Morðtíðni eykst hratt í borgum Bandaríkjanna

murders.jpg
Auglýsing

Morð­tíðni hefur auk­ist hratt í borgum Banda­ríkj­anna að und­an­förnu og er varla nein borg í land­inu þar und­an­skil­in. Mesta aukn­ingin er í Milwaukee þar sem 104 morð hafa verið framin á þessu ári en á sama tíma í fyrra voru 59 morð fram­in. Það er 76 pró­sent aukn­ing milli ára, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá banda­rískum stjórn­völdum sem kynntar voru í morg­un.

Aukn­ing mælist mikil í flestu stóru borgum Banda­ríkj­anna. Í Dallas hafa 83 verið myrtir á þessu ári en á sama tíma í fyrra var 71 myrt­ur. Í Chicago, þar sem flest morð eru fram­in, hafa 294 ein­stak­lingar verið myrtir á þessu ári en þeir voru 244 á sama tíma í fyrra. Það eru aukn­ing um 20 pró­sent.

Í New York, sem um ára­bil var mesta glæpa­borg Banda­ríkj­anna, eins og Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um frétta­skýr­ingu 5. ágúst síð­ast­lið­inn, hefur aukn­ingin einnig verið þó nokk­ur, eða um níu pró­sent á milli ára. Sam­tals hafa 208 ein­stak­lingar verið myrtir í New York á þessu ári en á sama tíma í fyrra voru þeir 190.

Auglýsing

En mik­ill munur er á tíðn­inni þegar kemur að því bera saman stærð borg­anna. Í Milwaukee eru íbúar um 600 þús­und, en í New York 8,4 millj­ón­ir, svo dæmi sé tek­ið.

Eins og sést á þessari mynd, sem New York Times birti í morgun, hefur mikil aukning verið í flestum stærstu borgum Bandaríkjanna. Mynd: New York Times. Eins og sést á þess­ari mynd, sem New York Times birti í morg­un, hefur mikil aukn­ing verið í flestum stærstu borgum Banda­ríkj­anna. Mynd: New York Times.

Félags­leg vanda­mál vegna versn­andi efna­hagsSkýr­ing­arnar á aukn­ing­unni eru ekki aug­ljós­ar, að sögn lög­reglu­yf­ir­valda. En þó telja þau sig greina sam­hengi á milli versn­andi efna­hags íbúa í til­teknum hverfum og auk­inna glæpa og morða. Það er gömul saga og ný, hér í Banda­ríkj­un­um, að skýrt sam­hengi sé á milli glæpa og slæmra félags­legra aðstæðna. Eftir langt tíma­bil þar sem morð­tíðni hefur minnkað mikið þá virð­ist sem þró­unin sé að snú­ast við. Og það veldur skilj­an­lega áhyggj­um. Garry McCart­hy, lög­reglu­stjóri í Chicago, seg­ist ekki vera í neinum vafa um að mikil útbreiðsla á skot­vopnum sé í það minnsta hluti skýr­ing­ar­inn­ar. Eins og Kjarn­inn fjall­aði um á dög­unum, þá hefur sala á skot­vopnum í Banda­ríkj­unum auk­ist umtals­vert milli ára, og þá einkum á ódýrum byssum, bæði skamm­byssum og stærri vopn­um. Hann seg­ist enn­fremur sjá mynstur þar sem illa virð­ist ganga að fylgj­ast með síbrota­fólki. „Þeir sem eru að fremja morðin er ekki fólk sem hefur aldrei áður tengst glæp­um. Þetta er sama fólkið og lög­reglu­yf­ir­völd eru að berj­ast við alla daga. Það er umhugs­un­ar­efni fyrir okk­ur, því við þurfum að finna leiðir til þess að fylgj­ast betur með þeim sem eru oft að brjóta af sér, því ann­ars endar það illa,“ segir McCarthy.

Inn­an­mein sem erfitt er að verj­astAukin tíðni morða er ekki rakin til gengja bar­daga eða skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi að þessu sinni, eins og raunin var vítt og breitt um Banda­ríkin í kringum 1990. Þá blómstr­aði „gengja­menn­ing“ þar sem mis­kunn­ar­lausu ofbeldi var beitt til þess að vernda yfir­ráða­svæði. Hún er ekki eins áber­andi nú og hún var, en almennt er álitið að skipu­lögð starf­semi sé kerf­is­bundn­ari nú en áður og um margt ill­við­ráð­an­legri.

Mich­ael S. Harri­son, lög­reglu­stjóri í New Orleans, seg­ist sjá aukn­ingu í glæpum inn á heim­ilum fólks og á þessu ári sú flest morð í hans umdæmi rakin til deilna innan fjöl­skyldna eða vina­hópa. Því miður sé erfitt að verj­ast glæpum sem þessum með betri lög­gæslu, segir hann, en teng­ingin milli ein­angr­unar og versn­andi lífs­af­komu í vissum borg­ar­hlutum í Banda­ríkj­unum virð­ist aug­ljós. „Það þarf mikið átak til þess að snúa svona þróun við,“ segir Harri­son í við­tali við New York Times, vitnar til þess að lang­tíma­at­vinnu­leysi hafi auk­ist á vissum svæð­um, og því fylgi oft aukin tíðni glæpa og erf­ið­leika. Undir þetta tekur Tom Barrett, borg­ar­stjór­inn í Milwaukee. „Ég, og við stjórn­mála­menn, þurfum að sann­færa unga fólkið um að það hafi hlut­verk í okkar sam­fé­lög­um. Það má ekki upp­lifa sig utan­gátta eins og það hafi ekki neitt hlut­verk,“ sagði Barrett.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None