Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa fallið mikið í verði í dag. Úrvalsvísitalan, sem í dag heitir OMXI8 og mælir verðbreytingar á átta stærstu félögunum í Kauphöll, hefur fallið um 3,5 prósent það sem af er degi og hefur mest lækkað um rúmlega fjögur prósent. Svo mikið verðfall hefur ekki orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði síðan 19. maí 2010, þegar vísitalan féll um fimm prósent í viðskiptum. Fara þarf aftur til mars 2009 til að finna stærra áfall á innlenda markaðinum, en í þeim mánuði greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka. Bankinn var þá skráður í Kauphöllinni og lækkaði vísitalan þá um tugi prósenta.
Klukkan tvö í dag nam lækkun á gengi bréfa í Icelandair Group, Össuri og Marel á bilinu fjórum til fimm prósentum. Lækkun á gengi annarra félaga er á bilinu 1,7 til fjögur prósent. Ekkert félag hefur hækkað í viðskiptum í dag.
Hlutabréfamarkaðir hafa tekið mikinn skell um allan heim í dag. Lækkanir eru drifnar áfram af óstöðugum efnahag Kína en þar í landi nam verðfall helstu vísitölunnar yfir átta prósentum í dag. Við opnun markaða í Evrópu hélt verðhrunið áfram. Þar hefur FTSE 100 vísitalan í London lækkað um rúm sex prósent. „Og dagurinn er ekki á enda,“ segir greiningardeild RBS bankans á Twitter. Lækkun vísitölunnar var 5,3 prósent þegar RBS birti lista yfir mestu áföll vísitölunnar frá upphafi.
Today's fall in the FTSE 100 is the 13th biggest since 1984. And the day ain't over yet. #BlackMonday pic.twitter.com/w7Wp0VFZDl
— RBS Economics (@RBS_Economics) August 24, 2015
Hlutabréf á bandarískum markaði hríðféllu við opnun markaða vestanhafs. Dow Jones vísitalan fékk um heil þúsund stig við upphaf viðskipta og hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2014. Blaðamaður The Guardian segir að verðfall við opnun viðskipta í Bandaríkjunum sé það mesta sem hann muni eftir frá falli Lehman Brothers í september 2008.
Ef DJ lokar svona er þetta meiri lækkun en versta daginn 2008.
— Björn Berg (@BjornBergG) August 24, 2015
-> Another history making day Dow's largest drop in a day since 2008 Down as much as 6.5% , more than 1000 pts
— Fercan Yalinkilic (@FercanY) August 24, 2015