Mynd: Samsett

Rúmlega 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi meirihluta

Kjarninn birtir líkur flokka á því að koma manni inn á þing og spá um hvaða ríkisstjórnir eru líklegastar. Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar.

Lík­urnar á því að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sitji áfram eftir kom­andi kosn­ingar eru 61 pró­sent, sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings. Þá eru 40 pró­sent líkur á því að Flokkur fólks­ins komi ekki manni inn á þing, 29 pró­sent líkur á að Sós­í­alista­flokkur Íslands nái ekki manni inn og 14 pró­sent líkur á að Mið­flokk­ur­inn þurfi að bíta í það súra epli.

Lík­urnar eru fengnar með því að fram­kvæma 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar. Í hverri sýnd­ar­kosn­ingu er vegið með­al­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­inga­spáin nær yfir hverju sinni lík­leg­asta nið­ur­staðan en sýnd­ar­nið­ur­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­al­tal og hversu mikið byggir á sögu­legu frá­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­inga.

Líkur á samsteypustjórnum mismunandi flokkaTil að ná minnsta mögulega meirihluta á Alþingi þarf 32 þingmenn.
Fjöldi þingsæta DVB DBM DV VPSB VPSC DBMF
>=41
1%
0%
0%
0%
0%
0%
>=42
1%
0%
0%
0%
0%
0%
>=41
2%
0%
0%
0%
0%
0%
>=40
3%
0%
0%
1%
0%
0%
>=39
6%
0%
0%
1%
0%
0%
>=38
10%
1%
0%
2%
1%
1%
>=37
15%
1%
0%
4%
1%
2%
>=36
22%
2%
1%
7%
3%
3%
>=35
30%
4%
2%
11%
5%
5%
>=34
40%
7%
3%
17%
8%
9%
>=33
51%
12%
6%
25%
12%
13%
>=32
61%
18%
10%
33%
18%
19%
>=31
71%
25%
16%
43%
26%
27%
>=30
80%
35%
23%
54%
35%
36%
>=29
80%
45%
33%
64%
45%
46%
>=28
86%
56%
44%
73%
55%
57%
>=27
91%
66%
55%
81%
65%
67%
>=26
95%
75%
66%
87%
74%
75%
>=25
97%
83%
76%
92%
82%
83%
>=24
99%
89%
85%
95%
88%
89%
>=23
99%
93%
91%
97%
92%
93%
>=22
100%
96%
95%
98%
95%
96%
>=21
100%
98%
97%
99%
97%
98%
>=20
100%
99%
99%
100%
98%
99%

Til að fá þá nið­ur­stöðu sem er hér til umfjöll­unar er nýjasta kosn­inga­spáin notuð til að meta fylgi flokka eftir kjör­dæmum út frá fylgi þeirra í síð­ustu kosn­ing­um. 

Kjarn­inn birti nið­ur­stöðu fyrstu kosn­ing­ar­spár sinnar fyrir kom­andi kosn­ingar fyrir nýliðna helgi. Hægt er að sjá nið­ur­stöðu hennar hér að neð­an.

Niðurstöður kosningaspárinnar 6. ágúst 2021

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 30. júlí (vægi 38,4 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sent í sam­starfi við Frétta­blaðið 15-23. júlí (vægi 23,9 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu í sam­starfi við Frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis 13 – 26. júlí (20,3 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun MMR í sam­starfi við Morg­un­blaðið 24. júní - 6. júlí (vægi 17,4 pró­sent)

Sýnd­ar­kosn­ing­arn­arnar sýna að litlar sem engar líkur eru á því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn miðað við þessa nið­ur­stöðu. Sú sem er lík­leg­ust er stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna, en líkur á henni eru þrjú pró­sent. 

Auglýsing

Þá er að óbreyttu nán­ast úti­lokað að mynda þriggja flokka stjórn án aðkomu Sjálf­stæð­is­flokks. Sú sem er lík­leg­ust er stjórn Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Pírata, en lík­urnar á henni eru þrjú pró­sent. 

Lík­leg­ustu fjög­urra flokka stjórn­irnar sem hægt yrði að mynda án aðkomu Sjálf­stæð­is­flokks eru ann­ars vegar rík­is­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Sam­fylk­ingar og Fram­sókn­ar­flokks­ins, en 54 pró­sent líkur eru á því að slík stjórn geti náð meiri­hluta á þingi. Hins vegar eru 35 pró­sent líkur á að hægt verði að mynda rík­is­stjórn sem byggir á Reykja­vík­ur­mód­el­inu svo­kall­aða, þar sem Sam­fylk­ing, Vinstri græn, Píratar og Við­reisn starfa saman í meiri­hluta.

Lík­leg­asta stjórnin sem stendur er sú sem nú sit­ur, en líkt og áður sagði eru 61 pró­sent líkur á að þeir flokkar sem standa að henni geti end­ur­nýjað sam­starf sitt miðað við nið­ur­stöðu nýj­ustu kosn­ing­ar­spár­inn­ar. 

Sjálf­stæð­is­flokkur stærstur og allt að níu flokkar ná inn

Sam­kvæmt kosn­inga­spánni þá er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur allra flokka með 23,6 pró­sent fylgi, sem er undir kjör­fylgi hans í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi flokks­ins hefur verið nokkuð stöðugt frá því í vor, en hæst fór það í 25,8 pró­sent í apríl og lægst í 23,4 pró­sent í byrjun jún­í. 

Líkur á fjölda þingsæta hjá hverjum flokki fyrir sig
Fjöldi þingsæta D V P S B C M J F
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
4%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=20
7%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=19
9%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=18
12%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=17
14%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=16
14%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=15
12%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=14
10%
1%
1%
1%
1%
0%
0%
0%
0%
>=13
7%
3%
2%
2%
1%
0%
0%
0%
0%
>=12
4%
5%
4%
4%
3%
0%
0%
0%
0%
>=11
2%
9%
8%
7%
6%
1%
0%
0%
0%
>=10
1%
13%
12%
11%
10%
2%
0%
0%
0%
>=9
0%
16%
16%
14%
14%
6%
1%
0%
0%
>=8
0%
17%
17%
17%
16%
11%
3%
1%
1%
>=7
0%
14%
15%
16%
16%
16%
7%
4%
2%
>=6
0%
10%
11%
13%
14%
20%
12%
8%
5%
>=5
0%
6%
7%
8%
10%
19%
18%
14%
10%
>=4
0%
3%
4%
5%
6%
13%
20%
19%
16%
>=3
0%
1%
1%
2%
2%
5%
12%
13%
12%
>=2
0%
0%
0%
0%
1%
1%
3%
2%
2%
>=1
0%
0%
1%
1%
1%
3%
10%
11%
13%
>=0
0%
0%
0%
1%
0%
3%
14%
29%
40%

Vinstri græn yrðu næst stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag, en 13,1 pró­sent kjós­enda segj­ast styðja flokk­inn. Það er umtals­vert undir því sem Vinstri græn fengu í kosn­ing­unum 2017 þegar 16,9 pró­sent kjós­enda kusu flokk­inn. Eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist yfir kjör­fylgi nú um stundir er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem nýtur stuðn­ings 11,3 pró­sent kjós­enda. Hann fékk 10,7 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um.

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem flestir hyggj­ast kjósa sam­kvæmt kosn­inga­spánni eru Píratar sem mæl­ast með 12,6 pró­sent fylgi og bæta við sig 3,4 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum að óbreyttu. Sam­fylk­ingin stendur nán­ast í stað með 12,4 pró­sent fylgi, sem er nán­ast alveg það sama og flokk­ur­inn fékk 2017. Við­reisn mælist með 9,8 pró­sent fylgi sem er meira en flokk­ur­inn fékk 2017 en minna en hann fékk 2016. 

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 6,4 pró­sent stuðn­ing og Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem hefur nú kynnt þrjá af sex fram­boðs­listum sínum og er að bjóða fram til þings í fyrsta sinn, mælist með 5,7 pró­sent fylgi. Flokkur fólks­ins rekur lest­ina hjá þeim níu flokkum sem mæl­ast með eitt­hvað hand­bært fylgi, en 4,5 pró­sent lands­manna segj­ast ætla að kjósa þann flokk. Miðað við þessa nið­ur­stöðu er ljóst að flokk­arnir á þingi yrðu að minnsta kosti átta og mögu­lega níu ef kosið yrði nú. 

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Auglýsing

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar