Ólga og áhyggjur í Kristjaníu

Íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi og afbrotum í tengslum við sölu á fíkniefnum á svæðinu. Þeir eru hinsvegar ekki sammála um til hvaða ráða skuli gripið.

Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Auglýsing

Í næsta mánuði verða 50 ár síðan hópur fólks lagði undir sig fyrrverandi umráðasvæði hersins á Kristjánshöfn og lýsti yfir stofnun fríríkis. Svæðið sem um ræðir er 34 hektarar og hópurinn gaf því nafnið Kristjanía. Kristjanittarnir lögðu undir sig fjölmargar byggingar sem höfðu tilheyrt hernum. Á þessum tíma var mikil húsnæðisekla í Kaupmannahöfn og margir því tilbúnir að setjast að í „fríríkinu“. Íbúarnir voru lengi vel í kringum eitt þúsund, eru núna rúmlega átta hundruð. Talsverður hluti þeirra sem settust að í upphafi búa þar enn og eru eins og gefur að skilja orðnir nokkuð við aldur. Íbúi sem pistlaskrifari ræddi við fyrir nokkrum árum sagði Kristjaníu vera hægt og rólega að breytast í hálfgert elliheimili.

Öðruvísi og umdeild

Lífstakturinn í Kristjaníu hefur frá upphafi að ýmsu leyti verið öðruvísi en annars staðar í Kaupmannahöfn, og þótt víðar væri leitað. Á árunum um og eftir 1970 var hassneysla orðin all útbreidd og Kristjanía var fljótlega eins konar sölumiðstöð þessarar ólöglegu neysluvöru. Allir vissu að í „fríríkinu“ væri auðvelt að verða sér úti um „grasið“. Viðskiptin voru frá upphafi að mestu takmörkuð við eina tiltekna götu „Pusher Street“.

Kristjanía hefur alla tíð verið umdeild. Sumum hefur þótt yfirvöld sýna íbúum linkind og umborið margt sem ekki liðist annars staðar. Aðrir segja nauðsynlegt að í jurtagarði tilverunnar þurfi allur gróður að geta þrifist. Árum saman heyrðust alltaf raddir um að „hreinsa til“ eins og það var orðað. Aldrei varð þó neitt úr slíku en lengi bjuggu íbúarnir við algjöra óvissu um framtíð svæðisins.

Samningurinn frá 2012

Í byrjun júlí árið 2012, 41 ári eftir að „fríríkið“ varð til, var undirritaður kaupsamningur. Seljandinn var danska ríkið, kaupandinn var sjóðurinn „Fristaden Christiania“. Óhætt er að segja að samningur þessi hafi verið afar mikilvægur fyrir báða aðila sem að honum stóðu. Fyrir ríkið var mikilvægt að fá einhvern botn í þetta „Kristjaníumál“ eins og það var kallað og ljúka áralöngum deilum um tilveru Kristjaníu. Fyrir kaupandann var samningurinn kannski enn mikilvægari. Með honum var framtíð Kristjaníu tryggð. Í samningnum var kveðið á um að yfirbragð svæðisins yrði með svipuðum hætti og verið hafði frá upphafi, Kristjanittarnir skuldbundu sig til að hlíta ýmsum reglum svosem íbúaskráningu, byggingareglugerðum og almennum skipulagsreglum. Þegar nýr reiðhjólastígur var lagður árið 2017 reyndi fyrir alvöru á samkomulagið. Nýi stígurinn liggur þvert yfir hluta Kristjaníusvæðisins, hann tengist hjóla- og göngubrú frá Nýhöfninni yfir á Kristjánshöfn og út á Amager. Kristjanittanir voru andsnúnir lagningu stígsins, en máttu sín lítils. Stígurinn er vinsæll og um hann fara þúsundir á degi hverjum.

Slagurinn um peningana

Enginn veit með vissu umsvifin á hassmarkaðnum í Kristjaníu. Í umfjöllun danskra fjölmiðla undanfarið hefur komið fram að árleg velta á hassmarkaðnum í Kristjaníu sé ekki undir einum milljarði danskra króna (20 milljarðar íslenskir). Margir vilja fá bita af þessari köku.

Auglýsing

Á 40 ára afmæli Kristjaníu árið 2011, spurði skrifari þessa pistils fjölmiðlafulltrúa Kristjanittana hvað hann teldi helst ógna framtíð svæðisins. Ekki stóð á svarinu „ég hef mestar áhyggjur af rokkurunum (mótorhjólagengjunum) sem reyna, með góðu og illu, að sölsa undir sig hassmarkaðinn. Þeim fylgir ofbeldi“. Áhyggjur fjölmiðlafulltrúans hafa ekki reynst ástæðulausar og á síðastliðnum áratug hafa rokkararnir barist hart til að ná undir sig hassmarkaðnum með þeim árangri að í dag ráða þeir stærstum hluta hans. Með ofbeldi og hótunum.

Frá Kristjaníu. Mynd: EPA

Í september 2016 lést ungur fíkniefnasali eftir skotbardaga við lögreglu. Kvöldið eftir héldu íbúar Kristjaníu fjölmennan íbúafund og morguninn eftir létu tugir þeirra til skarar skríða og rifu niður hasssölubásana í Pusher Street. Þetta var í fyrsta skipti sem íbúarnir gripu til þessa ráðs en lögreglan hafði nokkrum sinnum rifið niður básana. Þetta breytti þó litlu og brátt sótti allt í sama farið.

Morð og íbúafundur

Aðfaranótt 4. júlí sl. lést ungur maður, eftir skotbardaga í Kristjaníu. Maðurinn sem var 22 ára hafði alist upp í Kristjaníu og búið þar alla ævi. Morðið olli mikilli reiði íbúanna og sunnudaginn 15. ágúst sl. var efnt til fundar. Hátt í tvö hundruð höfðu þá krafist þess að fundur yrði haldinn og að Pusher Street eða Gaden eins og íbúarnar kalla götuna yrði lokað, í eitt skipti fyrir öll.

Um þrjú hundruð manns mættu á fundinn sem stóð í marga klukkutíma. Ekki náðist samkomulag um að loka Pusher Street þótt flestir fundarmanna væru sammála um að ástandið væri algjörlega óviðunandi. Helsta ástæða þess að ekki náðist samkomulag á fundinum var að sögn sú að baráttan við glæpagengin sem stjórna hasssölunni væri íbúunum, einum og sér, ofviða. Þar yrði lögreglan að koma til skjalanna. Á fundinum kom fram að þótt hasssalan sé að mestu leyti í höndum glæpagengja, en ekki íbúanna, eiga íbúarnir, sumir hverjir, hagsmuna að gæta. Einhverjir eiga sölubása sem þeir leigja út til sölumannanna (glæpagengjanna) eða geyma hass fyrir þá. Þetta fólk er ekki tilbúið til að banna hasssöluna og loka Pusher Street. Íbúi sem dagblaðið Politiken ræddi við eftir fundinn sagði að það væri ekki „quick fix“ að uppræta ofbeldið sem fylgir hasssölunni í Kristjaníu.

Í lokin má geta þess að Kristjanía hefur árum saman verið einn fjölsóttasti viðkomustaður erlendra ferðamanna í Kaupmannahöfn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent