Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram. Í lok síðasta mánaðar voru 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur næði meirihluta. Nú mælast þær 35 prósent.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks mælist nú 45,5 prósent og hefur ekki mælst lægra frá því að kosningaspáin var fyrst keyrð vegna komandi kosninga, í apríl síðastliðnum. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir tapað 7,4 prósentustigum frá síðustu kosningum og verulegt vafamál er hvort ríkisstjórnin haldi. Líkurnar á því mældust yfir 60 prósent í lok ágúst en mælast nú 35 prósent, samkvæmt nýjustu kosningaspánni.
Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar. Í hverri sýndarkosningu er vegið meðaltal þeirra skoðanakannana sem kosningaspáin nær yfir hverju sinni líklegasta niðurstaðan en sýndarniðurstaðan getur verið hærri eða lægri en þetta meðaltal og hversu mikið byggir á sögulegu fráviki skoðanakannana frá úrslitum kosninga.
Fjöldi þingsæta | DVB | DBM | DV | VPSB | VPSC | DBMF |
---|---|---|---|---|---|---|
>=41 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=42 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=41 | 0% | 0% | 0% | 1% | 0% | 0% |
>=40 | 1% | 0% | 0% | 2% | 1% | 0% |
>=39 | 1% | 0% | 0% | 3% | 2% | 0% |
>=38 | 2% | 0% | 0% | 6% | 3% | 0% |
>=37 | 4% | 0% | 0% | 10% | 6% | 1% |
>=36 | 6% | 0% | 0% | 16% | 10% | 2% |
>=35 | 11% | 1% | 0% | 23% | 15% | 4% |
>=34 | 17% | 2% | 0% | 32% | 23% | 6% |
>=33 | 25% | 3% | 0% | 43% | 32% | 10% |
>=32 | 35% | 5% | 0% | 54% | 43% | 16% |
>=31 | 46% | 9% | 1% | 65% | 54% | 24% |
>=30 | 58% | 15% | 1% | 75% | 65% | 33% |
>=29 | 69% | 22% | 3% | 83% | 75% | 43% |
>=28 | 78% | 32% | 5% | 89% | 83% | 55% |
>=27 | 86% | 43% | 9% | 93% | 89% | 65% |
>=26 | 92% | 54% | 15% | 96% | 94% | 75% |
>=25 | 95% | 65% | 23% | 98% | 96% | 83% |
>=24 | 98% | 75% | 33% | 99% | 98% | 89% |
>=23 | 99% | 83% | 44% | 100% | 99% | 94% |
>=22 | 99% | 90% | 58% | 100% | 100% | 96% |
Til að fá þá niðurstöðu sem er hér til umfjöllunar er nýjasta kosningaspáin notuð til að meta fylgi flokka eftir kjördæmum út frá fylgi þeirra í síðustu kosningum.
Hægt er að sjá nýjustu kosningaspánna, sem er frá því í gær, hér að neðan.
Þær kannanir sem liggja til grundvallar nýjustu kosningaspánni eru eftirfarandi:
- Netpanell ÍSKOS/Félagsvísindastofnunnar 23. ágúst – 17. september (16,2 prósent)
- Þjóðarpúls Gallup 30. ágúst-12. september (vægi 19,8 prósent)
- Skoðanakönnun Prósent í samstarfi við Fréttablaðið 13– 16. september (20,1 prósent)
- Skoðanakönnun Maskínu í samstarfi við Fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis 8 – 13. september (23,6 prósent)
- Skoðanakönnun MMR í samstarfi við Morgunblaðið 15 – 17. september (vægi 20,3 prósent)
Sýndarkosningarnarnar sýna að litlar sem engar líkur eru á því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn miðað við þessa niðurstöðu. Einungis eitt mynstur nær eitt prósent líkum, tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Sú stjórn er þó pólitískur ómöguleiki þar sem Samfylkingin hefur útilokað stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk.
Nokkrar fjögurra flokka stjórnir mögulegar
Þrjár fjögurra flokka stjórnir án Sjálfstæðisflokks reiknast nú með meiri líkur á möguleika en sú þriggja flokka stjórn sem nú situr að völdum. Líkurnar á myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem samanstæði af Samfylkingu, Framsóknarflokki, Vinstri grænum og Pírötum mælast nú 54 prósent. Þær mældust 33 prósent í ágúst.
