Mesta verðhrun á íslenskum markaði síðan 2010

kauph.ll_.000.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Kaup­höll Íslands hafa fallið mikið í verði í dag. Úrvals­vísi­talan, sem í dag heitir OMXI8 og mælir verð­breyt­ingar á átta stærstu félög­unum í Kaup­höll, hefur fallið um 3,5 ­pró­sent það sem af er degi og hefur mest lækkað um rúm­lega fjögur pró­sent. Svo mikið verð­fall hefur ekki orðið á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði síðan 19. maí 2010, þegar vísi­talan ­féll um fimm pró­sent í við­skipt­um. Fara þarf aftur til mars 2009 til að finna stærra áfall á inn­lenda mark­að­in­um, en í þeim mán­uði greip Fjár­mála­eft­ir­litið inn í rekstur Straum­s-­Burða­r­áss fjár­fest­ing­ar­banka. Bank­inn var þá skráður í Kaup­höll­inni og lækk­aði vísi­talan þá um tugi pró­senta.

Klukkan tvö í dag nam lækkun á gengi bréfa í Icelandair Group, Öss­uri og Marel á bil­inu fjórum til fimm pró­sent­um. Lækkun á gengi ann­arra félaga er á bil­inu 1,7 til fjögur pró­sent. Ekk­ert félag hefur hækkað í við­skiptum í dag.

Hluta­bréfa­mark­aðir hafa tekið mik­inn skell um allan heim í dag. Lækk­anir eru drifnar áfram af óstöð­ugum efna­hag Kína en þar í landi nam verð­fall helstu vísi­töl­unnar yfir átta pró­sentum í dag. Við opnun mark­aða í Evr­ópu hélt verð­hrunið áfram. Þar hefur FTSE 100 vísi­talan í London lækkað um rúm sex pró­sent. „Og dag­ur­inn er ekki á enda,“ segir grein­ing­ar­deild RBS bank­ans á Twitt­er. Lækkun vísi­töl­unnar var 5,3 pró­sent þegar RBS birti lista yfir mestu áföll vísi­töl­unnar frá upp­hafi.

Auglýsing


Hluta­bréf á banda­rískum mark­aði hríð­féllu við opnun mark­aða vest­an­hafs. Dow Jones vísi­talan fékk um heil þús­und stig við upp­haf við­skipta og hefur ekki verið lægri síðan í febr­úar 2014. Blaða­maður The Guar­dian segir að verð­fall við opnun við­skipta í Banda­ríkj­unum sé það mesta sem hann muni eftir frá falli Lehman Brothers í sept­em­ber 2008Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None