Stríðið gegn glæpum - Vaxandi áhyggjur í New York

Crime-scene-tape.jpg
Auglýsing

Stríð gegn glæpum hefur verið stjórn­mála­mönnum í Banda­ríkj­unum ofar­lega í huga í meira en 70 ár og reglu­lega fer af stað ný her­ferð sem miðar að því að draga úr glæpa­tíðni og fjölda afbrota. Óhætt er að segja að þetta stríð, sem er fyrst og síð­ast póli­tískur frasi, hafi lengi haft óljósa merk­ingu og mark­mið. Nema að sýna með tölum reglu­lega að allt sé á réttri leið.

Örvæntið ekki



Í vik­unni stóð borg­ar­stjór­inn í New York, Bill de Blasio, frammi fyrir hópi fjöl­miðla­fólks sem spurði í sífellu hvort borg­ar­yf­ir­völd væru aftur að missa tökin á glæpum í borg­inni. Töl­urnar sýna að morðum fjölg­aði um 10,9 pró­sent milli ára frá 2013 til 2014, úr 174 í 193. Blasio svar­aði því til að það væri engin ástæða til þess að örvænta, morðum hefði vissu­lega fjölgað en von­andi tæk­ist að fækka þeim aftur og gera borg­ina örugg­ari. Töl­urnar fyrir fyrstu tvo mán­uði árs­ins sýndu áfram­hald í fjölgun morða, einkum vegna skotárása. Í jan­úar og febr­úar á þessu ári voru fram 54 morð sam­an­borið við 45 morð í sömu mán­uðum í fyrra. Það er hækkun um 20 pró­sent sem hefur hald­ist áfram á árinu, eins og sést á viku­lega upp­færðum opin­berum skýrslum lög­regl­unnar. Við það til­efni lét Bill Bratton, einn af lög­reglu­stjórum borg­ar­inn­ar, hafa eftir sér að engin ástæða væri til þess að tala um að gömlu dag­arnir væru að koma aft­ur, en ára­tugum saman var New York mesta glæpa­borg Banda­ríkj­anna.

Breyt­ing eftir 1990



Fyrir 25 árum, árið 1990, var glæpa­tíðni marg­falt meiri í New York en hún er nú. Í raun er hún aðeins brot af því sem hún var, sé litið til tölu­legra upp­lýs­inga og skráðra glæpa. Árið 1991 var sett met, en þá voru framin 2.245 morð í borg­inni og yfir 100 þús­und rán. Nú, tæp­lega 25 árum síð­ar, eru morðin innan við tíu pró­sent af því sem þau voru og ránin um þrjú pró­sent af því sem áður var.

Rudy Guili­ani og bar­áttan við fjöl­skyld­urnar fimm



Saga glæpa í New York er ekki síst saga bar­áttu við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Fáir hafa barist af meiri krafti gegn henni en borg­ar­stjór­inn, sak­sókn­ar­inn og lög­fræð­ing­ur­inn fyrr­ver­andi, Rudy Guili­ani. Við­spyrnan hvað glæp­ina varðar er oft tengt við mál­sókn­ina gegn fjöl­skyld­unum fimm svo­nefndu, sem var stýrt af ítalsk-­banda­rískum glæpa­mönn­um, þar sem átta hátt­settir mafíu­for­ingjar voru dæmdir í fang­elsi fyrir skipu­lagða glæp­a­starf­semi, morð, man­sal og rekstur leigu­morð­ingja­þjón­ustu fyrir aðra þar á með­al. Mála­rekst­ur­inn stóð yfir frá því í febr­úar 1985 til nóv­em­ber 1986, þegar honum lauk með sekt­ar­dóm­um. Guili­ani var sak­sókn­ari á þessum tíma og ávann sér virð­ingu fólks úr lög­regl­unni og hjá almenn­ingi með fram­göngu sinni og skel­eggum mál­flutn­ingi í dóm­sal.

Árangur sést



Í kosn­inga­bar­áttu hans fyrir því að verða borg­ar­stjóri í New York, árið 1993, var þessi reynsla hans eitt af helstu áherslu­mál­um, þar sem hann hét því að gera borg­ina örugg­ari og skera upp risa­vaxið svart hag­kerfi borg­ar­inn­ar. Stefna hans, þar sem ein­blínt var á skipu­lagða glæp­a­starf­semi og efl­ingu fræðslu í skól­um, skil­aði miklum árangri og árið 1995 var glæpa­tíðni búin að minnka um nærri 60 pró­sent. Frá þeim tíma hefur glæpa­tíðnin haldið áfram að minn­ka, en nú er hún ekki síst rakin til meiri vel­meg­unar í borg­inni að með­al­tali, blönd­unar milli stétta í hverfum og skól­um, og minnk­andi umsvifa skipu­lagðra glæpa­sam­taka, þar sem allt snýst að end­ingu um pen­inga.

Hin hliðin á ten­ingnum



En góðar tölur um minnk­andi glæpi segja ekki alla sög­una. Mikil harka hefur ein­kennt refs­ingar fyrir ýmsa glæpi sem tengj­ast fíknefn­um, og hefur föngum fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum ára­tug­um. Ekki aðeins í fang­elsum sem þjón­usta New York borg heldur um öll Banda­rík­in. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur að und­an­förnu vakið athygli á mik­il­vægi þess að ráð­ist verið í end­ur­skipu­lagn­ingu á fang­els­is­starfi í land­inu og rétt­ar­vörslu­kerf­inu sömu­leið­is. Í ræðu sem hann hélt 15. júlí síð­ast­lið­inn sagði hann það slá­andi að einn af hverjum 35 svörtum karl­mönn­um í Banda­ríkj­unum væri á hverjum tíma í fang­elsi. Hlut­fallið væri svo einn af hverjum 88 karl­mönnum sem kæmi frá Suð­ur­-Am­er­íku.

Þá væri fjölgun fanga í land­inu á 35 árum vís­bend­ing um að ekki væri verið að fara eftir bestu þekk­ingu á hverjum tíma. Árið 1980 voru 500 þús­und fangar í Banda­ríkj­unum en nú eru þeir 2,2 millj­ón­ir, og stór hluti þeirra situr inni fyrir fíkni­efna­mis­ferli. Skila­boð Obama voru skýr; rétt­ar­kerfið er ekki eins gott að það ætti að vera.





Verður næsta stríð stríðið við rétt­læt­ið?



Stríðið gegn glæpum er enda­laust og þó áhyggj­urnar í New York, sem lengi vel var tákn­mynd glæpa og ofbeldis langt út fyrir Banda­rík­in, fari vax­andi þá er raun­veru­leik­inn allt annar og betri en hann var á árum áður. En næsta póli­tíska stríð gæti orðið við rétt­læt­ið, hvorki meira né minna. Þar sem spjótin munu bein­ast að dæmdum glæpa­mönnum og því risa­vaxna sam­fé­lagi fanga sem hefur marg­fald­ast að stærð á skömmum tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None