Fjöldi þingsæta | D | V | P | S | B | C | M | J | F |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
>=22 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=21 | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=20 | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=19 | 4% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=18 | 6% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=17 | 10% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=16 | 13% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=15 | 15% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=14 | 15% | 0% | 0% | 1% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=13 | 13% | 1% | 1% | 3% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=12 | 10% | 3% | 3% | 5% | 4% | 1% | 0% | 0% | 0% |
>=11 | 6% | 5% | 6% | 9% | 7% | 3% | 0% | 0% | 0% |
>=10 | 3% | 9% | 11% | 14% | 12% | 6% | 0% | 0% | 0% |
>=9 | 1% | 14% | 16% | 17% | 16% | 12% | 0% | 1% | 0% |
>=8 | 0% | 18% | 18% | 18% | 18% | 18% | 1% | 3% | 0% |
>=7 | 0% | 18% | 17% | 15% | 16% | 21% | 4% | 9% | 1% |
>=6 | 0% | 14% | 13% | 10% | 12% | 18% | 9% | 15% | 4% |
>=5 | 0% | 9% | 8% | 5% | 7% | 12% | 16% | 20% | 9% |
>=4 | 0% | 5% | 4% | 2% | 4% | 6% | 21% | 21% | 17% |
>=3 | 0% | 2% | 1% | 1% | 1% | 2% | 14% | 11% | 14% |
>=2 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 3% | 1% | 2% |
>=1 | 0% | 1% | 1% | 0% | 0% | 1% | 12% | 6% | 12% |
>=0 | 0% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 20% | 13% | 41% |
Líkur á miðjustjórn þar sem Viðreisn tæki sæti Vinstri grænna myndi mælast nú 45 prósent og líkurnar á stjórn skipuð þeim flokkum sem stýra málum í Reykjavíkurborg; Samfylkingu, Vinstri grænum, Pírötum og Viðreisn, mælist með 43 prósent líkur á því að geta orðið.
Sjálfstæðisflokkurinn tapað mestu í september
Samkvæmt nýjustu kosningaspánni er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins með 21,6 prósent fylgi, en flokkurinn hefur samt sem áður tapað fylgi í hverri einungis kosningaspá sem keyrð hefur verið frá byrjun mánaðar og lækkað alls um 2,7 prósentustig.
Samfylkingin mælist næst stærst með 13 prósent fylgi og hefur bætt við sig 1,3 prósentustigi frá því að kosningabaráttan hófst af alvöru um síðustu mánaðamót.
Píratar og Framsóknarflokkurinn eru svo með jafnmikið fylgi, 12,2 prósent, og Vinstri græn eru skammt undan með 11,7 prósent. Viðreisn mælist með ellefu prósent slétt og Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 7,3 prósent. Í neðstu sætunum í deild þeirra flokka sem mælast með möguleika á að ná inn sitja Miðflokkurinn með sex prósent og Flokkur fólksins með 4,7 prósent.
Sýndarkosningarnar sýna að 41 prósent líkur á því að Flokkur fólksins komi ekki manni inn á þing, 20 prósent líkur á að Miðflokkurinn nái ekki manni inn en einungis 13 prósent líkur á að Sósíalistaflokkur Íslands þurfi að bíta í það súra epli.
Til samanburðar voru líkurnar á því að Sósíalistaflokkurinn næði ekki inn 29 prósent í síðasta mánuði. Nú mælast mestar líkur, alls 21 prósent, á því að sá flokkur nái inn fjórum þingmönnum og 20 prósent líkur eru á því að þeir verði fimm.
Hvað er kosningaspáin?
Fyrir hverjar kosningar um allan heim birta fjölmiðlar gríðarlegt magn af upplýsingum. Þessar upplýsingar eru oftar en ekki tölfræðilegar, byggðar á skoðanakönnunum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upplifir stjórnmálin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar keppast svo við að túlka niðurstöðurnar og veita almenningi enn meiri upplýsingar um stöðuna í heimi stjórnmálanna.
Allar þessar kannanir og allar mögulegar túlkanir á niðurstöðum þeirra kunna að vera ruglandi fyrir hinn almenna neytanda. Einn kannar skoðanir fólks yfir ákveðið tímabil og annar kannar sömu skoðanir á öðrum tíma og með öðrum aðferðum. Hvor könnunin er nákvæmari? Hverri skal treysta betur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vandinn er að hinn almenni kjósandi hefur ekki forsendur til að meta áreiðanleika hverrar könnunar.
Þar kemur kosningaspáin til sögunnar.
Kosningaspálíkan Baldurs Héðinssonar miðar að því að setja upplýsingarnar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyrirliggjandi skoðanakannanir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosninga. Niðurstöður spálíkansins eru svo birtar hér á Kjarnanum reglulega í aðdraganda kosninga.
Lestu meira:
-
11. janúar 2023Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
-
10. janúar 2023Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
-
10. janúar 2023Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
-
8. janúar 2023Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
-
8. janúar 2023Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans
-
7. janúar 2023BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann
-
7. janúar 2023Litlu fjölmiðlarnir með eldspýturnar
-
7. janúar 2023Með hverjum stendur þú?
-
6. janúar 2023Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
-
6. janúar 2023Guðrún Hafsteinsdóttir segist taka við dómsmálaráðuneytinu í mars