Menn sem hafa hlotið dóma í hrunmálum eru til rannsóknar í fleiri efnahagsbrotamálum

10016453455_dc0239b163_z.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu viku féllu tveir dómar í málum sem tengj­ast starf­semi íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja í aðdrag­anda banka­hruns­ins, svoköll­uðum hrun­mál­um. Annar dóm­ur­inn féll í Ímon-­mál­inu svo­kall­aða fyrir Hæsta­rétti og hinn í Marp­le-­mál­inu fyrir hér­aðs­dómi. Alls er því sex stórum hrun­málum lokið með dómi Hæsta­rétt­ar, og hér­aðs­dómur hefur dæmt í átta til við­bót­ar. Þá bíða þrjú stór mál þess að verða tekin fyrir í hér­aði og rúm­lega 30 mál eru annað hvort enn til rann­sóknar eða bíða ákvörð­unar um hvort ákært verði í þeim eða ekki. Sum þeirra mála snúa að ein­stak­lingum sem þegar hafa hlotið þunga dóma fyrir efna­hags­brot.

Sex málum lokið með dómi Hæsta­réttar



Sex stórum hrun­málum lokið með dómi Hæsta­rétt­ar. Það fyrsta var tveggja ára fang­els­is­dómur yfir Baldri Guð­laugs­syni, fyrrum ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, snemma árs 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Brot sín framdi Baldur með því að selja hluta­bréf í Lands­bank­anum 17. og 18. dept­em­ber 2008 á meðan að hann var ráðu­neyt­is­stjóri og  sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika. Sölu­and­virði bréf­anna var 192 millj­ónir króna. Hluta­bréf í Lands­bank­anum urðu verð­laus við banka­hrunið nokkrum vikum eftir sölu bréf­anna.

Sama ár voru Jón Þor­steinn Jóns­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Byrs, og Ragnar Z. Guð­jóns­son, fyrrum spari­sjóðs­stjóri Byrs, dæmdir í fjög­urra ára fang­elsi vegna Exet­er-­máls­ins. Síðar hlaut Styrmir Þór Braga­son, fyrrum for­stjóri MP banka, eins árs dóm vegna sama máls. Jón Þor­steinn og Ragnar voru dæmdir fyrir umboðs­svik vegna láns sem Byr veitti til félags­ins Exet­er-hold­ing, sem notað var til að kaupa verð­laus stofn­fjár­bréf af mönn­unum tveimr og MP banka. Styrmir var dæmdur fyrir hlut­deild í broti Jóns Þor­steins og Ragn­ars.

Lýður Guðmundsson hlaut dóm í Hæstarétti í fyrra. MYND: RÚV/Skjáskot Lýður Guð­munds­son hlaut dóm í Hæsta­rétti í fyrra. MYND: RÚV/Skjá­skot

Auglýsing

Í mars 2014 dæmdi Hæsti­réttur Lýð Guð­munds­son, fyrrum stjórn­ar­for­mann Exista, í átta mán­aða fang­elsi fyrir brot á hluta­fjár­lög­um. Fimm mán­uðir refs­ing­ar­innar voru skil­orðs­bundn­ir. Bjarn­freður var einnig sviptum lög­manns­rétt­indum í eitt ár. Málið snérist um 50 millj­arða króna hluta­fjár­aukn­ingu í des­em­ber 2008 sem ein­ungis einn millj­arður króna var greiddur fyr­ir, en sam­kvæmt hluta­fé­laga­lögum þarf að greiða minnst eina krónu fyrir hverja krónu sem hlutafé er hækkað um.

Í sama máli var lög­mað­ur­inn Bjarn­freður Ólafs­son dæmdur í sex mán­aða fang­elsi, þar sem þrír mán­uðir voru skil­orðs­bundn­ir, fyrir að skýra á vill­andi hátt frá hluta­fjár­aukn­ing­unni.

Alvar­leg­asta efna­hags­brot í íslenskri dóma­fram­kvæmd



Þann 12. febr­úar 2015 féll þyngsti dómur sem fallið hefur í efna­hags­brota­máli á Íslandi. Þá voru Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans, dæmdir sekir í Al Than­i-­mál­inu. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur og Magn­ús ­fjögur og hálft ár. Voru fjór­menn­ing­arnir dæmd­ir ­fyrir mark­aðs­mis­notkun á grund­velli laga um verð­bréfa­við­skipti og umboðs­svik sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um. Hæsti­réttur kall­aði brot mann­anna alvar­leg­ustu efna­hags­brot sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[…]Á­kærð­u[...]eiga sér engar máls­bæt­ur“.

Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson voru á meðal þeirra sem dæmdir voru í Al Thani-málinu. Ólafur Ólafs­son og Sig­urður Ein­ars­son voru á meðal þeirra sem dæmdir voru í Al Than­i-­mál­in­u.

Í síð­ustu viku féll svo dómur í Ímon-­mál­inu svo­kall­aða í Hæsta­rétti. Þar var Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­bank­ans, var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi. Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrrum fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, var dæmd í 18 mán­aða fang­elsi. Stein­þór Gunn­ars­son, fyrrum for­stöðu­maður verð­bréfa­miðl­unar bank­ans, var dæmdur í níu mán­aða óskil­orðs­bundið fang­elsi.­Sig­ur­jón var fund­inn sekur um að hafa framið umboðs­svik og mark­aðs­mis­notk­un. Elín var fundin sek um umboðs­svik og hlut­deild í mark­aðs­mis­notkun og Stein­þór var sak­felldur fyrir mark­aðs­mis­notk­un.Ím­on-­málið snérist um ­sölu Lands­­bank­ans á eig­in bréf­um til tveggja eign­­ar­halds­­­fé­laga í lok sept­­em­ber og byrj­­un októ­ber árið 2008. Fé­lög­in tvö voru Imon ehf. og Aza­­lea Reso­urces Ltd. Lands­bank­inn fjár­magn­aði kaupin að fullu og tók á sig alla áhættu af við­skipt­un­um. Sam­hliða los­aði bank­inn sig við eigin bréf á góðu verði miðað við aðstæður sem þá voru uppi í íslensku efna­hags­lífi.

Hæsti­réttur hefur sýknað í einu stóru hrun­máli, hinu svo­kall­aða Vafn­ings­máli. Sá dómur féll í febr­úar 2014. Þar voru Lárus Weld­ing, fyrrum for­stjóri Glitn­is, og Guð­mundur Hjalta­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, sýkn­aðir af ákæru um umboðs­svik þegar bank­inn veitti félag­inu Milestone pen­inga­mark­aðs­lán í febr­úar 2008. Í dómi Hæsta­réttar kom fram að engin vafi hafi leikið á ásetn­ingi mann­anna, en að skil­yrði þess að sak­fellt sé fyrir umboðs­sik sé að fyrir liggi að tjón hafi orð­ið. Ákæru­valdið hafi ekki sýnt fram á að hátt­semi Lárusar og Guð­mundar hafi falið í sér slíka áhættu.

Átta mál til við­bótar búin í hér­aði



Til við­bótar við þau stóru hrun­mál sem hafa verið leidd til lykta í Hæsta­rétti er með­ferð átta mála lokið fyrir hér­aðs­dómi. Þeim hefur öllum nema einu þegar verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Málin eru stóra mark­aðsmið­snotk­un­ar­mál Kaup­þings, mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Lands­bank­ans, mál kaup­rétt­ar­fé­laga Lands­bank­ans, SPRON-­málið, Milesto­ne-­málið, BK-­málið, mál Hann­esar Smára­sonar vegna ætl­aðs láns FL Group til Fons og að end­ingu Marp­le-­málið, sem hér­aðs­dómur dæmdi í á föstu­dag. Þessum málum hefur sumum hverjum lokið með sýknu hér­aðs­dóms en öðrum með sak­fell­ingu.

Þrjú mál bíða þess að vera tekin fyrir í hér­aðs­dómi. Þau eru Stím-­málið, CLN-­mál Kaup­þings og Aur­um-­málið svo­kall­aða. Í Aur­um-­mál­inu var hér­aðs­dómur reyndar búinn að sýkna sak­born­inga en Hæsti­réttur vís­aði mál­inu aftur í hérað vegna van­hæfis eins dóm­ar­ans í mál­inu.

Mál gegn Hannesi Smárasyni, fyrrverandi forstjóra FL-Group, á enn eftir að verða tekið fyrir í Hæstarétti. Mál gegn Hann­esi Smára­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra FL-Group, á enn eftir að verða tekið fyrir í Hæsta­rétt­i.

Yfir 30 mál enn í rann­sókn eða bíða ákvörð­unar um fram­hald



Enn eru fjöl­mörg hrun­mál í rann­sókn. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þá er rann­sókn lokið í 16-18 málum og bíða þau ákvörð­unar um hvort sak­sótt verði í þeim eða hvort málin verði látin niður falla. Til við­bótar eru 15 hrun­mál enn skráð í rann­sókn hjá emb­ætt­inu. Þá er hið svo­kallað Lindsor-­mál enn til rann­sóknar hjá yfir­völdum á Íslandi og í Lúx­em­borg.

Vert er að taka fram að sum mál­anna geta runnið saman í eina afgreiðslu og því afar ólík­legt að ákærur í mál­un­um, ef ákært verður í þeim öllu, verði svona marg­ar.

Ljóst er að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara horfir til þeirra dóma sem fallnir eru í Hæsta­rétti þegar ákvarð­anir um áfram­hald mál­anna er tek­ið. Þar koma fram vís­bend­ingar um hvaða atriði það eru sem dóm­stólar horfa til þegar dæmt er í þessum stóru efna­hags­brota­mál­um.

Verður hegn­ing­ar­auka beitt?



Auk þess skiptir máli hvað Hæsti­réttur gerir varð­andi refsiramma mála. Í Al Than­i-­mál­inu var Hreiðar Már Sig­urðs­son dæmdur í fimm og hálfs árs fang­elsi og Magnús Guð­munds­son í fjögur og hálfs árs fang­elsi. Hreiðar Már hefur síðan þá hlotið tvo við­bót­ar­dóma í hér­aði, ann­ars vegar í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings þar sem honum var ekki gerður hegn­ing­ar­auki og hins vegar í Marp­le-­mál­inu þar sem sex mán­uðir bætt­ust við dóm hans. Magnús hlaut einnig dóm í hér­aði í Marp­le-­mál­inu þar sem 18 mán­uðum var bætt við dóm hans. Refsiramm­inn fyrir brot þeirra er sex ár og er því full­nýttur sam­kvæmt þess­ari nið­ur­stöðu.

Hreiðar Már Sigurðsson hefur hlotið einn dóm í Hæstarétti og tvo til viðbótar í héraðsdómi. Hreiðar Már Sig­urðs­son hefur hlotið einn dóm í Hæsta­rétti og tvo til við­bótar í hér­aðs­dómi.

Hegn­ing­ar­lög gera hins vegar ráð fyrir fyrir að auka megi við refs­ing­una um allt að þrjú ár ef sak­born­ingar leggja í vana sinn að fremja brot. Því geta dóm­stólar bætt þremur árum við refs­ingu Hreið­ars Más og Magn­úsar í þeim málum gegn þeim sem eiga eftir að klár­ast fyrir dóm­stólum og yrði heild­ar­refs­ing þeirra þá níu ár. Sama gildir vit­an­lega um aðra sak­born­inga sem hafa ver­ið, eða verða, sak­sóttir oftar en einu sinni fyrir efna­hags­brot.

Þegar dæmdir menn enn til rann­sóknar



Í Marp­le-­mál­inu fór sak­sókn­ari máls­ins, Arn­þrúður Þór­ar­ins­dótt­ir, fram á að horft yrði til hegn­ing­ar­auka þegar refs­ing Hreið­ars Más og Magn­úsar yrði ákvörð­uð. Við því var ekki orð­ið.

Kom­ist Hæsti­réttur að sömu nið­ur­stöðu í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings og Marp­le-­mál­inu, að Hreiðar Már sé sekur í þeim báðum og Magnús í öðru, mun dóm­ur­inn þurfa að taka afstöðu til þess hvort beita eigi heg­ing­ar­auk­anum og dæma þá í lengri refs­ingu en sex ára fang­elsi.

Verði það nið­ur­staða hans að það eigi ekki að beita hegn­ing­ar­auka þá þarf emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara að taka ákvörðun um hvort það muni sak­sækja í málum sem eru enn til rann­sóknar og menn­irnir tveir eru á meðal grun­aðra.

Það eru nefni­lega hrun­mál enn í rann­sókn gagn­vart ein­stak­lingum sem þegar hafa hlotið dóma vegna ann­arra hrun­mála, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þar á meðal eru mál sem snúa að Kaup­þingi og hluta þeirra sak­born­inga sem þegar hafa hlotið dóma í Al Than­i-­mál­inu fyrir Hæsta­rétti og stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu og Marp­le-­mál­inu í hér­aðs­dómi. Þá eru einnig mál til rann­sóknar sem snúa að stjórn­endum Glitnis og Lands­bank­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None