft­ir­lit.

Þing­menn eru ósáttir

Margir þing­menn hafa tekið undir það álit fram­kvæmda­stjóra SFR, að eft­ir­lit varð­andi aðstoð hins opin­bera þurfi að bæta. Það nái ekki nokk­urri átt að maður sem var fyrir rétti, vegna skattsvika fái millj­ónir greiddar úr opin­berum sjóð­um, jafn­vel eftir að hann hefur hlotið dóm. „Það ætti að minnsta kosti að vera hægt að geyma pen­ing­ana á vörslu­reikn­ingi (deponere) þangað til end­an­legur dómur hefur verið kveð­inn upp“ sagði Rune Lund þing­maður Ein­ing­ar­list­ans í blaða­við­tali.

Riaz Butt hefur ekki viljað tjá sig við fjöl­miðla á meðan mál hans er fyrir Lands­rétti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar