Ónæmi eða neikvæð niðurstaða víða að verða aðgöngumiði að samfélaginu

Heimur þar sem þeir sem eru ónæmir eða þeir sem geta sannað að þeir séu ekki smitaðir af COVID-19 geta einir notið ákveðinnar þjónustu er handan við hornið. Þessu munu óhjákvæmilega fylgja deilur og ýmsar lögfræðilegar og siðferðilegar spurningar.

New York-ríki í Bandaríkjunum hefur þegar kynnt snjallsímaforrit sem fólk á að geta notað til að sýna fram á að það sé bólusett.
New York-ríki í Bandaríkjunum hefur þegar kynnt snjallsímaforrit sem fólk á að geta notað til að sýna fram á að það sé bólusett.
Auglýsing

Alrík­is­stjórn Banda­ríkj­anna mun ekki taka upp nokk­urt kerfi sem gerir sönnun fyrir bólu­setn­ingu gagn­vart COVID-19 að kröfu til þess að mega njóta þjón­ustu eða sækja við­burði. Þetta kom fram í máli Jen Psaki, fjöl­miðla­full­trúa Hvíta húss­ins, á blaða­manna­fundi í gær.

Hún sagði frétta­mönnum að það yrði eng­inn alrík­is­gagna­grunnur um bólu­setn­ingar fólks settur upp og banda­rískum þegnum yrði heldur ekki gert skylt að sækja sér sam­hæfð vott­orð um bólu­setn­ingu. Psaki sagði að Banda­ríkja­stjórn vildi standa vörð um per­sónu­vernd og rétt­indi fólks.

Ein­staka ríki og einka­geir­inn

Þetta er þó ekki alveg svona klippt og skorið hvað Banda­ríkin varð­ar. Ekki er úti­lokað stór hluti Banda­ríkja­manna muni á næst­unni þurfa að fram­vísa sönnun um bólu­setn­ingu, mótefni eða nei­kvætt COVID-­próf til þess að geta notið þjón­ustu eða sótt sam­kom­ur.

Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­dómur frá árinu 1905, í máli prests af sænskum upp­runa, gerir ein­staka ríkjum Banda­ríkj­anna kleift að gera kröfu um bólu­setn­ingu. Prest­ur­inn sem um ræð­ir, Henn­ing Jac­ob­son, vildi ekki láta bólu­setja sig við bólu­sótt, þeim ill­víga sjúk­dómi sem síðar tókst að útrýma með bólu­setn­ingu. Þessi áhuga­verða saga var rakin í nýlegum hlað­varps­þætti frá The Atl­ant­ic.

New York-­ríki er á meðal þeirra ríkja sem hafa kynnt til sög­unnar raf­ræna lausn sem fólk getur not­að, ef það vill, til þess að halda utan um eigin bólu­setn­ing­ar­vott­orð. „Hugs­aðu um það sem raf­rænan flug­miða, nema til þess að sanna að þú hafir fengið COVID-19 bólu­setn­ingu eða nei­kvætt próf,“ segir á vef rík­is­ins um snjall­símafor­ritið Excelsior Pass. Wal­mart hefur einnig boðið upp á svipað snjall­símafor­rit fyrir þá sem vilja, en banda­ríska versl­un­ar­keðjan hefur tekið þátt í að bólu­setja fjöl­marga Banda­ríkja­menn und­an­farnar vik­ur.

Sam­kvæmt frétta­skýr­ingu New York Times um ýmsar hliðar þessa máls vest­an­hafs eru einka­fyr­ir­tæki einnig mörg að hugsa um að gera stað­fest­ingu á ónæmi eða nýlegu nei­kvæðu prófi að skyldu fyrir við­skipta­vini sína. Fyr­ir­tæki eru sögð ótt­ast að margir við­skipta­vinir muni kjósa að halda sig fjarri stöðum þar sem fólk safn­ast saman nema þeir hafi vissu fyrir því að aðrir gestir séu einnig bólu­sett­ir.

Þessu öllu eru þegar byrjuð að fylgja hug­mynda­fræði­leg átök, eftir kunn­ug­legum átaka­lín­um. Á sama tíma og demókrat­arnir sem stjórna í New York-­ríki hafa kynnt sín áform til sög­unnar og háskólar á borð við Brown og Corn­ell boðað að nem­endur þurfi að vera bólu­settir er þeir mæta næsta haust, hafa rík­is­stjórar úr röðum Repúblikana­flokks­ins bæði í Texas og Flór­ída bannað öllum stofn­unum rík­is­ins og einka­að­ilum sem þiggja fé úr sam­eig­in­legum sjóðum að gera bólu­setn­ingu að ein­hverri kröfu.

WHO varar við bólu­setn­ing­ar­vega­bréfum

Þetta er því póli­tískt umdeilt í Banda­ríkj­un­um. Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær hefur Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) komið því á fram­færi að hún styðji ekki við að bólu­setn­ing­ar­vega­bréf verði gerð að skyldu fyrir ferða­lögum milli ríkja.

Sú afstaða WHO byggir bæði á því að ekki er enn vitað með vissu hvort bólu­settir geti borið kór­ónu­veiruna með sér þrátt fyrir að veikj­ast ekki sjálfir og einnig á jafn­ræð­is­sjón­ar­mið­um, ekki sé rétt að meina þeim ekki geta af ein­hverjum ástæðum þegið bólu­setn­ingu að ferð­ast.

Reglu­verk um bólu­­setn­ing­­ar­­vega­bréf, eða raf­­ræn vott­orð um bólu­­setn­ingu sem á að vera hand­hægt að fram­vísa til þess að fá að ferð­­ast eða nota þjón­ustu, er þó víða í smíð­um, bæði hjá ein­staka ríkjum heims og í sam­vinnu ríkja.

Grænn passi Ísra­ela

Slíkt kerfi, Græni passinn, hefur þegar verið tekið í notkun í Ísra­el, en þar hefur yfir helm­ingur íbúa þegar verið full­bólu­sett­ur, ef íbúar á hernumdum svæðum Palest­ínu­manna eru ekki taldir með. Græna pass­ann þarf fólk að sýna í snjall­símum sínum áður en það fer inn á staði á borð við lík­ams­rækt­ar­stöðvar og leik­hús.

Staf­rænt grænt skír­teini ESB

Evr­­ópu­­sam­­bandið hefur kynnt til sög­unnar áætlun um sam­ræmd raf­­ræn skír­teini fyrir ferða­lög á milli landa innan ESB sem eiga að sýna fram á að fólk hafi ýmist verið bólu­­sett, fengið nýlegt nei­­kvætt PCR-­­próf eða náð sér eftir að hafa sýkst af COVID-19.

Eft­ir­lits­­stofn­­anir ESB á sviði per­­són­u­verndar hafa þó varað við því að heil­brigð­is­­gögnum verði safnað saman á þennan máta. Tryggja þurfi að laga­grund­­völlur sé fyrir áætl­­unum Evr­­ópu­­sam­­bands­ins í hverju og einu aðild­­ar­­ríki. Einnig þurfi að tryggja að ef gagna­­söfn­un­inni verði þurfi söm­u­­leiðis að passa að hún verði ein­ungis tíma­bundin og hætti þegar far­aldr­inum ljúki.

Kór­ónupass­inn danski

Ein­staka ríki Evr­ópu hafa þó þegar stokkið af stað og eru byrjuð að þróa eða nota sín eigin kerfi til þess að koma atvinnu­starf­semi sem hefur verið lokuð lengi af stað á ný.

Í Dan­mörku hófst notkun á kór­ónupass­anum í gær, en þá var hár­greiðslu­fólki, snyrti­fræð­ing­um, öku­kenn­urum og öðrum sem vinna störf sín í návígi og hafa þurft að hafa lokað leyft að taka til starfa á ný, en sú kvöð er sett á herðar atvinnu­rek­enda að fylgj­ast með því hvort við­skipta­vin­irnir fram­vísi gildum kór­ónupassa.

Fyr­ir­tæki sem hleypa inn við­skipta­vinum sem eru ekki með gildan kór­ónupassa geta búist við sektum sem geta verið veru­leg­ar, ef upp kemst um ítrekuð brot. Það hefur ekki fallið í kramið hjá öll­um, sumum atvinnu­rek­endum þykja tölu­verðar byrðar lagðar á sínar herð­ar. Gríð­ar­legt ásókn hefur verið í skimun í Dan­mörku und­an­farna daga, enda veitir nei­kvæð nið­ur­staða í COVID-19 prófi fólki 72 klukku­stunda leyfi til þess að fara til rak­ar­ans eða snyrti­fræð­ings­ins.

Til stendur að hleypa áhorf­endum á íþrótta­kapp­leiki undir sömu for­merkjum frá 21. apríl og opn­un­ar­á­ætlun danskra stjórn­valda gerir ráð fyrir því að veit­inga­stað­ir, söfn, leik­hús og kvik­mynda­hús muni geta starfað á ný frá 6. maí og þjón­u­stað, í fyrstu hið minnsta, þá sem hafa verið bólu­sett­ir, þegar fengið COVID-19 eða fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi.

Veiru­próf fyrir pöbbaferð?

Bretar eru að prófa sig áfram með svip­aða hluti og Dan­ir. Þegar versl­unum sem ekki eru skil­greindar sem nauð­syn­legar og krám með úti­að­stöðu verður leyft að taka á móti við­skipta­vinum á ný þann 12. apríl verður þessum stöðum þó í sjálf­vald sett hvor þær krefji fólk um að fram­vísa breska kór­ónu­veiru­vega­bréf­inu eða ekki.

Breska rík­is­stjórnin vinnur nú að því að koma upp ein­hverri sam­ræmdri lausn sem gæti gilt í Englandi, Skotlandi, Wales og Norð­ur­-Ír­landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar