Mesta verðhrun á íslenskum markaði síðan 2010

kauph.ll_.000.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Kaup­höll Íslands hafa fallið mikið í verði í dag. Úrvals­vísi­talan, sem í dag heitir OMXI8 og mælir verð­breyt­ingar á átta stærstu félög­unum í Kaup­höll, hefur fallið um 3,5 ­pró­sent það sem af er degi og hefur mest lækkað um rúm­lega fjögur pró­sent. Svo mikið verð­fall hefur ekki orðið á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði síðan 19. maí 2010, þegar vísi­talan ­féll um fimm pró­sent í við­skipt­um. Fara þarf aftur til mars 2009 til að finna stærra áfall á inn­lenda mark­að­in­um, en í þeim mán­uði greip Fjár­mála­eft­ir­litið inn í rekstur Straum­s-­Burða­r­áss fjár­fest­ing­ar­banka. Bank­inn var þá skráður í Kaup­höll­inni og lækk­aði vísi­talan þá um tugi pró­senta.

Klukkan tvö í dag nam lækkun á gengi bréfa í Icelandair Group, Öss­uri og Marel á bil­inu fjórum til fimm pró­sent­um. Lækkun á gengi ann­arra félaga er á bil­inu 1,7 til fjögur pró­sent. Ekk­ert félag hefur hækkað í við­skiptum í dag.

Hluta­bréfa­mark­aðir hafa tekið mik­inn skell um allan heim í dag. Lækk­anir eru drifnar áfram af óstöð­ugum efna­hag Kína en þar í landi nam verð­fall helstu vísi­töl­unnar yfir átta pró­sentum í dag. Við opnun mark­aða í Evr­ópu hélt verð­hrunið áfram. Þar hefur FTSE 100 vísi­talan í London lækkað um rúm sex pró­sent. „Og dag­ur­inn er ekki á enda,“ segir grein­ing­ar­deild RBS bank­ans á Twitt­er. Lækkun vísi­töl­unnar var 5,3 pró­sent þegar RBS birti lista yfir mestu áföll vísi­töl­unnar frá upp­hafi.

Auglýsing


Hluta­bréf á banda­rískum mark­aði hríð­féllu við opnun mark­aða vest­an­hafs. Dow Jones vísi­talan fékk um heil þús­und stig við upp­haf við­skipta og hefur ekki verið lægri síðan í febr­úar 2014. Blaða­maður The Guar­dian segir að verð­fall við opnun við­skipta í Banda­ríkj­unum sé það mesta sem hann muni eftir frá falli Lehman Brothers í sept­em­ber 2008Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None