Stríðið gegn glæpum - Vaxandi áhyggjur í New York

Crime-scene-tape.jpg
Auglýsing

Stríð gegn glæpum hefur verið stjórn­mála­mönnum í Banda­ríkj­unum ofar­lega í huga í meira en 70 ár og reglu­lega fer af stað ný her­ferð sem miðar að því að draga úr glæpa­tíðni og fjölda afbrota. Óhætt er að segja að þetta stríð, sem er fyrst og síð­ast póli­tískur frasi, hafi lengi haft óljósa merk­ingu og mark­mið. Nema að sýna með tölum reglu­lega að allt sé á réttri leið.

Örvæntið ekkiÍ vik­unni stóð borg­ar­stjór­inn í New York, Bill de Blasio, frammi fyrir hópi fjöl­miðla­fólks sem spurði í sífellu hvort borg­ar­yf­ir­völd væru aftur að missa tökin á glæpum í borg­inni. Töl­urnar sýna að morðum fjölg­aði um 10,9 pró­sent milli ára frá 2013 til 2014, úr 174 í 193. Blasio svar­aði því til að það væri engin ástæða til þess að örvænta, morðum hefði vissu­lega fjölgað en von­andi tæk­ist að fækka þeim aftur og gera borg­ina örugg­ari. Töl­urnar fyrir fyrstu tvo mán­uði árs­ins sýndu áfram­hald í fjölgun morða, einkum vegna skotárása. Í jan­úar og febr­úar á þessu ári voru fram 54 morð sam­an­borið við 45 morð í sömu mán­uðum í fyrra. Það er hækkun um 20 pró­sent sem hefur hald­ist áfram á árinu, eins og sést á viku­lega upp­færðum opin­berum skýrslum lög­regl­unnar. Við það til­efni lét Bill Bratton, einn af lög­reglu­stjórum borg­ar­inn­ar, hafa eftir sér að engin ástæða væri til þess að tala um að gömlu dag­arnir væru að koma aft­ur, en ára­tugum saman var New York mesta glæpa­borg Banda­ríkj­anna.

Breyt­ing eftir 1990Fyrir 25 árum, árið 1990, var glæpa­tíðni marg­falt meiri í New York en hún er nú. Í raun er hún aðeins brot af því sem hún var, sé litið til tölu­legra upp­lýs­inga og skráðra glæpa. Árið 1991 var sett met, en þá voru framin 2.245 morð í borg­inni og yfir 100 þús­und rán. Nú, tæp­lega 25 árum síð­ar, eru morðin innan við tíu pró­sent af því sem þau voru og ránin um þrjú pró­sent af því sem áður var.

Rudy Guili­ani og bar­áttan við fjöl­skyld­urnar fimmSaga glæpa í New York er ekki síst saga bar­áttu við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Fáir hafa barist af meiri krafti gegn henni en borg­ar­stjór­inn, sak­sókn­ar­inn og lög­fræð­ing­ur­inn fyrr­ver­andi, Rudy Guili­ani. Við­spyrnan hvað glæp­ina varðar er oft tengt við mál­sókn­ina gegn fjöl­skyld­unum fimm svo­nefndu, sem var stýrt af ítalsk-­banda­rískum glæpa­mönn­um, þar sem átta hátt­settir mafíu­for­ingjar voru dæmdir í fang­elsi fyrir skipu­lagða glæp­a­starf­semi, morð, man­sal og rekstur leigu­morð­ingja­þjón­ustu fyrir aðra þar á með­al. Mála­rekst­ur­inn stóð yfir frá því í febr­úar 1985 til nóv­em­ber 1986, þegar honum lauk með sekt­ar­dóm­um. Guili­ani var sak­sókn­ari á þessum tíma og ávann sér virð­ingu fólks úr lög­regl­unni og hjá almenn­ingi með fram­göngu sinni og skel­eggum mál­flutn­ingi í dóm­sal.

Árangur séstÍ kosn­inga­bar­áttu hans fyrir því að verða borg­ar­stjóri í New York, árið 1993, var þessi reynsla hans eitt af helstu áherslu­mál­um, þar sem hann hét því að gera borg­ina örugg­ari og skera upp risa­vaxið svart hag­kerfi borg­ar­inn­ar. Stefna hans, þar sem ein­blínt var á skipu­lagða glæp­a­starf­semi og efl­ingu fræðslu í skól­um, skil­aði miklum árangri og árið 1995 var glæpa­tíðni búin að minnka um nærri 60 pró­sent. Frá þeim tíma hefur glæpa­tíðnin haldið áfram að minn­ka, en nú er hún ekki síst rakin til meiri vel­meg­unar í borg­inni að með­al­tali, blönd­unar milli stétta í hverfum og skól­um, og minnk­andi umsvifa skipu­lagðra glæpa­sam­taka, þar sem allt snýst að end­ingu um pen­inga.

Hin hliðin á ten­ingnumEn góðar tölur um minnk­andi glæpi segja ekki alla sög­una. Mikil harka hefur ein­kennt refs­ingar fyrir ýmsa glæpi sem tengj­ast fíknefn­um, og hefur föngum fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum ára­tug­um. Ekki aðeins í fang­elsum sem þjón­usta New York borg heldur um öll Banda­rík­in. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur að und­an­förnu vakið athygli á mik­il­vægi þess að ráð­ist verið í end­ur­skipu­lagn­ingu á fang­els­is­starfi í land­inu og rétt­ar­vörslu­kerf­inu sömu­leið­is. Í ræðu sem hann hélt 15. júlí síð­ast­lið­inn sagði hann það slá­andi að einn af hverjum 35 svörtum karl­mönn­um í Banda­ríkj­unum væri á hverjum tíma í fang­elsi. Hlut­fallið væri svo einn af hverjum 88 karl­mönnum sem kæmi frá Suð­ur­-Am­er­íku.

Þá væri fjölgun fanga í land­inu á 35 árum vís­bend­ing um að ekki væri verið að fara eftir bestu þekk­ingu á hverjum tíma. Árið 1980 voru 500 þús­und fangar í Banda­ríkj­unum en nú eru þeir 2,2 millj­ón­ir, og stór hluti þeirra situr inni fyrir fíkni­efna­mis­ferli. Skila­boð Obama voru skýr; rétt­ar­kerfið er ekki eins gott að það ætti að vera.

Verður næsta stríð stríðið við rétt­læt­ið?Stríðið gegn glæpum er enda­laust og þó áhyggj­urnar í New York, sem lengi vel var tákn­mynd glæpa og ofbeldis langt út fyrir Banda­rík­in, fari vax­andi þá er raun­veru­leik­inn allt annar og betri en hann var á árum áður. En næsta póli­tíska stríð gæti orðið við rétt­læt­ið, hvorki meira né minna. Þar sem spjótin munu bein­ast að dæmdum glæpa­mönnum og því risa­vaxna sam­fé­lagi fanga sem hefur marg­fald­ast að stærð á skömmum tíma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None